Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1999, Blaðsíða 13
Fréttir
13
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999
Brynjar Vilmundarson á Feti kom með nokkrar spurningar á blaði til þeirra Ágústs Sigurðssonar og Kristins Guðna-
sonar. DV-myndir E.J.
Fundaferðir um landið með hrossaræktendum:
Mest spurt um vilja,
geðslag og tölt
- segir Ágúst Sigurðsson landshrossaræktarráðunautur
Agúst Sigurðsson landshrossa-
ræktarráðunautur og Kristinn
Guðnason, formaður Félags hrossa-
bænda, sem báðir eru nýteknir við
embættum, hafa lokið átta fundum
af níu í herferð sinni um landið til
að kynna sér skoðanir hrossarækt-
enda á ræktunarmarkmiðum í ís-
lenskri hrossa-
rækt. Fundirn-
ir hafa verið
vel sóttir og
hafa á sjötta
hundrað
manns mætt. Á
fundi þeirra fé-
laga í Félags-
heimili Fáks
síðastliðið
mánudags-
kvöld kom
margt fróðlegt
fram. Ágúst
segir að hann
sé að safna efni
í sarpinn og
engar ákvarð-
anir hafi verið
teknar um
breytingar á
hrossadómum.
„Fjölmargar
hugmyndir
hafa komið
fram og verið
ræddar, enda
er engin hug-
mynd það ómöguleg að ekki megi
fjalla um hana,“ segir Ágúst. „Það
sem helst hefur verið spurt um eru
einkunnir fyrir vilja og geðslag og
einnig vilja hrossaræktendur að
hægt tölt fái meira vægi og að töltið
verði hreinsað. Vægi vilja er 8,6%
af heildareinkunn og vægi geðslags
4,3%. Ein hugmyndin er að taka ein-
kunnir þessara tveggja þátta saman
og gefa eina einkunn sem gildi
12,9% af heildareinkunn. Hugsan-
lega kemur til greina að einn
þriggja dómara fari á bak hrossun-
um til að gera dóma nákvæmari.
Eitt ráð er að spyrja umsjónarmann
eða tamningamann hestsins hvern-
ig geðslag hestsins sé og/eða láta
þjálfarann raða hrossunum sem
hann kemur með í dóm í röð frá
þeim besta til þess versta eftir
geðslagi. Þessa hluti þarf að kanna
betur og meta. í sumar verður gefið
sérstaklega fyrir hægt tölt og verður
sú einkunn til viðmiðunar en ekki
sem sér einkunn, en mun þó gilda í
heildartölteinkunninni," segir
Ágúst.
Einkunn fyrir litadýrð?
Ágúst ræddi einnig um prúðleika
hrossa, litadýrð og fleira og hvort
gefa ætti einkunnir fyrir þessa
þætti. Kristinn Guðnason fjallaði
um stefnu og stöðu Félags hrossa-
bænda. Sala hrossa tók mikla dýfu í
fyrra en þó er ástandið ekki alvont.
Mikill samdráttur var í sölu til
Þýskalands, en sala til Svíþjóðar
var mikil og eru Svíar í fararbroddi
þeirra sem kaupa hross á íslandi.
Sala á hrossakjöti dróst saman eftir
að markaðurinn í Japan hrundi, en
hefur verið að aukast á ftalíu og má
búast við að mögulegt verði að af-
greiða 100 hross á viku á Ítalíu-
markað. Fram kom hjá Kristni að
fjárhagsstaða samtakanna væri
mjög slæm og að grípa yrði til rót-
tækra aðgerða ef samtökin ættu að
eflast. Hugsanlega verði að leggja
skatt á hross í landinu, en það sé
ekki æskilegt. Fundarmenn voru
sammála um að gera þyrfti mikla
markaðsrannsókn á því hvernig
hross útlendingar vildu kaupa. Ver-
ið væri að renna blint í sjóinn og að
hugsanlega væri verið að rækta
hross sem fólk vildi ekki kaupa.
Brynjar Vilmundarson í Feti sagði
að þegar Bandaríkjamenn spyrðu
um hross væri fyrst spurt um litinn.
Þeir vilji kaupa skjótt hross og vind-
ótt, ekki rauð og brún. Óli Pétur
Gunnarsson í Litlu-Sandvík hefur
skoðað dóma á landsmótinu ítarlega
og telur að hæst dæmdu hrossin
hafi fengið einkunnir sem þau áttu
ekki skilið, sérstaklega fyrir tölt.
Óli Pétur og Haraldur Haraldsson,
aðaleigandi Áburðarverksmiðjunn-
ar, spurðu hvort stuðst yrði við
dóma af myndböndum í framtíðinni
og Ágúst svaraði að það þyrfti að
skoða betur en kæmi til greina. Har-
aldur upplýsti jafnframt að hann
hefði lausn á ofbeitarvandamálinu
svokallaða. „Það þarf að kaupa
meiri áburð og bera á landiö," sagði
hann. Ágúst sagði að lokum að
margar góðar hugmyndir hefðu
komið fram og yrðu þær allar skoð-
aðar ítarlega. „Það vantar rök fyrir
ýmsum dómgildum. Hvers vegna er
til dæmis gefið fyrir granna fætur
en ekki stoðmikla? Hvers vegna er
gefið fyrir ákveðnar tegundir baks
en ekki önnur?“ Þetta yrði allt
kannað og mikið rannsóknastarf
væri fyrir höndum á næstu árum.
„tslenski hesturinn er menningar-
arfur tslendinga og hann verður að
halda sinni stöðu," sagði Ágúst. Á
næstu vikum munu ráðunautar
ganga í hesthús í Víðidalnum í
Reykjavík og kanna fótagerð aldr-
aðra hrossa, jafnt keppnis- sem
ferðahrossa. Slíkar kannanir geta
gert eftirleikinn auðveldari fyrir þá
sem hanna einkunnaskala.
Fjörlegar umræður fundargesta í hálfieik.
Styrkjalaus jrein
íslensk garðyrkja fær allar sínar tekjur
frá markaðnum, þ.e. engar beinar
greiðslur frá ríkinu.
UNGT FOLK i SAMFYLKINGUNNI
A^urkubondi ^reiðir 1.000.000 kr.
a mánuði fyrir raforkuna
Fyrir hverja milljón sem agúrkubóndi
greiðir fyrir raforku, til lýsingar í
gróðurhúsum, greiðir félagi hans í
Kanada aðeins 350.000 kr. Skýringin
á verðmuninum felst í afstöðu
stjórnvalda, Kanadamenn veðja á
garðyrkjuna sem framtíðargrein.
UNGT FÓLK i SAMFYLKINGUNNI
Ilí'
Gæðarúm á
góðu verði
'
Ragnar Björnsson ehf.
Dalshrauni 6, Hafnarfirði, sími 555 0397, fax 565 1740
SOUTHERN Boröað
FRIED á staðnum eða
CHICKEN tckíð með heím
Við hliðina á Svörtu Pönnunni v/Tryggvagötu • s. 551 6480
Fjölskyldtipakkar:
fyrirtvo kr. 1.150,-
fyrir þrjá kr. 1.650,-
fyrir §óra kr.2.150,-
ÍYrirsex kr. 2.950,-
Komdu og njóttu þess að gæða þér á safaríkum .1
kjúklingabitum. Kjúklingurinn og kryddið erokkarvörumerki.
CNJ
-EJ