Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 17 DV Fréttir Baldur Kristinsson skipstjóri ásamt eiginkonu sinni, Elísabetu Jensdóttur. DV-mynd PJS Snæfellsbær: Floti Rifsness stækkar Rifsnes sf. á Rifi keypti fyrir skömmu Auðbjörgu SH 197 frá Ólafsvík - 81 lestar stálbát smíðað- an 1987 i Póllandi. Báturinn var áður í eigu Ennis hf., mikið afla- og happaskip alla tið og mest gert út á dragnót frá Ólafsvík. Skipstjóri á Auðbjörginni hefur verið írá upp- hafi Óttar Guðlaugsson. Rifsnes er í eigu Baldurs Kristins- sonar, Ólafs Rögnvaldssonar og Hraðfrystihúss Hellissands. Fyrir á félagið Rifsnes SH 44 sem er 220 lesta vertíðarbátur. Skipstjóri á Auðbjörgu verður Baldur Kristinsson sem hefur verið skipstjóri í 25 ár, þar af með Rifs- nesið í 20 ár. Hann er mikill afla- maður og útgerð Rifsness hefur gengið vel alla tíð. Eftir þessi kaup á félagið um 1200 lesta þorskvóta en 1500 ígildi alls. Það er mikils virði fyrir bæjarfélagið að Auðbjörg og kvóti bátsins verður áfram í byggð- arlaginu. Að sögn Baldurs skipstjóra verð- ur farið á dragnótaveiðar fljótlega en báturinn er vel útbúinn til þeirra veiða. Sex menn verða í áhöfn báts- ins. -PSJ Athafnakonur á Siglufirði: Opna handverkssmiðju DV, Siglufirði: Þrjár athafnakonur á Siglufirði hafa unnið við að koma á fót hand- verkssmiðju síðustu vikurnar, sem þær hyggjast opna strax eftir páska. Konurnar eru Brynja Baldursdóttir myndlistarmaður, Ólöf Kristjáns- dóttir bæjarfulltrúi og Pálína Páls- dóttir atvinnurekandi. Handverks- smiðjan, sem hefur hlotið nafnið Komman, verður opin í 3 klukku- stundir eftir hádegi virka daga. Þar mun bæjarbúum gefast kostur á að koma og vinna að margvíslegu handverki eða hitta fólk og ræða málin yfir kafflbolla. Á kvöldin er Þær standa að Kommunni. Frá vinstri: dóttir og Pálína Pálsdóttir. fyrirhugað að bjóða upp á margs konar námskeiðahald. Þegar hafa verið ákveðin námskeið í mósaikgerð, fluguhnýtingu og búta- saumi. í samtali við konurnar koin fram að þær telja mikla þörf fyrir slíka starfsemi í bænum. Þar sem fólk getur hist, unnið létta vinnu eða jafnvel aðeins blandað geði við aðra bæjarbúa. Upphaflega var þetta að- eins hugsað fyrir þá sem eru at- vinnulausir, en við nánari umhugs- un varð þeim ljóst að talsvert er af fólki sem ekki er í vinnu á þessum tíma, eftir hádegi, og því þótti sjálf- sagt að hafa þetta opið fyrir alla, Brynja Baldursdóttir, Ólöf Kristjáns- DV-mynd Örn enda markmiðö að virkja Siglfirð- inga og gefa þeim kost á að sækja fjölbreytt námsteið í sínum heima- bæ, að sögn Brynju Baldursdóttur. Um kostnaó við starfsemina sögðu þær að hann væri verulegur en þær vonucust eftir stuðningi bæjarsjóðs og f/rirtækja á bænum. Það var hins vegar tveggja milljóna króna styrkur frá félagsmálaráðu- neytinu sem girði þeim kleift að ráðast í þetta. ,4n hans hefðu þær ekki hrint þessiri hugmynd í fram- kvæmd. Formleg opnun Kommunn- ar verður síðir því þær leggja áherslu á að félagsmálaráðherra verði viðstaddur og því yrði öllum formlegheitum slegið á frest þar til hann getur skrcppið norður á Siglu- flörð. -Ö.Þ. TilboðsvcrS: kr. 18.900 Gulf og Silfursmiðjai ERNA Skiphoiti 3 FANNAR KJARNA Mosfeílsbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.