Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Qupperneq 25
I>v MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 69 Þórir Steingrímsson og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum sfnum. Ótti og eymd Þriðja ríkisins í kvöld kl. 20 verða sýndir þrír einþáttungar í Skemmtihúsinu við Laufásveg eftir Berthold Brecht, eru þeir sýndir undir samheitinu Ótti og eymd Þriðja ríkisins og heita Gyðingakonan, Njósnarinn og Krítarkrossinn. Þar fangar Brecht óhugnanlega vel andrúms- loftið í ríki Hitlers þegar maður gat Leikhús jafnvel ekki lengur treyst baminu sínu. Þættimir em úr stóru safni leikþátta sem Brecht skrifaði á fjórða áratugnum og lýsa lífi fólks í Þriðja ríkinu. Sjálfur yfírgaf Brecht Þýskaland eftir bmna þing- hússins árið 1933. Meðal leikara eru Hjalti Rögn- valdsson, sem leikur í öllum leik- þáttunum þremur, Steinunn Ólafs- dóttir, sem leikur í Gyðingakon- unni og Krítarkrossinum, og Ingi- björg Þórisdóttir, Eiríkur Guð- mundsson og Þórir Steingrímsson sem leika í Krítarkrossinum. Leik- stjóri er Erlingur Gíslason. Föstuguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í kvöld ld. 20.30 verður þriðja fóst- uguðsþjónustan á yflrstandandi fóstu. Dr. Sigurbjörn Einars- son biskup predikar 6. sinnum í röð í þessum guðsþjónustum og ávallt er flutt tónlist. Að þessu sinni leikur Einar St. Jónsson á trompet við undirleik Douglas A. Brotchie. Hópur úr Mótettukór Sigurbjörn Einarsson. Hallgrímskirkju leiðir almennan safn- aðarsöng og sr. Sigurður Pálsson þjón- ar fyrir altari. ITC deildin Fífa Fundur í kvöld kl. 20.15 að Digra- nesvegi 12, Kópavogi. Fundurinn er öllum opinn. Samkomur Vampýran og vinir hennar Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur heldur erindi á vegum Fé- lags íslenskra fræða í Skólabæ kl. 20.30 í kvöld. Eindi sitt nefnir hún: Blóðþyrstur berserkur: Vampíran, vinir og ættingjar. Að lokinn fram- sögu verða almennar umræður. Námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst á morgun kl. 19. Námskeiðið er 16 kennslustundir og er haldið í Ár- múla 34,3. hæð. Þátttaka er heimil öll- um 15 ára og eldri. Félag eldri borgara í Reykjavík Kennsla í línudansi verður í kvöld kl. 18.30 að Álfheimum 74. Sigvaldi kennir. Sníkjudýr í hundum á Islandi Sníkjudýr í hundum á íslandi á fræðslufundi Keldna. Fundurinn verð- ur haldinn á bókasafni Keldna kl. 12.30 á morgun. Gaukur á Stöng: Góugleðin í tilefni 10 ára afmælis bjórsins heldur áfram á hinum vinsæla bjór- stað Gauki á Stöng en þar hefur verið höfuðvígi bjórs- ins í mörg ár, auk þess sem staðurinn heldur uppi merkj- um lifandi tónlistar. Á góu- gleðinni hefur verið efnt til bjórþambkeppni kl. 22 á hverju kvöldi, undir styrkri stjórn fyndnasta manns ís- lands, Sveins Waage. Hafa Skemmtanir margar bjórkempur látið til sína taka enda til mikils að vinna því sigurvegari kvölds- ins hlýtur að launum máls- verð fyrir tvo á Amigos og rétt til þess að keppa til úr- slita á sunnudagskvöld. Hljómsveit kvöldsins, Bítlavinafé- lagið, hefur ekki starfað lengi en kemur saman einstöku sinnum af sérstöku tilefni og tíu ára afmæli bjórsins telst örugglega til sérstakra Stuðsveitin Bítlavinafélagið fyrir um það bil tíu árum eða um sama leyti og bjórinn var leyfður. atburða. Hljómsveitin, með þá Jón Ólafsson og Eyjólf Kristjánsson í broddi fylkingar, naut mikilla vin- sælda fyrir nokkrum árum og gaf út plötur sem mikið voru spilaðar. Annað kvöld er það svo Skítamórall sem stígur á svið á Gauknum og á föstudags- og laugardagskvöld skemmta strákarnir í Dead Sea Apple gestum á Gauki á Stöng. Bítlavinafélagið og bj órþambskeppni Léttskýjað um landið sunnanvert Skammt vestur af Skotlandi er 970 mb lægð sem hreyfist hægt austur. Yfir Grænlandi er hæðarhryggur sem þokast hægt austur á bóginn. Veðrið í dag í dag verður norðankaldi eða stinningskaldi en gola eða kaldi vestan til í nótt. É1 norðan til en víð- ast léttskýjað um landið sunnan- vert. Frost 0 til 7 stig, kaldast í inn- sveitum. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðankaldi og léttskýjað. Frost 0 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.51 Sólarupprás á morgun: 8.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.32 Árdegisflóð á morgun: 07.45 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -3 Bergsstaöir úrkoma í grennd -3 Bolungarvík skýjaó -3 Egilsstaöir -1 Kirkjubœjarkl. skýjaö -2 Keflavíkurflv. skýjaö -2 Raufarhöfn snjóél á siö. kls. -1 Reykjavík skafrenningur -2 Stórhöfði léttskýjaö -3 Bergen snjókoma 2 Helsinki alskýjaó -6 Kaupmhöfn rigning og súld 2 Ósló snjókoma -2 Stokkhólmur -1 Þórshöfn haglél á síö. kls. -1 Þrándheimur skýjaö -3 Algarve heiöskírt 12 Amsterdam þoka á síð. kls. 7 Barcelona léttskýjaö 7 Berlín rigning 10 Chicago alskýjaö 2 Dublin skúr 5 Halifax léttskýjaó 1 Frankfurt rigning 10 Glasgow skúr á síö. kls. 5 Hamborg skýjaö 9 Jan Mayen slydda -3 London léttskýjaó 7 Lúxemborg rign. á síð. kls. 8 Mallorca þokumóöa 5 Montreal léttskýjaö -4 Narssarssuaq alskýjaö 11 New York skýjaö 6 Orlando heióskírt 13 París skýjaó 8 Róm þokumóöa 12 Vín skýjaö 8 Washington skýjaö 8 Winnipeg -16 Lars Litli drengurinn á myndinni sem heitir Lars Axel fæddist 27. janúar á heimili sínu í Stokkhólmi. Við fæðingu var hann Barn dagsins Axel 2800 grömm og 49 sentí- metrar. Foreldrar hans eru Þorsteinn Björnsson og Ida Bergman. Lars Eg- ill á eldri bróður, Bjöm Óskar, sem er tveggja ára gamall. Fjölskyldan býr í Svíþjóð. Ágæt vetrarfærð í nágrenni Reykjavíkur Ágæt vetrarfærð er í nágrenni Reykjavíkur og upp í Borgarfjörð, einnig um Suður- og Suðaustur- land. Á heiðum er yfirleitt snjór, en flestar eru þó Færð á vegum opnar vel útbúnum bílum. Vert er að benda öku- mönnum á að fylgjast með veðurfregnum áður en lagt er á heiðar. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka Qd Ófært m Vegavinna-aögát @ Öxuiþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes eru ástfangin í Shakespe- are in Love. Ástfanginn Shakespeare Shakespeare in Love, sem Há- skólabíó sýnir, er sú kvikmynd sem á síðustu vikum hefur fengið hvað mesta athygli og meðal ann- ars þrettán tilnefningar til ósk- arsverðlauna. Sló hún öllum öðr- um kvikmyndum við hvað varðar fjölda tiinefninga og meira að segja Saving Private Ryan varð að lúta í lægra haldi. í myndinni seg- ir frá Shakespeare ungum þegar hann verður ástfangin af stúlku sem verð- '///////// ur síðan kveikjan , ■ Kvíkmyndir I að leikritinu Rómeó og Júlía. Aðalhlutverkin leika Gwyneth Paltrow, Joseph Fiennes og Geoffrey Rush. Leikstjóri Shakespeare in Love er John Madsen og er skammt á milli stórra afreka hjá honum, en í fyrra fór kvikmynd hans, Mrs. Brown, sigurfor um heiminn. Nýjar kvikmyndlr í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Pöddulíf Saga Bíó: Hamilton Bíóborgin: Fear and Loathing in Las Vegas Háskólabíó: Shakespeare in Love Háskólabíó: Pleasantville Kringlubíó: Last Days of Disco Laugarásbíó: Clay Pigeons Regnboginn: The Thin Red Line Stjörnubíó: I Still Know What You Did Last Summer Krossgátan í 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 knattarins, 7 rækta, 8 klæði, 10 snælduhaus, 11 átelur, 13 hætta, 15 frá, 17 örlaganorn, 18 rökkur, 19 kjaftur, 20 beitta. Lóðrétt: 1 bjöma, 2 hita, 3 endum, 4 saur, 5 framleiðsluvörur, 6 hlóðir, 9 hvatning, 12 hljóða, 14 snemma, 16 viljugur, 18 hrosshúð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 embætti, 8 gölt, 9 em, 10 grillan, 11 akk, 12 akur, 14 skarið, 16 kæra, 18 mat, 19 an, 20 stari. Lóðrétt: 1 egg, 2 mörk, 3 blikar, 4 ætlar, 5 tel, 6 trauðar, 7 innræti, 11 aska, 13 kima, 15 kæn, 17 at. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins em birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma meö myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barniö á myndinni er í fangi systur, bróð- ur eða foreldra. Myndir em end- ursendar ef óskað er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.