Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
Fréttir
Fyrirspurn um safnanirnar Börnin heim:
Hvert fóru peningarnir?
- dómsmálaráðuneytið beðið um upplýsingar
Dómsmálaráöuneytinu hefur
borist fyrirspum um fjárseifnanir
sem fram hafa farið á íslandi allt
frá árinu 1990 undir heitinu Börn-
in heim. Fyrirspyrjandinn, Jón V.
Jónsson, vitnar til upplýsingalaga
nr. 50, 24. maí 1996, og laga um op-
inberar safnanir og fer fram á,
sem gefandi i þessar safnanir, að
fá upplýsingar um þær og hvernig
söfnunarfénu hefur verið varið.
Tilefni fyrirspurnarinnar er það
að fyrir fáum vikum var í fréttum
DV fjallað um kaup Sophiu Han-
sen á stórum hluta dánarbús móð-
ur þeirra systkina, en hún hefur
staðgreitt nokkra af erfðahlutun-
um.
Samkvæmt lögum ber að sækja
um leyfi til opinberra safnana og
óskar Jón eftir afritum af leyfum
fyrir söfnunum undir kjörorðun-
um Börnin heim frá upphafi og
allt til þessa dags. Hann vill vita
hver stóð fyrir fjársöfnunum,
hvenær þær
fóru fram, hvar
og hvemig og í
hvaða tilgangi
og hvernig fénu
var varið. Þá
vill hann vita
hvort dóms-
málaráðuneytið
hafi í einhverju
tilfelli gefið
heimild til þess
að fé það sem
safnast hefur
yrði nýtt í öðr-
um tilgangi en
upphaflega var
ætlað.
Jón spyr
ráðuneytið
hvort því sé
kunnugt um
hvaða banka-
eða gíróreikn- Sophiu Hansen.
ingar hafi verið stofnaðir af þessu ig skilyrðum
tilefni, hver sé
handhafi
þeirra og hverj-
ir séu endur-
skoðendur
hverrar ein-
stakrar fjár-
söfnunar og
hvort þeir, ef
einhverjir em,
hafi verið út-
nefndir af ráðu-
enytinu. Þá
spyr hann
hvort niður-
stöðum úr þess-
um söfnunum
hafi verið skil-
að til ráðuneyt-
isins, hvort og
þá hvar reikn-
ingsyfirlit safn-
ananna hafi
birst og hvern-
sjöundu greinar laga
um fjársafnanir hafi að öðru leyti
verið fullnægt.
DV hafði í gær samband við
Fanneyju Óskarsdóttur, skrifstofu-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu,
sem gefur út leyfi til fjársafnana.
Hún staðfesti að umrædd fyrir-
spurn hefði borist alveg nýlega og
ekki væri farið að vinna í henni
enn. Fanney sagði að dómsmála-
ráðuneytið veitti einungis leyfi til
safnana sem eiga sér stað með því
að senda út bréf og gíróseðla. Um
safnanir sem eiga sér stað í gegn-
um fjölmiöla, eins og safnanirnar
Börnin heim gerðu, þyrfti ekki að
sækja til ráðuneytisins heldur ein-
ungis tilkynna til lögreglustjóra.
Allt bókhald og reikningsskil allra
safnana ætti síöan að senda til lög-
reglustjóra þannig að hún kvaðst
vondauf um að nokkrar upplýsing-
ar væru til í ráðuneytinu um
Börnin heim. Þeirra væri helst að
leita hjá lögreglustjóra. -SÁ
Austfirðir:
Sameinast
Suðurfirðir?
Nýlega komu saman til fundar á
Stöðvarfirði oddvitar og sveitar-
stjórar Búða-, Fáskniðsfjarðai’-,
Stöövarfjarðar- og Breiðdalshrepps
auk bæjarstjóra og forseta bæjar-
stjómar Fjarðabyggðar til að ræða
hugmyndir um sameiningu hrepp-
anna fjögurra.
Að sögn bæjarblaðsins á Stöðvar-
firði hafði hreppsnefhd Búðahrepps
á Fáskrúðsfirði sent hinum hrepp-
unum erindi þessa eðhs. Bárust já-
kvæð svör frá öllum nema Fjaröa-
byggð sem sýndi málinu ekki áhuga
en bauð aðstoð sína og ráðgjöf.
Niðurstaða fúndarins var að
leggja fram samhljóða áiyktun í
hreppsnefndunum um að láta gera
úttekt á kostum og göllum samein-
ingar. -GH
Unnið við brúargerð á Eskifirði.
DV-mynd Þórarinn
Eskiijörður:
Tvíbreið brú
- og áin færð
DV, Eskifir&
Hafin er á Eskifirði bygging nýrr-
ar brúar - tvíbreiðrar brúar yfir
Eskifjarðará og ásamt göngubrú
verður hún 11,7 metrar á breidd og
32 metra löng. Gamla brúin yfir ána-
er komin á fertugsaldurinn - byggð
1963 - en hins vegar var göngubrúin
byggð 1992. Fjárveiting vegna brúar-
smíðinnar er 41 milljón króna og
verklok eru fyrirhuguð í júh í sumar.
Jafnframt brúarsmíðinni verður
farveg árinnar breytt, eða um 240
metra tii suðurs. -ÞH
Stykkishólmur:
100 milljónir í
sundlaugina
DV, Vesturlandi:
Fjárhagsáætlun Stykkishólms-
bæjar fyrir árið 1999 hefur verið
samþykkt. Er gert ráð fyrir að skatt-
tekjur verði 217.500.000 krónur eða
um 10 milljónum hærri en á áætlun
1998. Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs án
fjármagnshða eru áætluð kr 190.872
þúsund eða um 88% af skatttekjum.
í fyrra var rekstur áætlaður kr
174.216 þúsuná eða um 84% af skatt-
tekjum. Stærstu útgjaldahðir eru
fræðslumál, 86.588.000 krónur eða
um 40% af skatttekjum. Aðrir stórir
málaflokkar eru félagsþjónusta,
23.687.000 krónur , og æskulýðs- og
íþróttamál, 23.123 þúsund krónur.
Fjárfesting er áætluð 117.038 þúsund
krónur en þar vegur bygging sund-
laugar þyngst. Til hennar er áætlað
að verja 100 milljónum króna.-DVÓ
Honda Civic VTI 1600, 3 d., '97, rauður,
ek. 39 þ. km, bsk„ álf., sóll., spoi., abs,
svuntur o.fl. 160 hö. V. 1.600.000.
Toyota Hilux X-C 4x4 dfsil, '91, blár,
ek.159 þ. km, bsk., 33", m/húsi, 1 eig.
V. 1.100.000.
Gott úrval bíla á skrá
og á staðnum
Opið virka daga 10-12 og 13-18, laugardaga 13-17.
av íbílasaunnJ
möldur ehf.
BÍLASALA
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
461 3020-461 3019
Nissan Patrol 2800 DT, 5 d„ '92,
steingr., ek. 128 þ. km, bsk., 33“.
V. 1.800.000.
Toyota Land Cruiser VX DT 3000,
5 d„ '98, beis, ek. 15 þ. km, ssk„ cd,
leður, spoi., upph.
V. 3.690.000.
Edda Pétursdóttir, Fordstúlka 1998:
Með þrjá samninga eftir árið
Volkswagen Goif GL 1600, 5 d„ '97,
grænn, ek.18 þ. km, bsk„ aukadekk.
V. 1.200.000.
Volkswagen Golf GL 1400 Joker, 5 d„
'98, silfuri., ek. 23 þ. km, bsk„ álf. spoi.
V. 1.230.000.
- setur stefnuna á New York eftir skóla í vor
Stúlkurnar sem keppa í Ford-fyrirsætukeppninni komu saman á skemmtistaðnum Rex á föstudagskvöldið. Það
styttist í úrslitin en næstkomandi fimmtudagskvöld kemur í Ijós hver þeirra verður kjörin Fordstúlka ársins 1999.
DV-myndir Hari
eldrar hennar jafnan fylgt henni í
utanferðunum. „Það var mjög
skemmtilegt að taka þátt í keppn-
inni í Portúgal. Mér gekk ágætlega
og á endanum var ég komin meö
samninga við þrjár fyrirsætuskrif-
stofur: í New York, París og
Mílanó,“ segir Edda.
í vetur hefur Edda setið á skóla-
bekk en um leið og skóla sleppir í
vor setur hún stefnuna á New York.
„Það eru miklar líkur á því að ég
komist til New York í vor. Það er
náttúrlega alveg frábært. Það kem-
ur svo bara í ljós hvernig mér geng-
ur þama úti,“ segir Edda og bætir
við að hún hafi fullan hug á fyrir-
sætustörfúm í framtíöinni. „Ég verð
í skóla næstu árin en draumurinn
er að geta unniö við fyrirsætustörf-
in á sumrin og samhliða náminu á
veturna," segir Fordstúlkan Edda
Pétursdóttir.
-aþ
Volkswagen Golf GL 1400, 5 d„ '95,
grænn, ek. 43 þ. km, bsk„ spoi.
V. 950.000.
„Áriö hefur í aha staði verið mjög
fint og ég er reynslunni ríkari. Ég
fór til London skömmu eftir keppn-
ina I fyrra og vann þar í þrjár vik-
ur. Myndir af mér birtust í
nokkrum tískublöðum og mér
fannst fint að vera þama úti, auk
þess sem ég fékk fuht af myndum til
að setja í möppuna mína,“ segir
Edda Pétursdóttir sem var kjörin
Fordmódel ársins 1998, aðeins fiórt-
án ára gömul. Edda hefur síðan þá
starfað á vegum fyrirsætuskrifstof-
unnar Eskimo Models.
Síöastliðið haust lá leið Eddu th
Portúgals þar sem hún tók þátt I að-
alkeppninni um Ford-fyrirsætutitil-
inn. Edda segist enn of ung til að
ferðast ein og þess vegna hafi for-
Edda Pétursdóttir vann titilinn í
fyrra og hefur fengið nokkur góð
tækifæri á árinu.