Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1999, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 DV nn Ummæli Spyrjum um efndir Eftir kosningar spyrjum við ekki um loforð heldur um efndir hjá öllum þeim sem eru í fram- boði.“ Helgi Seljan, fram- kvæmdastj. Ör- yrkjabandalags ís- lands, í Degi. Vara sem fáir vita um „Það vinnur ekki með knatt- spymuþjálfara að vera íslend- ingur og hafa aðeins starfað í heimalandinu. Ekkert segir mönnum úti í hinum stóra fót- boltaheimi að þar sé á ferðinni einhver vara sem sé þess virði að sækja.“ Guðjón Þórðarson landsliðs- þjálfari, í Morgunblaðinu. Hefði betur látið óskrifað „Viðbrögð forsætisráðherr- ans vöktu athygli mína á umræddri ritsmíð og svo er kannski einnig með aðra lesend- ur. Því þykir mér augljóst að hann hefði betur látið biskupsbréfið óskrifað.“ Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, form. Rithöfundasam- bands Islands, í DV. í líki Séð og heyrt „Leðurblakan er hin þokka- legasta skemmtun, kannski dá- lítið subbuleg en sleppur þó. Auðvitað er hún lágkúruleg, en hvað selst betur en það? Meira að segja efnisskráin er sett upp í líki tímaritsins Séð og heyrt og ef Séð og heyrt selst vel ætti Leðurblakan að gera það líka.“ Jónas Sen tónlistargagnrýn- andi, í DV. Hvemig á að fara á þing? „Ef maður kemur sér vel við fólkið þá fer maður á þing.“ . Guðni Ágússon al- þingismaður, í DV. Kvótbörnin kaupa „Sægreifarnir eru önnum kafnir við að koma rangfengn- um gróða sínum undan áður en lögunum verður breytt. Ný- leg dæmi um þetta eru kaup kvótabarna, afkomenda sæ- greifanna á verslunarhúsnæði í Kringlunni.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson há- skólanemi, í DV. Bjarni Þorsteinsson, nýráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Borgarness og nágrennis: Útköllum hefur fækkað DV, Borgarbyggö: „Mér líst mjög vel á nýja starfið, þetta er krefjandi starf og ögrandi í senn. Starfið verður viðamikið, það kemur til með að verða fólgið í eftirliti og umhirðun með tækj- unum, þjálfun og fræðslu mann- skaps, eftirliti með brunahönum í bænum og síðast en ekki síst þjónustu, fræðslu og upplýsingum til hins al- menna borgara," segir Bjarni Þorsteinsson, af- greiðslumaður og sjúkraflutninga- maður hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi, nýráðinn slökkviliðs- stjóri Brunavarna Borgarness og nágrennis (BBON ). Bjarni tekur við starfmu af Hermanni Jóhanns- syni og verður hann í fullu starfi hjá Brunavörnum Borgarness og nágrennis. „Ástæðan fyrir því að ég sóttist eftir starfinu er áhugi á þessum málum almennt og löngun til þess að breyta til auk þess hef ég starfað við slökkviliðið frá 18 ára aldri.“ Starfssvæði Brunavarna Borgar- ness og nágrennis er mjög stórt, það nær yfir Borgarnes, Borgar- hrepp, Þverárhlíðarhrepp, Staf- holtstungur, Norðurárdal, Hraunhrepp, Álftaneshrepp og svo eru Brunavarnirnar með þjónustusamning við Kol- beinsstaðahrepp, Eyja- og Miklaholtshrepp. Bjami segir að slökkvilið- ið sé þokkalega vel tækjum búið en það þarf að bæta úr ýmsum hlut- um, svo sem að bæta vatnsbúskap- inn á Varmalandi og í Laugagerðis- skóla. Tuttugu og sex menn era skráðir í slökkvilið Branavarna Borgamess og nágrennis, sextán í Borgamesi, funm á Varmalandi og 5 í Laugagerðisskóla. Maður dagsins „Utköllum hefur fækkað mikið á undanfórnum árum eftir að rúllubagga- i* væðingin fór að verða svona geysilega almenn, það var mikið um heybruna hér áður en á síðustu árum hefur þetta verið að- allega sinubrunar og sem betur fer smáeldar í húsum.“ Áhugamál Bjarna eru mörg. Hann hefur mikið gaman af skot- veiðum og stangaveiði, auk þess er hann mikill áhugamaður um flug og flugvélar og útiveru almennt. Bjarni er giftur Guð- rúnu Kristjáns- \dóttur, skrif- stofumanni hjá Vírneti hf., i Borgar- nesi. Saman eiga þau tvær stúlkur, Þor- gerði Erlu, 9 ára, og Unni Helgu.ll ára. -DVÓ DV-mynd Daníel ingu, yfir í hreinlætisvör- ur, hljómlist, bækur, bæti- efni, matvæli og ótal margt fleira. Sýningar Opnunardagurinn er al- þjóðlegur dagur jarðar, 23. april er dagur bókar- innar og á sunnu- deginum er dagur umhverfisins. Við opnunina kl. 13.30 flytja Steingrímur Hermannsson, form. Umhverfisverndar- samtaka íslands, og Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, ávörp. 3 sýn- ingardaga verða Vigdís Fínnbogadótti fluttir fyrirlestrar um bílum, gólf- flytur ávarp í um vistfræði- og um- efnum og máln- Perlunni á morgun. hverfismálefni. Samspil manns og náttúru I Perlunni veröur opnuð sýning á morgun sem hefur yfirskriftina Samspil manns og náftúru.Þetta er önnur sýningin sem haldin er undir þessu þema og er tilgangur henn- ar er að kynna vörur og þjón- ustu sem leiða til vist- og um- hverfisvænna samspils manns- ins við náttúr- una og sjálfan sig. Fjöldi fyrir- tækja tekur þátt í sýningunni og kynnir allt frá umhverfisvæn- Myndgátan Lausn á gátu nr. 2382: _ . típOKKAR / SVi'Ð/H&AfZ , ' 0/VYrJ(JHG,AR. H4lDÍt)\ ’AFRAM AO ÉrA 06- FiTNA SVa HK.CrT , \y/:/?£)i *Ð SlATRA /o yKKUR./”jhy? Ú )r © 23>ix EyþoR- Fjárkúgun Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Léttog skemmti- leg lög eru á tón- leikum Kvenna- kórsins í íslensku óperunni. Sumarsveifla Á sumardaginn fyrsta mun Létt- sveit Kvennakórs Reykjavíkur bjóða til sannkallaðrar söngveislu í íslensku óperanni kl. 17.00 og 20.00. Á dagskrá eru mörg hugljúf lög, bæði íslensk og erlend. Með Léttsveitinni leikur einvalalið, Ámi Scheving, Pétur Grétarsson, Rúnar Georgsson, Tómas R. Einars- son og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sem er undirleikari kórsins. Ein- söngvari er Jón Kr. Ólafsson. Léttsveitin hefur starfað frá ár- inu 1995 undir styrkri stjórn Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur. í kómum era 120 konur á öllum aldri sem hafa það að markmiði að sameinast í söng og gleði. Kórinn hefur ferðast nokkuð um landið og haldið tón- leika ásamt því að hafa tekið þátt í alþjóðlegu kóramóti á Irlandi. Tónleikar Vortónleikar Reykjalundarkórsins Reykjalundarkórinn heldur tón- leika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld síðasta vetrar- dag, kl: 20.30. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönnum Reykja- lundar og mökum þeirra og er þetta þrettánda starfsár hans. Efnisskrá- in er tjölbreytt að vanda, sígild tón- verk, bæði innlend og erlend. Ásdís Arnalds syngur einsöng meö kórn- um. Stjómandi kórsins er Lárus Sveinsson og undirleikari Hjördís Elín Lárasdóttir. Bridge Þeim brá mörgum í brún sem tóku upp hönd suðurs í þessu spili í íslandsmótinu í parakeppni sem fram fór um helgina. Það er ekki oft sem tekin er upp 12 slaga hönd og reyndar ekki margir sem upplifa það nokkra sinni. Þó að spil norð- urs séu ekki mikil eru þau þó nægj- anleg til þess að standa alslemmu í hjarta. Hins vegar var heldur erfið- ar að ná þeim samningi af öryggi í sögnum. Til þess þurfti helst að nota relay-kerfi þar sem hægt er að spyrja nákvæmlega um skiptingu spilanna. Það gaf nokkuð góða skor að fara í alslemmuna, 29 stig af 44 mögulegum. Sagnir gengu þannig á mörgum borðanna þar sem stand- ard-kerfið var við lýði, suður gjafari og allir á hættu: * 83 * G932 * G9 * 75432 ♦ 1075 *4 104 ♦ D8432 4 K98 * ÁKDG 4» ÁKD876 * ÁK6 * - Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 ♦ pass 2 •i pass 4 4» pass 7 44 p/h Tvö lauf alkrafa, tveir tíglar bið- sögn og tvö hjörtu sýndu góðan lit. Stökk norðurs í fjögur hjörtu lofuðu einhverjum hjartastuðningi en að öðra leyti litlum spilum (þrjú hjörtu hefði verið sterk- ari sögn). Suður veit þá að eini mögulegi tapslag- urinn er á tígul. Norður gæti hins vegar alveg átt stuttan tígul, drottninguna í litnum eða jafnvel laufásinn (þ.e.a.s. ef svarið við 2 laufum neitar honum ekki). Aukamöguleikinmn í alslemmunni felst í því að vömin hendi frá valdi sínu í litnum. Það var óneitanlega heppni að fá upp tvíspil í tígli í blindum og þeir sem létu vaða í alslemmuna fengu góða skor. ísak Örn Sigurðsson ♦ 9642 «4 5 ♦ 1075 4 ÁDG106

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.