Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórl: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikilvægi forvarna Kostnaður þjóðfélagsins á hvern virkan fikniefna- neytanda er mikill og nemur að minnsta kosti vel á aðra milljón króna. Því er það mikið áhyggjuefni þegar fram kemur í nýju yflrliti sjúkrahússins Vogs að fjöldi unglinga sem leitar þangað árlega hefur tvöfaldast á liðnum átta árum. Fram kemur einnig að fleiri einstak- lingar í þessum hópi, 19 ára og yngri, leita sér meðferð- ar vegna fiknar í ólögleg vímuefni en áfengi. Um fjórð- ungur hópsins leitar meðferðar vegna áfengis ein- göngu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kennir því fremur ólöglegri vímuefnaneyslu en áfengisneyslu um þá miklu aukningu sem orðið hefur meðal ungs fólks sem þarf að leita sér aðstoðar vegna ofneyslunnar. Mis- notkun sem þessi er persónulegur harmleikur hvers og eins, auk þeirra sem að honum standa. Til viðbótar er hinn mikli samfélagslegi kostnaður sem af hlýst. For- varnarstarf er umtalsvert en tölurnar og öfugþróunin sýna að það þarf að auka til muna. Árangur sem næst er fljótur að skila sér og munar um hvern og einn sem ekki ánetjast, auk hinna sem ná bata og verða aftur nýtir samfélagsþegnar. Þegar reynt er að áætla kostnað á hvern flkniefnanot- anda verður að taka margt með í reikninginn. Þar kem- ur meðal annars til kostnaður vegna vímuefnameðferð- ar og sjúkrahúsdvalar. Félagsmálastofnun hefur af þessu fólki að segja og ber þann kostnað. Þeir sem langt eru leiddir í vímuefnaneyslu leiðast út í afbrot til að fjármagna neysluna, með tilheyrandi samfélagstjóni. Af- leiðingar slíks er oftar en ekki fangelsisvist sem kostar sitt. Töpuð vinnulaun, þ.e. framleiðslutap, telur einnig. Auk þessa þurfa flkniefnaneytendur á annarri fjárhags- aðstoð að halda, auk þess sem vart er hægt að reikna með því að þessi hópur greiði opinber gjöld eða leggi annað til samfélagsins en þær álögur sem menn greiða til ríkisins kaupi þeir hinn löglega vímugjafa, áfengið. Yflrlæknirinn á Vogi hefur bent á að taka verði á vanda barna og unglinga áður en þeir lenda í neyslu. Hann segir þá unglinga sem verst fari út úr vímuefna- neyslunni og eigi erfiðast með að ná bata séu þeir sem átt hafi við vanda að stríða áður en að fíkniefnaneysl- unni kom. Þar má nefna hegðunarvanda sem getur staf- að af óleystum vandamálum vegna námsörðugleika, of- virkni eða öðrum geðsjúkdómum, að ógleymdri van- rækslu þeirra sem eiga að sjá um uppeldi unga fólks- ins, foreldra og forráðamanna. Þegar er unnið mikið forvarnarstarf í þessum efnum, meðal annars með sálfræðiþjónustu í skólum. Þá gefst færi á að taka í tíma á vandamálum sem upp koma. Þátttaka í íþróttum er einnig mikilvæg því unglingar ánetjast síður vímuefnum taki þeir þátt í þeim og eru um leið í góðum félagsskap. Hið sama gildir um annað hollt æskulýðsstarf. Þórarinn Tyrfmgsson segir það efalaust að aukin framlög til Barna- og unglingageðdeildar, sem og sál- fræðiþjónustu skólanna, hjálpi þeim sem eru í mestum vanda. Slík opinber framlög séu því mikilvægt forvarn- arskref í vímuefnavörnum. Undir það skal tekið. For- varnir, jafnvel þótt dýrar séu, skila sér margfalt til baka. Fíkniefnabölið er alvarlegasta þjóðfélagsmein samtímans, meinsemd sem berjast verður gegn með öll- um tiltækum ráðum. í þeirri baráttu verður að leggja þunga áherslu á forvarnir; reyna allt til að koma í veg fýrir að unga fólkið ánetjist. Jónas Haraldsson .Viðmælanda mínum hafði orðið það á að fara að hlæja. En á skattstofunni stökk engum bros. Enginn persónuaf- sláttur á himnum Kjallarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður komist til skila. Hinn látni hafði nefnilega skipt um heimilisfang og póstur til hans eitt- hvað misfarist. En loks hafði skattayfirvöldum hugkvæmst að leita eft- irlifandi ættingja og senda þeim innheimtu- seðla. Þeir brugðust skjótt við og leitað var skýr- inga á þessum óvæntu tekjum hins látna eftir andlátið, og þá kom sannleikurinn í ljós. Það mun vera algengur sið- ur að stéttarfélög veita útfararstyrki þegar fé- lagsmenn andast, og svo hafði verið gert þegar „A meðan þessi óvissa ríkir í ei- lífðarmálunum er varla að vænta að skattstofur komist yfír að kanna hvaðan fólki kemur fé til að kaupa lendur í Garðabæ eða í Gufunesi. Þar er persónuafslátt- urinn alveg á hreinu. “ Nýlega kom til mín maður og sýndi mér innheimtuseðil fyrir rúmlega 90.000 krónum, sem skjól- stæðingur hans var sagður skulda skattayfirvöldum fyrir árið 1998. Ekk- ert hefði það verið skrýtið ef umrædd- ur maður hefði ekki látist í septemher 1997 og engar tekjur haft um árabil aðr- ar en ofurlitla líf- eyrissjóðsgreiðslu og bætur almanna- trygginga vegna langvarandi heilsu- leysis. Af þessum tekjum var tekin staðgreiðsla og maðurinn því skuldlaus við skattayfirvöld þeg- ar hann lést. í heimsókn á skattstofu í heimsókn á skattstofu kom i ljós að víst var það rétt. Hinn látni, sem var einhleypur og barnlaus, haföi ekki verið í vanskilum við einn eða neinn þegar hann lést eft- ir langa baráttu við banvænan sjúkdóm, enda ættingjar litið til með honum. Hinar skattskyldu tekjur höfðu skapast EFTIR dauða mannsins og nú skyldi greiddur af þeim skattur og reyndar þegar komnir dráttarvextir á skuldina, þar sem tilkynningar höfðu ekki umræddur maður lést. Styrkur þessi var 181.000 krónur, sem kom sér vel því að ekki var um mikla sjóði i eigu hins látna að ræða. Svo sérkennilegt sem það nú er að slíkur styrkur sé skattskyldur, þótti fyrirspyrjanda 90.000 krónur nokkuð hátt skatthlutfall. En það var auðskýrt á skattstofunni. Hinn látni hafði misst persónuafsláttinn á banastundinni, og því lagðist skatthlutfallið á af fullum þunga! Viðmælanda minum hafði orðið það á að fara að hlæja. En á skatt- stofunni stökk engum bros. Svona er þetta bara. Honum var sagt að hann gæti reynt að skrifa ríkis- skattstjóra, sem ef til vill yrði að senda erindið til ríkisskattanefnd- ar, en allt myndi þetta taka nokkurn tima. Á meðan hiæðust upp dráttarvextir. Málið í höndum yfirvalda Nú veit ég ekki hvaða skoðanir guð almáttugur hefur á skattamál- um á himni eða jörðu. En illa er ég svikin eftir langt nám í kristnum fræðum í St. Jósefsskóla, ef það er guði þóknanlegt að skattskylda flytjist með mönnum á hinar eilífu lendur ríkis hans, en ekki réttur- inn til persónuafsláttar sem þeir nutu þó í táradalnum á jörðu niðri. Mætti hugsa sér að þarna væri ef til vill verðugt verkefni fyrir löggilta talsmenn guðs í land- inu, biskup landsins og presta Þjóðkirkjunnar, að segja sitt álit á því hvort persónuafsláttur skuli einnig gilda á himnum. En á meðan svo er ekki gert, er málið í höndum veraldlegra yfir- valda, sem einungis huga að því sem keisarans er, en minna um það sem guðsríki tilheyrir. Á með- an þessi óvissa ríkir í eilífðarmál- unum er þess varla að vænta að skattstofur komist yfir að kanna hvaðan fólki kemur fé til að kaupa lendur í Garðabæ eða í Gufunesi. Þar er persónuafslátturinn alveg á hreinu. Þetta er allt flóknara á himnum og í það fer eflaust allur tíminn. Guðrún Helgadóttir Skoðanir annarra Otrúlegar tillögur „í fyrradag voru kynntar tillögur nefndar sem fjallað hefur um vanda landsbyggðarinnar. I tillög- um nefndarinnar er m.a. lagt til að árlegur afslátt- ur verði veittur af afborgunum námslána eftir tveggja ára fasta og samfellda búsetu utan höfuð- borgarsvæðisins. Hvers konar vitleysa er þetta? Hverjum dettur í hug að það verði ekki fundnar fjölmargar leiðir til þess að misnota svona vitlaust kerfi? Það er satt að segja ótrúlegt að tillögur sem þessar komi frá nefnd sem skipuð er ábyrgu fólki... Þetta er afturhvarf til fortíðar... Þær auka á vand- ann og gera lítið úr landsbyggðarfólki." Úr forystugrein Mbl. 11. mars. Valdataka Róberts „Valdataka Róberts Guðmundssonar og sam- starfsmanna hans í Sölumiðstöðinni er kröftug áminning tfl stjómenda fyrirtækja sem eru á al- mennum markaði með hlutabréf sín. Það er ekki lengur sjálfgefið að forstjórar og stjórnarmenn haldi völdum án tillits tfl árangurs í rekstri fyrir- tækjanna eins og lengi hefur verið reglan í þeim tO- töhóega þrönga hópi sem ráðið hefur helstu fyrir- tækjum landsins. Þeir sem ráða yfir meirihluta hlutabréfa munu í vaxandi mæli sýna vald sitt í verki - og það geta verið aflt aðrir menn á morgun en í gær.“ Elías Snæland Jónsson i Degi 11. mars Sendiherrann í Kanada „Er í lagi að sendiherrann sé á móti aðfld íslands að NATÓ? Er í lagi að sendiherrann sé á móti varn- arsamstarfi við Bandaríkin? Svörin verða að vera skýr... Mér og fjölda fólks verða ríkisstjórnarflokk- arnir að gefa skýr svör. Annars tel ég að stefnu- breyting hafi orðið hjá þessum flokkum í utanríkis- málum. Ef svo er þá skiptir ekki máli hver stefnumið Samfylkingarinnar eru. Þá skiptir held- ur ekki máli þótt „Græna framboðið" sé á móti í þessum málaflokki." Hreggviður Jónsson í Mbl. 11. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.