Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Aníta Ólafsdóttir skrifstofustjóri: Ég fer í fjölskylduferð til Mallorca í tvær vikur. Svo fer ég líka vestur. Katrín Guðjónsdóttir: Ég veit ekki hvert ég fer. Kristín Edda Jónsdóttir, vinnur við heimilishjálp: Ég veit ekki hvort ég fer eitthvað í sumarfrí. Víðir Sigrúnarson, vinnur á Hrafnistu: Ég fæ ekkert sumarfrí. Viðar Örn Victorsson nemi: Ég ætla að vinna í sumarfríinu. Veigar Arthúr Sigurðsson nemi: Ég ætla að vinna í sumarfríinu. Lesendur Okkar kæra Al- þýðubandalag - svar til Hjörleifs Guttormssonar Margrét Frímannsdóttir, form. Alþýðubandalags- ins. - Landsfundir lögðu henni og flokksstjórn þá skyldu á herðar að vinna að sameiginlegri stefnuskrá og framboði þriggja stjórnmálaafla Anna Kristín Gunnarsdóttir, Far- skóla Norðurlands vestra, skrifar: Kæri baráttufélagi! Ég sé mig knúna til að fara nokkrum orðum um grein þína frá 18. febrúar en þar skortir nokkuð á þá vísindalegu nákvæmni sem þú ert kunnur fyrir í öðrum skrifum, t.d. um náttúrufar íslands. Það er skaði að þau vinnubrögð sem vís- indin kenna skuli víkja fyrir óvönd- uðum málflutningi í grein þinni. Fyrst skal vikið að þeirri ábyrgð sem þú leggur á herðar forystu Al- þýðubandalagsins og sér í lagi for- mannsins, Margrétar Frímannsdótt- ur. Þér er vel kunnugt um að í Al- þýðubandalaginu tíðkast ekki ein- ræði formannsins né að þingmenn annist ákvarðanatöku heldur er stefna mótuð af flokksmönnum sjálfum. Landsfundir lögðu for- manni og flokksstjórn þá skyldu á herðar að vinna að sameiginlegri stefnuskrá og framboði þriggja stjórnmálaafla fyrir næstu alþingis- kosningar. Það verk hefur Margrét unnið af einstakri trúmennsku og þrautseigju, ásamt þeim forystu- mönnum flokksins sem hlýddu kalli æðstu stofnunar flokksins. Hún ber ekki ábyrgð á stöðu Alþýðubanda- lagsins í dag, heldur félagar í flokknum og ekki síður fyrrum fé- lagar í flokknum. Þú veist að þetta verk hefur verið jafnerfitt og raun ber vitni vegna þess að ýmsir í okkar röðum vildu ekki hlýða kalli tímans en kusu að ganga á eigin vegum. Það er ómak- legt að gera einstakling ábyrgan fyr- ir stöðu mála sem þú sjáifur og aðr- ir sem yfirgefið hafa Alþýðubanda- lagið bera ekki síðri ábyrgð á. Málefnum þeirrar hreyfingar sem þú hefur kosið að helga krafta þína að sinni hefur ekki ver- ið flaggað en það sem þó hefur heyrst sker sig á engan máta frá mál- efnaskrá Samfylkingar- innar. Við erum öll tals- menn jafnaðar, unnend- ur íslenskrar náttúru og friðarsinnar. Ég vænti þess að félagar þínir muni láta málefni eldri borgara, öryrkja, sjúklinga og barnafólks til sín taka. - En sér- staða ykkar liggur ann- ars staðar en í málefn- um. Alþýðubandalagið hefur komið misjafn- lega út úr prófkjörum að undanfórnu en ágæt- lega á Norðurlandi. Það sýnir mikinn styrk. Við búum svo vel, þrátt fyr- ir að sterkir þingmenn hafi hopað, að eiga marga fram- bærilega einstaklinga sem vilja leiða lista Samfylkingar. Fjöldi þeirra skipar málum á þann veg að alþýðuflokksmenn leiða lista. Þess vegna verðum við víða í baráttusæt- um og þar með talin undirrituð. Við munum vinna óbangin að góðu gengi Alþýðubandalagsins, sem okkur er báðum svo kært, í kom- andi kosningum. Kókaínmaður kemur heim Gestur skrifar: Ég held að margir séu mér sam- mála um að fréttin í DV um að íslend- ingur, sem setið hefur í varðhaldi í Þýskalandi frá því seint á sl. ári en er nú á heimleið fyrir tilstilli einhverra sem „borguðu hann út“, sé hneyksli. Ef á annað borð á að dæma mann þennan, sem handtekinn var í Þýska- landi með 2 kíló af kókaini, á hann auðvitað að vera þar kyrr. Ég skil ekki hvernig einhver hér á landi get- ur tekið fram fyrir hendurnar á þýsku lögreglunni og innt af höndum peningatryggingu til að fá hann heim til íslands. Maður hlýtur að verða að þekkja einhvern í dómskerfinu - nú eða yfir- menn í lögreglunni - til að fá fram- gang í þessu máli. Hún er nú farin að ganga heldur langt þessi linkind og eftirlátssemi við menn sem eru hand- samaðir fyrir meint glæpaverk. Þeir eru flestir komnir á götuna á ný eftir stutta yfirheyrslu, eða svo gott sem. Er nokkur furða þótt fólk hræðist samfélagið hér? Stórsveit Reykjavíkur fullþroska - á afmælistónleikum í Ráðhúsinu G.R.A. skrifar: Stórsveit Reykjavíkur, undir stjórn Sæbjörns Jónssonar, hélt af- mælistónleika í Ráðhúsi Reykjavík- ur sl. laugardag. Líklega hefur ekki slíkur fiöldi mætt til leiks í einu í þessu annars rúmgóða húsi. Þetta voru sannkallaðir fagnaðar- tímar fyrir hljómsveitina og aðdá- endur hennar. Þarna var staðfest í áheyrn viðstaddra að Stórsveitinni verður gert fært að koma fram oftar og með reglulegri hætti en áður. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, staðfesti í upphafi tón- leikanna með undirskrift sinni og stjórnanda Stórsveitarinnar að nú væri hljómsveitin komin í fóstur hjá Reykjavíkurborg og afhenti sveitinni eina og hálfa milljón króna. Þar með er líka staðfest að Stórsveit Reykjavíkur er fullþroska hljómsveit með afbragðs hljóðfæra- leikurum og vel þjálfuðum. Þetta sannaði hún ásamt Sæbirni mynd- arlega þetta laugardagssíðdegi. Dagskráin var að uppistöðu lög Neal Heftis. Djasssöngkonan Krist- jana Stefánsdóttir kom fram með [L,[l@[l[j^][D)/S\ þjónusta allan sólarhringinn Adcins 39,90 mínútan - eða hringið í síma GBÖ 5000 nríilli kl. 14 og 16 Stórsveit Reykjavíkur - fullþroska hljómsveit með afbragðs hljóðfæraleikur- um og vel þjálfuðum. sveitinni og sýndi hæfileika sína á þessu sviði. Hún söng tæknilega vel en hefði mátt setja í sig meiri kraft til að hafa við sveitinni á köflum. Söngkona þessi er án efa framtíðar- músík með Stórsveitinni ef allt gengur eftir. Lögin eftir Neal Hefti voru vel valin og útsetning þeirra sumra er listavel unnin; „Teddy the Toad“, „Why not“ og „The Kid from the Red Bank“ eru dæmi um þetta. Lög annarra þekktra úr stórsveitar- heiminum komu þarna og við sögu. Þar má nefna lagið „Love“ eftir þýska hljómsveitarstjórann Bert Kaempfert, sem var afkastamikill lagasmiður og samdi fiölda vinsælla laga (“Strangers in the Night“, „Af- rican Beat“, „Spanish Eyes“, „Man- hattan Marengue" o. fl.) - Kristjana fór afar vel með lag Kaempferts. Tónleikar Stórsveitarinnar eru orðnir verulega eftirsóttir af al- menningi og stórsveitartónlistin er gengin aftur. Viða, t.d. í Þýskalandi, eru tónlistarmenn að nýju að semja lög sérstaklega fyrir stórsveitirnar. Margir einleikarar létu til sín heyra á tónleikunum og voru örugg- ir. Þeir þurfa þó að geta staðið og leikið á staðnum en ekki að færa sig út af hljómsveitarpallinum. - Þetta var í heild afar vel heppnuð stund með Stórsveit Reykjavíkur á laugar- dagssíðdegi. DV Sendiherra sendur tónninn Óskar Óskarsson skrifar: Ég las mjög harðorða grein í Morgunblaðinu eftir Hreggvið Jóns- son, fyrrv. alþm., miðvikud. 28. febr- úar. Þar fer hann hörðum orðum um núverandi ríkissfiórn fyrir að skipa Svavar Gestsson, fyrrverandi for- mann Alþýðubandalagsins, sendi- herra i Kanada. Hann tínir til ýmsa verklega og huglæga þætti í störfum Svavars sem stjórnmálamanns og segir að ríkissfiórnin hafi hlaupið á sig og eigi að afturkalla skipun Svavars sem sendiherra. Annað sé ekki boðlegt. Auðvitað veikir ríkis- sfiórnin núverandi sig verulega og sérstaklega stærri flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, með þessari skip- un. Hitt er svo annað að hér kann að búa miklu stærri stjórnmálaleg að- gerð að baki og sést ekki að fullu fyrr en að kosningum loknum. Ríkisreknir fjölmiðlar Þorvarður hringdi: Ég held að nú sé tíminn fyrir stjórnmálamenn hér á landi til að fylkja sér um þá skoðun fólks að rik- isrekin fiölmiðlafyrirtæki séu liðin tíð. Almenn óánægja er með RÚV- Sjónvarpið, dagskrá þess og afnota- gjald. Einkum þá reglugerð að menn mega ekki kaupa sér sjónvarpstæki nema hafa áður skráð það og greitt afnotagjald til RÚV þótt enginn áhugi sé á að kaupa dagskrá þess. Ég tek undir lesendabréf í DV mánudaginn 1. mars og blaðagrein eftir Björgvin Guðmundsson undir heitinu „Ríkisreknir fiölmiðlar eru tímaskekkja". - Þetta eiga nú sfiórn- málamenn að þora að viðurkenna. Ekki rétt? Of hátt gengi hlutabréfa Þórður skrifar: Margir eru farnir að hugsa alvar- lega um hvemig það megi vera að verð á hlutabréfum í fyrirtækjum sem sannanlega hafa ekki gengið of vel á sl. ári eða hafa ekki nógu gott „rygte“, eins og sagt var fyrr á árum, stendur sífellt í stað og jafn- vel hækkar. Menn í mínum kunn- ingjahópi fullyrða að forsvarsmenn einstakra verðbréfafyrirtækja bjóði hreinlega þá þjónustu að halda gengi hlutabréfa vissra fyrirtækja uppi gegn þóknun frá sömu fyrir- tækjum. Þetta hefur m.a. komið fram hjá stjórnarformanni Nýherja sem ýjaði að þessu í ræðu á fundi í fyrirtæki sínu. Ef þetta gerist verð- ur viðskiptaráðherra að láta fara fram nákvæma athugun á málinu með því að fylgjast með sölu og kaupum á hlutabréfum fyrir tilstilli fyrirtækja sem tekin eru fyrir með útdrætti eða á annan hátt. Verð- bréfaþing Islands er ekki rétti aðil- inn til að kanna málið. Japansferð borgarstjóra Sigrún hringdi: Ég á ekki orð til vegna undrunar á orðum sumra hér yfir Japansferð borgarstjóra Reykjavíkur. Menn býsnast yfir því ef rétt er að Hekla hf. hafi greitt farmiða og uppihald borgarstjóra og fylgdarliðs. Ég sem skattborgari hefði fagnað því hefði Reykjavikurborg sloppið við þann kostnað, okkar vegna. Vitað er að þessi þriðji hreyfill eða hvað það er nefnt sem á að kaupa fyrir orkugeir- ann verður keyptur frá Mitsubishi úr því hinir fyrri tveir voru frá sama fyrirtæki. Annað hefði verið hrein flónska. Ég mótmæli harðlega ummælum um að Reykjavík eigi alltaf og ævinlega að borga, þurfi borgarfulltrúar að fara utan til að kynna sér viðskiptamál af þessu tagi. Því eiga ekki viðkomandi við- skiptafyrirtæki að greiða kostnað- inn ef af viðskiptum verður. Þetta tíðkast um allan heim og þykir sjálf- sagt. - Ég skil ekkert í talsmanni minnihluta borgarstjórnar að láta eins og óð kind og setja sína flokks- menn í farbann. Þarna er ekki við- skiptavit á ferð. Því miður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.