Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 * ★ ffrenning Nokkrir Brassar og Kani á Kúbu Stundum heyrist sagt: „Heimur minnkandi fer“. Hvað tónlist áhrærir kemur það fram þannig að auðveldara er að nálgast tónlist frá ýmsum heimshormnn en áður var. Hljómplötuverslanir reyna greinilega að hafa fjölbreytt úrval alls konar tónlistar á hoðstólum. Ef ekki er hægt að finna í verslun- um nákvæmlega það sem leitað er að má alltaf reyna við verslanir á Netinu. í þessum pistli er meining- in að minnast á nokkrar athyglis- verðar geislaplötur sem flestar eru frá Brasilíu. Sumar þeirra kunna að fást hér í verslunum en aðrar ekki. Fyrstan skal frægan telja brasilískan lagasmið, söngvara og hljómborðsleikara, Ivan Lins, og plötu hans I’m Not Alone (Velas 1996). Lins er af mörgum talinn arftaki Antonio Carlos Jobims heitins. Finna má áhrif frá hæði djassi og rokki í tónlist hans. Víst er að hann er lagasmiður með snilligáfu sem er ekki minni en fyrirrennara hans. Lög hans eru samin af sjaldheyrðri kunnáttu. Hann er mikill meistari laglínunnar og einnig mikill hljómagúrú. Ekki er óalgengt að lög hans eigi sér viðkomu í mörgum tóntegundum áður en lent er á upphafshljómi (eða ekki). Margir hafa hljóðritað lög hans, s.s. Quincy Jones auk fjölda brasilískra listamanna, og árið 1997 kom út platan The Heart Speaks sem hann gerði með trompetleikaranum Ter- ence Blanchard og hlaut sú tilnefhingu til Grammy tónlistarverðlaunanna. Nokkur laga hans hafa líka ratað í Real Book og aðr- ar djassbiblíur sem svo eru nefndar. Um- rædd plata geymir að mestu ballöður og er sungið á portúgölsku nema í titillaginu og öðru tiL Lítið kombó sér um undirleik auk strengjasveitar sem leikur gjaman gamal- dags útsetningar í Nelson Riddle stíl. Brasil- ísku áhrifm eru mismikil i lögunum og út- setningimum. Ef einhver lagasmiður sam- timans jafnast á við Ivan Lins er það helst Donald Fagen úr dúettinum Steely Dan. Ivan Lins og diskur hans „l’m not alone“. Af öðrum snillingum Annar snillingur brasilískur er Joáo Bosco - gítarleikari, lagasmiður og söngvari. Brasilísku áhrifin í músík hans eru miklu sterkari en hjá Lins. Plata hans As Mil e Uma Aldeias (Sony 1998) ólgar af lífi og skemmtilegheitum. Lagasmíðar hans eru einfaldari aö gerð en lagasmíðar Lins, landa hans, en mjög sterkar. Titillagið er algjör perla og þær eru nokkrar fleiri á þessmn diski. Samlandi hans, pjavan, er einnig laga- Djass Ingvi þór Kormáksson smiður, söngvari og gítarleikari eins og Bosco. Það nýjasta frá honum er safndiskur- inn Flor de Lis (Rym Musique, 1998). Djavan hefur löngum verið hallur undir bræðings- tónlist og hafa djassáhrifin alltaf verið nokk- uð sterk í tónlist hans. Hér er aðaláherslan samt aðallega lögð á léttar sömbur og útsetn- mgar ovenju ein- faldar að þessu sinni frá hendi hans. Brasilískar söngkon- ur eru eiginlega sönggyðjur því að þær hafa margar verið hálfþart- inn teknar í guðatölu í heima- landi sínu, lífs eða liðnar. Nýjasta uppgötvunin heitir Badi Assad. Chameleon (Polygram 1998) heitir plata hennar og hefur hún fengið afskaplega flnar umsagnir í blöðum. Ritstjórar bandaríska timaritsins Guitar Player völdu hana besta kassagítarleikara (finger- style) síðasta árs. Hún minnir talsvert á Joni Mitchell. Vert er einnig að minnast á gamlan ref, Luiz Gonzaga, harmonikkuleikara, laga- smið og samlanda fyrmefndra. Geisladiskurinn Sabido (Iris Musique 1998) geymir úrval af söngvum hans frá fimmta áratugn- um, aðóillega i axé og forró stíl en sömbur slæðast með. Þetta eru náttúr- lega gamlar upptökur og sándið eftir því. Franska útgáfufyrirtækið Iris Musique sérhæfir sig dálítið i gömlum upptökum frá ýmsum löndum en ekki er það þó allt gamalt sem þaðan kem- ur. 1 lokin er alveg nauðsynlegt að minnast á tiltæki hins þekkta banda- ríska gítarleikara Ry Cooder sem fór til Kúbu og hljóðritaði með þarlend- um tónlistarmönnum heilmikið efni. Þessar upptökur ásamt efnismiklum bæklingi er að finna á plötunni Buena Vista Social Club (World Circuit, 1998) sem að sögn hefur selst heil- mikið hér á landi. Tvær englaraddir Varla er hægt að imynda sér ólíkari söngfugla á vett- vangi sígildrar tónlistar en söngkonumar tvær sem Sony útgáfufyrirtækið pró- móterar nú í gríð og erg. Nefnilega velsku stúlkima Charlotte Church og banda- ríska glæsikvendið Susan Graham. Sú fyrmefnda hef- ur raunar ekki þurft á miklu söluátaki að halda, þar sem hún hefur vakið æma athygli fyrir ungan aldur. Þegar fyrsta geisla- plata Charlotte Church, Voice of an Angel, var tekin upp fyrir ári síðan var söng- konan nefnilega ekki nema 12 ára gömul, sem varð til þess að vekja aftur upp umræðu um misnotkun bama í tónlistarbransanum. Út af fyrir sig var sú umræða nokkuð í skötulíki því í Bretlandi hefur lengi tíðkast að gefa út plötur með söng komungra drengja og er skemmst að minnast „sam- landa“ Karlottu, kórdrengsins Aled Jones. Charlotte Church hefur verið syngjandi frá blautu bamsbeini og urðu tónelskir for- eldrar hennar fljótlega til að vekja áhuga hennar á sigildri tónlist. Þá hafa þekktir tón- listarmenn í Wales einnig tekið hana undir sinn væng og hjálpað henni áleiðis. Árangur- inn er að finna á áðumefndri geislaplötu, en þar er að finna bæði „æðri tónlist" - Pie Jesu, Panis Angelicus og Ave Maria - en einnig þekkt þjóðlög af velskum og enskum uppruna. Því verður ekki á móti mælt að Charlotte Church hefur ákaflega tæra og fall- ega sópranrödd af svo ungri manneskju að Charlotte Church og Susan Graham. vera og túlkun hennar er alls staðar einlæg og elskuleg. Að sjálfsögðu vantar töluvert upp á tilfmningalegan skilning hennar á þeirri trúarlegu tónlist sem hún syngur, en Tónlist/Geisla- plötur Aðalsteinn Ingólfsson hann kemur eflaust með auknum þroska. Þjóðlagatónlistin virðist hins vegar standa henni nær; þar skynjar áheyrandinn listræn- an persónuleika í mótun. Ljúfsárar stemmningar Susan Graham er hins vegar fullþroska og metnaðarfullur listamaður fram í fingurgóma og setur sérstakt mark sitt á allt sem hún kýs að syngja. Mörgum þótti sem það yrði henni ekki til framdráttar að gefa út heila plötu með tónlist Reyn- aldos Hahn. Bæði var Hahn lítt þekktur, auk þess sem hann var yfírlýst íhald i tón- list sinni; samdi sönglög í 19. aldar stíl fram á miðja 20. öld. Það var píanóleikarinn Roger Vignoles sem kynnti hana fyr- ir sönglögum Hahns og féll hún þegar fyrir þeim. Sem er skiljanlegt þegar hlustað er á plötu þeirra, sem her nafnið La Belle Epoque. Sönglög Hahns eru að smnu leyti „eftirlíkingar" 19. aldar lagasmíða, en þau varðveita einnig i sér ljúfsárar stemmn- ingar, einlægar tilfínningar og þar að auki veraldlega lífssýn gagnmenntaðra Evrópubúa á fyrri hluta aldarinnar. Öllu þessu tekst Susan Graham að koma til skila af þeirri smekk- vísi og raddfegurð sem hún er þekkt fyrir, og aukinheldur á lýtalausri frönsku. Tuttug- ustu aldar söngtónlist gerist varla áheyri- legri en í þessum léttleikandi „eftirlíking- um“ Reynaldo Hahns. Charlotte Church - Voice of an angel, Sony Susan Graham - La Belle Epoque, Sony Umboð á íslandi: Skífan Stríðsmyndir Picassos Á undanfómum árum hafa verið haldnar yfirgripsmiklar sérsýningar á myndum meistara Picassos af mönnum, konum, dýr- um og bömum, svo ekki sé minnst á sýning- ar á skreytilist, leirlist, ljósmyndum og að- skiljanlegum tímabUum á listferli hans. Því er von að einhverjir spyiji hvort eitthvað sé tU eftir Picasso sem ekki hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þvi er tU að svara að ný- verið setti Guggenheim-safnið i New York upp sýningu sem nefnist „Picasso og stríðsárin", sem eftir lýsingum að dæma virðist afar áhugaverð. Á stríðsárunum var Picasso um kyrrt í sinni heittelskuðu Parísarhorg og fylgdist þar með ógnarstjóm Þjóðverja úr návígi. Tilfinningar sínar og hugsan- ir ijáöi hann undir rós eöa með táknmáli tU að vekja ekki at- hygli hinna þýsku kúgara. Listamaðurinn fylgdist einnig með framvindu kalda stríðsins og deUdi í verkum sínum harkalega á hernaðarbrölt stórveld- anna. Úrval alira þess- ara stríðstengdu verka er nú að finna í Guggenheim-safn- inu, og tU að vekja enn meiri at- hygli á þeim hafa verið skipu- lagðar í kringum sýninguna spænskar danssýningar, tónlist- amppákomur, jafnvel smakk á spænskum víntegundum. New York farar ofan af íslandi ættu fortakslaust að gera sér ferð á þessa sýningu áður en henni lýkur, en hún stendur tU 9. maí. í Leifs ranni? Tímarit Breiðfirðingafélagsins, Breiðfírðingur, er aUa jafna ekki á náttboröi annarra en burtfluttra Vestfirðinga og afkomenda þeirra. 56. árgangur ritsins ætti þó að höfða tU breiðari hóps en venju- lega, því í því er birt skýrsla um uppgröftinn á svoköUuðum skála Eiríks rauða í Haukadal, sem orðið hefur tilefni mikUlar umræöu bæði meðal fornleifafræðinga og ferða- þjónustumanna. Höfund- ur skýrslunnar er Ragnheiður Trausta- dóttír fornleifafræð- ingur, og telur hún fuUsannað aö „skál- inn sé úr fornöld og þeirrar tegundar, sem almenn var á fyrstu tímum byggðar i landinu." Er þá fuUvíst að þarna sé fundið æskuheimili Leifs heppna? Ragnheiður snýr sig kænlega út úr þeirri spurningu í niðurlagi greinarinn- ar, þar sem hún segir að það sé, jafn líklegt tU árangurs að leita tU fasteignaskrárinn- ar eins og fomleifa- fræðinga tU að fá skjalfest að rústin hafi verið eign Eiriks rauða. Á hinn bóginn er ekkert sem mælir gegn því“. Þá vitum við það. Eða svoleiðis ... Þorsteinn frá Hamri les Passíusálmana Eftir sérhver áramót bíða útvarpshlust- endur yfirleitt með nokkurri óþreyju eftir tíðindum af nýjiun lesara Pass- íusálmanna, en lestur þeirra er jafnvel örgustu trúleysingjum bæði hugfró og nauðsynleg kjölfesta í skammdeginu. Það skiptir þvi ekki litlu máli að lesari sálmanna sé vel raddað- ur og settlegur í framsögn. í ár hefur valist tU lestursins Þor- steinn skáld frá Hamri, sem fer betur með texta en flestir aðrir íslendingar, og þá ekki einasta sín eigin ljóð. Lestur hans er enda með ágætum virðuleika- blæ, en um leið með náttúr- legri hrynjandi, réttnefnt konfekt fyrir eyru. Lestm-inn hefst að loknum kvöldfréttum á Rás 1 kl. 22.15. 'BREIÐRRÐINGUR Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.