Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 9 e>v Útlönd Norðmenn áhyggjufullir vegna öryggismála i rússneskum kjarnorkuverum: íslendingar þurfa ekki aö óttast geislamengun Starfsmaður Kola-kjarnorkuversins við Múrmansk í Norðvestur-Rússlandi fylgist með mælum og tækjum í stjórnklefa eins kjarnaofnsins. DV-mynd gb islendingum stafar ekki hætta af þótt geislavirk mengun færi í hafið frá rússneskum kjamorkuverum á Kolaskaga og lítil hætta er á meng- un í fiski sem flakkar á milli haf- svæða, segir Inger M. H. Eikel- mann, sérfræðingur geislavarna norska ríkisins í Norður-Noregi. Öðm máli gegnir um Norðmenn. Þeir hafa þungar áhyggjur af örygg- ismálum í kjamorkuvemm á skag- anum, einkum Kola kjamorkuver- inu sem er í næsta nágrenni við norsku landamærin. Þar við bætist að hlutar orkuversins em komnir nokkuð til ára sinna. Norðmenn hafa lagt umtalsvert fé í að bæta ör- yggismál þess, meðal annars fiar- skiptabúnað. „Ég hef áhyggjur af öllu í Rúss- landi vegna efnahagsástandsins þar. Það sem skiptir okkur mestu máli er Kola-kjamorkuverið. Nýtingu náttúruauðlinda og viðskiptum með þær stafar mikil ógn af því. Vand- inn yrði mikill ef mengun bærist frá kjarnorkuverinu," segir Inger M. H. Eikelmann. Tsjernobýl vendipunktur „Ef kjamorkuslysið í Tsjemobýl hefði ekki orðið (árið 1986) mundi ég segja að hættan væri engin. En núna veit ég það ekki,“ segir Andrei Zolotkv, fulltrúi Bellona umhverfis- verndarsamtakanna í Murmansk, þegar hann er spurður hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af öryggis- málum í Kola-kjarnorkuverinu. „Það er erfitt að meta hættuna. En hættan er alltaf fyrir hendi þeg- ar kjarnorka er annars vegar. Kola kjamorkuverið er þó öruggara en Tsjemobýl,“ segir hann. Zolotkov er efnaverkfræðingur að mennt og starfar hjá Murmansk skipafélaginu sem sér um rekstur kjamorkuísbrjótaflotans sem hefur aðsetur í Murmansk. Þar hefur hann unnið við kjarnorkuöryggis- mál. Aukin áhersla á öryggi Vassilí Ómeltsjúk, yfirverkfræð- ingur Kola-kjarnorkuversins, segir að meira en tíu prósent af fjármun- um fyrirtækisins fari í að auka ör- yggi í verinu og að frá því um miðj- an niunda áratuginn hafi verið gerðar langtímaáætlanir um úrbæt- ur í öryggismálum. „Það er erfitt fyrir mig að greina frá vandanum í grófum dráttum," segir Ómeltsjúk. „Við höfum áhyggjur af því að efnahagslegur og pólitískur óstöðugleiki hafi áhrif á daglegt líf fólks. En furðulegt nokk hefur öryggi hér batnað. Og ég verð að segja að aga og menntun starfs- fólksins hefur ekki hrakað vegna ástandsins í landinu." Viktor Sjútov, aðstoðarforstjóri kjamorkuöryggismála orkuversins, segir að það sé ekki tæknilegum vandkvæðum bundið að auka ör- yggið heldur sé vandinn af efna- hagslegum toga. „Eftir Tsjemobýlslysið nýtum við bestu reynsluna í öryggismálum hvaðanæva úr heiminum," segir Viktor Sjútov. -gb Palestínumenn vara ísraela við Palestínumenn hafa varað stjórn Benjamins Netanyahus í ísrael við því að loka höfúðstöðv- um Frelsisfylk- ingar Palestínu (PLO) í Jerúsal- em í dag, eins og hótað hefur ver- ið. Segja Palest- ínumenn að það gæti leitt til of- beldisverka fyrir ísrael 17. maí. „Svo virðist sem Netanyahu vilji ljúka kjörtímabili sínu með ofbeldisverkum, átökum og blóð- baði,“ sagði Marwan Barghouti sem situr á löggjafarsamkundu Palestínumanna. ísraelar segja hluta starfsemi PLO í Jerúsalem ekki í sam- ræmi við gerða samninga. Því neita Palestínumenn. Köfnuðu eftir kynmök í líkbíl Maður skyldi aldrei storka ör- lögunum. Ung mexíkósk skötu- hjú, sem laumuðust inn í líkbíl til að eiga þar eldheitan ástar- fund, létust úr kolmónoxíðeitrun á meðan þau blunduðu eftir bólfarimar. Parið hafði skilið bílinn eftir í gangi til að geta kælt sig aðeins niður með loft- kælingunni. Atburður þessi átti sér stað á laugardagskvöld í borginni Campeche við Mexíkóflóann, að því er mexíkóska fréttastofan Notimex hafði eftir yfirvöldum. Piltm-inn, sem var 23 ára, var starfsmaður útfararstofu í Campeche. Ekki er vitað hversu gömul stúlkan var. kosningarnar í Grand Cherokee Limited '94, ek. 63 þús. km. Ásett verð 2.690.000. Tilboðsverð 2.490.000. Grand Cherokee Laredo '94, ek. 75 þús. km. Ásett verð 2.290.000. Tilboðsverð 2.150.000. Plymouth Grand Voyager 4x4 '93, ek. 95 þús. km. Ásett verð 1.890.000. Tilboðsverð 1.650.000. Cherokee Laredo '90, ek. 91 þús. km. Ásett verð 950.000. Tilboðsverð 850.000. Peugeot 306 '95, ek. 84 þús. km. Asett verð 670.000. Tilboðsverð 580.000. Renault 19 '93,ek. 113 þús. km. Ásett verð 750.000. Tilboðsverð 590.000. Mazda 626 '98, ek. 18 þús. km. Ásett verð 2.100.000. Tilboðsverð 1.850.000. Peugeot 306 '98, ek. 30 þús. km. Asettverð 1.190.000. Tilboðsverð 1.050.000. Mazda 626 '92, ek. 93 þús. km. Ásett verð 1.090.000. Tilboðsverð 850.000. Daihatsu Charade '91. Ásett verð 350.000. Tilboðsverð 270.000. Peugeot405 '92, ek. 120 þús. km. Asett verð 590.000. Tilboðsverð 480.000. Dodge Neon '96, ek. 11 þús. km. Verð 1.290.000. Tilboðsverð 990.000. Peugeot 306 skutbíll '98, ek.17 þús. km. Ásettverð 1.290.000. Tilboðsverð 1.200.000. Hyundai H 100 sendibíll, dísil, '97, ek. 54 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 930.000. Toyota HiLux Xcab, dísil, '88, ek. 204 þús. km. Ásett verð 490.000. Tilboðsverð 390.000. MMC Pajero V6 stw '91, ek. 159 þús. km, upphækkaður. Ásett verð 1.390.000. Tilboðsverö 1.200.000. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.