Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 T>~\7
nn
Ummæli
„Eg ætla að sækja 1 mig
veðrið, annars
er maður sleg-
inn út. Hrað-
inn er mikill í
. öllu. Gengur
nærri mér.“
Magnús Kjart-
ansson
myndlistar-
maður í
Morgun-
blaðinu.
Söknuður
„Þegar ég ílýg sakna ég
hörpunnar, en þegar ég spila
sakna ég flugsins."
Marion Herrera, hörpuleik-
ari og þyrluflugkona, á Ak-
ureyri í Morgunblaðinu.
x-Illugi
„... svo allra síðustu dagar
kosningabarátt-
unnar fara
varla í annað
en bera saman
allar þær
skoðanakann-
anir sem birt-
ast á degi
hverjum, öll-
um til ama
og leiðinda
nema Ólafi Þ.
Harðarsyni, sem alltaf finnst
þetta jafnmerkilegt...“
Illugi Jökulsson á Rás 2
Ekki brosa
„Kosningar til Alþingis eru
alvarlegt mál og merkilegur
viðburður. Þær eru ekki leik-
ur.“
Úr leiðara Morgunblaðsins.
E=mc
„Ætli Einstein hafi hætt að
hugsa þegar
hárið fór að
grána?“
Ólafur Ragn-
ar Grímsson
á fundi með
eldri borgur-
Andvaka
„Maður fer ekki að sofa
fyrr en maður hefur náð ell-
efufréttum í sjónvarpi."
Örn Björnsson, bankastjóri
á Húsavík, í Degi.
Námi lýkur aldrei
DV, Suöurnesjum:
„Mikili hiti er í mönnum að gera
námið eins metnaðarfullt og hægt er
með góðri tengingu við aðila innan
greinarinnar bæði hér heima og erlend-
is,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir,
nýráðinn ráðgjafi hjá Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum, um sérverkefni
sem hún er að vinna.
„Ég er að vinna aö markaðsathugun
fyrir veiöarfæradeild Fjölbrautaskóla
Suðumesja. Fjöl-
brautaskólinn
eini skólinn á
landinu sem
kennir
veiðar-
færagerð
og einn af
fáum í
heimin-
um.
Minn
þáttur í
þessu öllu
saman er að
gera þrenns
konar markaðs-
greiningu, þar sem
byrjað er á innan-
iandsmarkaði og
síðan haldið
lengra út í
heim-
Ég mun kanna stöðu og þörf veiðar-
færagerðar og veiðarfæranáms í heim-
inum, sem mun nýtast deildinni við eig-
in markaðssetningu og uppbyggingu."
Guðbjörg Glóð hefur nýverið hafið
störf hjá Miðstöð símenntunar á Suð-
urnesjum, þar sem hún starfar sem
Maður dagsins
ráðgjafi, auk þessa sérverkefnis hjá
veiðarfæradeildinni.
„Miðstöð símenntunar er rekin
sem „námskringla", sem er
þýðing á ensk-franska orð-
inu „leaming bou-
tique.“ Mitt hlutverk
hjá Miðstöð simennt-
unar er að koma á
samstarfi við sjávar-
útveginn til að auka
menntunarstigið innan
| greinarinnar, en fyrst og
| fremst að þjóna þeirra
? þörfum. Við sjáum mikla
r sóknarmöguleika fyrir
Suðurnesin á sviði sjávar-
útvegs og viljum því byrja
á að leggja sérstaka áherslu á
þá atvinnugrein. Hugmyndin
er sú að ailur almenningur
geti komið til okkar og
verslað sér nám sem
hentar því. Staðreynd
nútímans og framtíð-
arinnar er sú að námi
lýkur aldrei. Þú
þarft stöðugt að
V vera að halda
> ijs, þér við og auka
^ —
Miðstöðin er því eins konar miðlun
milli þeirra sem bjóða upp á námskeið
og þeirra sem vilja fara á þau, bæði
hér heima og erlendis.
Guðbjörg Glóð útskrifaðist sem sjáv-
arútvegsfræðingur frá Háskólanum á
Akureyri árið 1997. „Sjávarútvegsfræð-
in er fjögurra ára þverfaglegt BS-nám
og er góður undirbúningur undir mis-
munandi störf innan sjávarútvegsins.
Það besta er að sjávarútvegsfræðingar
fara í mismunandi áttir að námi loknu
og því fáir að beijast um sama bitann,
því áhugasvið manna eru svo mismun-
andi.“
Að námi loknu starfaði Guðbjörg
Glóð sem markaðsfulltrúi hjá Bakka-
vör í Reykjanesbæ, þar sem hún vann
við að selja og markaðssetja hrogn og
kavíar.
Hún er varabæjarfulltrúi i Reykja-
nesbæ og situr í markaðs- og atvinnu-
málaráði bæjarins. Guðbjörg Glóð seg-
ir áhugamálin tengjast meðal annars
lands- og atvinnumálum. „Ég hef líka
mjög gaman af kvikmyndum, útivist
og bókalestri. Ég hef hugsað mér að
sinna betur útvistaráhuganum og
kynnast landinu betur. Síðastliðið
sumar fór ég í eftirminnilega göngu-
ferð í Skælingar og Eldgjá á vegum
ferðafélagsins Útivistar og þar má eig-
inlega segja að áhuginn hafi kviknað."
Guðbjörg Glóð er fædd og uppalin í
Keflavík og hefur lengst af búið þar
utan námsáranna á Akureyri.
„Ég bjó eitt ár í Frakklandi, þar
sem ég var skiptinemi. Nú er ég sem
sagt komin aftur heim eftir nám og sé
mikla möguleika fyrir skemmtilegt
bæjarfélag hér í Reykjanesbæ, þar
sem sóknarfærin eru næg. -A.G.
DV-mynd Guðbjörg Glóð Logadóttir
Ingveldur Yr - syngur eins
' og engill.
Læra að
syngja?
Ef þig langar til að læra
að syngja skaltu taka mið-
, vikudags- og fimmtudags-
kvöldin frá. Þá heldur Ing-
veldur Yr Jónsdóttir
áfram með söngnám-
skeið sín í Gerðubergi
sem notið hafa mik-
illa vinsælda. Hafa
margir orðið furðu
lostnir á þeim krafti
og orku sem býr í
röddinni ef rétt er að
Söngnám
farið. Námskeiðin eru
ætluð byrjendum í
söng og er engrar reynslu
krafist - aðeins góðs vilja.
Þátttakendur læra grunnat-
riði í söng, öndun, heil-
brigða líkamsstöðu og ein-
faldar raddæfingar. Kennt
er í hóptímum en allir fá
einn einkatíma í bónus hjá
Ingveldi Ýr.
Næsta námskeið hefst 14.
apríl og stendur í tvo daga.
Myndgátan
Græðir á tá Og fingri Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Bolta-
konur
Undanúrslit íslandsmótsins í
kvennaflokki í handknattleik hefj-
ast í kvöld með leik Stjörnunnar
og Vals og verður viðureignin í
Ásgarði og hefst klukkan 20.
Þama gæti orðið um hörkuleik að
ræða en Valsstúlkur hafa komið á
óvart með beittum leik í vetur.
Stjörnustúlkur eiga íslandsmeist-
aratitil að verja og sleppa þær
honum ekki átakalaust. Stjarnan
er enn fremur erfiö heim að sækja
og verða Valsstúlkur að eiga topp-
leik til að eiga séns. Hin liðin i
undanúrslitum eru Fram og FH
og leika þau sinn fyrsta leik ann-
að kvöld.
íþróttir
Kvenfólkið í knattspyrnunni
situr heldur ekki aðgerðalaust í
kvöld, en þá fara fram tveir leikir
í deildarbikarnum. Haukar og
Valur leika á Ásvöllum klukkan
18.30 og á sama stað klukkan 20.30
leika FH og Stjarnan.
Áfram konur!
Bridge
Sveit íslandsmeistara Samvinnu-
ferða-Landsýnar tapaði illilega á
þessu spili í fyrstu umferð
Mastercardmótsins í sveitakeppni.
Andstæðingarnir voru sveit Holta-
kjúklinga. Sagnir gengu þannig í
opnum sal, norður gjafari og NS á
hættu:
4 Á854
•* 103
4 KDG10
* K97
4 -
•* * KDG86
4 8762
* 10542
* KDG63
•* 9
4 Á954
* 863
Norður Austur Suður Vestur
Sigurbj. G.S.H. Anton Karl. S.
1 grand pass 2 •* dobl
2 grönd 4 •* 4 * p/h
Guðmundur Sveinn Hermanns-
son ákvað að koma ekki inn á
grandopnun norðurs í upphafi en
dobl vesturs lofaði fyrst og fremst
hjartalit en ekki spilastyrk. Tvö
grönd Sigurbjörns Haraldssonar
sýndu góða hendi með spaðastuðn-
ing og það var
erfið ákvörðun
fyrir Karl að
segja yfir 4 spöð-
um Antons Har-
aldssonar. Vest-
ur á ágæta vöm,
4 spaða og tvo
ása, en hún
nægði ekki að
þessu sinni.
Sagnhafi þurfti
aðeins að gæta
þess að spila laufi áður en hann tók
trompin af vestri. Á hinu borðinu
fengu AV að spila 5 hjörtu sem ekki
var hægt að hnekkja og tapið því 15
impar. Hins vegar fengu 6 spilarar á
10 borðum að spila game í spaða og
vinna það á hendur NS í mótinu.
Aðeins tvö pör i AV höfðu betur í
sagnbaráttunni við NS (Jakob Krist-
insson-Ásmundur Pálsson, Kristján
Blöndal-Rúnar Magnússon).
ísak Öm Sigurðsson
Sigurbjörn
Haraldsson.
4 10972
•* Á7542
4 3
* ÁDG