Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 9 DV Utlönd Monica biður Hillary Hvalavinurinn Paul Wafson í slag við indíána og Chelsea afsökunar í viðtalinu við Monicu Lewin- sky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu, sem sjónvarpað verður í kvöld, biður hún Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, og dóttur hennar, Chelsea, afsökunar. „Ég læt mér ekki til hugar koma að biðja þær fyrirgefningar en ég vil að þær viti að ég er leið yfrr því sem gerðist og þeim raunum sem þær hafa gengið í gegnum," sagði Monica, að því er segir í frétt dagblaðsins Daily News. Blaðið kveðst hafa undir höndum óritskoðaða upptöku af hluta samræðna Monicu og sjón- varpskonunnar Barböru Walters. Viðtalinu verður sjónvarpað á ABC- sjónvarpsstöðinni í kvöld. Monica á einnig að hafa greint frá því að hún laðist enn að forsetanum sem sé mjög munúðarfullur maður og hafi verið kynferðislegur sálufé- lagi hennar. Jafnframt mun Monica hafa greint frá því að henni hefði aldrei dottið í hug að samband hennar og forsetans yrði kunnugt almenningi né heldur að Hillary Clinton frétti af því. Barbara Walters sagðist í gær Monica er á góðri leið með að verða rík kona. Símamynd Reuter vera í uppnámi yfir því að upptök- unni hefði verið komið í hendur annarra fjölmiðla. Þó svo að ABC-sjónarpsstöðin hafi ekki greitt Monic Lewinsky fyrir viðtalið er hún á góðri leið með að verða rík kona. Samkvæmt frétt norska dagblaðsins Verdens Gang hafa yfir 25 sjónvarpsstöðvar þegar keypt útsendingarrétt af við- talinu sem Monica hefur veitt bresku sjónvarpsstöðinni Channel Four. Sjónvarpsstöðin hefur greitt Monicu um 50 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið. Hún fær auk þess 75 prósent af tekjunum af end- ursölu viðtalsins. Vel gengur að selja viðtalið þó að Channel Four hafi enn ekki sýnt það. Samtímis er undirbúningur að komu fyrstu eintakanna af bókum um Monicu á markað í fullum gangi. Á morgun kemur út bók Andrews Mortons, sem skrifaði ævi- sögu Díönu prinsessu, um Monicu. Sjálf mun Monica taka þátt í markaðskynningu á bókinni og meðal annars fara í ferð um Evrópu til að kynna hana. DV, Ósló: Hvalavinurinn Paul Watson ætlar í apríl að ráðast til baráttu gegn hvalveiðum makahindíána í Alaska og reyna að koma í veg fyrir að þeir veiði 70 hvali sem þeir hafa heimild til að skjóta. Watson, sem fer fyrir hvalfriðunar- samtökunum Sea Shepherd, er annars brattur þessa dagana og stendur í hávaðarifrildi við hval- fangarann og þingmanninn Stein- ar Bastesen í Noregi. Watson full- yrðir í þætti, sem fluttur veröur í norsku sjónvarpi í kvöld, að Bastesen hafi símleiðis hótað að skjóta af honum hausinn fyrir sex árum. Bastesen neitar og segist aldrei hafa sagt stakt orð við Watson. Hvalavinurinn viðurkennir að hafa sökkt hvalbáti Bastesens um jólin 1992 og að Bastesen hafi hringt í hann skömmu síðar og hótað lífláti. „Ég hefði sagt honum að fara til helvítis ef hann hefði hringt í mig en ég hef bara aldrei talað viö manninn. Watson er fifl,“ segir þingmaðurinn Bastesen. GK Óbreytti dátinn Jan Pek í Tékklandi hefur lært sitt lítið af hverju á veru sinni í hernum. Meðal nytsamra hluta sem hann tileinkaði sér var að brjóta þaksteina meö enninu, eins og hann gerir svo glæsilega á þessari mynd. Ljóni rutt úr veginum: Harðlínuleiðtogi í Kosovo er hættur Einn helsti þrándur í götu friðar í Kosovo, að mati bandarískra stjórn- valda, hefur sagt af sér sem pólitísk- ur fulltrúi Frelsishers Kosovo, skæruliðahreyfingar aðskilnaðar- sinna albanska meirihlutans í hérað- inu. Adem Demaci skýrði frá afsögn sinni á fundi með fréttamönnum í gær. Hann notaði tækifærið til að lýsa vanþóknun sinni á friðarferlinu sem hann kallaði svik við óskir al- banska þjóðarbrotsins um frelsi og sjálfstæði. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins héldu áfram í gær að þrýsta á þæði Serba og Albana að semja um frið í Kosovo þar sem meira en tvö þúsund hafa fallið og kvartmilljón hefur misst heimili sin frá því átök hófust fyrir nákvæmlega einu ári. Adem Demaci er hættur sem póli- tískur fulltrúi skæruliða Albana í Kosovo og telja því margir friðarhorfur betri í héraöinu. Olofsson og fé- lagar viðurkenna smygl á hassi Réttarhöld standa nú yfir sænska stórglæpamanninum og flóttakónginum Clark Olofsson og fimm félögum hans í Fredriks- sund í Danmörku. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla þangað 300 kílóum af hassi og um það bil 60 kílóum af amfetamíni. Besti vinur Olofssons síðasta aldarfjórðunginn, Nils Roine Fogelmark, viðurkenndi við yfir- heyrslur tilraunir til að smygla inn hassi frá Marokkó en hann þvertók fyrir að kannast nokkuð við viðskipti með amfetamín. Olofsson sjálfur neitaði í gær allri vitneskju um amfetamín- smygl. Lögreglan heldur því fram að tilraunirnar til að smygla bæði hassinu og amfetamíninu hafi verið skipulagðar í lúxusvillu Olofssons í Belgíu þar sem hann hefur búið síðan 1991. Öflugur lögregluvörður er í dómhúsinu. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVfK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurflugvöllur - breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og breyting á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu Aðalskipulagi Reykja- víkur 1996-2016. Breytingin varðar Reykjavíkur- flugvöll: 1. Sett er inn tengibraut með helgunarsvæði, frá Hringbraut að fyrirhugaðri flugstöð, innan flugvallarsvæðis í framhaldi af tengibraut þeirri sem sýnd er frá Flugvallarvegi á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Við það breytist land- notkun úr almennu útivistarsvæði í helgunar- svæði meðfram stofn- og flugbrautum. 2. Bæjarstæði Nauthóls, sem er innan flug- vallarsvæðis, færist út fyrir svæðið og við það breytist landnotkun hluta svæðis suðaustan flugvallar úr athafnasvæði í útivistarsvæði til sérstakra nota. 3. Helgunarsvæði suðurenda flugbrautar 02-20 stækkar til suðvesturs og við það flyst stofn- göngustígur skv. aðalskipulagi út fyrir öryggis- svæði flugbrautar á uppfyllingu í sjó. Jafnframt er, í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipu- lags- og byggingarlaga, auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Tillögurnar eru til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 3. til 31. mars 1999. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindrar kynningar skal skila skriflega til Borgar- skipulags Reykjavíkur fyrir 14. apríl 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Þá er á sama stað og tíma til kynningar mat á umhverfisáhrifum endurbóta Reykjavíkurflugvallar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.