Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 7 DV Fyrirtæki um leikskólarekstur: Verður með 85 bórn í fóstri Einkafyrirtæki ungra hjóna verö- ur í framtíðinni meö leikskóla á tveimur stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Þau verða með 85 böm í fóstri; allt frá nýfæddum til 6 ára. Þetta er fyrsti vísir að alvöru einka- væðingu leikskólarekstrar. Leik- skóli hjónanna Huldu Ólafsdóttur og Jóns Ásgeirs Blöndals, Bama- bær, er í Hólabergi 74 i Breiðholti, þar sem em 35 böm, og nú er verið að undirbúa að opna leikskóla í Áifatúni 2 í Kópavogi seint í sumar sem bera mun nafhið Álfahöllin og vista 50 böm. Einkareknir leikskólar era styrkt- ir af Reykjavíkurborg og Kópavogs- kaupstað. í Kópavogi er búið að ákveða að styrkja tvo eigendur slíkra skóla með stofnkostnaði. „Ég held þetta sé gott mál, menn verða að fara að hugsa um rekstur- inn á leikskólum með öðra hugar- fari en veriö hefur. Þessi rekstur kann að verða öllum til hagsbóta. Meðan sveitarfélögin fá ekki leyfl til að hækka leikskólagjöld eins og eðlilegt verður að teljast, sem hlut- fall af rekstarkostnaði, þá hljótum við að kanna hvort einkarekstur getur gengið," sagði Bragi Mikaels- son, bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna, en hann er formaður skóla- nefndar Kópavogs. Bærinn styrkir hvert rými um 250 þúsund krónur en auk þess hvert bam sem er inni á heimilinu um 10 til 18 þúsund krónur. „Það er gríðarlega gaman að mæta í vinnuna og umgangast fullt af bömum og vinna með þeim,“ sagði Jón Ásgeir. Hann er ekki óvanur að umgang- ast böm og vinna með þeim, hann hefur lengi verið karateþjálfari og kennt bömum allt niður í fjögurra ára. Fyrir þau hjónin með lítið bam var það stór ákvörðun að gerast dagmæður, fara á námskeið og síð- ar að hefja stærri rekstur leikskóla. Jón segir að á því leiki enginn vafi að framtíðin sé að einkaaöilar reki leikskólana. Þrýstingurinn á dagvistunarkerfið sé gífurlegur og lausnina sé að finna í einkarekstri heimilanna. -JBP íslenskur kúfiskur: Lætur smíða skip í Kína DV, Akureyri: Samningar hafa verið undirritaðir milli fyrir- tækisins íslensks kúfisks og skipasmíðastöðvar í Kína um smíði á skipi sem sérstaklega er ætlað til kúfiskveiða. Að fyrir- tækinu íslenskur kúfisk- ur standa Hraðfrystistöð Þórshafnar og bandaríska fyrirtækið Blount Seafood á Rhode Island í Banda- ríkjunum. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmda- stjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafhar, verður skipið sem um ræðir 39 metra langt og 9 metra breitt. Smíði þess á að ljúka í byrjun febrúar á næsta ári og það verður þá afhent nýjum eig- endum. Áætlað er að skipið verði komið til Þórshafnar í mars eða apr- íl og þá hefjist veiðar og í kjölfarið vinnsla á kúfiski á Þórshöfn. Vinnslu á kúfiski var hætt á Þórs- höfn í júli árið 1997 þegar kúfiskveiðiskipið Öðufell fórst íyrir austan land, en það sá nýrri sérhannaðri skelfiskvinnslu á Þórshöfh fyrir hráefni. Nokkrir byrj- unarerfiðleikar höfðu kom- ið upp í vinnslunni og varð starfsfólkið fyrir óþægind- um, að því er talið var vegna þess að loftræsting verksmiðjunnar var ekki talin standast þær kröfur sem gera þurfti. Jóhann A. Jónsson segir að úr þessu hafi að öllum líkindum ver- ið búið að leysa þegar Öðu- fellið fórst, en þó átti eftir að koma endanleg reynsla á það. Fyrirtækið í Kína sem smíðar nýja skipið er það sama og er að smíða nýtt fjölveiðiskip sem kemur í stað Arnar KE. Þegar smíðinni lýkur og kúfiskveiðarnar hefjast mun það skapa um 20 ný störf á Þórshöfh við veiðamar og vinnsl- una. -gk Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. DV-mynd gk Fréttir Barnabær í Breiðholtinu. Þar eru yngstu börnin mörg, og þau þurfa mesta umönnunina. Myndin er úr matartíma í gær. DV-mynd Hilmar Þór. TRIUMPH-ADLER FX621Í FAXTÆKI Þýskar gæðakröfur - ítölsk hönnun Tölvutengjanlegt faxtæki fyrír venju- legan pappir með bleksprautuprentun. Helstu eiginleikan • Nýtískulegt útlit • Prentari, PC/Fax, skanni, Ijósriti og faxtæki. • 84 númera minni fyrir síma - faxnúmer. • lOblöðímatara, 70 blöð í blaðabakka • 10 sek. sendingarhraði, prentar 2 blöð á mínútu. •, Tafin sending úr matara, minni tekur á móti sendingu. Tvöfaldur aðgangur o.fl. Verð kr. 37.900 með vsk j. nsTvniDssoN hf. Skipholti 33,105 Reykjavik, sími 533 3535 W9M Búnaöarbanki íslands hf. Aðalfundur 1999 Súlnasal Hótel Sögu 10. mars kl. 14:00 Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári 4. Tillögur til breytinga á samþykktum 5. Kosning bankaráðs 6. Kosning endurskoðanda 7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna 8. Stofnun menningarsjóðs og tillaga um framlag 9. Önnurmál @ BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF V; / í.vú; MHH TATUNG 400 Mhz P-ll • 64 Mb SD-RAM • 6,4 Gb h-diskur • ATI R-Pro AGP skjákort • 17" 100Mhz skjár • 56k módem eða netkort 10/100 bit 3 mán. á Internetinu • 36x CD • 32b hljóðkort • 300W hátalarar • Win95 lyklaborð og mús • Windows98 stýrikerfi • 3 ára ábyrgð u ei' islandia internet LÍ2 111U.11 íllLUL'! Hún seldist upp á viku síðast. Þeir sem eiga gripinn pantaðan geta sótt hann núna til TB. Aðrir ættu að hafa hraðar hendur... 108.200,- stgr. ' HP 710 Alvöru litaprentari á kr. 19.900, TÆKNIBUNAÐUR Suðurlandsbraut 6 • 108 Reykjavík Sími 553 0600 • Fax 581 3035

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.