Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Side 12
12 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Spurningin Fylgist þú með ein- hverjum íþróttum? (Spurt á Suðurnesjum) Þóra G. Einarsdóttir leiðbein- andi: Já, ég fylgist með Keflavík í körfu og fótbolta og styð Keflavík. Dagný Helgadóttir leiðbeinandi: Ég les yfir íþróttasíðuna í DV og fylgist með körfunni í Njarðvík. Hlíf Jónsdóttir leiðbeinandi: Já, ég fylgist með körfunni og sundfólk- inu okkar í Njarðvík. Hulda Örlygsdóttir leiðbeinandi: Já, ég fylgist mikið með íþróttum. Ég horfi á allar íþróttir í sjónvarpi og fer á leiki og held með Njarðvík- urliðinu. Pálína V. Eysteinsdóttir leiðbein- andi: Ég fylgist með dansi, körfu- bolta og öllum skemmtilegum íþróttum þar sem sætir strákar eru að keppa. Ingibjörg S. Jakobsdóttir leið- beinandi: Ég fylgist með körfubolt- anum og held að sjálfsögðu með UMFN. Lesendur Um áætlað sam- þykki og nauðganir - sýnum ábyrgð, verjum mannréttindi „Hæstvirta löggjafarsamkomuna undir aðflugsbraut Reykjavíkurflugvallar og framkvæmdavaldið, ríkisstjórnina, kallar enginn til ábyrgðar," segir bréf- ritari. Jón skrifar: Oft má heyra þá viðbáru í kyn- ferðisafbrotamálum að gerandinn hafi taliö þolandann samþykkan verknaðinum. Alþingi samþykkti þann 17. des. lög varðandi miðstýrð- an upplýsingabanka um þegnana. Innlagnir í upplýsingbankann munu grundvallast á áætluðu sam- þykki einstaklinganna, núlifandi, ófæddra, nýlátinna og löngu lát- inna. Fyrrum forseti lýðveldisins varp- aði skugga á feril sinn með setu í stjóm einkasérleyfisfyrirtækisins á meðgöngutíma frumvarpsins. Nú- verandi hæstvirtur forseti lýðveld- isins staðfesti lögin og sýndi með því að viðkomandi hefur ekki íhug- að ástæðu þess að þjóðin kaus einmitt hann til starfans. í þessu til- viki var ærin ástæða til að beita 26. grein stjómarskrárinnar. Nýskipaður „landlæknir fólks- ins“ sér fjármögnunina sem það ný- stárlegasta við málið „eins og það kemur upp núna“. Fjöldanum er ráðlagt að bíða með úrsögn úr bank- anum. Vísað er til væntanlegs kynningarbæklings um gagna- grunninn. Landlæknir upplýsir að ýmsum spurningum verði svarað en mörgum látið ósvarað. Fróðlegt verður að sjá hvað fær að liggja í þagnargildi. Hefur ljóminn af þrjátíu silfur- skildingum blindað samfélagið? Einn öryggisventill er eftir, Hæsti- réttur íslands. Að undanfórnu hefur rétturinn styrkt stöðu sína gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Rétturinn mun taka á málshöfðun- um vegna bankans á gmndvelli inn- lendra og alþjóðlegra laga um per- sónuréttindi einstaklingsins. Nauð- vörnin mun felast í því að stefna öll- um er rjúfa trúnaðarsamband lækn- is og sjúklings. Hæstvirta löggjafarsamkomuna undir aðflugsbraut Reykjavíkur- flugvallar og framkvæmdavaldið, ríkisstjórnina, kallar enginn til ábyrgðar. Fáir sjá ástæðu til að gera stórkostlegar siðferðiskröfur til þeirra stofnana. Haldreipið er Hæstiréttur íslands. Takist réttin- um ekki að slaka á krumlu ríkis- valdsins og gælufyrirtækjanna mun þeim fjölga er greiða atkvæði með fótunum og kjósa sér búsetu fjarri gamla Fróni. P.S. í dag dvelur þriðji hver ís- lenskur læknir erlendis. Aðstoðum á alþjóðavettvangi Helga Gunnarsdóttir skrifar: Mér finnst að við íslendingar get- um verið stoltir af aðstoð okkar á alþjóöavettvangi þótt hún sé skiljan- lega ekki fyrirferðarmikil á heims- mælikvarða. Viö höfum þó sent bæöi lækna og hjúkrunarfólk sem aðstoðar og tekur þátt í hjálpar- starfi Rauða krossins víða um heim og svo sjálfboðaliða á stríðshrjáð svæði þar sem sífellt er þörf á fólki til að hlynna að sjúkum og særðum. Nú eru gerðar loftárásir á eitt rikja fyrrum Júgóslavíu. Á þessum svæðum eigum við, að því er mig minnir, einhverja landa sem eru bundnir við hjálparstörf. Þetta er ástand sem maður vill varla vita af, svo miklar eru þær hörmungar sem fólk þarna verður að líða. Sannleikurinn er sá að við hér ger- um okkur enga grein fyrir ástand- inu þótt við sjáum myndir og heyr- um fréttir. Væri ég yngri að árum og sjálf- stæður einstaklingur og einhleypur myndi ég skrá mig til hjálparstarfa á þessum svæðum. Ég vona að fleiri íslendingar leggi lið á alþjóðavett- vangi þegar kemur að svona alvar- legum atburðum. Við tilheyrum einu sinni Evrópusamfélaginu og því ber okkur skylda til að taka þátt á því sviði sem okkur hugnast best, þ.e. hjálpar- og líknarstörf hvers konar. Hverja á að reka? Mega almennir ibúar á Akureyri ekki græða á vel rekinni rafveitu í eigu bæj- arfélagsins? spyr Kristinn m.a. í bréfinu. Kristinn Snæland skrifar: Nýlega mætti rafveitustjóri Akur- eyrar á skjái landsmanna. Erindið var að fræða okkur um að skynsam- legt væri að breyta Rafveitunni í hlutafélag. Með því væri hægt að taka upp ódýrari og hagkvæmari rekstur. Rafveitustjórinn lýsti því líka yfir, aö þá yrði hann fyrstur manna til þess að kaupa hlutafé í þessu nýja, og væntanlega vel rekna fyrirtæki. - Með þessari frétt ræddi rafveitustjórinn okkur um það að eins og ástatt væri nú þá væri Raf- veita Akureyrar illa rekin og með óhagkvæmum hætti. Nú væri rétt að spyrja: Hvað er til ráða? Ef rafveitustjórinn veit að rafveitan er illa rekin og með óhag- kvæmum hætti því þá ekki bara að laga það og halda áfram að láta Ak- ureyringa eiga fyrirtækið, og njóta þá þess hagnaðar sem betur rekið fyrirtæki skilar? En kannski eru það hagsmunir séra Jóns sem raf- veitustjórinn ber fyrir brjósti? Skyldi rafveitustjórinn - verði hann þá við stjórn í nýja hlutafélag- inu - sem vafasamt verður að telja, ef hann rekur fyrirtækið illa og með óhagkvæmum hætti núna, án þess að aðhafast nokkuð til úrbóta - lækka laun rafveitustjórans og fækka greiddum en óunnum yfir- vinnutímum rafveitustjórans? Eða skyldi rafveitustjóri hlutafé- lagsins segja upp eldri starfsmönn- um sem komnir eru á efri ár? Mér finnst rafveitustjórinn skulda áhugafólki um opinberan rekstur svar við því ef almennir íbúar á Akureyri mega ekki græöa á vel rekinni rafveitu í eigu bæjar- félagsins. Eða hverjir eru þá þeir óskavinir sem hann vill að græði, ef Rafveita Akureyrar verður gerð að hlutafélagi? DV Rekstrar- kostnaður Sjónvarpsins Hinrik skrifar: Ég vil byrja á að taka undir lesendabréf í DV fóstud. 12. þ.m. undir fyrirsögninni „Sjónvai-pið flytur að óþörfu - slegið fyrir flutningskostnaði". Þarna var rætt um væntanlegan flutning Sjónvarps i Útvai-pshúsið við Efstaleiti. Ég er sammála bréfrit- ara áðurnefnds pistils um að óþarfi sé að flytja Sjónvarpið, svo dauða en rándýra stofnun sem neyðir fólk til að greiða áskrift kaupi það sér sjónvarpstæki til að horfa á allt annað en Sjón- varpið. Hitt er svo annað mál að það væri fróðlegt að birta árs- reikning Ríkisútvarpsins og þá sérstaklega Sjónvarpsins opin- berlega. Þar myndi sannast að kostnaður Sjónvarpsins er óheyrilegur og því rétt að leggja það niður. Skemmdar- æðið ógn- vænlegt K.P.Ó. hringdi: Það er ógnvænlegt að lesa fréttir um síaukið skemmdaræði víða um land. Nú síðast var það í Vestmannaeyjum þar sem tveir bilar voru stórskemmdir, þar sem þeir stóðu, annar við flug- völlinn, hinn við hafnarsvæðiö. Það er, finnst mér, skylda hins opinbera eins og í þessum tilvik- um að það sjái um að vakta þessi opinberu svæði allan sólarliring- inn. Þama eru líka mannvirki sem þarf að líta eftir og þá myndi vaktmaður heyra eða verða var við mannaferðir að næturþeli og geta kallað til lögreglu. Skemmdaræði unglinga er ekki hægt að líða. Þetta lýsir líka vissri vanþróun og skrílshætti sem við viljum ekki búa við. Engin utan- ríkispólitík? Páll Guðmundsson hringdi: Mér finnst þunnur þrettándinn I kosningayfirlýsingu Samfylk- ingarinnar. Þar er t.d. ekki minnst á varnarmál og utanríkis- mál eru yfirleitt sniðgengin, nema að aðild að ESB er ekki á dagskrá. Þar er Samfylkingin sammála núverandi ríkisstjórn, sem ekki hefur viljað minnast á Evrópubandalagið nema i fram- hjáhlaupi. NATÓ er einskonar bannorð hjá Samfylkingunni eft- ir að sýndartillaga var borin upp á Alþingi rétt fyrir lokin um að taka upp viðræður um úrsögn úr NATÓ eða eitthvað í þá áttina. Samfylkingin er' því afar heima- kær í kosningayfirlýsingu sinni; það er jöfnuður, umhverfi, meng- im, grænir fingur og bræðralag sem fylkingin vill ræða og ræða og ræða, í blöðum. Fær hún virkilega atkvæði upp á þetta? Ríkisútvarpið heyrist illa íbúi á Hvammstanga hringdi: Ég les um aö Ríkisútvarpið heyrist illa á Hornafirði, sam- kvæmt frétt í DV. Þetta er nú ekki nýtt fyrir landsbyggðarfólk. En sama er, það er sjálfsagt að áskrifendur láti til sín heyra eða skrifi um þessa örbirgð Ríkisút- varpsins í tæknimálum. Úrbótum er sífellt lofað en lítið gerist. Hér á Hvammstanga hafa íbúar oft verið illa settir hvað útvarps- sendingar varðar og einnig sjón- varpssendingar. Ef ekki verður gerð fullkomin endurbót á út- sendingum þessara miðla verður eins gott að búa bara viö útiloft- net og diska sem ná flestum er- lendum sjónvarpsdagskrám frá gervihnöttum. Svona ástand er ekki búandi við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.