Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 8
8 Utlönd Stuttar fréttir i>v Æsispennandi kosningavaka hjá Finnum í gærkvöld: Lipponen tilbúinn að halda áfram - flokkur hans tapaöi miklu fylgi en er samt enn stærstur DV, Helsinki: Paavo Lipponen verður að öllmn líkindum áfram forsætisráðaherra í Finnlandi eftir æsispennandi kosn- ingskvöld í gærkvöld. Lengi vel leit út fyrir að hann missti forystuhlut- vekið í finnskum stjómmálum til Miðflokksins og erkióvinarins, Esko Aho. Á lokasprettinum sótti Jafnaðarmannaflokkur Lipponens í sig veðrið og var búinn að ná foryst- unni á ný þegar 99,8% atkvæða höfðu verið talin. Þetta þýðir að Lipponen sleppur við það afhroð sem honum var spáð og ef fylgja á hefð síðustu tveggja kjörtímabiia í Finnlandi þá leiðir stærsti flokkm-inn ríkisstjóm. Jafn- aðarmenn tapa 5,4 prósentum at- kvæða og 11 þingsætum en verða samt stærstir á þingi með 51 þing- mann. Miðflokkurinn fær 48 þing- menn og Samlingspartiet - flokkur hægrimanna í Finnlandi - fær 46 þingmenn. „Ég er tilbúinn að halda áfram,“ sagði Lipponen við fféttamenn í gærkvöld þegar ljóst var hver úrslit- in yrðu. Flokkur hans er sýnu veikari en áður en þegar DV ræddi við forsæt- isráðherrann fyrir nokkmm dögum sagðist hann ekki vilja setja mörk fyrir hve mikið fylgi mætti tapast áður en hann segði af sér. Þó yrði erfitt að leiða stjóm ef Miðflokkur- inn yrði stærstur. Undanfarin fjög- Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands. ur ár hefur Lipponen farið fyrir stjóm fimm flokka til hægri og vinstri í finnskum stjómmálum. Kjörsókn var með eindæmum lít- il að þessu sinni, eða aðeins 65,2%. Þetta er rakið til þess að kosninga- baráttan hefur einkennst af sögum um hneysklismál og að þögn hefur ríkt um mörg mikilvæg mál, svo sem inngöngu í NATO og lífið inn- an Evrópusambandsins, ESB. Stjórnmálaskýrendur segja að stjórnarflokkarnir muni setjast að viðræðum um framhald stjómar- samstarfsins þegar í dag en miklu er talið skipta að festa verði í stjórn landsins nú þegar Finnar eiga að taka viö formennsku í Evrópusam- bandinu 1. júlí. GK Palestínuríki tímaspursmál Yasser Arafat, forseti Palest- inumanna, sagði í Stokkhólmi í gær að það væri ekki spuming hvort heldur hvenær lýst yrði yf- ir sjálfstæðu palestínsku ríki. Hann ítrekaði þó það sem hann hefur áður sagt um að hann væri enn að ræða hvenær yfírlýsingin yrði gefm. „Fyrr eða síðar eignumst við sjálfstætt ríki. Það er bara spum- ing um tíma,“ sagði Arafat sem hefur verið á ferð um höfúðborgir Evrópu til að kanna stuðning við yflrlýsingu sjálfstæðs rikis Palest- ínumanna. ESB og Bandaríkin eru andvíg því að Arafat lýsi yflr sjálfstæðu ríki fyrir kosningar í ísrael 17. maí. Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, setur á sig slæðu áður en hún gengur inn í Múhameð Alí mosk- una í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Hillary og dóttir hennar, Chelsea, eru á tíu daga ferðalagi um Egyptaland, Tún- is og Marokkó sem ætlað er að efla tengsl Bandaríkjanna við hinn íslamska heim. Hillary lýsti því yfir i gamla bæn- um í Kaíró að mjög ánægjulegt væri að hefja ferðalagið í Egyptalandi. Holbrooke reynir að koma vitinu fyrir Milosevic: Serbneskir lögreglu- þjónar vegnir í Pristina Loftbelgsfarar ánægðir með heimsreisuna Breski loftbelgsfarinn Brian Jones sagði í gær að flug hans og Svisslendingsins Bertrands Picc- ards umhverfls jörðina í loftbelg án viðkomu hefði verið ótrúleg lífsreynsla. „Ég er hamingjusamur en gjör- samlega tómur, eins og belgurinn okkar,“ sagöi Jones við frétta- menn á flugvelli í Dakhla-vininni í egypsku eyðimörkinni. Þangað kom egypsk herþyrla með þá Piccard í gær, sjö klukkustundum eftir að þeir lentu víðs fjarri mannabyggðum. Loftbelgsfararnir luku hnatt- ferð sinni yfir Máritaníu á laugar- dag og höfðu þá verið tuttugu daga á leiðinni. Þeir ákváðu að halda áfram og freista þess að lenda í námunda við píramídana í Egyptalandi. Eldsneyti þeirra dugði þó ekki til þess. Jones sagði fréttamönnum að kuldinn hefði reynst þeim erfið- astur viðfangs. Fjórir serbneskir lögregluþjónar voru skotnir til bana í Pristina, hér- aðshöfuðborg Kosovo, undir kvöld í gær. Tveir lögregluþjónanna sátu í kyrrstæðum eftirlitsbíl en hinir tveir stóðu þar hjá þegar skotið var á þá úr bíl sem ók fram hjá. Þetta var blóðugasta árás sinnar tegundar í manna minnum í Pristina sem hef- ur sloppið við átök til þessa. Skömmu eftir árásina sást hvar grímuklæddir serbneskir lögreglu- þjónar með sjálfvirk vopn hröðuðu sér í brynvörðum bilum inn í aust- urhluta borgarinnar á eftir skot- mönnunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, voru á einu máli um það í gær að ástandið í Kosovo væri mjög alvarlegt og færi versnandi. Þá Óbreyttir borgarar í Kosovo héldu áfram að flýja heimili sín í gær. lýstu þeir jaíhframt yfir gemju sinni yfir þvi að sífellt væri verið að leggja stein í götu þeirra sem reyndu að koma á friði í héraðinu. Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandarikjastjómar, hittir Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í kvöld. Þar mun Holbrooke gera úrslitatilraun til að koma vitinu fyrir Milosevic og fá hann til að fallast á friðarsamkomu- lagið sem fulltrúar albanska meiri- hlutans í Kosovo hafa þegar undir- ritað. „Holbrooke mun leggja áherslu á það við Milosevic að NATO sé að undirbúa loftárásir á Júgóslavneska sambandsríkið," sagði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Störf í hættu Tólf hundruð störf era í hættu á Jótlandi sunnanverðu verði frí- hafnir innan Evrópusambandsins lagðar niður 1. júlí næstkomandi, eins og áformað er. Ritt í framboð Ritt Bjerregaard, fráfarandi framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, verð- ur væntanlega í framboði til danska þings- ins í næstu þingkosning- tun. Ritt verður frambjóðandi jafnaðarmanna fyrir Lejre sem er rétt hjá Hró- arskeldu. Ritt var einn tuttugu framkvæmdastjóra ESB sem sögðu af sér á dögunum vegna spillingarmála. Vinnuhópur í Færeyjum Vinnuhópur sem verkfalls- menn í Færeyjum og landstjómin settu á fót um helgina átti að skila af sér í morgun. Verk hennar var aö reikna út neysluverð. Opinber- ir starfsmenn fóru í verkfall í síð- ustu viku og krefjast sex prósenta launahækkunar. Skotsár á höfði Maður sem grunaður er um að tilheyra ETA, aðskilnaðarsam- tökum Baska á Spáni, fannst lát- inn, meö skotsár á höfði, í Baska- landi á laugardagskvöld. Schröder vill einhug Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari sagði flokkssystkinum sínum í Jafnaðarmannaflokknum í gær að þau yrðu að sýna einhug ef flokkurinn ætti að vera áfram við völd. Sú gamla stórskuldug Drottningarmóðirin enska er svo stórskuldug að hún þarf ef til vill að flytja úr opinberum bú- stað sínum. Drottningar- móðirin, sem er 98 ára, skuldar á fimmta hundrað millj- ónir króna, aö sögn breska blaðsins Sunday Ex- press, og þarf væntanlega að selja eitthvað af eigum sinum, svo sem glæsibíla og veðreiðahesta. Þeirri gömlu þykir gaman að kaupa fín fót, skartgripi og að borða á dýr- um veitingastöðum. Ekki sóttur til saka Dómstóll í Frakklandi hefur úr- skurðað að ekki megi sækja Jacques Chirac forseta til saka fyrir þátt hans í fjármögnun Gaullistaflokksins með platstörf- um hjá Parísarborg á meðan hann var borgarstjóri. Til eru skjöl sem bendla forsetann við þessa ólöglegu fjármögnun. Slapp lifandi Aslan Maskhadov, forseta Tsjetsjeníu, var sýnt banatilræði í gær þegar sprengja var sprengd skammt frá bílalest hans í mið- borg Grosní. Forsetinn slapp lif- andi frá ósköpunum. Clinton vill hjáipa Bill Clinton Bandaríkjaforseti bauð Tony Blair, forsætisráð- herra Bret- lands, alla þá aðstoð sem hann gæti veitt til að þoka frið- arferlinu á Norður-írlandi áleiðis. Leiðtog- arnir tveir tæptu á vandamálunum á Norður- írlandi í símtali í gær þar sem þeir ræddu aðallega um ástandið í Kosovo. Tyrkir taugaveiklaðir Tyrkneskar hersveitir hafa hert eftirlit sitt í suðausturhluta Tyrklands af ótta við óeirðir í til- efni þess aö Kúrdar fagna þessa dagana nýju ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.