Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 9 Utlönd Komdu í Krin^hma í da? Sýrlenskar stúlkur fögnuðu forseta sínum, Hafez al-Assad, ákaft í gær þegar hann sór embættiseið í fimmta sinn. Hafez al-Assad er að hefja sitt fimmta kjörtímabil á forsetastóli en hvert kjörtímabil I Sýrlandi er sjö ár. Símamynd Reuter Alþingiskosningar 8. maí 1999 Hinn 4. mars 1999 gaf dómsmálaráðherra út auglýsingu um að almennar reglulegar kosningar til Alþingis skulu fara fram 8. maí 1999. Af framangreindu tilefni er vakin athygli á eftirfarandi: 1. Utankjörfundarkosning getur hafist laugardaginn 13. mars. 2. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 17. apríl. 3. Beiðni um nýjan listabókstaf stjómmátasamtaka skal hafa borist dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 20. apríl. 4. Framboð skal tilkynna yfirkjörstjórn hlutaðeigandi kjördæmis eigi síðarenkl. 12 á hádegi föstudaginn 23. apríl. 5. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrá fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 28. apríl. 6. Kjörstjóri skal taka ákvörðun um utankjörfundaratkvæðagreiðslu á stofnunum (sjúkrahúsi, dvalarheimili aldraðra.stofnun fyrir fatlaða og fangelsi) eigi síðar en laugardaginn 1. maí. 7. Osk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. maí. 8. Atkvæðagreiðsla á stofnun og íheimahúsi má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 17. apríl. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 10. mars 1999 Sefur ekki i sama herbergi og Bill Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, neitaði að fylgja með eiginmanni sínum, Bill Clinton, i heimsókn til Mið- Ameríku þar sem hún gat ekki fengið sér svefnherbergi, að því er sagði í gær í fréttum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox. Sjónvarpsstöðin fuliyrti einnig að Clintonfjölskyldan hefði farið fyrr heim en áætlað var úr skíðafrii sínu í Utah fyrir nokkrum vikum vegna hávaðarifrildis. Talskona Hillary, Marsha Berry, vísaði þessu á bug. „Þetta er ekki satt,“ sagði talskonan og bætti því við að Hillary hefði orðið að hætta við Mið-Ameríkuferðina vegna bakmeiðsla sem hefðu tekið sig upp í skíöaferðalaginu. Talsmaður Hvíta hússins, Joe Lockhart, vísaði einnig fréttinni á bug. Lagði hann til að fréttamenn færu aftur á skólabekk í Hillary er oröin þreytt á eiginmann- inum. Símamynd Reuter blaðamcmnaskóla til að læra eitt og annað. Margir virtir fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjölluðu ekki um málið. En sjónvarpsstöðin Fox kvaðst hafa það eftir nánum vini forsetafjölskyldunnar að Hillary hefði sagt að hún gæti ekki verið í sama herbergi og Bill og því síður í sama rúmi. New York Post birti fréttina á forsíðu og gat þess að Hillary reyndi ekki lengur að dylja tilfinningar sínar í garð forsetans. „Þau hnakkrifust í skíðafríinu og endaði það með því að Hillary rauk út úr herberginu og heimtaði strax að fá töskumar sínar,“ samkvæmt heimildarmanni New York Post. Heimferðin frá Utah gekk svo hratt fyrir sig að fréttamennirnir, sem voru á staðnum til að fylgjast með forsetahjónunum og dóttur þeirra, náðu ekki að fylgja með forsetanum til Washington. Fréttirnar af rifrildinu koma samtímis þvi sem Monica Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu, er í ferð um Evrópu til að kynna bók sína um samband sitt við Bandaríkjaforseta. Bent hefur verið á að rifrildið kunni einnig að tengjast fréttum af frásögn Juanitu Broderick sem fullyrðir að Bill Clinton hafi nauðgað henni árið 1978. o^íáðu blóm ífúikubita, beint úi sveitinni. Kyoto ráðstefnan (slensk gróðurhús eru upphituð og lýst með mengunarlausum orku- gjöfum meðan gróðurhús í flestum Evrópulöndum eru hituð upp með kolum, ol(u eða gasi. Þessar breyttu umhverfisaðstæður opna ýmsa möguleika fyrir garðyrkjuna á íslandi. UNGT FÓLK í SAMFYLKINGUNN! ?. ::3&i '30 Víngerðarmenn - athugið Troðfull búð af nýjum vörum Suðurlandsbraut 22, s. 553-1080 Baldursgata 14, Keflavík, s. 421-1432 Sunnuhlíð 12, Akureyri, s. 461-3707 —<ttlt tit ucMft%2.a* Tilraun til sátta í Kosovodeilunni Rússneski utanríkisráðherrann Igor Ivanov hittir Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, í Belgrad í dag. Ivanov ætlar að gera til tilraun til sátta í deilunni um Kosovo en átta klukkustunda fundur Richards Holbrooks, sendimanns Bandaríkja- stjómar, og Milosevics fyrr í vik- unni skilaði engum árangri. Milosevic hefur neitað að sam- þykkja kröfur tengslahópsins sem gera ráð fyrir því að hersveitir Nató verði í Kosovo og gæti friðar. Ivanov hefur aðra skoðun og hann sagðist í gær telja eðlilegt að fulltrú- ar Serba og Kosovo-Albana kæmu sér fyrst saman um sjálfstjóm í hér- aðinu áður en íhlutun hers NATO væri rædd. Serbar héldu áfram árásum í gær og réðust á nokkur þorp í nágrenni borgarinnar Prizren í Kosovo. Igor Ivanov heilsar Zivadin Jova- novic, utanríkisráðherra Júgó- slavíu, við komuna til Belgrad í gær. Bók aldarinnar Taktu þátt í að velja bestu bók aldarinnar. Allir geta verið með. Veldu eina, tvær eða þrjár bækur. Bækurnar verða að vera eftir íslenska höfunda og gefnar út á þessari öld. : Skrifaðu nöfn þeirra á seðilinn og afhentu hann á bókasafni, í bókabúð eða sendu hann í pósti til Bókavarðafélags íslands, Pósthólf 1497,121 Reykjavík, (símbréfsnr. 5612058). 1. Bókarheiti:____________________________________________________________ j 2. Bókarheiti:____________________________________________________________ : 3. Bókarheiti:____________________________________________________________ Atkvæðaseðlar liggja frammi á bókasöfnum, í bókabúðum og einnig má greiða atkvæði á Vefbókasafninu, slóðin er www.vefbokasafn.is. Kosið er dagana 12.- 21. mars og úrslitin verða kynnt á degi bókarinnar, 23. apríl næstkomandi. I Nafn þátttakanda:____________________________________________________ Bókasamband íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.