Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur laugardagjnn: 10. B7T13T15' 22X3*0' WmmM Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 2.008.430 2.4af5+S@ 1 301.030 3. 4 af 5 59 7.920 4. 3 af 5 1.963 550 m Jókertölur vikunnar: 01 81 71 0r 9 ________________ FRETTASKOTIÐ SfMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö { DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Veruleg viðbótarQárþörf blasir við á stóru sjúkrahúsunum: Stefnir í eins milljarðs halla - 2000-vandinn einn kostar 200 milljónir Viðbótarfjárþörf stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík, Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, umfrEun það sem til þeirra á að renna sam- kvæmt fjárlögum ársins gæti orðið upp undir einn milljarður króna. DV hefúr undir höndum bréf frá yfir- stjórn Ríkisspítala til heilbrigðis- ' ^ ráðuneytisins. f þvi kemur fram að viðbótarfjárþörf sjúkrcihúsanna beggja geti orðið 911 milljónir króna. Þar af er viðbótarfjárþörf Sjúkrahúss Reykjavíkur 399 milljónir króna og viðbótarfjárþörf Ríkisspítala 512 milljónir. Magnús Pétursson, forstjóri Ríkis- spítala, segist í samtali við DV þó ekki vilja ganga lengra en að segja að vandinn geti orðið nokkur hundruð milfjónir. Hann segir að vandinn sé tvíþættur: Annars vegar eru vanda- ,->-.mál sem ekki var tekið á við af- greiðslu fjárlaga, svo sem vinnutíma- tilskipun Evrópusambandsins og áhrif hennar á rekstur og fjárhag sjúkrahúsanna, 2000-vandinn, fram- gangskerfi launa o.fl. Hins vegar sé um að ræða almennan rekstar og skiptingu fjármuna milli mismunandi starfsemi sjúkrahúsanna. Magnús segir að ekki sé að fullu Ijóst hversu mikil viðbótarfjárþörfm verður þegar öll kurl koma til grafar en hún kunni að nema nokkrum hundruðum miilj- óna króna. Varðandi viðbótarfjárþörf til Slökkviliðsmenn reykræsa raðhús við Sæbólsbraut í Kópavogi á ní- unda tímanum í gærkvöld. Pottur með feiti hafði ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknaði í eldhúsi hússins. Húsráðendur voru að mestu búnir að slökkva eldinn þeg- ar slökkvilið bar að. Mikill reykur barst um húsið og eru talsverðar skemmdir af völdum sóts og reyks. -V*íbúar hússins, hjón með fjögur börn, sluppu ómeiddir. DV-mynd HH hins almenna rekstrar sjúkra- húsanna segir Magnús að ekki sé vafi á að hún verði allnokkur fyrir báfeði sjúkrahúsin. Á móti sé verið að skera niöur, hag- ræða og breyta i þvi skyni að koma í það minnsta til móts við þessa fjárþörf. Hvað varðar fyrrnefndu vanda- málin, sem ekki var tekið á við af- greiðslu fjárlaga, sagði Magnús að einn þátturinn, 2000-vandinn, væri Magnús Péturs- son, forstjóri Ríkisspítala sá eini sem búið væri að verðleggja. Að útrýma honum kostaði samtals rúmar 200 milljónir króna, 129 milljónir á Sjúkrahúsi Reykjavikur og 72 milljónir á Rikisspítulum. Kostnað vegna vinnutímatilskip- unarinnar væri ekki búið að meta að fullu, enda margt óljóst enn þá og m.a. ágreiningur enn milli stjómenda spítalanna og starfsfólks um túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipunarinnar. Það væri þó fuli- vist að tilskipunin yki þörf fyrir starfslið vegna aukins réttar til or- lofs. Þá hefði framgangskerfi hjúkr- unarfræðinga og launaflokkstil- færslur nokkurra starfsstétta aukið fjárþörfina en hversu mikið ná- kvæmlega lægi enn ekki fyrir. -SÁ Árþúsundabarnið ofarlega í huga fólks: Vita hvernig á að berasigað - segir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir Þau pör sem iðkuðu rekkjuglímu á laugardags- kvöld gætu átt von á að eignast fyrsta bam næsta árþúsunds. Vegna fjölda tímabelta er möguleiki á 24 árþúsundabömum. íslend- ingar standa ekki ýkja vel hvað tímabelti varðar. Utan úr heimi hafa borist fréttir af alls kyns gylliboðum til handa þeim foreldrum sem eignast fyrsta barn næsta árs. Hér á landi hefur ekkert borið á slíku Amar Hauksson kvensjúkdóma- læknir segist ekki hafa orðið fyrir holskeflu fyrirspurna vegna þessa eins og erlendir starfsbræður hans. Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir. „Mér virðast íslenskar konur yfirvegaðri í þessum efnum en kynsystur þeirra víða úti í heimi. Ég hef til dæmis ekki verið spurður um vænlegar aðferðir til ár- angurs enda veit fólk hér hvernig á að bera sig að. Það kæmi mér þó ekki á óvart að fæðingum myndi fjölga hér- lendis á næsta ári. Það er talsvert um að hjón séu að ræða barneignir á næsta ári enda árið 2000 ansi flott fæðingarár. Um- ræðan um árþúsundabörnin á sjálf- sagt sinn þátt í að ýta undir þennan áhuga,“ segir Amar Hauksson kven- sjúkdómalæknir. -aþ Grafarvogur: Kviknaði í ryksugu Eldur kom upp í bílskúr við Gerð- hamra í Grafarvogi á tíunda tíman- um í gærkvöld. Þegar slökkvilið bar að garði hafði húsráðanda tekist að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupp- tök eru rakin til ryksugu sem var í skúmum en auk þess vom þar tveir bUar og skemmdist annar þeirra nokkuð. Flytja þurfti ungan mann á slysadeUd en að sögn læknis á vakt vom meiðsl hans ekki mikU og var hann útskrifaður í gærkvöld. -aþ Hildigunnur Guðmundsdóttir, 19 ára stúlka úr Keflavík, var valin ungfrú Suð- urnes í fegurðarsamkeppni sem haldin var í Stapanum á laugardagskvöld. Hildigunnur, sem einnig var valin stúlkan með fegurstu fótleggina, starfar við saltfiskverkun í Garðinum og er í kvöldskóla Fjölbrautaskóla Suður- nesja. í öðru sæti í keppninni var Bjarnheiður Hannesdóttir úr Keflavík og í því þriðja Eva Stefánsdóttir úr Njarðvík. DV-mynd Arnheiður Veörið á morgun: Léttskýj- að á Vest- urlandi Norðan kaldi eða stinnings- kaldi og él austantU, en léttskýj- að á Vesturlandi. Frost víða 1 tU 6 stig, en sums staðar frostlaust við austurströndina. Veðrið í dag er á bls. 45 Ingvar Helgason hf. ' SœvarhöfDa 2 Sitni 525 8000 www. ih. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.