Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999
5
Fréttir
Karl Steinar um tannlækna:
Yfirgnæfandi meirihluti
strangheiðarlegt fólk
Tryggingastofnun ríkisins mun
ekki birta lista yfir tannlækna sem
tryggingayfirtannlæknir telur að
hafi misbeitt gjaldskrá. Karl Steinar
Guðnason, forstjóri Tryggingastofn-
unar, segir að það sé stofnuninni
óheimilt samkvæmt 5. grein upplýs-
ingalaga. Ekki sé heimilt að upplýsa
um viðkvæm málefni einstaklinga
nema sá samþykki sem í hlut á.
Stofnunin telur sig ekki geta sent
lista yfir tannlækna sem sætt hafa
aðfinnslum að svo komnu máli.
Tannlæknafélagið hafði gefið stofn-
uninni frest til 18. febrúar að birta
lista yfir brotlega tannlækna.
í gögnum tannlæknadeildar
Tryggingastofnunar eru mál ein-
stakra tannlækna sem eru misalvar-
legs eðlis, segir í bréfi TR til Tann-
læknafélagsins. Málin eru allt frá
ábendingum til uppsagna á samn-
ingum TR við tannlækna.
„Það er skiljanlegt að þeir tann-
læknar sem ekki hafa fengið alvar-
legar aðfinnslur frá Tryggingastofn-
un séu óánægðir með að ekki skuli
heimilt að birta nöfn þeirra sem eft-
irlit TR hefur gert athugasemdir
við,“ segir Karl Steinar Guðnason í
hréfi til Tannlæknafélags tslands í
síðustu viku.
„Tryggingastofnun ríkisins ætlar
ekki að gefa okkur þessar upplýs-
ingar og segir að ummæli trygg-
ingayfirtannlæknis um þessa
meintu misbeitingu fyrirfinnist
ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Félagið
getur þvi ekki litið öðruvísi á en að
fyrrgreindur listi sé ekki til,“ segir
Þórir Schiöth, formaður Tann-
læknafélagsins.
Hann segir að félagið taki því
hins vegar fagnandi að forstjóri TR
og tryggingayfirtannlæknir geri sér
grein fyrir því að „yfirgnæfandi
Sauðárkrókur:
Góðæri í
steinullinni
DV, Sauðárkróki:
Um það bil 97,7 milljóna króna
hagnaður varð af rekstri Steinullar-
verksmiðjunnar hf. á síðasta ári,
miðað við 82 milljóna króna hagnað
árið áður. Helstu ástæður góðrar af-
komu í fyrra, þrátt fyrir verulegar
kostnaðarhækkamir, er aukin sala
innanlands, auk þess sem afskriftir
og íjármagnskostnaður hefur lækk-
að verulega.
Heildarsala fyrirtækisins varð
um 161.000 rúmmetrar og nam sala
á innanlandsmarkaði um 100.000
rúmmetrum sem er um 5% aukning
frá fyrra ári. Út voru fluttir um
61.000 rúmmetrar sem er heldur
minna en árið áður.
Skýrt dæmi um bættan hag Stein-
ullarverksmiðjunnar er að skuldir
fyrirtækisins lækka verulega. Milli
ára lækka langtímaskuldir úr 139
milljónum í 111 milljónir og skamm-
tímaskuldir úr 350 milljónum í 123,6
milljónir. Þá eykst eigið fé fyrirtæk-
isins. í árslok 1997 var það 357 millj-
ónir en um síðustu áramót 459 millj-
ónir. Handbært fé frá rekstri var 30
milljónum meira í lok síðasta árs en
ársins á undan.
-ÞÁ
Hvíld á bryggjunni
Þessi pattaralegi kampselur lét fara vel um sig á flotbryggjunni í Dalvíkur-
höfn á dögunum þegar fréttamaður DV átti þar leið og lét fólk ekki koma sér
úr jafnvægi. DV-myndir Halldór, Dalvík
Karl Steinar Guðnason - birtir ekki
lista yfir tannlækna sem sætt hafa
aðfinnslum.
Þórir Schiöth, formaður Tannlækna-
félagsins - telur engan svartan lista
um tannlækna til í Tryggingastofn-
un.
meirihluti tannlækna séu strang-
heiðarlegt fólk“, eins og segi í bréf-
inu frá Karli Steinari Guðnasyni.
-JBP
ésCHWAB
Eldtraustir
öryggisskápar
✓ Nýtísku hönnun
✓ Margargerðir
✓ Hagstæðverð
Keflauík
AfceMS » r
•fostvtá*'*
0«
10 tít i+
. 1