Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 18
18 Fréttir MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Klapparstíg GrundarQöröur: Hrygningu þorsks - mánuöi fyrr en úti á Breiðafirði DV, Vesturlandi: Á meðan svokallað hrygningar- stopp stendur yfir hjá bátaflotanum fer Hafrannsóknastofnunin á stúf- ana með sitt netarall. Á Breiðafirði var það Örvar frá Rifi sem fór út strax eftir páska og lagði 50 trossur. Helmingur þeirra lagður á sama stað og síðustu fjögur ár, það er á fóstum, ákveðnum punktum. Hinn helmingur trossanna fór í sjóinn að vali skipstjórans, sem miðaði þá við lóðningar og aðrar fiskiviðmiðanir. Með netarallinu hyggst Hafró reyna að fá betri upplýsingar til þess að meta hrygningarstofninn og eru þær til viðbótar þeim upplýsingum sem fást í togararallinu. Á vegum útibús Hafrannsókna- stofnunarinnar í Ólafsvík hafa farið fram rannsóknir á hrygningu þorsksins. Hefur Haukabergið verið með trossu inni á Grundarfirði einu lokið sinni í viku og Ársæll úr Stykkis- hólmi á Flákakantinum. í ljós hefur komið að þorskurinn hrygnir nánast mánuði fyrr á Grundarfirði en úti á Breiðafirðinum. Hrygningu þorskins inni á Grundarfirði er því sem næst lokið, nú þegar hún er að hefjast úti á Breiðafirðinum. -DVÓ/GK Svart leður. leðurfóðraðir St 40-45 (:iferð7.49D) skórinn GtÆSlÐÆ • SÍM! 581-2966 I Sólar/öryggisfilma Sól- og öryggisfilma á rúðjr. Vernd gegn nita/birtu - upplitun og er góð þiófavörn. Litaðar filmur inn á bílrúður, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Asetning meðhita - fagmenn X/Yóf A/ Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 o Cnmraívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilai um land allt. Starfsstúlkurnar í söluskálanum á Hólmavík. Frá vinstri: Þórunn Einarsdótt- ir verslunarstjóri, Sigríður E. Kristjánsdóttir og Rakel Daðadóttir. DV-mynd Guðfinnur StöðvarQöröur: Leitað að jarðhita DV, Stöövarfiröi: Framkvæmdir vegna jarðhitaleit- ar hófust í Stöðvarfirði snemma í mars og eru í sambandi við að á síð- asta sumri hóf Orkustofnun átak til jarðhitaleitar á svokölluðum köld- um svæðum. í Stöðvarfirði hafa nú verið boraðar fimm tilraunaholur og gefa þær veika en þó jákvæða niðurstöðu. Þó er of snemmt að fjöl- yrða um hvort jarðhiti er á svæð- Fyrirtækið Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði vann að athugun i mál- inu fyrir Stöðvarhrepp og komst að þeirri niðurstöðu að hitaveita í hreppnum gæti verið hagkvæm. Það er Jarðfræðistofan Stapi sem sér um framkvæmd jarðhitaleitar- innar og samkvæmt samningi verða boraðar allt að 10 hitastigsholur, 50-60 metra djúpar, á nokkrum stöð- um í hreppnum. Kostnaður er áætl- aður rúmar tvær milljónir króna. DV-mynd PSJ Ólafsvík: fiskverkakonu Lísa við tvö verk sfn á sýningnni. Sýning DV, Ólafsvík: Um páskahátíðina hélt myndlist- arkonan Lísa Fannberg Gunnars- dóttir sýningu á verkum sínum á veitingahúsinu Höfða í Ólafsvík. Alis voru 26 verk á sýningunni, úr olíu og máluð á striga, og eru þau máluð á síðustu fimm árum. Þetta er fyrsta einkasýning Lísu, en áður hefur hún verið með á tveimur samsýningum hér í Ólafsvík. Lísa Fannberg býr í Ólafsvík. Hún er 34 ára og starfar sem fiskverkakona í Fiskiðjunni Bylgju. Lísa er tveggja barna móð- ir og segist nota allar frístundir til að mála. Lisa notar ekki fyrirmyndir að verkum sínum, heldur eru allar hugmyndir frá henni komnar. Hún er að mestu sjálfmenntuð, en sótti einu sinni námskeið hjá Hörpu Björnsdóttir myndlistar- kennara. Sýning Lísu var sölusýn- ing og ætlar hún að fara með hana víðar. -PSJ -GH DV-mynd Garðar Veitingaaðstaðan stækkuð og bætt Stykkishólmur: Tilboð í dreifi- kerfi Esso, Hólmavík: mu. DV, Hólmavík: Á undanfömum vikum hefur verið unnið að breytingum á söluskála oliu- félagsins Esso á Hólmavík, sem Kaup- félag Steingrímsfjarðar hefúr rekið allt frá upphafi þeirrar starfsemi. Eld- hús hefur verið stækkað og nýjum búnaði komið þar fyrir og veitingaað- staðan verið aukin til mikilla muna oa allt vinnuumhverfi stórhætt. Viðbótarrými gerir það að verkum að þegar sumar gengur í garð verður hægt að vera með mun meira vöraúr- val en takmarkað rými hefur gert kleift hingað tii. Áformað er að bæta DV, Stykkishólmi: Opnuð voru 23. mars tilboð í dreifikerfi hitaveitu Stykkishólms en verkinu er skipt í þrjá áfanga. Kostnaðaráætlun var 50 milljónir 315 þúsund við fyrsta áfanga. 42.107.390 við annan áfanga og 37.099.980 við þriðja áfangann. Borgarverk átti lægstu tilboð í alla þrjá áfangana og vora þau öll undir kostnaðaráætlun. Sjö aðrir buðu í verkið og voru tilboð þeirra töluvert yfir kostnaðaráætlun. -BB við kjötvöra og bjóða upp á meira úr- val af brauði og mjólkurvöram. Fyrst og fremst er þó megintilgangurinn sá að vel verði hægt að sinna mun fleiri gestum samtímis en sá þröngi kostur, sem búið hefur verið við hingað til, hefur gert fært. Grundarás ehf. á Hólmavík hafði á hendi meginhluta framkvæmdanna. Rafór hafði á hendi raflagnir og Gunnar R. Grimsson málarameistari sá um alla máningarvinnu. -GF Jarðboranir í Stöðvarfirði. 1 Höfn: ibúum fjölgar DV, Höfn: Búsetumálin á Homafírði hafa þróast í betri áttina að undanfómu því frá 1. desember 1998 til 23. mars hafa 34 flust á staðinn en 12 fluttu í burtu. Þetta er samkvæmt upplýs- ingum frá bæjarskrifstofu Homa- fjarðar. Átvinnuástand á Höfn er gott og mikil uppbygging stendur yfir og er fram undan. Eftirspum eftir leigu- íbúðum er mikil og langur biðlisti eftir þeim íbúðum sem bærinn hef- ur á skrá hjá sér. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.