Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Athyglisvert og skemmtilegt myndasafn af knattspymumann- inumog ólátabelgnum Paul Gascoigne er aö finna á http://www.sr3.tutokyo.ac.jp/~a kishita/Gazza.html Lögfræðingabrandarar Mikið úrval af góðum lögfræð- ingabröndurum er að finna á http://www.coun- selquest.com/jokes.htm. Góðar fráttir Til eru fréttavefir sem einbeita sér að góðum fréttum. Einn slík- ur er á http://www.upbeat.net/. Aðdáendur Monicu Nokkrir framtaks- samir ein- staklingar hafa stofn- að aðdá- endaklúbb Monicu Lewinsky. Á vefsíðu hans, http://www.geocities.com/ Capitol Hiil/Lobby/3502/, er ýmislegt skemmtilegt að skoða. I.apríl Nú nálgast 1. aprO óðfluga og þeir sem vOja gera einhveijum félaga sínum grikk geta skoðað http://www.thefreesite.com/aprO- fools.htm. Minnisleysi Ýmsar nýjar uppgötvanir um minnisleysi er að finna á http://www.hcs.harvard.edu/~hs r/hsr/winter97/amnesia.html. Alltum snáka Ef einhveijum dettur í hug að fá sér snák sem gæludýr þá er hægt að skoða http://www.halcy on.com/jpoff/jo nathan/. Sean Conneiy Leikarinn Sean Connery á sér marga aðdáendur. Einn þeirra hefur sett upp myndarlega heimasíðu á http://www.geocities.com/Broad- way/Balcony/3333/. Sýndarveruleiki not- aður í sálfræðimati Rannsóknarhópur við háskólann i Suður-Karólínu hefur hafið notk- un á sýndarveruleika í þeim tO- gangi að meta ýmis andleg vanda- mál. Þetta verður að teljast harla óvenjulegt því hingað tO hefur sýnd- arveruleiki verið nokkuð sem menn nota frekar í af- þreyingarskyni en að það geri manninum uppbyggi- legt gagn. Albert Rizzo, einn af rannsakendunum, bendir á að svokallað mat með blaði og blýanti, sem oftast er notað nú tO dags, hafi ekki breyst í 30 ár. Hann telur að með notkun sýndarveru- leika verði hægt að meta víðara hegðunarmynstur hjá sjúklingnum sem myndi þar af leiðandi gefa af sér áreiðanlegra mat. Rizzo þessi prófaði alls 60 manns á aldrinum 18 tO 34 ára sem eiga við andlega vanlíðan að etja. Hann notaði báðar aðferðimar á aUa sjúkling- ana en tOgangurinn með þeim báðum er að mæla hæfni sjúk- lingsins tO að raða hlutunum skipu- lega upp í huganum. Þegar notað var blað og blýantur voru nokkrar línur látnar mynda fimm hluti sem sýndir voru hlið við hlið. Þeir tengdust hins vegar hver öðrum á einhvem hátt. Yfirleitt vom þessi hlutir spegOmynd hvor af öðrum eða sýndir frá mismunandi sjónar- homi. Sjúklingarnir vora beðnir um að segja hvaða tveir af þessum hlutum væru eins. Þegar sýndar- veruleiki var notaður horfðu sjúk- lingamir á mynd frá skjávarpa sem tengdur var við tölvu og notuðu tO þess sérstök gleraugu. Þar sáust tvær stórar þrívíddarmyndir svip- aðar þeim sem vom í pappírspróf- inu. Þær voru eins að öðm leyti en því að þær voru sýndar frá mismun- andi sjónarhomi. Með handstýr- ingu áttu sjúklingamir að hreyfa annan hlutinn þannig að hann yrði eins og hinn. Eftir það birtust tveir nýir hlutir til að láta passa saman. Það sem þessi aðferð hefur fram yfir pappírsaðferðina er að tölva fylgist vel með aðferðinni sem sjúklingam- ir nota tO að raða myndunum sam- an og hveru fljótir þeir em að því. Konur koma vel út Það athyglisverðasta var að þegar sýndarveruleikinn var notaður komu konur eins vel úr prófmu og karlar. Yfírleitt komu konur hins vegar verr út úr pappírsprófinu. Rizzo segir ástæðuna fyrir því vera þá að konur geti ekki séð ferlið eins vel fyrir sér á pappír. Það sem kom enn meira á óvart var svo að þegar fólkið var látið taka pappírsprófið aftur hafði bilið mOli kynjanna minnkað umtalsvert þar. Rizzo segir að þetta sanni að sýndarveruleiki geti hjálpað fólki að auka snúnings- og hreyfigetu þess. Þetta geti verið mjög gott end- urhæfingartæki. Ætlunin er að nota sýndarveruleikann næst á þá sem eiga við ýmiss konar hrörnun að etja, s.s. aldraða og alsheimersjúk- linga. -HI/ Sjónvarpsnotendur fá hágæflahljómlist Sony Corp. hefur tilkynnt að í aprO muni fyrirtækið byija að dreifa stafrænni tónlist frá staf- rænni sjónvarpsrás í Japan. Þessi nýja þjónusta gerir áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar Sky Per- fecTV kleift að hlaða inn lög i geisladiskagæðum frá stafrænum útsendingum á litla geisladiska með því að nota sérstakt tæki frá Sony. Samkvæmt tOkynningunni mun þessi þjónusta vera nokkuð ódýrari en sem svarar veröi á geisladiskum. Sony á stóran hlut í þessari sjónvarpsstöð ásamt fjölmiðla- kóngnum Rupert Murdoch. Stöð- in hefur nú um eina milljón áskrifendur. Líklegt er talið að þessi nýja þjónusta verði í ein- hveiju samstarfi við tónlistar- menn. Fleiri æOa inn á þennan markað á næstunni. Japanska símafyrirtækið Nippon Telegraph æflar að fara út í svipaða dreif- ingu á tónlist síðar á árinu en þeirri þjónustu yrði einkum beint að endursöluaðOum. Engu að síð- ur er ljóst að samkeppnin í tón- listarbransanum á eftir að harðna vemlega þegar fram liða stundir. -HI/Reuter Ekkjumaður gerir vef fyrir þá sem eru í sorg í DV fyrir u.þ.b. ári var viðtal við mann sem hafði gert vefsíðu, www.minning.com þar sem menn gátu gert minningarsíðu um látna ást- vini og jafhframt komist í kynni við fólk sem hafði misst náinn ástvin yfir móðuna miklu. Þetta hafa fleiri gert og einn þeirra er Mfles Weiss sem missti konuna sína á sviplegan hátt í janúar sl. Weiss stóð þá frammi fyrir því að þurfa að hughreysta þau þijú böm sem hann átti með konunni sinni, 17 ára tvíbura og 5 ára gamla dóttur. Hann segir að þá hefði hann óskað þess að sú þjónusta væri fyrir hendi sem hann hefur nú sett upp. Á síðu hans, www.fúneraltribu- te.com, geta syrgjandi fjölskyldur sett upplýsingar um hinn látna á vefinn. Einnig geta aörir sett inn minningar- orð um hann og jafnvel myndir. Að auki em leiðbeiningar um hvar er hægt að kaupa blóm. Takmarkið með þessu er að aflétta þeirri byrði af fólki að þurfa endalaust að svara í símann, ýmist tfl að taka við samúðarkveðjum eða tO að fá upplýsingar um jarðarfór- ina. „Þetta var hreinasta martröð," sagði Weiss um tímann í kjölfar and- láts konu hans. Það var engtnn sem gat gefið leiðbeiningar eða upplýsing- ar um hvað maður átti að gera.“ Hann ákvaö aö setja upplýsingamar inn á vef fyrirtækis síns og eftir það vatt hugmyndin upp á sig. Það er reyndar ekki ný hugmynd að gera minningarvefsíður um látna einstaklinga. Margir muna eftir minningarsíðum sem sprattu upp í kjölfar láts Díönu prinsessu og einnig þegar flugvél TWA sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak á Kennedy-flug- veUi. Nokkrir hafa reynt að koma á þjónustu þar sem menn geta komið dánartilkynningum á Netið, með mis- jöfiium árangri. Þó kann að fara svo að útfararþjónustur færi sig í aukn- um mæli inn á Netið. BOl Barrett er talsmaður stærstu útfararþjónustu heims. Fyrirtækið rekur 3442 útibú frá útfararþjónustunni, 433 kirkju- garða og 191 duftreit. Barrett segir fyr- irtækið vera að íhuga útbreiðslu á Netinu. Mikilvægast sé að koma skfla- boðunum tfl fólksins og Netið sé góð leið tO þess. -HI/Reuter Bandarískir þingmenn hafa gagnrýnt harkalega hversu mikiö útflutningur á tölvum til Kína hefur aukist. Þessi gagnrýni kom upp I kjölfar ásakana um aö Kínverjar stunduöu tækninjósnir í Bandaríkjunum til aö reyna aö komast aö þeim tækniframförum sem ættu sér staö. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir hertara eftirliti meö ýmsum tækniútflutningi til Kína. Svo óheppilega vildi til aö skömmu áöur en þetta kom upp hvöttu tölvuframleiðendur þingmenn til aö draga úr eftirliti meö útflutningi á tölvum til Kína. Ólíklegt er talið aö þingmenn veröi viö þeirri bón. Smáskrfan endurvakin Fyrirtækin AMP3.com og AudioSoft hafa gert meö sér samkomulag um aö dreifa tónlist á öruggan hátt gegnum starfrænt net. Fyrirtækin munu saman vinna að sérstöku greiöslufyrirkomulagi á vefsíöu AMP3.com, en þar er aö finna sýnishorn af lögum eftir um 1000 tón I i starmenn. Þegar greiöslufyrirkomulagiö veröur komiö í gagniö getur fólk keypt eitt lag (svipaö og gömlu smáskífurnar) fyrir 99 cent (um 70 krónur) um Netið í öruggu umhverfi og mun fólk geta náö í lagiö í tölvuna án þess aö eiga á hættu aö bijóta neinar reglur. Meö þessu móti getur AMP3.com einnig auöveldlega staöiö skil á höfundarréttargreiöslum. Myndbönd gerð stafræn Fyrirtækiö USA Video Interactive hefur stofnaö nýja deild sem gerir myndbönd stafræn. Þannig er hægt að setja ýmist einstakt myndband eöa heild myndbandasafn á geisladisk(a) svo aö hægt sé aö nálgast þau á tölvutæku formi. Fyrirtækiö getur notað hvaða tækni sem er viö vinnsluna, hvort sem þaö er wave, MPEG-1, MPEG-2 eöa MPEG- 4. Myndböndin sem fá þessa meöhöndlun eru af ýmsum toga; tónlist, íþróttir, afþreying, fræðsla o.fl. Börnum kennt allt um tölvuglæpi Samtök sem berjast gegn tölvu- og netglæpum hafa gripiö til nýrra aöferöa í baráttunni gegn þessum vágesti. Þau hafa gripiö til þess ráös aö kenna börnum aö þaö aö brjótast inn í tölvukerfi sé nákvæmlega sams konarglæpur og aö brjótast inn í hús og stela einhverju úr því. Kenna á börnunum hvernig þau eiga aö haga sér á Netinu en aö mati forsvarsmanna samtakanna eru börnin ekki eins meövituð um hvað má ekki gera á Netinu eins og hvaö má ekki gera í hinu daglega lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.