Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 32
4 lSI|Síi|í UftTTti a xriorgun FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1999 Stj órnarmyndun: Höfum skilað glæsilegum árangri - segir Halldór „Við tökum við þessum ráðuneyt- um í dag og síðan munu hefjast við- ræður á milli flokkanna," sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknar- flokksins, i morg- un. Halldór sagði að sér litist vel á framtíðina. Að baki væri erfíð kosningabarátta flokksins og úr- slitin heldur lak- ari en útlit var fyrir á tímabili. . Halldór sagðist telja að ríkis- ^tjórnin hefði lukkast hið besta. í dag héldu viðræður áfram. „Við höf- um skilað glæsilegum árangri," sagði Halldór og hló létt við. Að loknum fundum ríkisstjómar og ríkisráðs í dag munu viðræður flokkanna tveggja hefjast. Innan þingflokka beggja er eining um að endumýja stjómarsamstarf til fjög- urra ára. -JBP Halldór Ásgrímsson. Frambjóðandi á F-lista: -Greiddi tvisvar atkvæði Einn af frambjóðendum í Norður- landskjördæmi vestra greiddi atkvæði í tvígang í kosningunum á laugardag. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er um að ræða Valgeir Sigurðs- son sem skipaði fjórða sætið á lista Fijálslynda flokksins í kjör- dæminu. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík og gaf > upp heimili sitt í Lúxemborg, en mætti síðan á kjörstað á kjördegi á Sigluflrði. Þorbjöm Árna- son, formaður yfirkjörstjómar, stað- festi í morgun að atvikið hefði átt sér stað en vildi ekki greina frá því hvaða maðm- hefði átt í hlut. Valgeir Sig- urðsson sagði í morgun að eftir að hafa greitt atkvæði utankjörstaðar í Hafnarbúðum í Reykjavík hefði sér verið tilkynnt að hann hefði ekki kosningarétt á íslandi. Hann hefði í framhaldinu aflað sér upplýsinga hjá Hagstofunni um að hann væri á kjör- skrá á Siglufirði. Hann hefði því greitt atkvæði í sinni núverandi heima- byggö á Siglufirði á kjördegi og ekki hefði tekist að endurheimta utankjör- ^taðaratkvæðið. Mæðginin Sindri Snær og Ingibjörg Sverrisdóttir vonast til að komast til Liverpool á laugardag þar sem stráksi fær að sjá átrúnaðargoð sín í fótbolta leika síðasta heimaleik sinn í ár. Með þeim fara faðirinn Einar Einarsson og Flosi Helgason, vaktmaður á Landspítalanum og stórvinur drengsins. DV-mynd Sveinn Breytingar fréttatíma: Bændur æfir „Ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt í stjóm Bændasamtakanna," sagði Ari Teitsson, formaður sam- takanna, í morgun um breytingar á aðalfréttatím- um RÚV, kvöld- fréttir útvarps klukkan 18.00 og sjónvarpsfréttir klukkan 19.00. „Þetta hentar bændum ákaf- lega illa því mjaltir standa yfirleitt fram undir klukkan sjö. Það þarf að líða ákveðinn tími milli mjalta þannig að eina ráð bænda er að færa morgunmjaltir fram til klukk- an sex ef þeir vilja fylgjast með kvöldfréttum. Bændur vilja fylgj- ast með en niðurstaða þessara breytinga verður líklega sú að bændur fórna fréttunum þó þeir nái einhverju hrafli í fjósi," sagði Ari Teitsson. Formaður Bændasamtakanna sagðist setja spumingamerki við skylduáskrift að ríkisíjölmiðlum þegar ákvörðun sem þessi væri tekin þvert ofan í hagsmuni heillar stéttar. Sjá nánar á bls. 7. -EIR McDonald’s býður foreldrum, fylgdarmanni og sjúklingi til Bretlands: Sindri á leið til Liver- pool á laugardaginn Sindri Snær Einarsson, dreng- urinn sem hefur átt erfiðan vetur eftir að hafa brennst illa á Eski- firði í lok síðasta sumars, er að lík- indum á leiðinni til Bítlaborgar- innar Liverpool á laugardaginn. Þar mun hann fá að sjá átrúnaðar- goðin sin leika lokaleikinn gegn Wimbledon í ensku deildarkeppn- inni. „Ég held mest upp á Michael Owen hjá Liverpool," sagði Sindri í samtali við DV á Landspítalan- um þar sem hann gekkst undir aö- gerð í síðustu viku. „Þetta er reyndar háð því að læknirinn segi að honum verði óhætt að fara og ekkert komi upp eftir aðgerðina," sagði Ingibjörg Sverrisdóttir, móð- ir Sindra. Skipta þarf um umbúðir tvisvar á dag eftir aðgerðina þannig að fjöldi fólks krossar fing- Einar Einarsson, faðir Sindra. ur og biður þess að allt fari að ósk- um og stráksi komist nú á leikinn. Það er McDonald’s á íslandi sem býður Sindra litla, Ingibjörgu mömmu, fóðumum Einari Einars- syni og engum öðrum en Flosa Helgasyni vaktmanni - starfsmanni á Landspítalanum í ár - sem hefur verið andleg stoð og stytta drengs- ins frá því að hann kom á spítalann í lok ágúst á síðasta ári eftir að hafa brennt sig illa við yfirgefið sumar- hús á Eskifirði. Sindri gekkst undir aðgerð á hálsi, undir handarkrika og á handlegg í síðustu viku. „Þetta var gert til að „rétta hann afsagði móðirin. „Hann var orðinn hálf- skakkur eftir hreyfingarleysið. Þetta lítur miklu betur út núna,“ sagði hún. „Drengurinn spyr jafnvel oft á dag um ferðina," segir móðirin. Það átti jafnvel að koma í ljós nú í morgun, við skoðun læknis, hvemig útlitið yrði með hvort Sindri litli Snær fær að sjá Liver- pool-strákana leika listir sínar fyr- ir framan meira en 40 þúsund áhorfendur, væntanlega við stór- kostlega stemningu, með foreldr- um sínum og Flosa á laugardag- inn. Sindri hafði fyrir aðgerðina í síðustu viku verið 6-7 vikur heima á Eskifirði og þá 1 skóla með sín- um skólasystkinum. „Hann hafði bara mjög gott af þvl. Ég vona að það verði engar aðgerðir í sumar og hann fái þá bara að fara austur með okkur til að byggja sig upp áður en fleiri aðgerðir verða gerð- ar,“ sagði Ingibjörg Sverrisdóttir. -Ótt SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA Veðrið á morgun: Suðvestan- gola og hlýviðri Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestangolu eða kalda og dálítilli súld öðru hverju norðvestanlands. Annars staðar verður skýjað með köflum og þurrt. Hiti verður á bil- inu 8 til 14 stig sunnanlands og 4 til 10 stig norðan til. Veðriö í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.