Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 18
18 enning MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 JJj’V Germaine Greer snýr aftur Það var Kvengeldingurinn (The Female Eunuch) eftir Germaine Greer sem fyrstur vakti umsjónarmann menningarsíðu til með- vitundar um harðsvíraða kvennafræði snemma í áttunda áratugnum. Og fyrir það kann hann höfundinum þakkir. í þá tíð var bókin heillandi lesning fyrir eldmóð höfund- arins, gáfur og leiftrandi fyndni en um leið einkenndist hún af yflrgengilegi'i sérvisku. tvennt, gáfur og glópska, hefur eiginlega ein- kennt allt það sem Germaine Greer hefur rit- að til þessa. Milli þess sem hún dró karla- veldið sundur og saman í háði og spotti í Kvengeid- ingnurn gat hún verið að ráðleggja „systrunum" að bragða á líkams- vessum sínum. Það er á breskum gagn- rýnendum að heyra að í nýjustu bók sinni, The Whole Woman hafi Greer ítið breyst hvað þetta snertir. Nema hvað nú er hún æði gagnrýnin á „systraveldið" sem var að hluta til sköpunarverk hennar sjálfrar. Að öllum líkindum munu „systurnar" kunna Greer litlar þakkir fyrir aö benda á það að fleiri konur misþyrma bömum heldur en karlmenn og að konur ganga jafnoft í skrokk á systkinum og mökum og karlmenn. Hún heldur því einnig fram fuUum fetum að fóstureyðing, sem femínistar hafa sérstak- lega barist fyrir, sé mesta niðurlæging sem hent geti konulíkamann. Um leið beitir Greer undarlegustu rökum tU að sanna hve iUa haldnar konur em. TU dæmis reynir hún að sanna að ýmiss konar heimUistæki, sem hingaö til hafa tekið ýms- legt ómak af konum (og körlum) á heimUi, hafi í raun aukiö vinnuálag á konum. Þær em linnulaust að kveikja og slökkva á þvottavélum aUan daginn... Það sem síðan kemur eins og köld vatns- gusa í andlitið á ýmsum lesendum Greer, ekki síst konum, er að i The Whole Woman kvartar hún sáran yfir útjöskun kynlífsins í þjóðfélagi nútímans, segir að hún hafi getið af sér ástlaus ástarsambönd, óléttu unglings- stúlkna, kynsjúkdóma og aðra óáran. Þetta er auðvitað um að kenna kynlífsfrelsinu sem menn innleiddu á sjöunda áratugnum, segir Greer án þess að blikna. Og þá er von að menn spyrji hvort sjálf hafi hún ekki einmitt verið einn helsti og áhrifamesti talsmaður þessa kynlífsfrelsis. Spunanámskeiðið sem Martin Gejer hélt í Kramhúsinu síðast- liðið vor hefur svo sannarlega skilað sér því keppni í leikhús- sporti hefur verið fastur liður á dagskránni í Iðnó í aUan vetur. Sjónvarpsþættirnir Stutt í spunann eru afsprengi leikhús- sportsins og enn bætist við flór- una því síðastliðið fimmtudags- kvöld var fyrsti þáttur geim- sápunnar Hnetunnar frumsýnd- ur í Iðnó. Hnetan er heils kvölds sýning sem byggist á sömu lög- málum og leikhússportið, það er spuna sem áhorfendur hverju sinni hafa áhrif á. Sýningin er tvískipt og má segja að fyrir hlé sé verið að hita upp fyrir geimsápuna sjálfa. Sá hluti er kunnuglegur þeim sem hafa fylgst með leikhússportinu og/eða sjónvarpsþáttunum. Leik- ararnir skiptast á að leiða leik- inn og fá svo hina með eftir þörf- um. Á frumsýningunni á fimmtudagskvöld voru mörg bráðskemmtileg atriði í þessum hluta og nægir þar að nefna kostulega senu í gildaskálanum á Hesteyri og bónorðið sem einn leikhúsgesta rifjaði upp með að- stoð leikara. Spunaverkið, sem hlotið hefur titilinn Hnetan, er örlítið fastara í forminu að því leyti að þar koma fram fimm nafngreindar persónur. Þær eru áhöfn Geim- faxa sem er gerður út frá geim- stöðinni Laxness II og markmið leiðangurs þeirra er að finna nýja reikistjörnu sem hefur sömu eiginleika og jörðin. í leið- angrinum getur allt gerst enda ræðst söguþráðurinn hverju sinni af tillögu frá einhverjum úr hópi áhorfenda. Svakalegar hættur... Á frumsýningu þurfti áhöfnin að kljást við banvænan fnyk frá rafgasi og eflaust á hún eftir að lenda í enn svakalegri hættum í næstu þáttum. Leikararnir sem taka þátt í Hnetunni eru allir vel þjálfaðir í spuna og leikhússporti. Þetta eru þau Ingrid Jónsdóttir, Gunnar Hansson, Friðrik Friðriksson, Linda Ás- geirsdóttir og Gunnar Helgason. Hópurinn nær Áhöfnin á Geimfaxa... Frá sýningu Hnetunnar í Iðnó. vel saman og í fyrri hlutanum var algert jafn- ræði með leikurunum. í geimsápunni er þessu svolítið öðruvísi farið og þar getur vægi persónanna orðið mismikið, enda er til- löguseðillinn sem áhorf- endur fá í hléi í fimm til- Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir vikum af sjö bundinn áhöfninni. Reyndar er við- búið að vélmennið Leifur siglingafræðingur, sem Gunnar Helgason leikur, verði nokkuð áberandi í öll- um sýningum því karakter- inn býður upp á svo aug- ljósa og borðleggjandi kó- mík. Klara kapteinn, sem Ingrid Jónsdóttir túlkar af skörungsskap, hlýtur líka að verða mikið í sviðsljós- inu, burtséð frá söguþræð- inum, því það er jú kapteinninn sem stýrir ferðinni. Á frumsýningu áttu allir leikararnir stór- góða spretti og engin ástæða til að gera upp á milli frammistöðu þeirra. Að vísu fór lít- ið fyrir Ölfu skips- lækni sem Linda Ás- geirsdóttir leikur en úr því verður eflaust bætt i síðari þáttum geim- sápunnar. Það er Martin Gejer sem er skrifaður fyrir hugmyndavinnu og leik- stjóm í Hnetunni. Þó að leikstjórnarvinnan sé með öðmm hætti en í hefð- bundnum uppsetningum og miðist meira að því að kenna leikurunum að finna eigin lausnir setur leikstjór- inn auðvitað sitt mark á sýninguna. Það er kannski greinilegast i umgjörðinni en þar nýtur Gejer fullting- is Snorra Freys Hilmars- sonar, sem gerir leikmynd og búninga, og Kjartans Þórissonar ljósahönnuðar. Einföld og skemmtilega hallærisleg leikmynd, fjöl- breytt og markviss lýsing, að ógleymdri tónlistinni sem Pálmi Sigurhjartarson leikur af fingrum fram, eiga sinn þátt í að gera þessa íslensku „Star Trek“- útgáfu að bráðskemmtilegri upplifun. Frum- sýningargestir í Iðnó tóku bókstaflega bakföll af hlátri og því óhætt að lofa væntanlegum sýningargestum góðri kvöldstund. Geimsápan Hnetan í Iðnó Leikstjórn og hugmyndavinna: Martin Gejer Frumsýning 18.3.1999 Söguþráður óskast Lúðrar þeyttir A föstudagskvöldið 18. mars var komið að málmblásurum að spreyta sig í Salnum og reið Kvintett Corretto á vaðið úr þeirra hópi. Kvintettinn, sem var stofnaður árið 1994, er skipaður þeim Einari St. Jónssyni og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikurum, Emil Friðfinns- syni homleikara, Sigurði Þorbergs- syni básúnuleikara og Þórhalli Inga Halldórssyni túpuleikara. Tónleik- amir hófust á Die Bdnkesdngslieder sem talið er vera eftir þýska tónskáldið og rithöfundinn Dani- el Speer. Þetta er glaðlegt og hressilegt stykki og var það al- veg prýðilega flutt. English parlor suite, sem sam- anstendur af þremur enskum madrigöl- um i útsetn- ingu Davids Edens, kom þar á eftir og var í heild að sama skapi vel flutt þó hárnákvæmnin hefði kannski mátt vera betri í veikari stöðum þess fyrsta. Þessi tónlist krefst þess beinlín- is að hún sé glitrandi tær svo hún fái sem best notið sín og það gerði hún í þeim síð- asta í sérlega vel heppnaðri útsetningu Edens og í fagmannlegum meðfömm kvin- tettsins. Bach átti síðustu tvö verkin fyrir hlé, Wie will ich mich freuen úr kantötu nr. 146 og Tokkötu og fúgu í d moll. Wie will ich mich freuen var leikið með hátíðarbrag og sómdi sér vel í þessari útsetn- ingu en útsetjarans var hvergi getið. Það er fátt nei- kvætt sem segja má um þennan löngu tímabæra tón- leikasal en það viU brenna við að efnisskráin þar sé svolítið hroðvirknislega unnin og mætti í framtíðinni bæta þar um betur. Jón Ásgeirsson: „Lúðrakall frá íslandi" Fínir sprettir Það sama má segja um hina þekktu Tokkötu og fúgu. Útsetningin er verulega erfið og virtúósísk þar sem reynir verulega á getu allra hljóðfæraleikar- anna, og þá kannski sérstaklega trompetleikar- anna. Það var virkilega skemmtilegt og spennandi að heyra þá kljást við þennan fjallstind og áttu þeir marga fína spretti og mikil tilþrif á köflum en í heildina vantaði þetta ofurmannlega vald og öryggi sem þarf til að láta slík verk gera sig algerlega. Þessi kvintett hefur reyndar alla burði til þess að svo verði, enda skipaður fínum hljóðfæraleikm-um sem ná einkar vel saman, eins og þeir sýndu i verkunum eft- ir hlé. Þar ber fyrst að nefna Sónatínu eft- ir fransk-ítalska tónskáldið Eugéne Bozza, sem er vinsæll meðal málmblásara, og af þessari sónötu að dæma er kannski ekki skrýtið hvers vegna. Þetta er afar skemmtilegt verk í fjórum köflum sem voru hver öðrum betri og sýndu þeir félagcir á sér sínar bestu hliðar og léku verkið snilldarlega. Lúörakall frá ís- landi eftir Jón Ás- geirsson kom þar á eftir af allt öðrum toga en verkið er þjóðlegt þar sem greina má ýmis stef úr íslenskum þjóðlögum og fóru þeir afar vel með það. Síðasta verkið á efnisskránni var svo Kvintett ópus 73 eft- ir Malcom Arnold sem er þægileg tónlist þar sem hvert hljóðfæri fær notið sín til hins ýtrasta og hljóm- w uðu allir þrír kaflar Tq||Iicf* verksins afar vel í flutn- ingi kvintettsins. Glæsi- “ . ' 7 ., . legur endir á prýðileg- Arndis Bjork Asgeirsdottir um tómeikum. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Ingi Þór aftur A föstudaginn spurðist umsjónarmaður fyrir um íslenskan leikara, Inga Þór Jónsson, sem komið hefur fram í bresku sjónvarps- þáttunum Illþýói. Sveinn Einarsson hafði á hraðbergi upplýsingar um manninn sem mun vera ættaður frá Akranesi en hefur búið í Bretland til margra ára. Þaðan er hann einnig leiklistarmenntaður. Tengsl Inga Þórs viö fósturjörðina hafa þó ekki alveg rofnað því öðru hvoru hafa verið uppi áform uppi um að fá hann til leiks á íslensku sviði. Tónlistarfólk framtíðar „Tónsnillingarnir okkar eru að verða yngri og yngri,“ sagöi Unnur María Ingólfs- dóttir þegar hún kynnti fyrir um- sjónarmanni strengjasveit yngri deildar Tónlistar- skólans í Reykjavík. Þessi sveit hefur einmitt verið að æfa stíft prógram undir stjórn hennar og ætlar að flytja það í Grafarvogskirkju kl. 20.30 á morgun, þriðjudag. Aðgangur er ókeypis. Þetta er auð- vitað upplagt tækifæri fyrir okkur Grafar- vogsbúa og aðra til að kynnast tónlistarfólki framtíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.