Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 13 Blekkingin ein Kjallarinn Karl V. Matthíasson sóknarprestur Nú keppast hag- fræðingar og pen- ingaspekúlantar við það að vara við mikilli þenslu og vaxandi verðbólgu. Ríkissjóður og sveitarfélög verða að fara varlega, ijölskyldur og ein- staklingar líka. Stórhættulegt er að hækka kaup þar sem slíkt veldur verðbólgu, auknum skuldum og meiri vöxtum. Við hlið- ina á vöxtunum er til sjálfstætt fyrir- bæri sem kallast verðbótaþáttur er ■—■^—— leggja mun smáfyr- irtæki og fjölskyldur undir hamar uppboðshaldaranna í stórum stil ef þenslan verður mikil. Miklar skuldir Skuldir margra heimila eru því miður það miklar að lítið má bregða út af. Sérstaklega þegar lit- ið er til þess að krónan er verð- tryggð hjá okurlánurum íslenska peningakerfisins. Allt of margir hafa fallið í þá gryfju að kaupa sér dýra hluti á lánum og látið blekkj- ast af þeim sem leigja vilja peninga gegn mjög háu gjaldi og það meira að segja án áhættu. í nýafstaðinni kosningabaráttu kom það hvorki fram hjá sjálfstæðismönnum né framsóknarmönnum að blikur væru á lofti í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þvert á móti - á þeim mátti skilja að allt væri í stakasta lagi og framtíðin björt. Enda juku þeir útgjöld ríkissjóðs um marga milljarða svona af tilviljun rétt fyr- ir kosningarnar, allsendis óvitandi um vá verðbólgunnar á næsta leyti. í kosningabaráttunni heyrði ég ábyrgan sjálfstæðismann lýsa því yfir að forsætisráðherra væri eig- inlega búinn að ákveða að fast- eignagjöld á Vestfjörðum og ann- ars staðar á landsbyggðinni myndu lækka. Sveitarfélögunum yrði bættur sá tekjumissir með fé úr ríkissjóði. En auðvitað verður það ekki hægt því ráðherrann vissi ekki að þenslan væri orðin allt of mikil og gjaldeyrisforðinn orð- inn allt of lítill. þær að það var bara ekki hægt að uppfylla þau vegna þess að horf- urnar í efnahagsmálunum . eru Vímuefnin og barnakortin Milljarðurinn í einka- mál framsóknarmanna (þ.e. baráttuna gegn vimuefnunum) verður sjálfsagt seint fundinn. Að ekki sé nú talað um hamakortin sem margt bamafólkið hlakkar til að fá eftir loforðin eða þá fyrirheitin sem and- lega veiku hömin fengu á alþjóða geðheilbrigð- isdeginum. Við megum búast við þvi á næstu dögum að stjórnarsátt- máli sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna verði birtur. Það má reikna með því að að í þessum sáttmála verði allt annað að sjá en stóð í kosningaloforðum þess- arar flokka. Skýringarnar verða ríkisbúskapnum. Vildu þeir í Seðlabankanum og Þjóðhagsstofn- un ekki hryggja þá, stjómarliðið eða jafnvel „Það er í rauninni skömm að því hversu Davíð og Halldór eru illa upplýstir um framtíðarhorfur í ríkisbúskapnum. Vildu þeir í Seðlabankanum og Þjóðhags- stofnun ekki hryggja þá, stjórnar- liðið eðajafnvel stjórnarandstöð- una sem voru að boða aukin út- gjöld til velferðarmála?u aðrar en þeir héldu, höfðu á til- finningunni eða var tjáð rétt fyrir kosningamar. Góðærið er á enda Það er i rauninni skömm að því hversu Davíð og Halldór era illa upplýstir um framtíðarhorfur í stjórnarandstöð- una sem voru að boða aukin út- gjöld til velferð- armála? Meifa að segja Þórar- inn Viðar er nú farinn að tala á ný í fjölmiðla rnn þessi mál - kannske talaði hann bara um þau í (Lands)símann fram að kosning- um. Leiktjöldin sem sett voru upp til að villa kjósendum sýn em farin að rifna og mölflugumar komnar á kreik. Allt talið um stöðugleik- ann virðist nú blekkingin ein. Karl V. Matthíasson Milljarðurinn í einkamál framsóknarmanna, baráttuna gegn vímuefnunum, verður sjálfsagt seint fundinn eða í barnakortin sem margt barnafólkið hlakkar til að fá, segir m.a. í grein Karls. Utanríkisstefna Margir treysta því að NATO, undir forystu Bandaríkjastjómar, sé með loftárásum sínum á Júgóslaviu að vinna gegn þjóðem- ishreinsun í Kosovohéraði. Það stingur þó nokkuö í stúf við utanríkisstefnu Bandaríkjanna. sem hefur hingað til ekki kippt sér upp við þjóðernishreinsanir. Ef eitthvað er, hefur hún ýtt undir þær. Bandaríkjastióm sendir t.d. fiármagn og vopn til ríkisstjórnar Tyrklands fyrir utan að lýsa bein- um stuðningi við þjóðemishreins- anir Tyrkja á Kúrdum. Einnig hef- ur Bandaríkjastjórn veitt ríkis- stjóm Indónesiu tryggan stuðning sem hefur drepið hundmð þús- unda íbúa á eyjunni Austur- Tímor. Ekki má gleyma rausnalegum fiárhags- og vopnastuðningi Bandaríkjastjómar við herstjóm- ina i Guatemala í 36 ára borgara- styrjöld, þar sem a.m.k. 200.000 innfæddir „hurfu“ eða voru drepn- ir. Þar að auki var herinn í Gu- atemala beinlínis þjálfaður af Bandaríkjastjóm. ÖOum á óvart kom þó Bandaríkjaforseti nýlega fram opinberlega og baðst afsök- unar á þátttöku Bandaríkjanna í borgarastríðinu í Guatemala. Olía en ekki lýðræði Þess má einnig geta að erlend fiárhagsaðstoð Bandarikjanna hef- ur að langmestu leyti rannið til rík- is- og herstjórna þeirra þjóða sem hvað mest kúga íbúa sína. Samt sem áður reynir Bandaríkjastjóm að telja almenningi trú um að hún sé að vinna að stöðug- leika í heiminum. Þjóðernishreinsan- ir Kínverja á Tíbet- búum hafa ekki enn náð athygli Bandarikjastjóm- ar, en alls hafa Kínverjar myrt 1.200.000 Tíbetbúa. í dag er eflaust flestum ljóst að Persaflóastríðið snerist aðallega um verð á olíu en ekki lýðræði Kúveitbúa. Bömin í írak hafa þó aldeilis fengið að finna fyrir „frelsisbarátt- „Það er ekki beint sannfærandi að Bandaríkjastjórn, með aðstoð annarra NATO-þjóðhöfðingja, sé að reyna að stilla til friðar á Balkanskaga. Það kemur einfald- lega ekki heim og saman við utan- ríkisstefnu helstu vopnasöluþjóð- arheims..." Bandaríkjanna unni“ i Kúveit. Þúsundir barna deyja þar mánaðar- lega sökum lyfia- skorts af völdum viðskiptabannsins og af óhreinu drykkjarvatni (þar eð allt þjónustu- kerfi landsins var eyðilagt). Heil- brigðiskerfið í írak stenst þó alþjóðleg- an samanburð og var eitt hið besta á Persaflóasvæðinu áður en sprenging- ar hófust. Innrásin í Panama Ágætt dæmi um það hvemig Bandarikjastjóm, með aðstoð fiölmiðla, reynir að rugla fólk í ríminu hvað varðar áform hennar er innrás Bandaríkjahers i Panama árið 1989. Á meðan al- menningur sat spenntur og horfði á sviðsettan eltingaleik við Manuel Noriega var Bandaríkjaher að vinna að meginmarkmiði innrás- arinnar sem var að tryggja áfram- haldandi yfirráð Bandaríkjanna yfir Panamaskurðinum en hann átti samkvæmt samningum að falla undir stjórn Panamabúa 31.12. 1999. Fyrir utan að sprengja upp öll hergögn í Panama og tryggja þar með áfram- haldandi bandaríska her- stjórn á Panamaskurðin- um, myrti Bandaríkjaher þúsundir óbreyttra borg- ara (endanlegar tölur hafa ekki verið skráðar). í kjölfar innrásarinnar var samningurinn um Panamaskurðinn endm-- gerður og Panamabúar afsöluðu sér öllum rétti til eigin herafla í framtíð- inni. Ekki sannfærandi Árið 1992 var frumsýnd í Bandaríkjunum heim- ildamyndin Panama- blekkingin, The Panama Deception. Myndin vann til óskarsverðlauna í flokki heim- ildamynda það árið. Heimilda- myndin fiallar um hvemig eltinga- leikurinn við Noriega var notaður til að breiða yfir það sem var í raun að gerast. Það er ekki beint sannfærandi að Bandaríkjastjóm, með aðstoð annarra NATO-þjóðhöfðingja, sé að reyna að stilla til friðar á Balkanskaga. Það kemur einfald- lega ekki heim og saman við utan- ríkisstefnu helstu vopnasöluþjóð- ar heims sem hagnast litið á mannréttindum og friði. Þórdís Sigurþórsdóttir Kjallarinn Þórdís Sigurþórsdóttir M.A. í þriðja heims þróunarfræðum Með og á móti Samfylking fái þingflokks- herbergi Framsóknar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að fá þingflokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingishús- inu. Samfylkingin fékk 17 þingmenn kjörna en Framsóknarflokkurinn fékk 12, þremurfærri en i kosningunum 1995. í þingflokksherbergi Alþýðu- flokksins hafa mest verið 14 þing- menn og er þá þröngt um manninn. Hins vegar er rúmt um 12 þingmenn Framsóknar. Enginn á herbergi „Staðreyndin er emfaldlega su að það er hlutverk Alþingis að skaffa þingflokkum mannsæm- andi vinnuaðstöðu í Alþingis- húsinu ef mögulegt er. Flokka- kerfið á íslandi hefur lengi verið óbreytt og skipun húsakynna hefur tekið mið af því. Nú hefur orðið breyting þar sem kominn er nýr þingflokk- Sighvatur Björg- vinsson. ur sem er næststærsti þingflokkurinn. Það er ósköp eðlilegt að húsnæðis- mál taki mið af stærð þingflokk- anna og þeir fái starfsaðstöðu við hæfi. Ég hef verið lengi í þingflokki Alþýðuflokksins og í þingflokksherbergi hans höfum við flest verið 14. Þá var þar svo þröngt að ekki var mögulegt að kalla á fólk til fundar með okkur eins og oft reynist nauösynlegt þegar verið er að fara yfir mál. Sérfræðingar utan úr bæ koma til dæmis og gefa álit sitt. Staðan í dag er hins vegar sú að einung- is þingherbergi Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks rúmar þingflokk Samfylkingarinnar. Ekki er um önnur herbergi að ræða. Það er skylda forseta Al- þingis að leysa þetta mál. Það er enginn þingflokkur sem á þing- flokksherbergi." Fastar hefðir Jón Kristjánsson. „Það hafa verið fastar hefðir í þessum þingflokksherbergjamál- um hjá þeim flokkum sem haft hafa menn á þingi í áraraðir. Við höfum farið upp og niður í kosningum án þess herbergja- skipan í þing- húsinu hafi verið raskað. Hverjir sitja í ákveðnum her- bergjum getur varla skipt sköpum um stjórn landsins næstu árin. Mér finnst þessi um- ræða mjög einkennileg og ekki ástæða til að breyta innanhúss þótt fækki um þrjá þingmenn í þingflokki Framsóknarflokksins. Það hlýtur að vera hægt að koma hlutum þannig fyrir að all- ir geti við unað án þess að gerð- ar séu breytingar í flokksher- bergjamálum. Þótt ég telji þetta ekki eitt af stóru málunum vil ég gjaman vera áfram í þingflokks- herberginu eins og ég hef verið frá 1985. Það era auðvitað til- finningar tengdar þessu her- bergi og að fara þaðan yrði ekki ólíkt þvi að flytja að heiman. En svo slegið sé á létta strengi þyk- ir mér ánægjulegt hvað kratar era ákafir að komast í framsókn- arfiósið. En því fer hins vegar fiarri að mig langi að finna þessa kratalykt, það er nóg að vita af henni hinum megin við vegg- inn.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.