Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Uppboðsmarkaður stjórnmála Uppboðsmarkaður stjórnmálanna hefur verið opnað- ur, eins og venja er fyrir kosningar. Frambjóðendur keppast við að bjóða í atkvæði kjósenda og boðin eru mishá og ekki öll jafnmerkileg. Hefðbundin yfirboð hafa þegar litið dagsins ljós án þess að stór hluti kjós- enda láti sig það nokkru skipta. Loforðin sem gefin hafa verið eru ekki öll dýr - sum kosta lítið sem ekkert en önnur meira. Fjölskyldan - barnafólkið er í tísku hjá stjórnmálamönnunum fyrir þessar kosningar, ásamt öldruðum og öryrkjum. Fyrir þessa hópa vilja frambjóðendur gera allt, hvað svo sem það kostar. Það er helst að lítil eftirspurn sé eftir at- kvæðum einstæðinga. Samfylkingin hefur verið dugleg við loforðin, sem munu kosta nokkra tugi milljarða króna. Forsætisráð- herra telur að kostnaðurinn sé ekki undir 35 milljörð- um króna. Sé mat hans rétt jafngildir loforðapakkinn því að hver fjögurra manna fjölskylda fái liðlega hálfa milljón í sinn hlut. Ekki liggur hins vegar fyrir hver eða hverjir eigi að greiða reikninginn, nema hugmynd- in sé að fjölskyldan sjálf sjái um það. Mikil hagfræðileg snilli er fólgin í því að færa peninga úr hægri vasa í þann vinstri. Framsókn hefur einnig tekið við sér og heitir því að efla vímuefnavarnir auk þess að setja milljarða hér og milljarða þar í hin ýmsu góðu málefni. Það er helst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð spari við sig í loforðum. Síðarnefndi flokkurinn stendur traustum fótum í skoðanakönnunum og Vinstrihreyfingin er í uppsveiflu á kostnað Samfylking- arinnar. Fátt bendir til þess að Samfylkingin nái þeim ár- angri, sem að var stefnt með sameiningu vinstrimanna, enda virðist hún hafa mistekist. Vonin um að Stein- grímur J. Sigfússon og félagar hans í Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði næðu ekki inn manni á Alþingi er að líkindum úti og þar með er vonin um sameinaða vinstrimenn fokin út í veður og vind. Að minnsta kosti tvær skoðanakannanir benda til að staða Steingríms J. Sigfússonar í heimahéraði, Norður- landi eystra, sé mun sterkari en Samfylkingarinnar, enda hefur þar fátt annað drifið á daga sameiningar- sinna en sundrung og vandræðagangur. Vinstrihreyf- ingin hefur notið þessa og eins hefur skýr hugmynda- fræði skilað árangri, því þrátt fyrir allt vilja kjósendur fremur skýra stefnu og markmið en fögur loforð á upp- boðsmarkaði stjórnmála. Sterk staða Steingríms J. Sig- fússonar getur haft verulega áhrif á stöðu Vinstrihreyf- ingarinnar í öðrum kjördæmum og þá ekki síst á höf- uðborgarsvæðinu. Margir vinstrimenn hafa verið tvi- stígandi af ótta við að styðja stjórnmálaafl sem ætti litla eða enga möguleika að ná mönnum inn á þing. Þannig hafa skapast ágæt sóknarfæri fyrir Vinstrihreyfmguna, sem heggur skarð í raðir Samfylkingarinnar. Og um leið fjarlægist sameiningardraumurinn. Það ætti að vera loforðaglöðum sameiningarsinnum nokkurt áhyggjuefni hve yfirboð þeirra á uppboðsmark- aði stjórnmálanna skilar litlum árangri. Trúverðugleiki stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka ræðst ekki eft- ir dugnaði við loforð um gull og græna skóga, enda kjósendur yfirleitt skynsamt fólk. Óli Björn Kárason „Forgangsverkefni okkar er líka að foreldrar geti nýtt sér ónýttan persónuafslátt barna sinna, sem getur verið allt að 280 þúsundum, ásamt því að hækka barnabætur," segir m.a. í grein Jóhönnu. Lækkum skatt- byrði heimilanna þúsundum, ásamt því að hækka barna- bætur. Skattaumhverfi fyrirtækja Síðastliðin 3 ár högnuðust fyrirtæk- in í landinu um 100 miljarða en greiddu einungis 16 milljarða í skatt. Einstaklingar greiddu fimm sinum hærri fjárhæö, eða 80 milljarða króna. 1.280 lögaðilar voru skattlausir árið 1998, en hagnaður þeirra var samt 6,3 milljarð- ar króna. Kvóta- hæstu fyrirtæki „Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér að fólk með lágar og meðal- tekjur beri lægri skatta. Einnig viljum við afnema skatt á húsa- leigubætur - sem sérstaklega mun bæta kjör láglaunaheimila, lífeyrisþega og námsmanna. “ Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Heilbrigðisráðherra hefur upplýst að hún treysti Sjálfstæðis- mönnum ekki fyrir heilbrigðisráðuneyt- inu. Ástæðan sé sú að þeir vilji hærri þjón- ustugjöld. Þetta er at- hyglisvert, í ljósi þess að Sjálfstæðismenn segjast ekki vilja hækka skatta, en þeir vilja greinilega auka skattheimtuna gegn- um þjónustugjöld. All- ir vita þó að þjónustu- gjöld íþyngja helst barnafjölskyldum og lífeyrisþegum. Samt ber Sjálfstæðisflokkur- inn það á borð fyrir fólk að þjónustugjöld séu ekki skattar. Nú er komið að heimilunum Þegar þjóðarsáttin var innleidd 1990, sem er undirstaða stöðug- leikans í dag, var Sjálf- stæðisflokkurinn utan stjómar. Þá var sátt um það að lækka skatta á fyrirtæki og launþegar og heimilin í landinu báru byrðamar. Nú er komið að því að lækka skatta á einstaklinga og heimilin í landinu. Tillögur Samfylkingarinnar fela í sér að fólk með lágar og meðaltekjur beri lægri skatta. Einnig viljum við af- nema skatt á húsaleigubætur - sem sérstaklega mun bæta kjör láglaunaheimila, lífeyrisþega og námsmanna. Forgangsverkefni okkar er líka að foreldrar geti nýtt sér ónýttan persónuafslátt barna sinna, sem getur verið allt að 280 landins, sem ráða yfir 42% af kvót- anum, greiddu engan tekjuskatt - með einni undantekningu - þrátt fyrir mikinn hagnað. Þetta skýrist einkum af því að verulegar fjár- hæðir em afskrifaðar í sköttum á fyrirtæki. Síðastliðið ár varð ríkis- sjóður af tæplega 3 milljörðum vegna nýtingar rekstrartaps. Ónot- uð rekstrartöp, sem fyrirtækin geta nýtt sér næstu árin, eru nú um 87 milljarðar króna. Mörg fyrirtæki, ekki síst þau stærri, búa því við lægstu skatt- byrði af þeim löndum sem við ber- um okkur saman við. Ýmislegt þarf þó að laga í skattaumhverfi smærri fyrirtækja og einyrkja. Óeðlilegt er að greitt sé tryggingagjald hjá þeim sem eru með ráðningarkjör sem verktakar, en eru í rauninni ekkert annað en launþegar. Frítekjumark í fjár- magnstekjuskatti Með upptöku fiármagnstekju- skatts lækkuðu stjórnarflokkarnir líka söluhagnað úr 40% 110%, sem m.a. hefur þau áhrif að af 1 millj- arðs kvótaeign greiðast einungis 100 milljónir í skatt, í stað þess að áður voru greiddar 400 milljónir af slíkum söluhagnaði. Við viljum að hátekjufyrirtæki og raunverulegir fiármagnseigendur greiði meira til samfélagsins. Þannig viljum við t.d. hafa ákveðið frítekjumark í fiármagnstekjuskatti, sem hlífir hóflegum sparnaði almennings. Þar höfum við nefnt að 2-3 millj- óna króna fiármagnseign ein- staklinga beri ekki skatt, en aft- ur á móti beri t.d. söluhagnaður og arður umfram ffítekjumarkið 40% skatt. Við viljum að jafn- ræði ríki í skattlagningu á laun- um, söluhagnaði og arði, en fyr- irtækjaeigendur, sem taka hlut launa sinn út í arði, greiða nú að- eins 10% skatt af launum sínum í slíkum tilvikum. Tillögur okkar í Samfylking- unni eru þvi ábyrgar og réttlátar og gefa okkur svigrúm til að bæta stöðu þeirra sem höllustum fæti standa . Þær eru líka sanngjarnari en skattatillögur sjálfstæðis- manna, sem iðulega lúta helst að því að hækka þjónustugjöld á al- menning, eins og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Odýrir borgarstarfsmenn „Til þess að spara í borgarrekstrinum er auðvitað best að hafa sem allra ódýrastan starfskraft. Heppi- legast er því að fá til kennslu leiðbeinendur með litla menntun sem hvergi fá vinnu annars staðar því aö kennarar hafa alls engin úrslitaáhrif á árangur nem- enda samkvæmt nýlegri útkomu úr rannsókn tveggja stúlkna. Þær fundu út að hið eina sem potar einkunnum nemenda upp á við sé að foreldrarnir hafi orðið sér úti um háskólapróf." Haukur ísfeld í Mbl. 20. apríl. Börnin og bændastéttin „Margir grunnskólar í þéttbýli bjóða nemendum sínum, einkum þeim sem yngstir eru, að fara í heim- sókn í sveitina á vorin ... Þessar heimsóknir eru dýr- mætar svo langt sem þær ná en þær eru stuttar og ná aðeins til yngstu bamanna. Það er islenskri bændastétt afar dýrmætt að bömin kynnist því sem bændur era að gera. Börnin vaxa úr grasi og munu fyrr en varir láta að sér kveða til lands og sjávar. Ef þau þekkja landbúnaðinn aðeins af afspum getur svo farið að skilningurinn verði í réttu hlutfalli við þekkinguna og það kann vart góðri lukku að stýra. Þjóðfélaginu er hollt að börn og fullorðnir þekki inn- viði þess af eigin raun.“ Úr ritstjórnargrein 7. tbl. Bændablaðsins Sviðin jörð eftir kennara „Það er furðulegt að kennarar skuli velja þessi mikilvægu tímamót til aðgerða. Ríkið er búið að varpa grannskólanum yfir til sveitarfélaganna með of naumt skömmtuðu fiármagni og vinna er í fullum gangi við að einsetja skólana. Nú er ekki rétti tím- inn til að krefiast „leiðréttingar" með eingreiðslu upp á tveggja mána laun verkamanns ... í stað þess að ráðast að borgarstjóra með gífuryrðum væri þá ekki nær að kennarar litu um öxl og virtu fyrir sér hina sviðnu jörð sem þeir hafa skilið eftir sig?“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Degi 20. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.