Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 15 : ■'&i ■ 1 lllllli Reykjavíkurkjördæmi - átta framboöslistar í boði: Hvað segja toppmennirnir? Finnur Ingólfsson: Milljarðar til fjölskyldna „Við eigum erinai í Reykjavík. Við horfum mjög til bættra samgangna og mikilvægt er að Sundabraut verið hraðað," sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem leiðir • lista Framsóknar- flokksins í höfuð- borginni. Hann segist ekki spá neinu um gengi flokksins í kosningunum en bendir þó á að hann hafi fengið 10,8% í stóru Gallup-könnuninni á dögunum. Viku fyrir síðustu kosningar var flokkurinn með 7% í þeirri könnun en fékk síðan 14,9% úr ýörkössunum. Finnur segir að Framsóknarflokkur- inn hafi kynnt stefnu sína í fjölskyldu- málum á næsta kjörtímabili. Haldið verður áfram markvissri atvinnuupp- byggingu og 3-4% hagvexti. Ábatann vill flokkurinn nota meðal annars til að berjast gegn flkniefhmn og í það fer einn milljarður. í fjölskyldumál og lífs- kjarajöfnun fara 4-5 milljarðar sem byggist á því að tekin verða upp bama- kort, ótekjutengdur persónuafsláttur sem foreldrar geta nýtt til skattalækk- unar eða útgreiðslu fjár frá ríkinu. Fæðingarorlof á að lengja, 2-3 millj- arða á að nota í velferðarmál, til aldr- aðra, öryrkja og annarra hópa, og sama upphæð fer til menntamála. Davíð Oddsson: Árangur eða kollsteypa „Þegar stjórnmálcunenn tala um það sem kosið verður mn minnast þeir yfirleitt á málefni sem þeir telja að henti sér sjálfum vel í kosningum. Nú nefha sumir mál- efni aldraðra og öryrkja. Það er eðlilegt enda mikilvægir hóp- ar sem sífeÚt þarf að huga að. Mín vegna má gjaman kjósa um þau mál. Því þótt halda þurfi áfram að bæta hagi þessara hópa er fortíö mins flokks ólik og langtum betri en þeirra flokka sem hæst glymja í þessu máli,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra, oddviti stærsta flokksins, Sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að sumir vilji að kos- ið sé um sjávarútvegsmál og segist ekki hafa á móti því. Enda stefni Sjálfstæðisflokkurinn að því að skapa sátt um greinina án þess að þjóðin verði af verðmætum eins og t.d. mun gerast með 2002-vanda Samfylkingarinnar. „Fyrst og fremst held ég þó að fólk muni kjósa um hag þjóðarinnar og þar með eigin hag. Vill fólk halda áfram á sömu braut og skapa árang- ur fyrir alla eða vill fólk beygja út af beinu brautinni? spyr forsætisráð- herra. Hann bendir á að engin vinstri stjórn hefur setið heilt kjör- tímabil frá lýðveldisstofnun. Efna- hagsmálin hafa fellt þær.“ Sverrir Hermannsson: Reykjavík er ankerið „Að spymt verði við fæti við hinni miklu byggðaröskun er ekki síður mikilvægt fyrir þéttbýlið hér syðra en strjálbýlið vegna hins gifur- lega kostnaðar sem aðstreymi fólks bakar borg- inni. Þess vegna er það ekki síður hagur höfuðborg- arinnar að söðlað verði um í fiskveiði- málum og landeyðingarstefnu kvóta- flokkanna varpað fyrir róða,“ segir Sverrir Hermannsson, foringi og efsti maður lista Frjálslynda flokksins. Hann segir Reykjavík ankeri þjóðfé- lagsins. Við þann stjóra þarf þjóðar- skútan að liggja, eOa myndi hún reka á reiðanum, segir Sverrir. „Nokkur hiksti hefur verið í sam- skiptum ríkis og borgar í samgöngu- málum sem lækna þarf. Brýnustu verkefni Reykjavíkur í vegamálum eru brú yfir Kleppsvík og bygging," segir Sverrir. Jóhanna Sigurðardóttir: Fátækir fátækari í góðærinu „Við finnum það vel í þessari kosn- ingabaráttu að fólk er að biðja um meira réttlæti og jöfnuð í þjóðfélaginu. Það lítur á okkur sem raunhæfan val- kost til að koma á þessum breyting- um,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, efst á lista Samfylkingar- innar í Reykjavík. Hún segir að menntamálin séu einkum sett í for- gang, ekki síst af yngrafólki „Málefni fjöl- skyldunnar eru á oddinum hjá okk- ur, það er ekki síst bamafjölskyldur, einstæðir foreldr- ar, öryrkjar og aldraðir. Hvarvetna finnum við hvað fólki blöskrar hvem- ig þessi ríkisstjóm með fullar hendur fjár, 100 milljörðum meira en síðasta ríkisstjóm, hefúr skilið ýmsa hópa út undan. Fólk krefst réttlætis," sagði Jó- hanna. Jóhanna segir fylgi Sjálfstæðis- flokksins með ólíkindum miðað við það að meirihluti þjóðarinnar styður jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu. Sjálf- stæðisflokkurinn geri það ekki. „Þeir ríku hafa orðið ríkari og fátæku fátæk- ari í góðærinu," sagði Jóhanna. - En vinstrimenn em af sumum taldir óábyrgir í fiármálum: „Þessu er haldið að fólkinu en það blæs á það. Við gerum nákvæma grein fyrir því hvemig við munum fjár- magna viðamiklar breytingar á vel- ferðarmálunum. Þessi áróður bítur ekki nokkum hlut,“ sagði Jóhanna. Kjartan Jónsson: Fátækt verður afnumin á íslandi „Hér á landi em 30 þúsund manns sem lifa undir fátæktarmörkunum og við ætlum okkur að afnema fátækt á ís- landi,“ segir Kjart- an Jónsson, efsti maður á lista Húmanistaflokks- ins í Reykjavík. „Við beinum sjónum að stöðu ör- yrkja og ellilífeyris- þega og tölum um lágmarksframfærslu- eyri fyrir þá 90 þúsund krónur. Við ætl- um að umbylta almannakerfinu og lif- eyrissjóðakerfmu til að mæta þeim kostnaði sem þessu fylgir og notum þar sænskar aðferðir," segir Kjartan. - En emð þið ekki að eyða púðri til einskis, þið virðist ekki ná inn einum tíunda úr manni, hvað þá meira? „Þetta er einn liður í því sem við erum að gera, við viljum reyna að koma okkar sjónarmiðum á fram- færi...“ -Ykkur fmnst þið ekki vera fyrir „alvöm“-stjómmálamönnum og þeirra umræðu? „Það truflar okkur ekki hið minnsta, þetta er svo steríl umræða og allt svo samlitt," sagði Kjartan Jónsson. Ögmundur Jónasson: Jöfnuður, nátt- úruvernd og sjálfstæði „Við leggjum áherslu á jöfhuð, nátt- úravemd og sjálfstæði þjóðarinnar," segir Ögmundur Jónasson sem er í fyrsta sæti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. „Við vilj- um stórefla velferðarþjónustuna því hún er forsenda fyrir jöfnuði og í því sambandi leggjum við áherslu á að taka þurfi almanna- tryggingar til rót- tækrar endurskoð- unar. Við viljum skattkerfisbreyt- ingar sem fela í sér stórbætt kjör fyrir bamafólk, aldraða og öryrkja. Við tök- um afstöðu með almennu launafólki og þeim sem era háðir almannatrygginga- kerfmu um kjör sín. Stjómmál snúast vissulega um að skapa leikreglur, en stjómmál snúast líka um að forgangs- raða fjánnunum. Maður fær ekki alltaf allt af öllu. Við erum tilbúin að benda á hvemig eigi að forgangsraða pening- um og það viljum við gera þessum hóp- um í hag,“ segir Ögmundur. Hann segir brýnt að gera ýmsar rétt- arbætur og segir að ef hann ætti að nefha eitt öðm fremur þá mætti nefha lengingu fæðingarorlofs og bætt rétt- indi til að sinna langveikum bömum. „Við leggjum áherslu á kröftugt at- vinnulíf, að þjóðin njóti afraksturs af eignum sínum. Það verður að stöðva brask með náttúraauðlindmar. Græni liturinn í nafni okkar þýðir að um- hverfismálin og náttúravemd era okk- ur leiðarljós. Hemaðarbandalög eiga að heyra sögunni til. Þegar menn tala um Nató sem hina nýju heimslögreglu vilja menn gleyma þeirri staðreynd að þessum valkosti er stefnt gegn Samein- uðu þjóðunum.“ Magnús Egilsson: Vinstra megin við vinstri „Pólitík á íslandi i dag lítur svolítið út eins og sölumaður í sjónvarpsmark- aðnum að selja fótanuddtæki eða skóreimi," segir Magnús Egilsson sem er í 3. sæti Anarkista í Reykjavík. An- arkistar hafa ekki ýkja háar hugmynd- ir um íslensk stjómmál og heföbundna flokka. Anarkistar era ekki stjórnleys- ingjar en þeir vOja stefna að því að koma á beinna lýð- ræði á íslandi með því að kjósa um stærstu ágrein- ingsmálin, til dæmis sjávarút- vegsmálin, gagnagrunn, áfengisútsölu og fleira, segir Magnús Egilsson. Anar- kistar bjóða aðeins lista í Reykjavik. „Við búum öll í þessu samfélagi og i mínum huga yrði það samfélaginu til góða ef menn gætu axlað meira ábyrgðina sem fylgir því og vera með- vitaðri um það hvemig samfélagið vinnur. Það gerist ekki með þvi að krossa við lista á fjögurra ára fresti," sagði Magnús. Framboð Anarkista varð til þegar Magnús og verðandi kona hans settust niður ásamt Þórami Einarssyni í vet- ur og ræddu stjómmál. Þeim kom sam- an um að íslensk pólitík væri orðin heldur dapurleg. Framboð varð niður- staðan. Guðmundur Örn Ragnarsson: Jesús við stýrið „Við höfum verið kallaðir af Guði til að gera þetta, og hann getur leitt fólk til hvers sem er, líka að kjósa þennan lista þótt Gallup sé á öðra máli. Við trúum þvi að þetta fari ná- kvæmlega eins og Hann vill,“ segir séra Guðmundur Öm Ragnarsson sem skipar efsta sæti á lista Kristi- lega lýðræðisflokksins. Guðmundur segir að raunveruleg stefhuskrá Kristilega flokksins sé Biblían sjálf. Þeir sem fara fram á veg- um flokksins gera það í Jesú nafhi og Guðmundur Öm segir eflaust að sum- um kunni aö þykja það hlálegt. „Það er sama hvaða mál er fjallað um, við göngum alltaf út frá því sama, spumingunni um hvað Jesús mundi gera til að leysa málið," sagði Guð- mundur Öm. - En hvað vill Jesús gera fyrir ís- lensk stjómmál? „Hann mundi skoða þarfir fólksins, til dæmis Reykvíkinga, bamanna, fjöl- skyldnanna, sem við leggjum höfuðá- herslu á, og leysa vandamál þeirra sem eiga bágt af einhverjum ástæðum," sagði Guðmundur Öm. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.