Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 JL>"V" hjjfrikmyndir "k & Bíóborgin - True Crime: Fréttahaukur í tímaþröng ■jc+h í flestum kvikmyndum sem eiga að gerast á nokkrum klukkutímum er áhorf- andinn oftast nær meðvitaður um þann stutta tíma sem sagan gerist, oft með hröðum klippingum og æst- um persónum. Hinn sjóaði Clint Eastwood fer ekki slikar leiðir i True Crime sem gerist á minna en einum sólarhring heldur lætur margar vafasamar persónur njóta sín, hefur tíma fyrir smáútúrdúra sem fá áhorfandann til að gleyma hversu stutt er i ögurstundina um leið og hann byggir upp sígandi og leiðandi spennu sem nær hámark- inu á nákvæmlega réttum tíma og endar svo myndina glæsilega á af- slappandi máta. Þessi vinnubrögð eru ekkert nýmæli þeim sem fylgst hafa með leikstjórnarferli Eastwoods. Það er aldrei farið í Kvikmynda ' m neinn kraftgír og bensínið stigið í botn, Eastwood er að því leytinu til eins og traustur fjallajeppi sem ávallt skilar sínu. Eastwood leikur sjálfúr aðalhlut- verkið, fyrrum fréttahauk, Steve Everett, sem orðið hefur á í mess- unni bæði sem blaðamaður og heimilisfaðir. Þegar rmg stúlka, metnaðarfullur blaðamaður og sam- starfsmaður Everetts, ferst í bílslysi, eftir að hafa setið með Ev- erett á bar, er hann látinn taka yfír síðasta verkefni hennar sem er að taka viðtal við dauðadæmdan mann Ritstjórinn (James Woods) þrumar yfir biaðamanninum (Clint Eastwood). stuttu áður en hann er tekinn af lifi. Þegar Everett fer að grafast fyrir um atburðinn sem taka á manninn af lífi fyrir fer hann að gruna að ekki sé allt með felldu og fréttanef- ið, sem sjaldan hefur brugðist hon- um, segir honum að maðkur sé í mysunni. True Crime býður upp á mörg at- riði sem auðvelt er að klúðra, skiln- ingsrika fangaverði, sem vinna sína vinnu af samviskusemi, harm- þrungin atriði á milli manns, sem taka á af lífi eftir nokkrar klukku- stundir, og eiginkonu hans og dótt- ur, fréttastjóra, sem veit að einn blaðamaður hans (Eastwood) sefur hjá eiginkonu hans, vonlaust sam- band þess sama blaðamanns við ijöl- skyldu sína og ömmu sem syrgir barnabarn sitt, glæpa- mann og eiturlyfjaneyt- anda. Það þarf töluverða snilld til að tapa ekki áttum í megindramanu með svo margar auka- verkanir og Eastwood, með alla sína reynslu og kvmnáttu, fer fimlega í gegnum allar hindranir og nær að tengja vel gerð atriði saman svo aldrei verður spennu- fall. Eins vel og leikstjór- inn Clint Eastwood stendur sig þá er því miður ekki hægt að segja það sama um leik- arann Clint Eastwood. Ekki það að hann fari illa með hlutverkið held- ur er hann of gamall fyr- ir það. Eins og hefur verið gaman að sjá Clint Eastwood í töffarahlut- verkum í gegnum tíðina þá er það hann sem ger- ir Steve Everett aldrei mjög sannfærandi per- sónu. Að öðru leyti hef- ur vel tekist með skipan hlutverka og aukaleik- arar eru hver öðrum betri. Leikstjóri: Clint Eastwood. Hand- rit: Larry Cross, Paul Brickman og Stephen Schiff. Kvikmyndataka: Jack N. Greene. Tónlist: Lennie Niehaus. Aðalleikarar: Clint Eastwood, James Woods, Isaiah Washington, Diane Venora og Denis Leary. Hilmar Karlsson IOPI %% í Bandaríkjunum - aösókn dagana 7. - 9. maí. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur Brendan Franser, Rachel Weisz og John Hannah í The Mummy. Múmían sló í gegn Spennumyndin Entrapment náði aðeins að vera eina viku á toppi listans. Stórmyndin The Mummy, sem hefur víst á að skipa mögnuðum tæknibrellum, sló heldur betur í gegn og náði mestu aösókn sem nokkur kvikmynd hefur fengið yfir eina helgi, þaö sem af er þessu ári, halaði inn rúmar 43 milljónir dollara fyrir framleiöendur myndarinnar sem eru hæstánægðir. Ætla má að þetta met standi ekki lengi þar sem Stjörnustríðmynd George Lucasar verður frumsýnd 19. maí. Sú mynd var forsýnd fyrir gagnrýnendur og aðra í síöustu viku og satt best að segja eru þeir ekki mjög sáttir viö útkomuna þegar á heildina er litiö en víst er aö hún hefur lítið aö segja þegar æstir Stjörnustríðsáhangendur fá tækifæri til aö sjá myndina. Þaö fór eins og margir spáðu að Election fengi góöa aðsókn þegar hún færi í almenna dreifingu. Þessi ódýra kvikmynd, sem fengiö hefur góða krítik og er meö Matthew Broderick og Reese Witherspoon í aöalhlutverkum, var með hærra hlutfall áhorfenda heldur en Mummy þegar miðaö er við í hvaö mörgum sýningarsölum myndirnar voru sýndar. The Mummy var sýnd í 3210 sýningarsölum á meða Election var aðeins í 823. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (-) The Mummy 43,369 43,369 2. (1) Entrapment 12,326 38,552 3. (2) The Matrix 5,881 138,505 4. (3) Life 3,544 51,884 5. (-) Election 3,162 3,696 6. (4) Never Been Kissed 3,004 40,503 7.(5) Analyze This 1,726 100,843 8. (6) Things 1 Hate about You 1,130 32,639 9. (12) Cookie's Fortune 0.850 7,715 10. (15) Shakespeare in Love 0,785 93,965 11. (11) The Out-of-Towners 0,777 26,051 12. (14) Life Is Beautiful 0,767 54,168 13. (7) Idle Hands 0,701 3,004 14. (9) Pushing Tln 0,680 7,023 15. (-) She's all That 0,625 61,582 16. (13) Forces of Nature 0,563 50,324 17. (10) Go 0,552 15,403 18. (8) Lost and Found 0,421 2,469 19. (16) A Walk on the Moon 0,421 1,733 20. (-) T-Rex: Back to the Cretaceous 0,307 10,612 Regnboginn - Little Voice: Fantasía úr bresku lágstéttarumhverfi ★★ Og The Rise and Fall of Little Voice er eitt vin- sælasta leikrit Breta frá siðari árum og var meðal annars sýnt hér undir heitinu Taktu lagið, Lóa. Þeir sem sáu leikritið vita nokkurn veginn að hverju þeir eru að ganga en fyrir hina kann kynningarherferð myndarinnar að virka svolítið villandi. Þetta er ekki „stórmynd“ sett fram meö glingri og skrauti heldur fantasía úr bresku lágstéttarum- hverfi um unga stúlku sem misst hefur fóður sinn en heldur dauðahaldi í minningu hans með því að hverfa inn í heim tónlistarinnar sem honum var svo kær, hinna klassísku dæg- urlaga fyrri tíma. Um leið þarf hún að glíma við vergjarna sjálfselska móður sína og fylgisvein hennar, misheppnaðan umboðs- mann handónýtra skemmtikrafta sem uppgötvar að stúlkan hefur ein- staka sönghæfileika og telur sig hafa himin höndum tekið. Að sögn var leikritið sérstaklega skrifað fyrir Horrocks, sem nær ein- staklega vel að stæla söngstíl stór- stjarna á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe, Billie Holliday og Shirley Bassey. Langbesta atriði myndarinnar er þegar Horrocks stígur á svið og syngur syrpu af lög- um þessara kvenna og fleiri með þvilíkum fítonskrafti og af slíkri ná- kvæmni að nautnahrollur hríslast niður um mann. Því miður er flest annað í myndinni frekar gamalkunnugt. Litla rödd (eða Lóa) er jafnofurfeimin og hlédræg og móðir hennar (Blethyn) er drykk- felld og hávær, Caine er lítill kall með of stóra drauma og flestar aðr- ar persónur höfum við of oft séð áður í breskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem gerast í norð- urhluta landsins. Sagan er satt að segja frekar kiisjnkennd ng fyrirsjæ Jane Horrocks leikur Lóu. Kvikmynda GAGNRÝNI anleg. Tekst að draga Lóu út úr skel sinni og fá hana til að syngja? Er samband móður hennar og umboðs- mannsins byggt á sandi? Nær dúfha- ræktandinn og símamaðurinn McGregor rómantísku sambandi við Lóu? Endar þetta allt með ósköpum en samt von í lokin? Svörin er fljót að sýna sig og einhvem veginn verður maður aldrei djúpt snortinn nema þegar Horrocks syngur. Hins vegar leiddist manni ekkert óskaplega. Hér er sæmilega vel sagt frá og Blethyn og Caine eiga marga góða spretti. Persónurnar em bara of flatar til að ná til manns. Fyrir þá sem vilja upplifa virkilegt ævintýri á svipuðum nótum, þar sem gráma breska hvunn- dagsins er teflt gegn fantasíu hinna klassísku dægurlaga, má ég þá benda á meistaraverk Terence Davies, Distant Voices Still Lives, sem ætti að fást á öllum betri leigum. Leikstjóri: Mark Herman. Hand- rit: Herman, eftir leikriti Jim Cartwright. Aðalhlutverk: Jane Horrocks, Brenda Blethyn, Mich- ael Caine, Ewan McGregor. Ásgrímur Sverrisson. Ruðningur Fótboltastjarnana Jonathan Moxon (James Van Der Beek) er umsvermaður af kvenfólki. Bíóhöllin - Varsity Blues og villt líf Varsity Blues er enn ein unglingamyndin þar sem gert er út á ungar íþróttahetjur, vinsældir þeirra meðal ungra meyja, villt líf eftir leik og sam- band þeirra við foreldra. Allt er þetta kunnuglegt, þekktar for- múlur færðar í ný klæði sem í þetta sinn eru gegnsæ. Sjálfsagt hefur verið lagt upp með eitt- hvern húmor í handritinu og ef svo þá er hann ekki sýnilegur, þannig að við sitjum uppi með misvitur ungmenni í smáborg þar sem allt snýst um ruðning, strákamir í liðinu eru hetjur sem stelpumar reyna að ná í og sigursæll þjálfari liðsins getur nánast ráðiö því hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að lögum og reglum í bæjarfélag- inu. Aðalpersónan er Jonathan Moxon (James Van Der Beek), sem er varamaður leikstjóm- anda liðsins, hann er hugguleg- ur ungur drengur sem les Slaughterhouse-Five eftir Kurt Vonnegut á varamannabekkn- um. Þegar leikstjórnandinn, Kvikmynda GAGNRÝNI hetjan í borginni, meiðist illa, er komið að Jonathan sem stekkur inn á vöflin, fullskapaður leik- stjórnandi og kemur með ýmsar nýjungar og leiðir liðið til sig- urs. Jonathan gengst upp í frægðinni sem umlykur hann og verður smátt og smátt að eftir- mynd félaga síns sem meiddist. Á yfirborðinu er því allt í himnalagi en undir niðri kraum- ar á kynþáttafordómum, mann- fyrirlitningu og ýmsu fleira, sem aðallega kemur frá hinum valda- mikla þjálfara sem um síðir kemst að því hvar Davíð keypti ölið. Það er í raun fátt eitt um hina ungu leikara að segja, þau eru valin eftir útliti og eru því mis- lagðar hendur þegar kemur að leiklistargyðjunni. Sá ágæti leik- ari Jon Voight leikur þjálfarann og hefur örugglega fengið góðan aur fyrir, ekki sé ég nokkra aðra ástæðu fyrir hann að taka að sér þetta hlutverk. Þegar á heildina er litið þá er Varsity Blues yfir- borðskennd og án allrar dýptar, aðeins ein klisjan á eftir annarri. Leikstjóri: Brian Robbins. Handrit: W. Peter lliff. Kvik- myndataka: Charles Cohen. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlut- verk: James Van Der Beek, Jon Voight, Paul Walker og Scott Caan. Hilmar Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.