Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 10
10 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Fréttir i>v Búiö aö stofna íslenska orku ehf. um rannsóknir á jarðhita í Öxarfiröi: Bora rannsóknarholu í sumar DV, Akureyri: Búið er að stofna félagið ís- lenska orku ehf. en fyrirtækinu er ætlað að rannsaka jarðhita og önn- ur hugsanleg verðmæti í jörðu fyr- ir botni Öxarfjarðar. Stofnendur ís- lenskrar orku eru: Hita- og vatns- veita Akureyrar, Jarðboranir hf., Kelduneshreppur, Landsvirkjun, Orkuveita Húsavíkur, Rafmagns- veitur ríkisins, Rafveita Akureyr- ar og Öxarfjarðarhreppur. Stofnun fyrirtækisins má rekja til þess að stofnendurnir tókust á hendur samstarf um rannsóknir í Öxarfirði en ástæðu þess má rekja til þess álits Orkustofnunar að yf- irgnæfandi líkur séu á því að þar undir leyndist öflugt jarðhitakerfi. Samstarfssamningur um verkefnið var undirritaður í júli á síðasta ári og samtímis var undirritaður samningur við landeigendur um heimildir hópsins til rannsókna og vinnslu á verðmætum úr jörðu á svæðinu. Upphaflega var ekki gert ráð fyr- ir að stofna fyrirtæki um fram- kvæmdirnar en eftir að Alþingi samþykkti nýlega lagaheimildir til handa Landsvirkjun og Rafmagns- veitum ríkisins til þess að taka þátt í hlutafélögum um verkefni sem þetta var ákveðið að stofna hlutafélagið. í samstarfssamningi um verk- efnið var gert ráð fyrir að boruð yrði 400 metra djúp rannsóknar- hola og var kostnaður áætlaður um 30 milljónir. Frá því var hins vegar horfið og ákveðið að bora mun dýpri rannsóknarholu, 1600- 2000 metra djúpa, en það er álit vís- indamanna að mun meiri vit- neskja fáist við borun svo djúprar holu. Áætlaður kostnaður við svo djúpa holu er hins vegar áætlaður um 130 milljónir króna. Tekin hef- ur verið ákvörðun um að hefja bor- un við þessa holu i lok júlí í sum- ar og verður gengið frá samning- um við Jarðboranir hf. um boranir á næstu vikum. -gk Veöurklúbburinn á Dalvík: Sumarið af- bragðsgott Það verða nokkrir góðir útivist- ardagar sem koma inn á milli og um að gera að nota þá til vetrar- íþrótta, því þegar vorar hverfur snjórinn fljótt. Þegar vorið lang- þráða kemur þá verður það gott og sumarið afbragðsgott. Nóg um það í bili. Veðurklúbburinn á Dalbæ sendir öllum bestu óskir um gleði- legt sumar. Og þó það sé kannski nokkuð snemmt samkvæmt tíma- talinu, þá verður komið sumar þegar við sendum frá okkur næstu spá. -hjá ur a manuomn. DV, Dalvík: Sumartunglið kviknar 16. apríl í norðaustri og fljótlega upp úr því, svona í kringum 20. apríl, fer veðr- ið að skána fyrir alvöru. Hægt og bítandi. Fram að þeim tíma verður veðrið svipað og það hefur verið undanfarið, kalt og einhver élja- gangur, en fer þó heldur batnandi. Hann er ekki hættur að snjóa og líklegt að við höfum einhverja við- loðandi norðanátt. Hún fer þó smám saman að gefa sig þegar líð- Skipverjar á Aðalbjörgu RE-5 voru að skipta af netunum yfir á snurvoð þegar Ijósmyndari DV átti leið hjá um bryggj- una. Þeir munu hefja veiðar í voðina í vikunni og vonast til þess að kolinn gefi sig til. DV-mynd S Allt ab 50% ódýrari símtöl til útlanda - 1) Hringdu í síma 575" 1 1 OO og skrá&u símann þinn 2) Eftir það velur þú 1 1 OO i staó 00 í hvert skipti sem þúh ringir til útlanda og sparar stórfé Skráningar- og þjónustusíminn er 575-1100 (OpiS frá kl. 9-22 virka daga, 12-16 laugardaga) www.netsimi.is W Jf Ócfýrari símtö/ m m mr fi/ út/anc/a Átta ára skákmeistari DV, Hólmavik: Ellefú keppendur tóku þátt í skák- móti Grunnskóla Hólmavíkur sem haldið var nýlega. Sigurvegari varð Jón Ingi Skarphéðinsson með 9 vinn- inga. í öðru sæti varð Kolbeinn Jó- steinsson með 8,5 vinninga og Daní- el Freyr Gunnarsson varð þriðji með 8 vinninga. Jón Ingi, sem aðeins er 8 ára, lærði að tefla fyrir um tveimur árum. Hann tók skjótum framfórum og náði öðru sæti á skákmóti skólans á síðasta vetri. Hann á því tímann fyrir sér fari allt á besta veg. Nokkur rækt hefúr veriö lögð við að glæða skákáhuga meðal nemenda og hefur fyrrverandi íslandsmeistari í skák, Jón Kristinsson, sem búsettar er á Ströndum, lagt skákiðkuninni gott og verulegt lið. -GF Jón Ingi Skarphéðinsson, hinn ungi skákmeistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.