Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Fréttir Klo Alexander Ayobambele Briggs sem var dæmdur 1 7 ára fangelsi i gær: Óhamingjusamasti maður í heiminum - en vona að íslendingurinn á Spáni sé ánægður með árangurinn Kio Alexander Briggs, 26 ára Breti, búsettur í Hollandi var í gær dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að flytja inn 2.031 e-töflu til landsins þann 1. september frá Alicante á Spáni. Þetta er þyngsti dómur fyrir flkniefhainnflutning írá upphafi hér á landi.. Blaðamaður DV ræddi við Briggs nokkrum klukku- stundum eftir að dómur var upp kveð- inn í gær. „Ég á þriggja ára son í Hollandi sem ég hugsa um öllum stundum. Hann tala ég eins oft við og ég get héð- an frá íslandi. Ég segi drengnum að ég hafi ekki gert neitt rangt. Eftir þennan dóm er ég hræddur um að líf mitt faili saman og sambúð mín og móður drengsins fari út um þúfur. Þetta mál mun taka komma mína frá mér. Það má segja að ég sé óham- ingjusamasti maður í heiminum," sagði Briggs. Mál hans hefur vakið verulega at- hygli á síðustu mánuðum, ekki síst í ljósi þess að 24ra ára íslendingur, sem þjó á Spáni í sumar, sagði nýlega fyr- ir dómi að hann hefði „sett Bretann upp“ - sagt lögreglunni að Briggs væri á leið til landsins með stóra sendingu af e-töflum. Um þetta segir Briggs: „Ég vona að hann sé ánægður núna - að hafa komið saklausum manni í fangelsi fyrir glæp sem ég framdi ekki. Ég hef hins vegar ekki slæmar tilfinningar gagnvart honum. Ég er kristinn maður og get fyrirgefið. Það sem ég get sagt þér er að ég myndi aldrei neita að hafa framið afbrot sem ég hef framið. Ef ég hefði framið þetta afbrot hefði ég viðurkennt það hjá lög- reglunni," sagði Briggs. Var í sambúð í Hollandi Aðspurður kvaðst hann í raun enn þi vera í sambúð með konu sinni, móður Seths litla Briggs. Enginn hefur fengið eins þung an dóm fyrir fíkniefnainn- flutning og Kio Alexander Briggs. Hann ætlar að áfrýja dómnum en kveðst ekki munu sækja um að fá að af- plána í Bretlandi staðfesti hæstiréttur dóm hér- aðsdóms frá því í gær. En Dv- mynd Hilmar Þor og Mæðginin búa í Rotterdam. Þar kvaðst Briggs hafa búið á vet- uma með þeim en farið til Spánar á sumrin til að reka öryggisgæsluþjónustu. hvað ætlaði hann að gera til íslands? „Ég var búinn að heyra að það væri vel hægt að þéna 1-2 miilj- ónir króna á því að vera á ís- lenskum togara í tiltölu- lega skamman tima. Hvers vegna ekki að slá til? En síðan gerði þessi maður mér þetta - íslendingur sem var á samningi við lögregluna. Lögreglan veit líka að ég gerði þetta ekki. Efnunum var komið fyrir i töskunni minni. Ég er ekki fikniefna- maður. Ég hef ver- ið boxari og hermaður hef Mig langaði til að öskra Þegar dómur var upp kveðinn í gær - 7 ára fangelsi, var Bretinn rekið ör- yggisgæslu. Mig hefur ekki skort alia pen- inga heimsins til að verða ham- ingjusamur." Briggs yfirvegaður að sjá, a.m.k. mið- að við fyrri skipti í dómsalnum þar sem hann sýndi tilfmningar sínar í hvivetna, m.a. reiði. „Mig langaði til að öskra. Mér leið hræðilega. En ég vildi ekki gera neitt verra. Mér hefúr verið sagt að það bæti ekkert og það geri hlutina bara verri að sýna dómaranum tilfmning- ar sínar. Ég vildi það ekki. Það sem ég get líka sagt þér er að þú ert að tala við saklausan mann. Ég átti von á sýknudómi," sagði Briggs. Hann ætlar að áfrýja dómnum. Að- spurður hvemig honum lítist á að verja næstu 7 árum í fangelsi hér á landi ef hæstiréttur staðfestir dóminn sagði hann: „Ég veit ekki hvað ég á að segja - kannski bara það að Jesús mun sjá um mig. Ég kom hingað til að vinna á fiskibáti en er svo dæmdur í fangelsi. Ekki veit ég hvort pólitík liggur á bak við þennan dóm en ég er ekki ánægð- ur. ísland tekur hart á fikniefnamál- um. En ég framdi ekki þennan glæp.“ Vill afplána hér á landi Kio kvaðst ekki ætla að sækja um að verða fluttur til Bretlands til af- plánunar dómnum. Ef hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms ætlar hann að afþlána hér á landi, væntan- lega á Litla-Hrauni. Aðspurður um „viðskipti" sin við fangann sem kærði Briggs fyrir líkamsárás fyrir áramót sagði Kio að þeir tveir væru orðnir vinir, þeir töluðust alla vega saman. Hann sagði að sér hefði fundist að menn hefðu storkað sér. „En ég get fyrirgefið allt,“ sagði Kio Alexander Ayobambele Briggs. -Ótt Forsætisráðherra leggur fram skýrslu um kjör öryrkja: Öryrkjar blómstra í faðmi Davíðs - kjörin aldrei verið betri Kaupmátfur almannatrygginga &g lífeyris Samanburöur á ráöherratíö fjögurra ráöherra 120 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 _______________________________________________________________________ísa í skýrslu sem forsætisráðherra hef- ur lagt fram á Alþingi um kjör og stöðu öryrkja hér á landi kemur fram að hagur þeirra hefúr sjaldan eða aldrei verið betri en nú. Skýrslan er unnm af Þjóðhagsstofmm, að beiðni þingflokks jafnaðarmanna. Þá hefur forsætisráðherra svarað fyrirspum frá Pétri Blöndal alþingismanni um þróun kaupmáttar siðustu þrjú kjörtímabil. í svari forsætisráðherra kemur meðal annars fram að kaupmáttur grunnlíf- eyris almannatrygginga hefur hækkað um 10,9 prósent á yflrstandandi kjör- tímabili fram til janúar í ár. Kaupmátt- ur heimilisuppbótar hefur hækkað um tæp 72 prósent og kaupmáttur tekju- hyggingar hækkað um tæp 22 prósent. Á síðasta kjörtímabili lækkaði hins vegar kaupmáttur iífeyris almanna- trygginga um 6 prósent og það sama má segja um kaupmátt heimilisuppbót- ar og tekjutryggingar. Enn meiri lækk- un varð á kjörtímabilinu þar áður, 1987-91, en þá lækkaði lifeyrir al- mannatrygginga um 16,2 prósent, kauplbótar lækkaði um 11,3 prósent og kaupmáttur tekjutryggingarinnar lækkaði um 6,4 prósent. Forsætisráðherra segir að þá breyt- ingu til batnaðar sem orðið hafl á högum öryrkja megi ekki síst þakka þeim öra hagvexti sem verið hafl hér á landi. Þannig muni áfram- haldandi vöxtur í efnahagslífinu og stöðugleiki stuðla að því að kjör ör- yrkja haldi enn áfram að batna. Þegar litið er um öxl til síðustu þriggja kjörtimabila sést glöggt að hagur öryrkja sveiflast til eftir því hver held- ur um stjórnar- taumana hverju sinni. Á þessu tíma- bfli hafa fjórir ein- staklingar setið í stól heilbrigðis- og tryggingaráðherra, þar af einn tvisvar og kjör öryrkja ver- ið jafn mismunandi og þeir hafa verið margir. HeUbrigðis- og tryggingaráð- herrar síðustu þrjú kjörtímabU hafa verið: Guðmundur Bjamason (júlí ‘87 - aprU ‘91), Sighvatur Björgvinsson (apr- U ‘91 - júní ‘93), Guðmundur Ámi Stef- ánsson (júní ‘93 - júní ‘94), Sighvatur Björgvinsson (júní ‘94 - aprU ‘95) og Ingibjörg Pálmadóttir (aprU ‘95 - ). Á meðfylgjandi skýringarmynd sést hver hagur öryrkja hefur verið eftir því hver sat í ráðherrastóli. -EIR Stuttar fréttir i>v Tæplega útboð Engar áætlan- ir em uppi um nýtt hlutafjárút- boð í' Búnaðar- banka íslands hf. HeimUd er tU að bjóða út aUs 35% eða 20% umfram það sem þegar hefur verið selt. Þetta kom fram í ræðu Pálma Jónssonar bankaráðs- formanns á aðalfundi bankans. Lengra varðhald Gæsluvarðhald yfir Nígeriumanni, sem grunaður er um stórfeUd fjársvik hér á landi, var í dag framlengt tU 18. mars. Krafist var framlengingar tU 1. aprfl en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur féllst ekki á það. Koyto-bókun óundirrituð Samþykkt var á Alþingi í gær að undirrita ekki Kyoto-bókunina um loftslagsbreytingar. Það væri ekki tímabært fýrir íslendinga. Málinu var vísað tU ríkisstjómarmnar tíl frekari umfjöllunar. Jarðgangaáætlun Samgöngunefnd Alþingis dró í gær tU baka tillögu um að gera jarð- göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar en lagði þess í stað tU að gerð yrði jarðgangaáætlun fyrir aUt landið. lifsstíll í maí verður haldin sýning í LaugardalshöU sem heitir LUsstiU 99 - glæsUeiki og munaður. Sýningin er vörusýning með áherslu á gæði, nýjungar, munað og glæsUeika. 40% arðgreiðslur Stjóm Lyftaverslunar íslands legg- ur til að greiddur verði 40% arður tU hluthafa. Fyrirtækið hagnaðist um 55,4 mUljónir kr. á síðasta ári. Þá er búið að taka tUlit til 95 mUljóna króna niðurfærslu á hlutafé í Usanta UAB. Eigið fé Lyfjaverslunar íslands var í árslok 560 miUjónir kr. og hafði auk- ist um 4% frá árinu á undan. Jarðlagnatæknar 17 manns em um þessar mundir að ljúka námi í jarðlagnatækni. Þetta er nýtt nám og tíl þess stofnað á vegum MFA, stéttarfélagsins Eflingar og Landssíma íslands. Námið er hugsað fyrir ófaglærða starfsmenn sem vinna við hita- og vatnsveitur, fráveitur og símalagnir í jörð. RSÍ deilir á VR Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnað- arsambandsins, deUir hart á for- ystu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur fyrir að leggjast gegn því að Félag isl. símamanna gangi í Raf- iðnaðarsambandið. Guðmundur segir forystu VR virðast æfla sér að sigla inn í 21. öldina á 19. aldar skipulagi. Þetta kemur fram í RSÍ-blaðinu. Hærri skerðingarmörk Ingibjörg Pálmadóttir heUbrigðis- ráðherra sagði á Alþingi í dag að hún hefði ákveðið að hækka skerð- ingarmörk fyrir peningalega eign sem skerða tryggingabætur úr 2,5 mUljónum í 4 miUjónir. Netfréttir Morgunblaðsins greindu frá. Trúir venjunum Langflestir íslendingar borðuðu boUur á boUudag og saltkjöt á sprengidag, að því er kemur fram í könnun PricewaterhouseCoopers og Netfréttir Morgunblaðsins greina frá. Enn þá hætta Snjóflóðahætta var enn talin vera á Seyðisfirði í gær og var íbúum far- fuglaheimUisins í bænum ekki leyft að snúa heim. FarfuglaheimUið var rýmt í fyrradag. Kolbeinn i stjórn Kolbeinn Krist- insson, fram- kvæmdastjóri MyUunnar-Brauðs og formaður Versl- unarráðs íslands, imskips á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. Indriði Pálsson gekk úr stjóminni. Netfréttir Morgunblaðsins sögðu frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.