Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVKUDAGUR 3. MARS 1999
Höfðahöllin
hílasala
s: 56^840
BIFR EIDASTILLINGAR
THSÖIU Nissan king cab ‘91, 6 cyl.
■ i- h. ''A v/.^
Utlönd
Stuttar fréttir
Barnaníöingur
handtekinn
í Svíþjóö
Lögreglan í Örebro í Svíþjóð
staðfesti í gærkvöld að grunur léki
á að 21 árs gamall bamaníðingur
hefði ekki einungis misnotað
kynferðislega ung stjúpböm sín
heldur einnig böm á dagheimilum
þar sem hann starfaði. Þegar
lögreglan handtók manninn lagði
hún hald á 200
bamaklámmyndbönd. Á þeim
sáust fleiri böm en stjúpböm
mannsins sem era 5 og 7 ára.
Fyrir nokkram mánuðum fékk
lögreglan vísbendingu um að
maðurinn dreifði bamaklámi á
Netinu. í kjölfar rannsóknar var
maðurinn handtekinn og var
hann úrskurðaður í
gæsluvarðhald síöastliðinn
föstudag. Eftir að maðurinn flutti
heim til sambýliskonu sinnar lét
hún fimm ára son sinn hætta á
dagheimili sem hann gekk á.
Drengurinn var einn heima á
daginn með barnaníðingnum.
Móðirin hefur einnig verið
úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir
að hafa læst dóttur sína inni á
hverjum degi eftir að hafa sótt
hana í skólann. Bæði nágrannar
og faðir bamanna gerðu
félagsmálayfirvöldum viövart en
þau fundu ekkert athugavert við
fjölskyldulífið.
Barn tveggja
mæðra fæddist
á Ítalíu
Heilbrigður og myndarlegur
drengur, sem er bam tveggja
mæðra, fæddist á Ítalíu í gær. Til
þess að geta orðið bamshafandi
fékk 35 ára kona, móðir númer 1,
frymi úr eggjafrumu annarrar
konu, móður númer 2, grætt í sig.
Næsta skref var gervifrjóvgun.
Þar með þróaðist fóstur með
erfðaefni frá móður númer 1,
frymi frá móður númer 2 og sæði
frá einstæðum föður. Læknar í
Tórínó greindu ffá fæðingu
bamsins.
FBI-menn til Úganda til að rannsaka ferðamannamorð:
Banað meö sveðj-
um og bareflum
Hópur manna úr bandarísku al-
ríkislögreglunni FBI kom til Úg-
anda í morgun til að rannsaka
grimmileg morð á átta erlendum
ferðamönnum þar í gær. Uppreisn-
armenn af ættbálki hútúa frá Rú-
anda stóðu að morðunum á útlend-
ingunum sem vora i Úganda til að
skoöa fáséðar fjallagórillur.
Uppreisnarmennimir rændu 31
ferðamanni á mánudag og tóku síð-
an átta þeirra af lífi í gær. Einn
þeirra sem komst lífs af úr hildar-
leiknum sagði að áttmenningamir
hefðu ýmist verið drepnir með stór-
um sveðjum eða bareflum. Svo virð-
ist sem einni kvennanna hafi verið
nauðgað áður en hún var drepin.
Fjórir hinna drepnu vora Bretar,
tveir Bandaríkjamenn og loks tveir
frá Nýja-Sjálandi.
Það var í dögim á mánudag að á
annað hundraö hútúmenn frá Rú-
anda réðust til atlögu gegn þremur
ferðamannabúöum i Bwindi þjóð-
garðinum í suðvestanverðu Úg-
anda. Garðurinn sá er ffægur fyrir
að vera eitt fárra heimkynna fjalla-
górillunnar.
Sautján ferðamannanna sluppu
eða var sleppt fljótlega en hinir
fjórtán vora teymdir í átt til ná-
grannaríkisins Kongó. Átta þeirra
vora síðan myrtir áður en dagurinn
var úti.
Sexmenningunum sem eftir vora
var sleppt og fluttu þeir skilaboð til
Vesturlanda frá uppreisnarmönn-
um um að hætta öllum samskiptum
við ríkisstjóm tútsa í Rúanda, ella
muni fleiri ferðamenn láta lífið.
í fyrstu var sagt að ferðamenn-
imir hefðu hugsanlega látið lífið í
skotbardaga milli uppreisnar-
manna og úgandískra hermanna
sem sendir höfðu verið til fjalla til
höfúðs þeim. Bandaríkjamaðurinn
Mark Ross sem slapp lifandi ffá at-
burðunum sagði hins vegar að
ferðamennimir hefðu hreinlega
verið myrtir.
„Þeir vora teknir af lífi. Það var
ekkert verið að reyna að bjarga
þeim,“ sagði Ross á tilfinninga-
þmngnum fundi með fféttamönnum
í Kampala, höfuðborg Úganda í gær.
Ross er flugmaður og leiðsögu-
maður í safaríferðum og hefur búið
í Keníu um nokkurt skeið.
Morðin vora fordæmd um allan
heim þegar af þeim fréttist í gær.
„Það er varla hægt að ímynda sér
meira grimmdarverk, kaldrifiuð
morð á gíslum," sagði James Foley,
tcilsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins.
Linda Adams frá Kaliforníu slapp frá mannræningjunum f Úganda á mánudag með því að þykjast vera asmaveik.
Átta samferðamenn hennar voru ekki jafnheppnir. Þeir voru myrtir á grimmdarlegan hátt af uppreisnarmönnum hút-
úa frá Rúanda f þjóðgaröi í suövestanveröu Úganda. Uppreisnarmennirnir rændu 31 erlendum ferðamanni á mánu-
dag en leyföu sautján þeirra að fara frjálsum ferða sinna fljótlega á eftir. Aðra drógu þeir meö sér.
Madeleine Albright við sama heygarðshornið:
Atyrðir Burmamenn fyrir
linkind gagnvart ópíum
þorpi þar sem íbúamir hafa tekiö
upp blóma- og grænmetisræktun í
stað valmúaræktunarinnar.
„Þetta er allt annað en það sem
upp er á teningnum í Burma. Þar
gera menn ekki það sem þið aðhaf-
ist hér,“ sagði Albright við skóla-
böm í þorpinu Nong Hoi í Taílandi
norðanverðu.
Þorp þetta er skammt frá ópíum-
ræktarsvæðinu Gullna þríhym-
ingnum sem nær yfir hluta Burma,
Laos og noröurhluta Taílands. Dreg-
ið hefur úr ópíumrækt í Taílandi en
Burma er áfram annar tveggja
stærstu framleiöenda í heiminum.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
úrskurðaði enn einu sinni í síðustu
viku að stjómvöld í Burma hefðu
ekki staöið sig nógu vel í baráttunni
gegn fikniefnasölum. Það þýðir að
stjómvöld í Burma fá litla sem enga
aðstoð frá Bandaríkjunum og eiga
erfiðara með aö fá fiölþjóðalán.
Madeleine Albright horfir á þjóö-
dansa í þorpi einu í Taílandi.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, atyrti stjóm-
völd í Burma i morgun fyrir um-
burðarlyndi í garð ópíumræktenda.
Albright var í heimsókn í taílensku
Andófsmönnum sleppt
Yfirvöld á Kúbu slepptu í gær
tugum andófsmanna sem hand-
teknir voru um helgina.
Stefna á Taíland
Bresku loftbelgsfaramir, sem
eru að reyna að komast kringmn
jörðina, gerðu í gærkvöld ráð fyr-
ir að fljúga yfir Taíland í dag.
Át bannað kjöt
Karl Bretaprins borðaði í gær
roastbeef sem ekki má selja. Kjöt-
ið er bannað
þar sem það
kann að vera
smitað af
kúariðu. Bufifát
prinsins hefur
vakið mikla at-
hygli í Bret-
landi. Það var
við opinberleg-
an hádegisverð í Newport í Wales
í gær sem Karl spændi i sig kjöt-
ið. Talsmaður bænda í Wales seg-
ir hættuna á að fá Creutzfeldts
Jacobs-veikina af áti slíks kjöts
vera álíka mikla og að verða fyrir
loftsteini.
Óhöpp falin
Norsk yfirvöld hafa á þessum
áratug haldið leyndum sex óhöpp-
um við kjamakljúfinn í Halden.
Óhöppin vora flokkuð sem minni
háttar.
Benti á annaö barnslík
Lögreglan í Óðinsvéum í Dan-
mörku, sem fyrr í þessum mánuði
fann lík nýfædds barns í plast-
poka, hefur fundið lik annars
bams sem talið er hafa fæðst 1992.
Konan, sem handtekin var vegna
fyrri fundarins, benti á staðinn.
Falsaðir dollarar
Lögreglan í Georgíu greip að-
faranótt þriðjudags feðga með
nær milljón doUara í folsuðum
seðlum. Þeir höfðu reynt að selja
seðlana fyrir 450 þúsund ekta
seðla. Kaupandinn var einnig
gripinn.
Samkomulag í augsýn
Leiðtogi Líbýu, Muammar
Gaddafi, sagði í gær að samkomu-
lag um að kaUa
fyrir rétt menn-
ina tvo sem
sakaðir eru um
að hafa sprengt
Pan Am flugvél
yfir Lockerbie í
Skotlandi væri
í augsýn.
Kvaðst Gaddafi ekki efast um að
dómskerfið í Skotlandi væri rétt-
látt. Mandela, forseti S-Afríku, og
Mubarak Egyptalandsforseti hafa
auk sendifuUtrúa ffá Sádi-Arabíu
hvatt Gaddafi tU að samþykkja
réttarhöld yfir tveimur líbýskum
leyniþjónustumönnum.
Flugræningi gafst upp
ítölskumælandi maður, sem
rændi í gær A-320 Airbus vél með
75 farþegum í innanlandsflugi í
Frakklandi, gafst upp snemma í
gærkvöld.
Hóta írökum
Bandarískir embættismenn
sögðu í gær að bandarískar her-
flugvélar myndu gjöreyöUeggja
loftvarnakerfi íraka á flugbanns-
svæðunum ef áfram yrði haldið
að skjóta niður bandarískar og
breskar vélar.
Buchanan í framboð
íhaldssami dálkahöfundurinn
Pat Buchanan hóf í gær í þriðja
sinn baráttu
fyrir því að
komast í Hvíta
húsið í Was-
hington. Hét
Buchanan því
að beijast gegn
„mengaðri og
eitraðri alþýðu-
menningu í Bandaríkjunum". Bú-
ist er við að George Bush, ríkis-
stjóri í Texas, Elizabeth Dole,
fyrrverandi ráðherra, og útgef-
andinn Steve Forbes, helli sér
bráðum út í kosningaslaginn.
by BAITEA
Bleksprautuhylki
• Apple, Canon,
• Epson
• Hewlet-Packard
• Olivetti-Lexicon
Tölvuskjásíur
• 15”, 17” og 20"
• Viðurkennd gæði
• ISO-9002 gæðavottun
á framleiðslu.
Mjög hagstætt verð.
i. Astvrldsson hf.
Skiphottl 33,105 Reykjavik, sáni 533 3535