Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 1 1~\7"
menning
Á tómum tanki
Á sýningu
Spessa á
Kjarvalsstöð-
um, Bensín,
eru tæplega
50 litljós-
myndir af ís-
lenskum
bensínstöðv-
um. Bensín-
stöðvamar
eru af öllum
stærðum og
gerðum:
gamlar, nýj-
ar, allt frá
einni dælu á
stöpli upp í
veitingastað
eða verslun,
Hraðbúðir,
Select og allt
það. Myndim-
ar em teknar á öllum tímum sólarhringsins
og á ýmsum tímum ársins, sumar era þröngt
teknar, aðrar úr fjarlægð, ýmist beint framan
á, upp undir, ofan á eða á ská. Stundum
skiptir landslagið máli, annars staðar er það
ekki með. Innbyrðis er því um ólíkar myndir
að ræða, þótt þær hangi auðvitað saman á
bensíninu.
Bensínstöðin er spennandi fyrirbæri sem
gegnir margvíslegu hlutverki eftir því hvar í
sveit hún er sett. Úti við þjóðveginn er hún í
vissum skilningi í hlutverki vörðunnar. Við
ökum frá einni bensínstöð til annarrar, þar
áum við, menn og vélar svala þorsta sínum
og sækja sér kraft til áframhaldandi ferðar. í
sumum byggðarlögum er hún hjarta staðar-
ins, kafFihúsið, sjoppan og vídeóleigan, en
annars staðar er hún hlutgervingur firrtra
nútímasamskipta, fjölsóttur „drive through"
staður þar sem enginn hittir neinn, fólk kem-
ur einungis við og „nýtur“ þess að kaupa allt
á einum stað.
Bensínstöðvar taka ekki mið af umhverf-
inu heldur er hver annarri lík, enda er auðvelt
að sjá hvað er bensínstöð og hvað ekki. Á sýn-
ingunni eru dæmi um bensínstöðvar frá ýms-
um tímum og má sjá hvernig útlitið hefur þró-
ast frá frumstæðum skúr yfir í þessar nýju upp-
Spessi - Bensínstöðvar.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
ljómuðu, litriku plaststöðvar sem breiða vængi
sína móðurlega yfir viðskiptavini sína.
Hvor Spessinn hefur
yfirhöndina?
Merking bensínstöðvarinnar er margslungin
enda hefur hún áður orðið listamönnum yrkis-
efni. Þrátt fyrir það virðist mér innihald sýn-
ingar Spessa nokkuð magurt. Það er eins og
hann hafi ekki skilgreint verkefni sitt eða misst
sjónar á markmiðinu áður en hann náði landi.
Er hann að reyna að vera hlutlaus skrásetjari,
og hvað er hann þá að skrá, eða er hann aug-
lýsingaljósmyndari í vinnu fyrir olíufélögin
eða eitthvað þar mitt á milli? Þar sem stór
hluti myndanna er tekinn í myrkri er varla
verið að spila
á andstæð-
urnar við um-
hverfið. Ekki
virðist heldur
vera um skrá-
setningu á
ákveðinni
leið að ræða
og ef hug-
myndin er að
sýna sögu
bensínstöðv-
arinnar fá
nýju stöðv-
arnar í
Reykjavík alit
of mikið
pláss.
Samkvæmt
viðtali við
listamanninn,
sem birtist
hér í blaöinu fyrir nokkru, var upphaflega ætl-
unin að kortleggja ailar bensínstöðvar á land-
inu, en ekki virðist hún hafa rist djúpt því það
má líka skilja að hann hafi látið tilviljun
ráða hvort og þá hvenær hann myndaði
hverja um sig. Ennfremur kemur fram
að hann hafi valið þessar 50 úr hópi
200 mynda og þætti mér forvitnilegt
að vita hvað réði valinu. Hvort
þessar 200 spanna allar bensín-
stöðvar á landinu veit ég ekki, en
vel hefði mátt fórna römmunum
og kartoninu til að koma öllum
myndunum fyrir. Persónulega
þykir mér mest varið í bensín-
stöðvarnar í landslagi, leiðinleg-
astar auglýsingamyndirnar sem
ýkja upp „smarta" þak- og burðar-
verksstrúktúra.
Spessi hefur ekki átt í vandræðum
með að skilgreina sig sem myndlistar-
mann jafnframt starfi sínu sem iðnaðar-
ljósmyndari (sem er fínt). Hér er þó svo
djúpt á listræna útgangspunktinum að hann
sést ekki með berum augum og því spuming
hvor Spessinn hefur haft yfirhöndina. Það er
ekki nóg að efniviðurinn sé góður ef úrvinnsl-
an er ómarkviss.
Súperstjarna
endurfædd
Það er skammt stórra högga á milli hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands og skemmtilega
fjölbreytt og litrík efnisskrá sem boðið hefur
verið upp á í ár, þar sem allir hljóta að hafa
fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú síðast aðdá-
endur rokkóperu Andrew Lyod Webber,
Jesus Christ Superstar, og ég þar með talin,
þar sem þetta verk hefur haldið sínum sessi
á mínum uppáhaldslista í 20 ár. Tvær sýn-
ingar á þessari ódauðlegu rokkópera voru i
Laugardalshöll, á fostudagskvöld og á laugar-
daginn, með þátttöku einvala liðs West End
söngvara. Sömuleiðis hrynsveitar sem skip-
uð var Friðriki Karlssyni og Guðmundi Pét-
urssyni gítarleikuram, Eyþóri Gunnarssyni
og Kjartani Valdimarssyni hljómborðsleikur-
um, Gunnlaugi Briem á trommum og Ric-
hard Korn bassaleikara, og kórs sem sérstak-
lega var settur saman fyrir þessa tónleika.
Sinfóníuhljómsveitin var í raun í hálfgerðu
aukahlutverki þama í frekar rýram hljóm-
sveitarparti, sem einhver hvíslaöi að mér að
Barenboim hefði haft hönd í bagga með, en
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti. Hvað
sem því líður var sveitin pottþétt allan tím-
ann og sömu sögu má segja um hrynsveitina
sem töluvert meira mæðir á. í byrjun var að
vísu eitthvert ójafnvægi i hljóðkerfinu,
hrynsveitin allt of hávær, lítið sem ekkert
heyrðist í hljómsveitinni og raddir söngvar-
anna áttu til að drukkna í hávaðanum. Þvi
var sem betur fer fljótlega kippt í liðinn og
allt gekk nokkuð snurðulaust fyrir sig eftir
það. Ekki má heldur
gleyma að minnast á
kórinn sem skilaði
sínum hlut með mik-
illi prýði.
Leðurbuxna-
töffari með
gaddabelti
Aðalhlutverkin,
þ.e. Jesús og Júdas,
voru í höndum
þeirra David Shann-
ons, sem söng Jesú,
og Simon Bowman,
sem söng Júdas
Iskariot. Báðir
smellpössuðu þeir í
hlutverk sin, bæði
hvað varðar rödd og
útlit. Að vísu fóru
búningar þeirra af-
skaplega í taugamar
á mér: Jesús var í
allt of vel straujaðri,
of stórri skyrtu og
pressuðum hörbux-
um, en Júdas var
klæddur sem leður-
buxnatöffari með
gaddabelti og skálm-
arnar girtar ofan í
skóna. María Magda-
lena, sem sungin var
af Jacqui Scott, var
líka engan veginn
tælandi, heldur frek-
David Shannon í hlutverki Jesú.
DV-mynd
ar eins og á leiðinni í huggu-
legt kokkteilboð. Mismunandi
var hversu mikinn leik söngv-
ararnir lögðu í hlutverk sín.
Fór Jacqui heldur sparlega
með það, þannig virkaði held-
ur stirt á milli hennar og
Jesú, þó hún syngi alveg eins
og engill. Jesú vantaði líka
svolitla útgeislun og nærvera á
sviðinu, sem þetta hlutverk
krefst. Shannon fór annars vel
með hlutverkið þó svo ég
yrði fyrir svolitlum von-
brigðum með hápunktinn í
Getsemane-garði. Bow-
mann var aftur á móti ótrú-
lega kraftmikill í sínu
Júdasarhlutverki og gaf sig
greinilega allan í það.
James Graeme var
flottur sem Pontius
Pílatus og var veru-
lega áhrifamikið at-
riðið þar sem hann
lætur hýða Jesú og
vel viðeigandi
akkúrat nú. Junix In-
ocian fór á kostum
sem Heródes og
Magnus Rongedal var
virkilega góður sem
Símon Pétur, með
ljúfa George Michael rödd.
Kaífas var sunginn af
Stephen Garner, sem gerði
það vel en var stundum svo-
lítið stífur; sömuleiðis fór
Philip Griffiths vel með sitt
hlutverk sem Annas og
prestarnir þrír, soul-stelp-
umar og postularnir voru í
öraggum höndum. Hljóm-
sveitarstjórinn Martin
Yates, sem er okkur að
góðu kunnur frá því á söng-
leikjatónleikum S.I. í fyrra,
hélt svo utan um þetta stóra
apparat af fullkomnu ör-
yggi og kunnáttu, þannig að
útkoman varð öll hin glæsi-
legasta. Meira að segja
dauðlangaði mig að fara aft-
Hari ur á laugardeginum.
Að syngja á
íslensku
Umsjónarmaður menningarsíðu er á
þeirri skoðun að íslendingar eigi sér
menningarlegan fjársjóð sem umheim-
urinn hefur ekki enn uppgötvað, nefhi-
lega sönglög íslenskra tónskáldanna
Björgvins Guðmundssonar, Sigvalda S.
Kaldalóns, Þórarins Guðmundssonar,
Sigfúsar Einarssonar, Jóns Ásgeirsson-
ar, Atla Heimis Sveinssonar og fleiri. Er
hann sannfærður um að bestu sönglög
þeirra jafnist fyllilega á við sönglög sem
helstu tónskáld Breta, Frakka og Þjóð-
verja hafa samið á þessari öld. Nú er
auðvitað brýnt að sannfæra umheiminn
um yfirburði íslendinga á þessu sviði
eins og svo mörgum öðrum. Eins og
fyrri daginn eru íslensku textarnir
helsti ásteytingarsteinninn fyrir utan-
aðkomandi aðila. Þó ættu þeh' ef til vill
ekki að vera það, bestu söngvarar láta
sig hafa það að syngja á „erfiðum" mál-
um á borð við rússnesku og pólsku.
Mætti ekki feta i fótspor þeirra ágætu
manna sem tóku sig til og þýddu ís-
lensku fornsögurnar svo þær mættu
gagnast allri heimsbyggðinni? Væri þá
högustu þýöendur landsins fengnir til
að snúa söngtextum yfir á ensku eða
þýsku og þekktir barítónar eða
altsöngkonur í útlöndum feng-
in til að syngja lögin inn á
geislaplötur. íslenskir
söngvarar gætu síðan
fylgt þessu eftir með
eigin upptökum. í apr-
íl kemur til landsins
einn þekktasti undir-
leikari ljóðasöngv-
ara sem nú er uppi,
Graham Johnson -
hans mesta afrek er
að taka upp allan
Schubert með ein-
valaliði söngvara - og
væri upplagt að fá
hann til skrafs og ráða-
gerða um herferð af þessu
tagi.
Sem var í rauninni ekki það
sem umsjónarmaður ætlaði að
ræða um, heldur það merka framkvæði
bandarískrar söngkonu, Judith Gans,
að kynna íslensk sönglög í heimalandi
sínu meö hljómleikum, fyrirlestrum og
eigin upptökum. Hún hefur nú gefið út
geislaplötu sem nefnist Draumalandið -
Romantic Art Songs of Iceland, þar sem
hún syngur - á íslensku - sígild sönglög
á borð við Sjá dagar koma, Bí bí og
blaka, Fuglinn í fjörunni og Þú ert, viö
undirleik Jónasar Ingimundarsonar.
Hér er ekki ætlunin að skrifa umsögn
um söng Judith Gans heldur einungis
að vekja athygli á góðri textameðferð
hennar og einlægri aðdáun á íslenskri
sönglagahefð. Sem sagt, ef Judith getur
þetta, hví ættu aðrir útlendir söngvarar
ekki að geta það...
Örlagasaga með heim-
spekilegu ívafi
Jostein Gaarder, höfundur metsölu-
bókarinnar um Veröld Soffiu, hefur nú
sent frá sér litla bók sem vafalaust á eft-
ir að vekja athygli þeirra
sem sækjast eftir örlagasög-
um með heimspekilegu ívafi.
Bókin heitirWto Brevis, og
gefur sig út fyrir að vera þýð-
ing höfúndar á latneskum
texta sem hann finnur fyrir
tilvUjun í fombókaverslun í
Buenos Aires. Textinn reyn-
ist vera tU sjálfs Ágústínusar
kirkjufóður, höfundar Játn-
inganna, einnar helstu perlu
miðaldabókmennta, frá Flór-
íu ástkonu hans. I Játningunum lýsir
Ágústínus því hvemig hann bælir niður
tilfinningar sínar og langanir tU að geta
helgað líf sitt Guði og kirkjunni. Þar
með verður hann að láta ástkonu sína
og son þeirra lönd og leið. Vita Brev-
issegir söguna af þessari bælingu og af-
neitun frá sjónarhóli Flóríu og snýst
upp í hugleiðingar um átök ástar og
hugmyndafræði sem á fuUt erindi við
fólk i dag. Mál og menning gefur bókina
út í ritröðinni Syrtlur.
Umsjón
Aðalsteinn Ingnlfsson