Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Nágrannakonan sem bjargaöi barni úr eldsvoða í fyrrasumar kom enn til bjargar: Barnið er dáið! hrópaði faðirinn - eilífð þar til hún andaði, segir Helga Guðrún Eiríksdóttir sem beitti hjartahnoði hana strax inn i rúm. Nokkrum mínútum síðar fann ég mér til skelf- ingar að hún stífnaði upp. Ég lyfti henni upp til að aðgæta hvað væri að gerast og þá blasti við mér hel- blátt og þrútið andlit hennar. Mér varð alvaran strax ljós og ég fann að bamið andaði ekki lengur," segir Helena. Hún hristi barnið sem virtist að- eins taka við sér en hætti svo að anda aftur. Þá kallaði hún skelfingu Hér er bjargvætturinn, Helga Guðrún, ásamt Maríönnu Ósk sem er í fangi móður sinnar, Helenu Brynjólfsdóttur, og stóru systur, Elvu Christinu. Helga Guðrún Eiríksdóttir hefur í tvígang á átta mánuðum bjargað hinni ársgömlu Maríönnu Ósk Hafnadóttur úr bráðum háska. í fyrra sinnið sótti hún barnið inn í íbúð, fulla af reyk, en í síðara skiptið beitti hún hjartahnoði til að vekja hana til lífsins. Maríanna Ósk fékk að fara heim af spítalanum í gær en verður lögð aftur inn í dag. Hér er hún ásamt foreldrum sínum og Helgu Guðrúnu. DV-myndir Pjetur. lostin á föður stúlkunnar sem kom strax og tók Maríönnu Ósk i fang sér. Helena rauk í símann og hringdi í Neyðarlínuna viti sínu fjær af skelfingu en Hafni hljóp með stúlkuna yfir til nágrannanna, sem búa í ibúð beint á móti þeim, þar sem Helga Guðrún tók við baminu öðru sinni á örlagastundu. „Hún var helblá og andaði ekki þegar Hafni kom með hana yfir til okkar. Ég blés í hana og beitti hjartahnoði. Ég var alveg frávita af skelfingu og það kom upp í huga mér að þetta væri vonlaust og Mar- íanna Ósk væri dáin. Mér fannst um tima að enginn mannlegur mátt- ur gæti bjargað henni,“ segir Helga Guðrún sem er bamshafandi. Hún segist ekki viss um hve lang- ur timi leið án þess að barnið tæki við sér. „Mér fannst líða heil eilífð þang- að til að hún andaði af sjálfsdáðum af veikum mætti. Það var gífurlegur léttir og þegar sjúkrabíllinn kom taldi ég líklegt að Maríanna væri sloppin. Helga Guðrún og Helena fóra með sjúkrabílnum sem fiutti stúlkuna. Helena segir að barnið hafi byrjað að gráta skömmu áður en komið var á Landspítalann. „Þá vissi ég að hún væri hólpin. Hún þekkti mig þó ekki fyrr en eft- ir nokkra klukkutíma,“ segir Hel- ena. í gær fékk litla stúlkan að fara heim í dagsleyfi og DV hitti fjöl- skylduna ásamt bjargvættinum, Helgu Guðrúnu, þar sem urðu fagn- aðarfundir. Helga Guðrún segir að sér finnist að hún eigi töluvert í stúlkunni eftir að hafa tvisvar kom- ið henni til hjálpar úr bráðum háska. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að barnið lenti í hjarta- stoppi en Helena segir að sumir læknanna sem hún ræddi við telji að hugsanlega geti verið um að ræða vöggudauða. Aðrir hafi talið að hún hafi fengið krampa með þessum afleiðingum í framhaldi af því að sótthiti rauk upp á skömm- um tíma. „Hún var mjög slöpp í gærdag en nú er hún öll að braggast og verður aftur lögð inn á morgun (í dag). Vonandi skýrist hvað varð til þess að þetta gerðist," segir Helena sem vill sérstaklega þakka starfsmanni Neyðarlínunnar sem hún talaði við. Hún segir að hann hafi verið með eindæmum yfirvegaður sem hafi róað hana mjög á þessari örlaga- stundu. -rt „Mér brá alveg óskaplega þegar Hafni faðir hennar kom hlaupandi og hrópaði við dyrnar hjá mér: „Við erum að missa hana. Barnið er dáið,“ segir Helga Guðrún Eiríks- dóttir, íbúi við Reyrengi í Grafar- vogi, sem seint á föstudagskvöld bjargaði eins árs stúlkubarni, Maríönnu Ósk, frá bráðum bana. Barnið var hætt að anda og orðið helblátt þegar hún kom til skjal- anna og beitti hjartahnoði og blást- ursaðferð til bjargar litlu stúlkunni. í júlí á síðasta ári bjargaði Helga Guðrún sama barni úr háska þegar kviknaði í sófa í stofu út frá kerti. Þá braust hún í gegnum reykinn og náði í litlu stúlkuna inn í svefnher- bergi og forðaði henni út. Röð tilviljana réð því að ekki fór verr á föstudagskvöldið þegar for- eldrar litlu stúlkunnar, Helena Brynjólfsdóttir og Hafni Már Rafns- son, bmgðu sér á fund og ætluðu eftir það í heimsókn til kunningja- fólks. Helena segir að þegar þau fóru að heiman hafi stúlkan verið fullkomlega eðlileg og ekkert bjátað á hjá henni. „Fundurinn stóð í tvo tíma en eft- ir það ætluðum við að skreppa í heimsókn til kunningja. Ég fékk einhverja undarlega tilfinningu fyr- ir því að ég yrði að fara heim og það varð úr að við slepptum heimsókn- inni. Um 10 mínútum eftir að við komum heim vaknaði Maríanna Ósk og byrjaði að kjökra," segir Hel- ena sem átti ekki von á þeirri skelf- ingu sem á eftir fylgdi. Hætti að anda „Ég ákvað að taka stelpuna fram, þó svo að hún róaðist strax og ég kom til hennar. Ég settist með hana í sófann frammi í stofu og lét höfuð hennar hvíla á öxl minni og fann að hún sofnaði strax en ákvað að halda lengur á henni í stað þess að setja Löggan leitar áfengisauglýsinga „Það er skýlaust brot ef áfengi eða tóbak er auglýst á íslensku. Við munum skoða þessi mál og önnur þessa eðlis sem við kunnum að heyra af,“ sagði Geir Jón Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn við DV. Þau mál sem um er að ræða er annars vegar bæklingur frá Ámunni sem dreift hefur verið í hús að undanförnu og hins vegar nýtt tímarit, Hrókur alls fagnaðar. Rit- stjóri þess og ábyrgðarmaöur er Hrafn Jökulsson. í Ámubæklingn- um er kynning á víngerðarefnum, vínuppskriftir og tilboð fyrir byrj- endur í víngerðarlistinni. í blaðinu era bjór- og áfengisauglýsingar. Hrókur alls fagnaðar er prentað hér á landi en gefið út í Eistlandi, að því er segir í blaðinu. “Það átti að heita að blaðið væri að koma erlendis frá en það er nán- ast allt á íslensku, prentað hér, sent til Eistlands og svo aftur til ís- lands,“ sagði Geir Jón. „Ef einhver kærir mál af þessu tagi fer það sjálf- krafa i rannsókn. Ef við vitum af slíkum málum, án þess að þau séu kærð, þá förum við sjálfir í rann- sókn með þau sem við munum gera í þessum tilvikum. Það er ákveðið að fylgja þessum málum eftir, að fenginni þessari dómsniðurstöðu, því nú eram við loks með fast land undir fótum.“ -JSS Fjórar síður úr nýja tímaritinu, Hrók- ur alls fagnaðar, sem lögreglan á eftir að kíkja á. Hættuástand Stefán Ólafsson, prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands, sagði á ráð- stefnu um byggðamál að hættuástand gæti skapast tækist ekki að fá ungt námsfólk aftur heim. Stöð 2 sagði frá. Ekki sök kvótans Ásgeir Daníelsson hagfræðingur segir að engar haldbærar vísbend- ingar séu um að byggðaröskun sé meiri vegna tilkomu kvótans. Hann telur kvótatap minni byggðarlaga fremur af tæknilegum toga. Morg- unblaðið gi-eindi frá. Geðlyfjaæði Útgjöld þjóðarinnar vegna geð- lyija hafa aukist verulega og eru 10% af heildarútgjöldum vegna lyfia. Neysla geðlyQa hefur aukist og er nú tíföld miðað við það sem var fyrir tíu árum. Lyfin hafa aftur á móti hvorki batnað né versnað. Stöð 2 greindi frá. Þjóðahátíð Þjóðahátíð var haldin á Flateyri í gær. Þar komu saman á annað þúsund manns af á fimmta tug þjóöema. Fólk af erlendu bergi brotið er um 5% af íbúafjölda Vestfjarða. Gefa rotmassa Flúðasveppir hafa gefið Land- græðslunni og Landsvirkjun rotmassa sem áburð og jarðvegsefni til uppgræðslu. Verður áburðurinn notaður við ýmis verkefni við Búr- fellsstöð, Sultartanga og Hrauneyja- foss. Morgunblaðið greindi frá. Engin binding Landlæknisembættið vill að fólk geti hætt við þátttöku i gagna- granninum snú- ist því hugur. Aðstoðarland- læknir segir þetta mögulegt tæknilega en ekki sé ljóst hvort þaö verði leyft. RÚV greindi frá. Arkitektanám Háskólaráð Háskóla íslands hefur samþykkt að kennsla í arkitektúr verði hafin við HÍ. Stefnt er að því að námið hefjist haustið 2000. Nám- ið verður í tengslum við verkfræði- deild. RÚV greindi frá. Uppklapp Karlakórinn Heimir var klappað- ur upp níu sinnum á tónleikum sem kórinn hélt í Grafarvogskirkju um helgina. Tónleikarnir drógust því nokkuð á langinn. Morgunblað- ið greindi frá. Hærra fasteignaverð Fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað og eftir- spum aukist gífurlega. Markaður- inn er mjög líflegur og ekki óvana- legt að eignir, auglýstar á þriðju- dögum, séu seldar áður en auglýs- ing birtist. RÚV greindi frá. Tollvarðavaktir Vaktatöflur tollvarða fundust við húsleit hjá einum skipverja á Goða- fossi. RÚV greindi frá. 250 kr. styrkir Menntamálaráðuneytið auglýsti nýlega styrki til háskólanáms í Rússlandi. Styrkupphæðin er 250 íslenskrar krómu á mánuði fyrir grannnám en 1300 kr. á mánuði fyrir framhaldsnám. Það er talin nokkur vísbending um efnahagsá- stand landsins. Morgunblaðið greindi frá. Fjarkennsla Bráðum verður stofnuð innan Há- skóla íslands miðstöð um fjar- kennslu og landsbyggðar- tengsl sem á meðal annars að vinna að því að stofna fleiri úti- bú frá Háskólan- um úti á Landi. Morgunblaðið greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.