Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 7 Til hamingju i með árangurínní Þessi ríkisstjórn hefur haft 100 milljörðum króna meira til ráðstöfunar en sú síðasta hafði. Svona er staðan í lok kjörtímabils hennar: Framlög til málefna aldraðra og öryrkja eru helmingi minni en annars staðar á Noróurlöndunum. Á sama tima lengjast biðraðir eftir matargjöfum frá góðgerðarstofnunum. Fjórða hver einstæó móðir i Reykjavík þarf að Leita til Félagsmálastofnunar um félagslega aðstoð vegna fátæktar. Háskóli íslands þarf aó standa fyrir söfnun meðal þjóðarinnar til aó koma sér upp viðunandi tölvubúnaði. Einn af tiu ráðherrum er kona. Forsætisráðherra þætti „skemmilegt", en ekki sjálfgefið að kona yrði ráóherra á næsta kjörtímabili. Launamaður greióir tæplega fjörutíu prósent tekjuskatt af vinnutekjum sínum. Fjármagnseigandi greióir tiu prósenta fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum sínum og arðgreiðslum. 17 útgerðarfyrirtæki eiga 42 prósent kvótans. Hagnaóur þeirra nam 3,5 milLjörðum i fyrra. Eitt þeirra greiddi tekjuskatt. StjórnsýsLa á hálendi íslands hefur verið færð i hendur fuLLtrúa fjögurra prósenta landsmanna. Stór hluti virkjunarréttar fallvatna Landsins, djúphita í jörðu og náma í iórum jarðar hefur verið geróur að einkaeign fárra landeigenda. íslendingar hafa neitaó aó undirrita Kyoto-bókunina um Losun gróðurhúsalofttegunda, einir allra þjóða innan OECD. ÖLL fyrri met hafa verið sLegin i fólksflutningum frá landsbyggðinni. Það er fyllsta ástæða til að óska ríkisstjörninni til hamingju með árangurínn. Verkin tala. SamfyLkingin ætlar aó móta islenskt samféLag á næstu öLd. Hún ætlar aó hefja nýtt skeið framfara og réttlætis á ísLandi. Breytum rétt a'99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.