Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Page 22
•*30 MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Gríðarlegur mannfjöldi á Linux-ráðstefnu: Heimsyfirráð í næstu viku - segir Linus Torvalds, skapari umtalaðasta fyrirbærisins í tölvuheiminum í dag Nýjasta stjarnan í tölvuheiminum, hinn 29 ára gamli Finni, Linus Torvalds, heldur aðalræðu Linux-ráðstefnunnar í Kaliforn- íu á þriðjudag. „Okkur er sama þó við náum ekki heimsyfirráðum fyrr en í næstu viku,“ sagði hann meðal annars. f- Froskar og aftur froskar Gríðarlegt magn fróðleiks um hið stórundarlega dýr, froskinn, er að finna á slóðinni http://www.exploratori- um.edu/frogs/ Narðamerking Að sjálfsögðu úir og grúir af tölvunörðum á Netinu. Hann Robert A. Hayden hefur búið til sérstakan narðakóða sem hægt er að nota til að merkja hverslags nörður hver og einn : er. Slóð hans er ; http://www.geekcode.com/ írland á einum stað Yfirvöld í írlandi hafa komið á fót heimasíðu sem inniheldur allt sem þig hefur langað til að I vita um írland og margt, margt fleira sem þú vissir ekki að þú vildir vita. Slóðin er http://www.askireland.com Hann er búinn að sker'ann! Um næstu helgi munu þeir Evander Holyfield og Lennox; Lewis mætast í hringnum og ekki ólíklegt að öskrin verði I talsverð í myndveri Sýnar. Op- inbera heimasíðu Holyfields er að finna á slóðinni http://www.evanderholyfi- eld.com/ Þvflíkt upphögg! Heimasíða sem hönnuð er af aðdá- * anda Lennox Lewis er hins vegar á slóð- inni http://- www.fly.- to/lewis Saga tölvuleikja Saga tölvuleikja nær orðið rúm 25 ár aftur í tímann. Yfir- lit yfir þessa sögu er á heima- síöunni http://www.video- games.org/ Enski boltinn íþróttafréttamenn á íslandi t eru haldnir þeirri stórfurðu- legu áráttu að kalla heimasíður sem fjalla um enska boltann „spjallsíður", þó þær innihaldi ekkert spjall, heldur bara bein- harðar fréttir eða slúður um bolt- ann. Nafn heima- síð- unnar http://www.teamtalk.com/ gæti verið orsökin fyrir þessum misskilningi. í síðustu viku var haldin í San Jose í Kalifomíu fyrsta stóra Linux- ráðstefnan. Þar var greinilegt hve vöxtur og vinsældir þessa stýrikerf- is hafa aukist gríðarlega á síðustu misserum. Þúsundir Linux-aðdá- enda voru mættar á svæðið, margir til þess eins að sjá með eigin augum höfund stýrikerfisins, hinn 29 ára gamla Finna Linus Torvalds. Einnig vom á svæðinu útsendarar allra stærstu tölvuframleiðenda í heimi með loforð um stóraukið framboð á tölvum sem keyra á Lin- ux. Torvalds var fagnað eins og rokk- stjörnu þegar hann hélt aðalræðu ráðstefhunnar á þriðjudag og aðdá- endur flykktust að til að reyna að taka í höndina á honum eða fá eig- inhandaráritun. Storu strákarnir hræddir „Margir virðast halda að Linux sé eitthvert nýtt fyrirbæri," sagði Torvalds í ræðunni. „Fyrir mér er það hins vegar ekki svo því ég hef veriö að vinna að þessu stýrikerfi í átta ár.“ Þegar Torvalds var við nám við háskólann í Helsinki skrif- aði hann fyrsta hluta Linux-kóðans og dreifði honum ókeypis á Netinu. Á þriðjudag sýndi hann áhorfend- um graf sem sýndi hvemig notend- um Linux hefur fjölgað úr 10 not- enduin árið 1991 í um 10 milljónir nú. „Linux er ekki lengur lítið Unix- stýrikerfi heldur er það komið á stall með stóra strákunum. Og stóra strákamir era hræddir," sagði hann við mikinn fognuö sex til átta þúsund áhorfenda. Þarna var Torvalds að tala um ummæli sem hafa fallið hjá nokkram starfs- manna Microsoft-tölvurisans á und- anfomum mánuðum. Þeir hafa látið hafa eftir sér að hugbúnaður á horð við Linux sé orðinn talsverð ógnun við ofurvald Microsoft á þessum markaði. Margir vilja meina að Linux sé stöðugra stýrikerfi en Windows NT þegar unnið er í mjög nettengdu umhverfi, eins og t.d. við að keyra netþjóna. Stuðningur úr öllum áttum Linux-stýrikerfið keyrir á tölvum af ýmsu tagi, aUt frá venjulegum PC-töivum með Intel-örgjörvum til Digital Alpha-vinnustöðva og net- þjóna frá Compaq auk margra ann- arra tölvukerfa. Að undanfornu hafa yfirlýsingar streymt frá öllum í síðustu viku bjuggu lögmenn bandarísku ríkisstjórnarinnar og lögmenn vélbúnaðarframleiðandans Intel sig imdir vitnaleiðslur í máli þar sem komast á til hotns í því hvort Intel sé einokunarfyrirtæki. Sækjendumir sökuðu Intel um að beita keppinauta sína valdi í skjóli einokunaraðstöðu. Þessum mála- ferlum, sem hefjast formlega á morgun og munu standa yfir í 6 til 10 vikur, svipar nokkuð til réttar- haldanna yfir hugbúnaðarrisanum Microsoft sem nú standa yfir. Nið- urstöður þessara tvennra réttar- halda munu skipta gríðarlega miklu máli fyrir tölvuheiminn allan. Intel er sakað um að hafa á ólög- helstu tölvuframleiðendum heims um að þeir hyggist bjóða hin ýmsu tölvukerfi sín með Linux-stýrikerfi. IBM tilkynnti til dæmis á þriðju- dag að fyrirtækið myndi þróa RS/6000 vinnustöðvar sínar og net- þjóna þannig að þær gætu keyrt á Linux. Þessi tilkynning kemur í kjölfar fyrri yfirlýsinga IBM á árinu um að nýta sér möguleika Linux í hinum ýmsu tölvutegundum fyrir- tækisins. Einnig tilkynntu fyrirtæk- in VA Research, Hewlett-Packard og Silicon Graphics að þau myndu leggja til sérfræðiþekkingu sína á stýrikerfum við að gera Linux auð- veldara að keyra á næstu kynslóð örgjörva frá Intel sem koma mun út um mitt næsta ár. Heimsyfirráð „Við höfum verið að fylgjast með þessu fyrirbæri síðastliðna 18 mán- uði,“ sagði Steve Mills, háttsettur yfirmaður hugbúnaðardeildar IBM á ráðstefnunni. „Linux náði í raun fyrst almannahylli á seinni helm- ingi síðasta árs og það fékk okkur tO að ráðfæra okkur við viðskipta- vini um málið. Niðurstaðan varð að greinilega væri að myndast mark- aður fyrir Linux i heiminum," sagði Mills. Meginstyrkur Linux er hve vel stýrikerfið keyrir netþjóna og sér- staklega þegar það keyrir netþjóna legan hátt haldið upplýsingum um væntanlega örgjörvategund Intel leyndum fyrir þremur ákveðnum fyrirtækjum, á meðan önnur sam- starfsfyrirtæki Intel fengu mun meiri upplýsingar um örgjörvateg- undina. Ætlunin með þessu á, að mati sækjenda, að hafa verið að neyða fyrirtækin til að láta af hendi upplýsingar um helstu iðnaðar- leyndarmál sin. Fyrirtækin þrjú vora Digital Equipment Corp., Intergraph Corp. og Compaq Computer Corp. Fylgst verður náið með fram- gangi réttarhaldanna á Tölvuvef Vísis á slóðinni http://www.vis- ir.is/ sem sinna aðeins einu verkefni, eins og t.d. að hýsa heimasíður. Helsti akkillesarhæll Linux, eins og reyndar Unix-stýrikerfisins, á al- mennum heimilistölvumarkaði er að einn mest notaði hugbúnaður í heimi, Office-pakkinn frá Microsoft, keyrir ekki á Linux. Þetta gæti þó breyst í framtíðinni því fjölmörg fyrirtæki era að vinna að lausn þessa vanda, t.d. með því að hanna „hermivél" sem gerir Linux kleift að herma eftir Windows og keyra með þeirri aöferð allan þann hug- búnað sem Windows getur keyrt. „Við viljum ná heimsyfirráðum en viljum svo sem ekkert ná þeim á morgun. Það er allt í lagi þó það verði ekki fyrr en í næstu viku,“ sagði Torvalds i gríni á þriðjudag- inn. En öllu gríni fylgir nokkur al- vara. -KJA 2000-vandi fjármálaheimsins Sérfræöingur frá Alþjóðabankanum lýsti því yfiri síöustu viku aö 2000- tölvuvandinn gæti sett strik í reikninginn í fjármálaheiminum. Aö hans mati getur léleg frammistaöa ákveöinna Asíuríkja i að koma í veg fyrir skaöa af völdum vandans smitaö út frá sér og skemmt fyrir öörum ríkjum álfunnar. Það gæti síðan orsakaö kreppu í Asíu sem áfram myndi smitast um alla heimsbyggöina svipaö því sem gerst hefur undanfariö í kjölfar flármálakreppu Asíulandanna sem hófst fyrir tveimur árum. Neteitrun ítali nokkur var lagöur inn á sjúkrahús fýrir skömmu vegna þess aö hann haföi veriö of lengi á Internetinu. Aö sögn lækna var hann meö ofskynjanir eftir aö hafa eytt þremur sólarhringum samfleytt í netflakk. Blaöiö La Republica sem skýröi frá þessu, kallaöi sjúkdóminn „Alvarlega Neteitrun" og haföi eftir ítölskum sálfræöingi aö nokkur hundruö tilfelli af svipuðum toga heföu komiö upp í Róm einni. Sá sagöi aö allir hefðu sjúklingarnir eytt meira en 10 klukkutímum á dag fyrir framan tölvuskjáinn og vildi meina aö tölvunotkun í meira en 5-6 tíma á sólarhring væri hættuleg. Netið í símana Fyrirtækin AT&T, L u c e n t Technologies og Motorola hafa sameinast um þróun hugbúnaöar s e m g e r i r almenningi kleift aö fá aögang að ákveönum hlutum Netsins í gegnum síma, án þess aö ^ tölvu þurfi til. Öll hafa þessi fyrirtæki aö 3M'.Íe undanf°rnu veriö •— aö þróa hvert í |f ■ s í n u I a g i 1 forritunarmál sem gerir þetta mögulegt, en nú hafa þau ákveðiö aö vinna saman aö því aö þróa einn staöal. Notandinn mun geta stýrt netnotkuninni meö röddinni og því á ekki aö þurfa nýjustu símatækni til aö geta nýtt sér þessa nýjung þegar hún veröur aö veruleika. Hewlett-Packard endurskipuleggur Hewlett-Packard, eitt stærsta og umfangsmesta fyrirtækiö í tölvuheiminum, tilkynnti í síöustu viku mikla uppstokkun fyrirtækisins. Tvær deildir þess veröa tvö sjálfstæö fyrirtæki, skráö á opnum hlutabréfamörkuöum. Þaö eru rannsókna- og mælingadeild fyrirtækisins og tölvudeildin sem veröa aðskildar á þennan hátt frá aðalfyrirtækinu. Samanlagt hafa þessar deildir aö undanförnu séö Hewlett-Pacard fyrir um 16% af tekjum fyrirtækisins. Fyrirtækiö hefur átt í nokkrum erfiöleikum undanfarin misseri og hefur vöxtur þess þótt allt of lítili. Esa Enn ráttarhöld í tölvuheiminum: Intel sakað um frekju og einokun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.