Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir :dv Sakamál sem er nær sexfalt stærra en Goðafosssmyglið miðað við magn: Akærðir fyrir að flytja inn heilan áfengisgám - ætluðu að setja fiskvinnsluvél og húsgögn inn í gáminn fyrir tollskoðun Þrír Reykvlkingar mega búast við að þurfa að greiða samtals um 12 milljónir króna í sektir í kjölfar nýrrar ákæru vegna smyglmáls sem kom upp á síðast ári. Lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík hefur ákært mennina fyrir aö hafa flutt inn rúma 4 þúsund lítra af sterku áfengi í gámi sem kom til landsins frá Boston í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári. Hér er um að ræða nær sexfalt meira magn af áfengi en tollverðir fundu nýlega um borð í Goðafossi. Fjórði maðurinn í gámamálinu, fyrrum starfsmaður Samskipa, er ákærður fyrir að hafa aðstoðaö þre- menningana við að komast inn í gáminn og tæma hann áður en kom að tollskoðun. Það var fikniefhadeild lögregl- unnar í Reykjavík sem sá að mestu um rannsókn málsins. Spumir bár- ust um að mennirnir ætluðu að flytja inn mikið magn af áfengi. Það Þrír Reykvíkingar hafa verið ákærðir fyrir smygl á heilum gámi af áfengi, alls um 4 þúsund lítrum. Mennirnir standa við góssið. DV-mynd S var keypt í Bandaríkjunum og sent Þegar heim var komið fengu þre- heim með gámi í skipi frá Boston. menningarnir starfsmann Sam- skipa til að aðstoða sig við að kom- ast að gáminum áður en hann yrði tollskoðaður. Síðan var ætlunin að setja fiskvinnsluvél og húsgögn í staðinn - vörur sem höfðu verið gefnar upp á farmbréfi. Mennimir tóku áfengið úr gámin- um en fíkiefnalögreglan handtók þá síðan og fékk úrskurðaða í gæslu- varðhald. Þeir viðurkenndu síðan brot sín. Héraðsdómur Reykjavíkur mun að líkindum kveða upp dóm í mál- inu áður en langt um líður. Ekki er búist við fangelsisrefsingu. Hins vegar er búist við háum fjársektum. Þar er gjaman miðað við að sekta innflytjanda ólöglegs áfengis um svipaða upphæð á hverja flösku eða lítra og gangverðið er hjá ÁTVR hverju sinni. Því er ekki óvarlegt að ætla að í kringum 12 milljóna króna sekt liggi við smygli á fjögur þús- und lítrum af áfengi. -Ótt íslensk erföagreining: Tugir starfa á Akranes? DV, Akranesi: Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, og stjóm Sjúkrahúss- og heilsugæslustöðvar Akraness áttu í síðustu viku við- ræður um hugsanlegt samstarf ís- lenskrar erfðagreiningar og Sjúkra- hússins. Samkvæmt heimOdum DV gæti svo farið að ef íslensk erfðagreining fær rétt á gagnagrunninum muni einhver hluti hans verða á Akranesi og við það mundu skapast 30-40 ný störf þar. „Við ræddum málin á óformleg- um nótum en ég er ekkert frá því að viljayflrlýsing um samstarf á milli Islenskrar erfðagreiningar og Sjúkrahússins eigi eftir að koma frá okkur og þá jafnvel í næstu viku. Það var samþykkt hjá stjóm Sjúkra- hússins að skipa nefnd hér innan stofnunarinnar og einnig frá Akra- nesbæ. Þessi nefnd á að skila af sér í næstu viku og ég hef trú á því að hún verði á jákvæðum nótum, það er að skrifað verði undir viljayfir- lýsingu um samstarf okkar og ís- lenskrar erfðagreiningar," sagði Ás- geir Ásgeirsson, skrifstofustjóri Sjúkrahúss- og heilsugæslustöðvar Akraness, í samtali við DV. -DVÓ Davíö Oddsson forsætisráöherra gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar í gær og geröi honum grein fyrir stööu mála aö loknum kosningum. Tveir ráöherrar láta af störfum á ríkisráösfundi á Bessastööum í dag. Þá hefjast stjórnarmyndunarviöræöur milli stjórnarflokkanna í dag. DV-mynd GVA Serbinn stöðvaður - Uros Ivanovic fékk ekki að fara heim „Ég átti 30 metra eftir ófama að landa- mærunum þegar ég var stöðvaður. Mér var sagt að ég fengi ekki að fara yfir því ég væri íslenskur rík- isborgari og íslend- ingar væru aðilar að loftárásunum á Júgóslavíu,“ sagði Serbinn Uros Ivanovic sem hefur verið búsettur hér á landi í 18 ár, starfar hjá ÁTVR í Kringl- unni og er íslenskur rikisborgari. Uros ætlaði að heimsækja börn bróður síns sem eru búsett í borg- inni Sombor sem er í 40 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ungveija- lands og Júgóslavíu. „Ég fór í serbneska sendiráðið í Búdapest og þar fékk ég sömu svör. íslenskir rík- isborgarar fá ekki að fara yfir landamærin,“ sagði Uros. Það var heiðskírt og gott skyggni þegar Uros kom að landamæmnum og hann sagði þykkt reykjarský hafa hvílt yfir landinu. Útsýnið bar keim af óhugnaði. Stór hluti borgarinnar Sombor, þar sem ætt- ingjar Uros búa, hefur verið sprengd í loft upp og ástandið er hrikalegt að sögn Uros. „Ég grátbað um að fá að fara, þó ekki væri nema í einn dag, en allt kom fyrir ekki. Ég ætlaði bara að at- huga hvernig ættingjum mínum liði og hvort ég gæti orðið að einhverju liði.“ sagði Uros sem þurfti að snúa heim aftur við svo búið. „Ég er bæði dapur og sár.“ -EIR Uros Ivanovic. Maöur var aö vinna niöri í skuröi við Korpúlfsstaöi í gær þegar tvær steypu- syllur og jarövegur, alls 4,5 tonn, féllu ofan á hann úr eins metra hæð. Fé- laga hans tókst aö moka frá vitum hans. Þaö tók Slökkviliö Reykjavíkur rúma klukkustund aö losa hann meö háþrýstiloftpúðum og klippum. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur, mjaömagrindarbrotinn og úr mjaömar- liö. DV-mynd S Vafasamt bann Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður telur mjög vafasamt að banna að birta skoðana- kannanir síð- ustu daga fyrir kosningar. Ráðherraskip- uð nefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir átta árum að ekki væri tilefni til slíks banns, fremur en að banna fréttir og aðrar upplýsingar um stjórnmál. Mengunarvarnabúnaður Krossanesverksmiðjan hefur lagt fyrir Hollustuvernd tillögur til úrbóta í mengunarvörnum verk- smiðjunnar. í tillögunum er gert ráð fyrir að verksmiöjan festi kaup á búnaði sem ráðgjafar fyrir- tækisins telja að muni skila mest- um árangri í því að draga úr lykt- armengun frá verksmiðjunni. í mál viö Technopromexport Tveir Rússar og Úrkraínumað- ur, sem flúðu á náðir íslenskra stéttarfélaga vegna hótana Technopromexport um að segja þeim upp og senda þá heim, hafa stefnt fyrirtækinu til greiðslu van- goldinna launa og eru kröfumar frá 827 þúsund krónum upp í 1,3 milljónir eða í heild um 3 milljónir króna, auk vaxta. Dagur sagði frá. Samherji inn í Snæfell Kaldbakur hf., fjárfestingarfélag i eigu Samherja, hefur keypt 23,5% hlut í KEA-útgeröinni Snæfelli á Dalvík. KEA á eftir um 70% hluta- Sár í Snæfelli. Stöð 2 sagði frá. Gagnrýninn á hækkun Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og for- maður BSRB, lýsti í gær óá- nægju með ákvörðun kjara- dóms um launa- hækkanir til al- þingismanna, dómara og emb- ættismanna í viðtali við RÚV. Kröfur á Gallerí Borg Bótakröfur vegna um 500 list- muna sem eyðilögðust í bruna Gallerí Borgar liggja fyrir hjá tryggingafélaginu VÍS. Dagur sagði frá. Skólastjóri fer Aðstoðarskólastjóri Seljaskóla hefur sagt upp störfum að eigin frumkvæði vegna eigin dóm- greindarskorts og brota á sam- skiptareglum skólans, samkvæmt ffétt Stöðvar 2. Staðfesti skipulag Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðhen-a staðfesti í gær svæðisskipulag miðhálendisins til ársins 2015. Vantar vinnu Eftirspurn námsmanna eftir sumarvinnu er meiri en framboð- ið. Morgunblaðið segir námsmenn óvenju snemma á ferðinni með að skrá sig hjá Atvinnumiðstöð Reykjavíkur miðað við fyrri ár. Síminn einkavæddur Davíð Oddsson forsætisráö- herra segir í samtali við Reuters- fréttastofuna að hann vilji einka- væða Landssímann. Búast megi við tillögum um þetta í næsta fjár- lagafrumvarpi. Tilraun tii aðfarar Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði í stjórnmála- umræðum í Sjónvarpinu síðastliðið sunnudags- kvöld, að gerð hefði verið til- raun til aðfarar gegn sér í umræðuþætti í Sjón- varpinu fyrir kosningar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.