Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 Neytendur sandkorn Kaffihlaðborð fyrir fermingarveislur: Veislan og Kaffi Reykjavík ódýrust - samkvæmt úrtaki DV GAFL-INN selur kafílhlaðborð út- sent á kr. 980 og í sal í húsinu kostar það 1480 kr. með þjónustu. Veitingarnar eru fjölbreytt- ar og eru það sem hefö- bundið er í hlaðborð- unum. Hjá Lækjar- brekku kostar hlað- borðið 1.150 krónur útsent en 1.450 krónur í salnum. Þar eru í boði tertur, snittur, flatkökur o.fl. Hjá Kaffi Reykjavík eru í boði 14 tegundir af ýmiss konar réttum á hlað- borði þess staðar. Þar kostar hlaðborðið 1.350 krónur á staðn- um og einnig ef sent er heim. Ódýrast og dýrast Það eru að sjálfsögðu fleiri staðir sem bjóða hlaðborð sem þessi og eru aðeins fáir þeirra í úrtakinu. En af þeim sem kannaðir voru er ljóst að Kaffi Reykjavík býður ódýrasta kaffihlað- borðið sé borðað 1 sal á staðnum, en það kostar 1.350 krónur, og Broadway er dýr- ast en þar kostar hlaðborðið 1.530 krónur. Af þeim hlaðborðum þar sem verð miðast við heimsendingu er Veislan, veitingaeldhús, með ódýrasta kaffihlað- borðið, 920 krónur, en Kaffi Reykjavík það dýrasta, 1.350 krónur, sem er sama verð og kostar að kaupa kaffihlaðborð á staðnum og borða þar. Eins og áður sagði mið- ast allt verð við einn mann og er ekki tekið mið af magni né gæðum veitinganna í könnuninni. -hb hengis o.fl., er innifalin í verð- inu. Þar eru í boði kökur, smurt brauð, brauðtertur, heitir réttir o.fl. Staðurinn býður ekki lægra verð séu veitingar sendar heim til veisluhaldara. Hjá Stúdíó-Brauði kosta útsend- ar veitingar 1.150 krónur en 1.450 krónur fylgi salur með í kaupun- um. Þá er þjónusta innifalin. Þar eru marsipantertur og rjómatertur innifaldar í verðinu, auk annarra rétta. Veislan, veitingaeldhús, býð- ur hlaðborð með marsipantertu, jarðarberjatertu og öðrum réttum og kostar hlaðborðið fyrir veislu i heimahúsi kr. 920 en 1.150 kr. ef kransakaka fylgir. Þá leigir Veisl- an sal fyrir veisluna og með veit- ingum og þjónustu kostar sú veisla 1.500 krónur. Veitingahúsið Fermingar eru á næsta leiti og marg- ir, ef ekki fiestir, eílaust farnir að huga að veisl- unni sem fylgir í kjöl- farið. Hún er hluti af degin- um og gjafir og veitingar eru löngu orðnar hefð sem hefur skapast. Margir byrja undirbúninginn snemma og baka og gera allt reiðu- búið fyrir fjölmennar veislur en sumir panta allar veitingamar frá veisluþjónustum. Fjölbreytileik- inn er mikill en flestir panta ann- aðhvort kaffíhlaðborð eða matar- hlaðborð i veislurnar. DV kannaði verð á kaffihlaðborðum hjá nokkrum veisluþjónustum og hversu mikið þau kostuðu fyrir manninn. Hjá flestum veisluþjónustum er miðað við að bjóða eina stóra fermingartertu, auk annarra veit- inga sem eru kökur af ýmsum gerðum, þ.e. rjómatertur, marsip- antertur, jarðarberjatertur o.fl. Þá bjóða flestir upp á heita rétti, snittur og flatkökur. Fjölbreytt hlaðborð Aðeins var athugað hversu mikið hlaðborðin kost- uðu fyrir manninn en ekki var spurt um magn veitinganna og ekki er heldur tekið tillit til gæða þeirra. Annars vegar var kannað hversu mikið hlað- borðið kostaði að- sent, þ.e. til þess stað- ar þar sem veislan er haldin, og hins vegar hversu mikið hlaðborðið kostaði í sal á vegum viðkomandi staðar. Hjá Broadway kostar kaffíhlað- borð á staðnum 1.530 krónur og er salur innifalinn en alls eru fjórir salir þar til útleigu. Öll þjón- usta í salnum, auk fata- Verb í krónum 1600. 1400 ■ • 1.350 1200 1000 800 600. 400. . 200 1.450 1.450 1.530 Kaffi- hlaðborð í sal Verð á mann samkvæmt úrtaki DV. Verb I krónum 1600 1400 1200 1000. 800, 600. 400, 200 920 1-150 1,150 980 1.350 Aðsend kaffihlaðborð Verö á mann samkvæmt úrtaki DV. im»a Björn í lit Kremlarfræðingar telja sig hafa séð þau skilaboð í æpandi rauðu bindi Bjöms Bjarnason- ar í eldhúsdagsumræöunum að hann vildi stjómarsam- starf Samfylk- ingar og Sjálf- stæðisflokks eftir kosning- ar. Þessari kenningu til staðfestingar er bent á heimasíðu Bjöms á Net- inu. Á henni fjallar Bjöm m.a. um andstöðu Drífu Snædal, eins af ...frammá- mönnum græna kostsins hans Steingríms H. og Ögmundar," og Sigríðar Jóhannesdóttur al- þingismanns gegn því að treysta á einkafyrirtæki við að efla skólastarf. Síðan segir Bjöm: „Er líklegt, að þessi afstaða þessara tveggja vinstrisinna þyki álíka framsýn, þegar frá líður, og kvíði framsóknarmanna yfir því á sín- um tíma, að hér yrði litasjón- varp.“ Trójuhestur Innan Samfylkingar er Jón Bjarnason, skólastjóri á Hól- um, lágt skrifaður eftir að ljóst er orðið að hann gangi til liðs við Græningja. Jón á Hólum náði fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingar en nú er hann þar talinn vera eins konar Tróju- hestur send- ur að undir- lagi Stein- gríms J. Sigfús- sonar, formanns Græningja, til að valda óskunda og skaða fram- boð Önnu Kristínar Gunnars- dóttur, sem hafi og tekist. Jón hafi aldrei ætlað að skipa sæti á lista Samfylkingar ... Auglýsingamáttur DV í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi sl. haust gripu fram- bjóðendur til ýmissa ráða til að koma sínum baráttumálum á framfæri. Krist- ján Pálsson. auglýsti i DV m.a. hækkun írítekjumarks námslána til að minnka skattsvik. Nú hefur menntamála- ráðherra til- kynnt 35% hækkun á frítekjumark- inu. Nú er spumingin, hvort vó þyngra auglýsingamáttur DV eða skriðþungi Kristjáns? Gísli kosningastjóri Sólveig Pétursdóttir sendi í fyrradag bréf til allra landsfimd- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og bað um stuðning til varafor- manns, en fund- urinn hófst síð- degis í gær. Sólveig er með kosningaskrif- stofu og hefúr ráðið gamlan jaxl, Gísla Blöndal, sem kosn- ingastjóra, en Gísli var kosningastjóri Péturs Kr. Hafstein í forsetaframboðinu. Ekki er vitað til að Geir H. Haarde sé með kosningaskrif- stofu. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.