Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 8
Utlönd Atlantshafsbandalagið dró úr loftárásunum á Júgóslavíu í gær: Stíf fundahöld um Kosovo fram undan Mikil fundahöld til að reyna að finna lausn á átökunum í Kosovo eru fram undan í dag og á morgun. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Brussel í gær og mun hún ræða við aðra utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna í dag. Þá ræðir Albright við ígor ívanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, á Gardermoen- flugvelli við Ósló á morgun. ívanov sagði í viðtali við spænska dagblaðið Diario 16 að Rússar myndu ekki eiga upptökin að neinu stríði. Þá sagðist hann telja að við- ræðurnar við Albright gætu leitt til lausnar stríðsins í Kosovo. Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í París að NATO væri farið að íhuga pólitíska lausn átakanna og að þar gegndu Rússar mikilvægu hlutverki. Rússarnir á leið inn úr þokunni DV, Ósló: „Það er mikilvægt að Rússar beiti þeim áhrifum sem þeir hafa á stjómina í Beigrad," sagði Knut Vollebæk, utan- ríkisráðherra Noregs og for- maður Öryggis- stofnunar Evr- ópu, ÖSE, eftir að honum hafði tekist á fá utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til fundar á Gardermoenflugvellin- um utan Óslóar. Fundurinn verð- ur haldinn á morgun á flughóteli staðarins. Fundurinn er sérlega mikil- vægur fyrir Rússa sem fá það við- urkennt að þeir em enn í röð stórvelda og að Bandaríkjamenn leita til þeirra um lausn á Kosovo- deilunni. Annars er alveg óljóst hvað þessi fundur getur leitt af sér. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, mun að sjálfsögðu fagna því ef Rússar fá Slobodan Milosevic Júgóslaviu- forseta til að gefa eftir. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, vonast til að fundurinn auki áhrif Rússa. Vafamálið í stöðunni er hvort Miiosevic hlustar á Rússa. Hann hefur ekki gert það hingað til í deilunum á Balkanskaga. Stefna Rússa á Balkanskaga hefur fyrir vikið verið hulin þoku en nú gætu þeir komist út í heiðríkjuna og það á Gardermoenflugvelli sem oftar en ekki er lokaöur vegna þoku. -GK Serbneskur and- ófsblaöamaöur drepinn í gær Einhver þekktasti andstæðing- ur stjómvalda í Belgrad úr röðum blaðamanna, Slavko Curavija, var drepinn í júgóslavnesku höf- uðborginni í gær, að því er starfs- bræður hans upplýstu í gær. Sjónarvottar sögðu að Curavija hefði verið skotinn nokkrum skotum með sjálfvirkri byssu þeg- ar hann kom út úr blokkinni þar sem hann býr. Vinkona hans var með honum. „Tveir menn birtust. Annar hrinti konunni og sló hana með byssunni og hinn skaut Curuvija. Hann lést samstundis," sagði vin- ur blaðamannsins sem var sjónar- vottur að árásinni. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði teikn á lofti um að staða Slobodans Milosevics Júgó- slavíuforseta væri farin að breytast og að hann ætti von á að eitthvað gerðist á næstu dögum. Talsmenn NATO sögðu í gær að heldur hefði verið dregið úr árásun- um á Júgóslavíu í gær í tilefni páska rétttrúnaðarkirkjunnar. Op- inbera júgóslavneska fréttastofan Tanjug greindi engu að síður frá því að nokkar árásir hefðu verið gerðar á borgir landsins. Þriggja ára barn lést Fréttastofan sagði að eitt flug- skeyti hefði hæft íbúðarhverfi í Novo Sad, næststærstu borg lands- ins, seint í gær. Skemmdir hefðu orðið miklar en enginn hefði særst eöa týnt lífi. Sprengingar hefðu Kiro Gligorov Makadóníuforseti hefur varað við því að stríðsátökin í Kosovo kunni að breiðast út til lands hans og gjörvalls Balkan- skaga. „Síðan við hlutum sjálfstæði höf- um við stöðugt bent á að stríðsátök- in í Bosníu og Króatíu kynnu að verða að allsherjarstríði á Balkanskaga eða jafnvel umfangs- meira stríði. Og Kosovo er við bæj- ardymar hjá okkur,“ sagði Gligorov í viðtali í nýjasta tölublaði tímarits- ins Newsweek sem kemur í verslan- ir í dag. Makedóníuforseti sagði í viðtal- inu að ef Atlantshafsbandalagið (NATO) ákveddi að auka enn lofthemað sinn og senda landher inn í Kosovo væri hættan á út- breiðslu striðsins enn meiri. Gligorov sagði eftir fund með einnig heyrst í öðrum borgum. Þá herma fregnir að þriggja ára gamalt barn hefði týnt lífi í árás á þorpið Mirovac í norðanverðu Kosovo. íbúar í Belgrad sögðu að loft- varnaflaugur hefðu verið þeyttar klukkan átta í gærkvöld að staðar- tima. Embættismaður NATOí Brussel sagði að slæm veðurskilyrði hefðu valdið því að hætta varð við þrjár af tíu mönnuðum árásarferðum. Hann sagði að flugvélar NATO hefðu gert árásir á vopnageymslu, brýr, elds- neytisbirgðastöðvar og á júgóslav- neskar hersveitir í Kosovo. Flug- skeytum var einnig skotið að tveim- ur útvarpssendum. Spenna fór vaxandi á landamær- um Kosovo og Albaníu þar sem sprengjur frá serbneskum hersveit- Kiro Gligorov Makdeóníuforseti sést hér meö Sadako Ogata, yfir- manni Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna. um urðu tveimur óbreyttum borg- urum að bana í þorpi í Albaníu norðanverðri, að sögn stjórnarer- indreka. Tanjug-fréttastofan sagði að Serbarnir hefðu hrundið innrás hóps „hryðjuverkamanna" inn í Kosovo. NATO ræður í Albaníu Albönsk stjónvöld hvöttu NATO til að gera árásir á serbneskar stór- skotaliðssveitir nærri landamærun- um og gera þær óvirkar. Til stendur að NATO sendi átta þúsund manna lið til Albaníu til stuðnings hjálparstofnunum sem sinna flóttamönnunum frá Kosovo. Paskal Milo, utanríkisráðherra Al- baniu, sagði að NATO hefði nú feng- ið yflrráð yfir lofthelgi Albaníu, höfnum og öðrum hernaðarmann- virkjum. Tyrklandsforseta í gær að Makedón- ía þyrfti enn frekari aðstoð Vestur- landa en þegar hefur fengist til að annast þann mikla fjölda albanskra flóttamanna frá Kosovo sem þangað hefur komið að undanfórnu. Hann sagði að aðstoðin sem Bandaríkin og Evrópusambandið veittu væri ekki nóg, Makedónía þyrfti að fá upp geflð eitthvað af erlendum skuldum sinum. Meira en 130 þúsund Albanir frá Kosovo hafa komið til Makedóníu á flótta undan grimmdarverkum Serba. „Við getum sagt að aðstæður flóttamannanna séu góðar og þeir séu óhultir en íbúar Makedóniu eru aðeins tvær milljónir og landið er ekki sterkt efnahagslega. Við biðjum því um aukna aðstoð frá Vesturlöndum," sagði Gligorov. MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Stuttar fréttir dv Árás óupplýst Danska lögreglan hafði síðdegis í gær ekki enn fundið fjóra ung- lingspilta sem réðust á fimmtán ára stúlku og gerðu tilraun til að nauðga henni i Vejle á föstudags- kvöld. Prófað í varnarskyni Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, sagði í gær að tilraun Indverja með langdræga eldflaug, sem getur borið kjamorkuvopn, hafi verið gerð i sjálfsvarnar- skyni. Eldflaug þessi er mjög umdeild og höfðu Indverjar ekki haldið aftur af sér í flmm ár með tilraunir. Pakistanar fordæmdu tilraunina og fleiri lönd lýstu yfir áhyggjum sínum. Samið í Færeyjum Opinberir starfsmenn hafa samið um kaup og kjör eftir þriggja vikna langt verkfall. Þeir fá um 6,5 prósenta launahækkun á næstu tveimur árum. Verkfall- inu hefur verið aflýst. Fáir karlar í feðraorlof Ðanskir karlar hafa ekki verið sérlega æstir í að taka tveggja vikna aukaorlof sem komið var á fyrir feður fyrir einu ári. Aðeins tíundi hver karl hefur notfært sér heimildina. Hatast við trúna Leiðtogi flokks íslamstrúar- manna í Tyrklandi sakaði and- stæðinga sína um að hatast út í trúna í slagnum fyrir kosningarn- ar í næstu viku. Arafat fær góðar fréttir Yasser Arafat, forseti Palest- ínumanna, fékk góðar fréttir í heimsókn sinni til Sanaa í Jemen í gær þegar forseti Jemens til- kynnti að hann styddi stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna. Leiðtogarnir ræddu frið- arferlið í Mið-Austurlöndum og áform Palestínumanna um að lýsa yfir sjálfstæðu ríki. Sjö vilja í forsetastól Fyrri umferð forsetakosning- anna í Alsír verður á fimmtudag og eru sjö menn i framboði. Svo til allir frambjóðendumir leggja áherslu á að ná sáttum meðal þjóðarinnar eftir margra ára blóð- ug átök bókstafstrúarmanna og herforingjastj órnar innar. Manndráp í Tyrklandi Kúrdískir uppreisnarmenn í Tyrklandi urðu þremur hermönn- um og einum óbreyttum borgur- um að bana í sprengjutilræði í gær í sunnanverðu landinu. Þjóðverji laus í íran Þýski kaupsýslumaðurinn Helmut Hofer, sem átti yfir höfði sér dauðarefsingu vegna ólög- legra kynmaka við íranska konu, hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Nyrup þrýstir á Þrýstingur frá Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra varð til þess að danska ríkis- stjómin sam- þykkti að veita sjúklingum, sem eru langt leiddir af MS- sjúkdómnum, rándýra lyfja- meðferð. Læknar og stjómmála- menn höfðu lagst gegn þessu. Herinn tók völdin Herinn í Afríkuríkinu Níger til- kynnti í gær að hann hefði tekið völdin. Forseti landsins var myrt- ur á flugvelli höfuðborgarinnar á fóstudag. Þeir voru hvíldinni fegnir, þessir albönsku flótttamenn frá Kosovo, þegar þeir komu til nágrannaríkisins Svartfjalla- lands um helgina. Þeir höfðu verið í felum í skóglendi Kosovo frá því NATO hóf loftárásirnar á Júgóslavíu 24. mars síðastliðinn. Fólkið var meira en þrjá daga á leiðinni til Svartfjallalands þar sem 59 þúsund flóttamenn eru nú. Forseti Makedóníu í viðtali við Newsweek: Landhernaður eykur hættu á frekari útbreiðslu átakanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.