Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
15
Um tjáningarfrelsi
Rithöfundurinn Salman Rushdie. „Á síðustu árum hefur morðum á blaða-
mönnum fjölgað til mikilla muna og rithöfundar hafa verið grimmilega of-
sóttir og jafnvel dæmdir til dauða af stjórnvöldum, samanber breska rit-
höfundinn Salman Rushdie sem farið hefur huldu höfði eins og ótíndur
glæpamaður undanfarinn áratug."
sjónvarps og Internets, sem ekki
virða nein landamæri og þjappa
heimsbyggðinni saman, þó ýmis-
legt sé við þessa stórvirku fjöl-
miðla að athuga.
Ein af þversögnum þessarar
þróunar er sú, að það var í raun-
inni hefting tjáningarfrelsis í
kommúnistaríkjunum sem gróf
sundur efnahagslegan og menn-
ingarlegan grundvöll þeirra og
steypti valdhöfunum af stóli. í ríki
sem einangrar sig frá öðrum ríkj-
um og leggur hömlur á eðlilegt
flæði upplýsinga og skoðana, rek-
ur að því fyrr eða síðar að hef-
bundin viðhorf festast í sessi og
steinrenna, sem aftur leiðir til
þess að endumýjun og nýsköpun
eiga æ erfiðara uppdráttar. Það er
hjakkað i sama eða svipuðu fari,
og áður en varir er hvers konar
frumkvæði lamað og innviðir
þjóðfélagsins trénaðir. Sem sagt,
skortur á tjáningarfrelsi var æxli
sem sýkti gervallt samfélagið og
hefti bæði framtak og framfarir
með þeim afleiðingum að valda-
kerfið hrundi.
Sigurður A. Magnússon
í Mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu
þjóðanna frá 10. desem-
ber 1948 segir svo í 19.
grein: „Hver maður
skal vera frjáls skoðana
sinna og að því að láta
þær í ljós. Felur- slíkt
frjálsræði í sér réttindi
til þess að leita, taka
við og dreifa vitneskju
og hugmyndum með
hverjum hætti sem
vera skal og án tillits til
landamæra.“
Þessi mikilvæga
grein Mannréttindayf-
irlýsingarinnar hefur
verið lögleidd í lang
flestum aðildarríkjum
Sameinuðu þjóðanna,
enda er hún einn af
homsteinum virks lýðræðis. Því
fer hins vegar fjarri að henni sé
framfylgt í reynd. Víða um heim
sjá dauðasveitir stjórnvalda eða
glæpasamtaka um aö hefta tján-
ingarfrelsi einstaklinga eða heilla
samfélagshópa. Á síðustu árum
hefur morðum á blaðamönnum
fjölgað til mikUIa muna óg rithöf-
undar hafa verið grimmilega of-
sóttir og jafnvel dæmdir til dauða
af stjómvöldum, samanber breska
rithöfundinn Salman Rushdie sem
farið hefur huldu höfði eins og
ótíndur glæpamaður undanfarinn
áratug. Ársskýrslur Amnesty
Intemational rekja hrollvekjandi
dæmi um margháttuð brot á 19.
grein Mannréttindayfirlýsingar-
innar um víða veröld.
Valdið vill ekki frelsi
Skýringin á þessu alþjóðlega
ófremdarástandi er
einfaldlega sú, að
VALDINU stendur
ævinlega stuggur af
tjáningarfrelsi, og
gildir þá einu hvort
um er að ræða lýð-
ræðislega kjörin
stjórnvöld, einræð-
isstjórnir, stórfyrir-
tæki eða glæpasam-
tök. Um þetta höf-
um við nýlegt dæmi
hjá Evrópusam-
bandinu, þegar upp-
skátt varð um ótrú-
lega spillingu í
æðstu stjóm þess.
Þá var sá sem af-
hjúpaði ósvinnuna
umsvifalaust rek-
inn úr starfi og öðr-
um sem leyfðu sér að fordæma at-
hæflð, ógnað með líkamsmeiðing-
um og jafnvel lífláti.
En hvers vegna ætli valdinu
standi stuggur af tjáningarfrelsi? í
fáum orðum sagt er það vegna
þess að tjáningarfrelsi er hemill á
athafnafrelsi þeirra sem með völd-
in fara. Það er augjóslega snöggt-
um einfaldara og auðveldara að
fara sínu fram þegar engin hætta
er á gagnrýnieða
andófi af hálfu
andstæðinga. Af
þeim sökum var
það og er ein af
fyrstu ráðstöfun-
um alræðis-
stjórna, hvort
sem þær kenna
sig við kommún-
isma eða fas-
isma, að hefta
tjáningarfrelsið og helst afnema
það.
Umskipti til hins betra
Hitt er samt vert að draga fram
og leggja á það ríka áherslu, að á
síðasta áratug hafa orðið ótrúleg
umskipti til hins betra um hehn
allan, sem meðal annars má rekja
til þess að veldi kommúnismans
hrundi í lok síðasta áratugar og
sömuleiðis til örrar útbreiðslu
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
„En hvers vegna ætli valdinu
standi stuggur af tjáningarfrelsi?
í fáum orðum sagt er það vegna
þess að tjáningarfrelsi er hemill
á athafnafrelsi þeirra sem með
völdin fara.u
Er Samfylkingin
nýtt afl?
Fyrir komandi alþingiskosning-
ar bjóða þrjár nýjar stjórnmála-
hreyfingar fram lista á landsvísu.
Öflugast nýju framboðanna er listi
Samfylkingarinnar, sem sam-
anstendur af krötum úr Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og
Kvennalista.
Reynt hefúr verið að telja ungu
fólki trú um að hér sé á ferðinni
nýtt afl, en nú þegar framboðslist-
ar líta ljós í hverju kjördæminu á
fætur öðru er fróðlegt að kanna
sannleiksgildi þeirrar fullyrðing-
ar.
Skilaboð til unga fólksins
í Reykjavík trónir á toppnum
Jóhanna Sigurðardóttir, sem setið
hefur á þingi í tuttugu ár og þar af
í ráðherrastóli í sjö ár. Hennar
tími hefur margoft komið og hún
er kona með langa og ekkert sér-
lega glæsilega fortíð sem stjóm-
málamaður. Næstur á eftir henni
kemur Össur Skarphéðinsson,
fyrrverandi allaballi, ritstjóri
Þjóðviljans sáluga og ráðherra Al-
þýðuflokksins. Maður með langa
og fjölbreytta pólitíska fortíð.
Áfram mætti telja
upp nöfn eins og
Ástu Ragnheiði
og Mörð Árnason:
Ungu frambjóð-
endunum í próf-
kjöri Fylkingar-
innar í Reykjavík,
Magnúsi Árna
Magnússyni og
Heimi Má Péturs-
syni, var hafnað.
Þetta era skilaboð
Samfylkingarinn-
ar til unga fólksins í Reykjavík.
Á Reykjanesi valdi samfylking:
in í toppsætin þrjú gömul brýni úr
Alþýðuflokknum, Rannveigu Guð-
mundsdóttur, fyrrverandi ráð-
herra, Guðmund Árna Stefánsson,
fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnar-
fírði og ráðherra, og þingmann og
stórgrósser á miðjum aldri sem
heitir Ágúst Einarsson.
Þingmannsefnið á Suðurlandi
er sem fyrr Margrét Frímanns-
dóttir, fyrrum for-
maður Aþýðubanda-
lagsins, og á Norður-
landi eystra valdi
Samfylkingin tvo
gamalreynda þing-
menn úr Alþýðu-
flokki og Alþýðu-
bandalagi til að leiða
listann, Sigbjöm
Gunnarsson krata og
Svanfríði Jónasdótt-
ur, allaballa og siðar
Þjóðvakaþingmann.
Þar reyndar logar allt
í illdeilum og búið að
flæma Sigbjörn í
burtu fyrir þær sakir
einar að standa sig
betur í smölun í próf-
kjöri en æskUegt
þótti af flokkseigend-
um í Fylkingunni. Á Norðurlandi
vestra er boðið upp á miðaldra
fólk í þremur efstu sætunum,
Kristján Möller á Siglufirði, Önnu
Kristínu Gunnarsdóttur á Sauðár-
króki og Valdimar Guðmannsson
á Blönduósi. AUt þetta fólk er búið
að vera lengi í pólitík og blása
ekki sérlega ferskir vindar í kring-
um það.
Völd og valdir einstaklingar
Ungu fólki á Vesturlandi er boð-
ið upp á að kjósa tvo
miðaldra karlmenn,
sem báðir hafa langa
reynslu af pólitík inn-
an þings og utan.
Jóhann Ársælsson
er i öruggu sæti og
Gísli Einarsson, nú-
verandi þingmaður
Samfylkingarinnar,
ætlar að berjast tU
sigurs í öðru sætinu.
Ungri konu, Hólm-
fríði Sveinsdóttur,
sem bauð sig fram í
nýafstöðnu prófkjöri,
var hafnað.
Þetta er fólkið sem
Samfylkingin býður
ungu fólki og öðrum
þeim er vilja sjá nýj-
ungar í' stjómmálum
upp á aö kjósa sem sína fuUtrúa á
Alþingi í vor. Mín niðurstaða er
að Samfylkingin sé ekki að neinu
leyti nýtt afl.
Miklu frekar kosningabandalag
gamalla pólitíkusa úr Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og
Kvennalista. Kosningabandalag
sem snýst um völd og valda ein-
staklinga en ekki málefni eða nýj-
ungar.
Ámi Gunnarsson
„Þetta er fólkið sem Samfylkingin
býður ungu fólki og öðrum þeim
er vilja sjá nýjungar í stjórnmálum
upp á að kjósa sem sína fulltrúa á
Alþingi í vor. Mín niðurstaða er að
Samfylkingin sé ekki að neinu
leyti nýtt afl.u
Kjallarinn
Árni Gunnarsson
formaður Sambands
ungra framsóknarmanna
Með og
á móti
Hafa stjórnarflokkarnir
staðið sig í uppbyggingu
garðræktar á þessu kjör-
tímabili?
Staðið við
hvert orð
Isóifur Gylfi Pálma-
son, þingmaður
Framsóknarflokks-
ins á Suðurlandi.
„Auðvitað hafa stjórnarflokk-
arnir staðið sig í uppbyggingu
garðræktar á þessu tímabUi.
Málefni garðyrkjunnai', hinnar
grænu stóriðju,
eru mér mjög
hugleikin enda
sat ég í sér-
stakri nefnd er
landbúnaðar-
ráðherra skip-
aði. Við fram-
sóknarmenn
höfum barist
fyrir málefnum
garðyrkjunnar
enda var Guðni
Ágústsson val-
inn þingmaður garðyrkjumanna á
árshátíð garðyrkjumanna á Suð-
urlandi 1998. Það er enn afar
brýnt að tryggja garðyrkjubænd-
um raforku á sem lægstu verði tU
frambúðar. Ég mun beita mér nú
sem fyrr fyrir því eins og Fram-
sóknaiflokkurinn hefur gert. Við
framsóknarmenn á Suðurlandi
höfum birt kosningamál okkar frá
síðasta kjörtímabUi og það er al-
veg á hreinu aö við höfúm staðiö
við þau nánast öU. Það kemur því
engum á óvart að við höfum stað-
ið við það loforð að byggja upp
garðræktina á kjörtimabUinu sem
er að ljúka og þeirri stefnu verður
haldið áfram.“
Stjórnvöld
hafa ekki
staðið sig
„Stjórnvöld hafa ekki gripið tU
neinna aðgerða á þessu kjörtíma-
bUi sem 'hafa bætt stöðu garðrækt-
ar (kartöBur,
o.þ.h.) eða garð-
bænda. Þ.a.l. er
auðvelt að svara
spurningunni
um það hvort
stjórnvöld hafi
staðið sig í upp-
byggingu garð-
ræktar á Suður-
landi neitandi
því stjórnvöld
hafa ekki gripið
tU neinna að-
gerða, sem eru tU þess fallnar að
styðja við bakið á garðbændum. Þó
skal það játað hér hér í bessum
dálki að undirritaður þekkir ekki
nægUega vel aðkomu stjórnvaida
að þvi máli þegar ákveöið var að
hefja vöruskipti á nýjan leik við
Noreg með því aö skipta á hross-
um og norskum kartöfluflögum.
En eitt er víst að þau skipti voru
tU þess fallin að veikja markaðs-
stöðu garðbænda hér á landi því
að angi af þeirra starfsemi er fram-
leiðsla og sala á kartöUuflögum.
Það má því fullyrða að aUar
kjarabætur sem garðbændur hafa
sótt kjörtímabilinu eiga rætur sín-
ar að rekja til þess að þeir sjálfír
hafa tekið sölumálin í sínar hend-
ur og aukin samstaða hefur tryggt
þeim þær litlu kjarabætur sem
þeir hafa fengið. Þar eiga stjóm-
völd engan hlut að máli.“ -hb
rófur, gulrætur
Lúövík Bergvins*
son, þingmaður
Samfylkingarinnar
á Suðurlandi.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskUur
sér rétt tU að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnai' er:
dvritst@ff.is