Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 28
28
FOSTUDAGUR 12. MARS 1999
nn
Ummæli (
Síðbúin jóla~
gjöf rétt fyrir
kosningar
„Þetta er bara ein af síðbún-
um jólagjöfum
: ríkisstjómarinn-
ar rétt fyrir
kosningar og \
ættu flestir að
sjá í gegnum \
það hvaða hug-
ur býr að
baki.“
Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir alþingismaður, um
hækkun námslána, í Degi.
Engu að tapa
„Það er engu að tapa lengur
og betra að falla með reisn en
bíða þess sem verður með
tærnar upp í loft.“
Erlingur Haraldsson skip-
stjóri, einn bátaeigenda sem
ætia að loka Reykjavíkur-
höfn, í DV.
Hefði ekki fengið að
koma í jólaboð
„Ég treysti frænda mínum
fullkomlega
þarna í lokin.
Hann skilaði
þessu glæsilega
í markið, enda j
eins gott fyrir
hann. Hann
hefði ekki =
fengið að
koma i jólaboð í fjölskyld-
unni á næstunni hefði hann
klikkað."
Sigurður Sveinsson hand-
boltakappi, í DV.
Hit-listinn
„Þetta er ein af þeim fleyt-
um sem hafa verið ofarlega á
„hit-listanum“ hjá okkur að
undanfömu."
Sveinbjörn Guðmundsson,
deildarstjóri hjá Tollgæsl-
unni, um Goðafoss, í DV.
Eiga þakkir skilið
„Um þessar mundir malar
raforkuverið á
Nesjavöllum
Reykvíkingum
gull nótt sem f
nýtan dag.
Þökk sé #
Reykjavíkur-
listanum, Ingu
Jónu Þórðar- \
dóttur og Mitsubishi."
Alfreð Þorsteinsson borgar-
fulltrúi, í Morgunblaðinu.
Stefni á að verða
heimsfrægur
„Ég hef sagt það áður að ég
stefni að því að verða heims-
frægur söngvari. Hins vegar
verður tíminn bara að leiða
það í ljós hvort það tekst.“
Geir Ólafsson söngvari, í
Morgunblaðinu.
Kaffileikhúsið:
Suðræn sveifla með Six-Pack Latino
Vegna fjölda áskorana mun
hljómsveitin Six-Pack Latino, ásamt
Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu,
laða gesti Kaffileikhússins fram á
dansgólfíð með heitri og ástleitinni
suðrænni tónlist: salsa, rúmbu,
sömbu, tangó, jive og cha-cha í
kvöld. Six-Pack Latino steig fyrst á
svið í KafFileikhúsinu í október á
liðnu ári og komust þá færri að en
vildu.
Skemmtanir
Hljómsveitina skipa þau Aðalheið-
ur Þorsteinsdóttir píanóleikari, Páll
Torfi Önundarson gítarleikari, Tómas
R. Einarsson bassaleikari, Þorbjöm
Magnússon kongaslagleikari og Þór-
dís Claessen slagverksleikari.
Þetta er eina ballið sem hljóm-
sveitin heldur í Kaffileikhúsinu
fram á vor og hvetjum við því fólk
til að nota tækifærið og taka fram
rúmbuskóna og koma að dansa!
Dansleikurinn hefst kl. 23.00 og
verður dansað til kl. 2.00.
Six-Pack Latino skemmtir í Kaffileikhúsinu í kvöld.
Hjálmar Stefánsson, útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði:
Stutt á miðin og markaðinn
DV, Suðurnesjum:
Það eru orðin 35 ár síðan Lands-
banki íslands hf. opnaði útibú í
Sandgerði árið 1964 og var haldið
upp á það nú í febrúar. Hjálmar
Stefánsson hefur verið útibússtjóri
bankans síðastliðin sex ár.
Það var 31. janúar árið 1964 sem
opnuð var afgreiðsla í Sandgerði en
það var þá útibú frá Grindavík.
Árið 1983 var síðan Sandgerðisaf-
greiðslan færð undir útibú Lands-
bankans á Keflavíkurflugvelli en
tveimur árum síðar stofnað sjálf-
stætt útibú í Sandgerði og ráðinn
útibússtjóri: „Þegar bankaútibúið
var opnaö hér í Sandgerði var mik-
ill uppgangur í atvinnulífi hér og
þar sem sjávarútvegur er aðalat-
vinnuvegurinn var mikil eftirspurn
eftir lánsfé. Auk Sandgerðissvæðis
þjónar útibúið að hluta til atvinnu-
rekstri og einstaklingum í Garðin-
um. Með stækkun skipa og fjölgun
smábáta hefur höfnin og hafnar-
svæðið tekið miklum breytingum til
þess að þjóna þessum nýju aðstæð-
um og höfnin er sannkölluð lífæð
staðarins, enda stutt á miðin og
markaðinn. Þó að aðeins séu um 10
km á milli Reykjanesbæjar og Sand-
gerðis er mikill munur á högum og
háttum fólks. Tekjur fólks í Sand-
gerði eru afar sveiflukenndar og
háðar árstíðum og jafnvel veðurfari.
Reykjanesbær er orðinn það stór að
hann ber heimaversl-
un og ýmsa aðra þjón- DV-mynd
ustu sem minni bæir í nálægð þess
stóra geta ekki.
Á síðustu árum hefur mikið verið
hugað að öðru og heppilegra hús-
næði fyrir bankann því hlutverk
Maður dagsins
hans er og verður mikilvægt í bæj-
arfélagi sem Sandgerði. Einnig er
nauðsynlegt að hraðbanki
verði opnaður hér og er
stefnt að því síðar á
þessu afmælisári.“
Hjálmar er Siglfirð-
ingur en flutti til Kefla-
víkur fyrir 27 árum. Á
Sigluflrði hafði hann
m.a. verið skrifstofu-
stjóri hjá kaupfélaginu,
auk þess að stunda eigin
rekstur um tíma. Hann
starfaði síðan í tvö ár hjá
Esso í Danmörku við akstur
olíubifreiðar um þvert og endi-
langt Sjáland og telur þann
tíma hafa veriö á við
besta sumarfrí.
Áhugamál
Hjálmars
utan vinnu
eru marg-
vísleg: „Á
yngri
árum
voru það
Arnheiður
íþróttir og félagsmál. Þá var ekki
sama val um íþróttagreinar og nú
er. Á æskustöðvum mínum var nán-
ast ekki annað á boðstólum en skíði
og knattspyma, enda þær greinar
mikið stundaðar. Á síðari árum hef
ég enn haldið mig við félagsmálin
en í stað íþrótta hafa komið ferða-
lög, bæði innanlands og utan.“
Eiginkona Hjálmars er Halla Har-
aldsdóttir gler- og myndlistar-
maður, sem einnig er
Siglfirðingur, en
þau era jafnaldr-
ar og voru skóla-
systkin alla
skólagönguna.
Synir þeirra
eru Haraldur
Gunnar tónlist-
armaður, búsettur
í Kaupmannahöfn,
Þórarinn, flugstjóri
hjá Flugleiðum hf.,
og Stefán, sem er
læknir og nú búsett-
ur í Noregi.
-AG
Hópurinn sem tekur þátt í
Margt býr í þokunni.
Margt býr í
þokunni
Leikfélag Hveragerðis
frumsýnir sakamálagaman-
leikinn Margt býr í
þokunni eftir William Dinn-
er og William Morum i þýð-
ingu Ásgerðar Ingimars-
dóttm- annað kvöld, í gamla
hótelinu í Hveragerði. Leik-
stjóri er Anna
Jórunn Stef-
ánsdóttir. Níu
leikarar koma
fram í sýning-
unni en alls
koma þrjátíu
manns á einn
eða annan hátt
nálægt upp-
setningu á
gamanleiknum leikritinu. í að-
alhlutverkum
eru Svala
Karlsdóttir, Sigríður Val-
geirsdóttir og Dagbjört
Fjóla Almarsdóttir. Næstu
Leikhús
sýningar verða sunnudag-
inn, 14. mars, fóstudaginn
19. mars og laugardaginn
20. mars. Sýningar hefiast
kl. 20.30.
Myndgátan
þó SA(,t>/'A
(ADcc. /trr/' 84AA At>
\SAr*/>4 B/WA
rn/NO c/.
þdábólddi hVörki ð
bólunum i bóiinu t
Bóíivi'u né öera
Sjálfkrafa
Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn.
I Avaxtakörfunni eru margar
skrautlegar persónur.
Ávaxtakarfan
Á morgun og sunnudag eru síð-
ustu sýningar á fiölskylduleikrit-
inu Ávaxtakarfan sem sýnt er í ís-
lensku óperunni. Nú þegar hafa
yfir tíu þúsund áhorfendur séð
verkið sem búið er að sýna 35
sinnum og hefur verið uppselt á
flestar sýningar.
Megininntak leikritsins er ein-
elti og fordómar en leikritið gerist
í ávaxtakörfu þar sem allir eru
kúgaðir af Imma ananas. Maja
jarðarber er minnst og verður því
fóraarlamb eineltis. En þegar gul-
rót kemur í ávaxtakörfuna tekur
hún við hlutverki Maju og verðm-
fyrir barðinu á fordómum þar
sem hún er grænmeti og því ann-
arrar ættar en ávextirnir. Smám
saman opnast augu ávaxtanna þó
fyrir því að það er ekki útlitið sem
skiptir máli heldur innrætið og
allt fer vel að lokum.
Leikhús
Söngvar og dans skipa veglegan
sess i sýningunni og geisladiskur
með söngvunum hefur verið gef-
inn út. Höfundur handrits er
Kristlaug María Siguröardóttir og
leikstjóri er Gunnar Gunnsteins-
son. Fjöldi þekktra leikara og
söngvara tekur þátt í sýningunni
og má þar nefna Andreu Gylfa-
dóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, Hin-
rik Ólafsson, Selmu Björnsdóttur
og Kjartan Guðjónsson.
Bridge
Sveit Strengs vann mjög öruggan
sigur í C-riðli undankeppni
Mastercard-sveitakeppninnar.
Sveitin gerði aðeins eitt jafntefli en
vann alla aðra leiki, þar á meðal 25-
4 gegn sterkri sveit Þriggja Frakka.
Sveit Strengs spilaði mjög fiörugan
leik gegn ÍR-sveitinni í sjöttu um-
ferð mótsins þar sem mikil skipting-
arspil einkenndu sagnir. í þessu
spili í síðari hálfleik sátu Ragnar
Magnússon og Sigurður Vilhjálms-
son í AV. Sagnir gengu þannig, vest-
ur gjafari og allir á hættu:
f G84 *»ÁG3 ♦ ÁD762
4 D1092 * 53 4 Á
N
D10987 V A * 6
♦ G5 4 K984
* 72 S * ÁKDG1096
4 K7653
* K542 * 103 * 84
Vestur Noröur Austur Suður
pass 1 tígull 2 lauf pass
pass dobl 3 grönd p/h
Ragnar Magnússon ákvað að
segja aðeins 2 lauf í upphafi en varð
skelfmgu lostinn þegar þau voru
pössuð yfir til norðurs. Norðri var
vorkunn að gefa úttektardobl, enda
bentu sagnir alveg eins til þess að
suður sæti með lauflengd og refs-
ingu. Ragnar lét
tækifærið ekki
fram hjá sér fara
og stökk í þrjú
grönd. Suður byrj-
aði ágætlega fyrir
vömina með því að
spila út spaða.
Ragnar setti lítið
spil í blindum og
norður áttuna.
Ragnar á nú 8 slagi beint en óskyn-
samlegt að taka þá. Möguleikarnir
voru góðir ef hjartagosinn lá fyrir
svíningu og því kom næst hjarta á
sjöuna í blindum. Norður drap á
gosa og þurfti nú að finna rétta
framhaldið. Norður áttaði sig ekki
fyllilega á stöðunni, spilaði lágum
tígli og Ragnar var ekki seinn á sér
að stinga upp kónginum og taka 9
slagi. ísak Örn Sigurðsson
Ragnar
Magnússon.