Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 Fréttir Vandamál Vinnslustöövarinnar rædd á stjórnarfundi í dag: Fyrirtækið einskis virði í loforðum - segir Geir Magnússon, forstjóri ESSO og stjórnarformaður „Við gáfum þær yfirlýsingar þegar fyrirtækin voru sameinuð, Vinnslu- stöðin og Meitillinn, að fyrirtækið yrði rekið áfram í Þorlákshöfn. Við erum fulikomlega meðvitaðir um okk- ar loforð. En við gerum okkur líka fullkomlega grein fyrir því að fyrir- tæki sem fer á hausinn er einskis virði í loforðum. Það er okkar hlut- verk að sjá til þess að fyrirtækið fari ekki á hausinn," sagði Geir Magnús- son, forstjóri Olíufélagsins hf. ESSO, þegar DV ræddi við hann í gær. Hann er formaður stjórnar Vinnslustöðvar- innar, fyrirtækis sem „Smokkfiskur- inn“ svokallaði, ýmis eftir-SÍS fyrir- tæki eiga meirihluta í. „Eitt er að loka í Þorlákshöfn og annað að skera þetta ailt niður, allt er þetta í skoðun og unnið að því að leysa ýmis vandamál," sagði Geir. „Það vilja margir kaupa bréfin af okk- ur, en þau eru ekki til sölu, við klárum þetta,“ sagöi Geir. Vandamál V innslustöð varinn- ar i Vestmannaeyj- um verða rædd til botns á stjórnar- fundi fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið tapaði 605 milljón- um króna á sex mánuðum, en er engu að siður enn vel stætt fyrirtæki og hlutabréf þess, sem skráð eru á Verðbréfaþingi, hafa verið á uppleið að nýju undanfarna daga. Eigið fé Vinnslustöðvarinnar nú mun vera um 2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 30%. Fyrirtækið er því ekki á flæðiskeri statt, en þarf vissulega að grípa til aðhaldsaðgerða. Árið 1993 var Vinnslustöðin með neikvætt eigið fé og komið að þrotum. En almenning- ur hefur lagt mikið fé í Vinnslustöð- ina, sem og sjóðir og stórfyrirtæki eins og ESSO og VÍS og fleiri. Margir uggandi um sinn hag Vandamál Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum voru víða rædd í gær. Verkafólk, sjómenn og aðrir sem hjá fyrirtækinu starfa eru eðlilega uggandi um sinn hag, á fjóröa hundrað manns vinnur í Vinnslustöðinni, þar af um 90 í Þorlákshöfn. Tap fyrirtækisins á síðasta rekstrarári var gífurlegt, nam 605 milljónum króna á sex mánuðum, þar af 474 milljónum af reglulegri starfsemi. „Það er ekkert sýnilegt í hendi ef þessi rekstur hverfur frá okkur, bæði hvað varðar landvinnsluna og eins sjósókn. Þarna eru mörg störf í húfi, trúlega um 90. Annars vil ég ekki segja mikið um þetta, við verðum að treysta því að stjórnendur taki réttar ákvarðanir þannig að fyrirtækið geti lifað,“ sagði Þórður Ólafsson, formaðm- Verkalýðsfélagsins Boða i Þorláks- höfn, í gær. Hann segir að vanda- mál Vinnslustöðvarinnar hvíli þungt á mörgum í bænum. Hann segist ekki sjá að það sé gáfulegt að flytja landvinnsluna út á sjó eins og rætt er um. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ölfusi, sagðist ekki geta sagt neitt um stöðuna, en málin mundu von- andi skýrast á komandi dögum. Hún sagðist þó ekki trúa því að landvinnsla Vinnslustöðvarinnar hyrfi frá Þorlákshöfn. Slíkt væri lítt ásættanlegt fyrir bæinn. -JBP Heimsókn forseta íslands í Eyjafirði: Forsetinn heiðursfé- lagi í veðurklúbbnum Skátar stóðu heiðursvörð við ráðhúsið á Dalvík og fögnuðu forsetanum í blíðviðri í gær. DV-myndír gk DV, Akureyri: Á öðrum degi opinberrar heim- sóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, í Eyjafirði í gær lá leiðin um hreppana norðan Akureyr- ar og til Dalvíkurbyggðar. Heimsókn- inni lýkur í dag, en forsetinn hélt í morgun til Hríseyjar og fer síðdegis til Grímseyjar. Leið forsetans og fylgdarliðs hans lá um Glæsibæjarhrepp, Amarnes- hrepp, Skriðuhrepp og Öxnadals- hrepp, og síðdegis til Dalvíkurbyggð- ar, nánar tiltekið til Dalvíkur. Var móttökuathöfn við ráðhúsið þar sem fjöldi bæjarbúa kom í blíðviðri til að taka á móti forsetanum. Að lokinni móttökuathöfn voru fyrirtæki skoðuð, sjávarútvegssvið Verkmenntaskólans var heimsótt, Dalbær, dvalarheimili aldraðra, sundlaugin og fleira, og I gærkvöld var boðið til kvöldverðar í félagsheimilinu Rimum, og siðan til almennrar kvöldsamkomu þar. Ólafur Ragnar var greinilega í góðu skapi, enda lék veðrið við hann og fylgdarlið, og móttökumar sem hann hlaut voru innilegar. Forsetinn skemmti sér greinilega vel og sló m.a. á létta strengi að lokinni ferð í hesta- kerru á Dalvík þar sem Sveinn Jóns- son, bóndi i Kálfsskinni, var í hlut- verki „kúsksins" og bauð forsetanum að „taka í“. Ólafur Ragnar heimsótti veður- klúbbinn í Dalbæ og var þar gerður að heiðursfélaga og fékk einkennis- búning klúbbfélaga að gjöf því til stað- festingar. Þar hafði forsetinn á orði að veðurklúbburinn væri klúbbur sér að skapi, og hlaut að launum sæmilega veðurspá fyrir daginn í dag, en þá heimsækir hann m.a. Grímsey. Þar verður m.a. fylgst með bjargsigi og dagskránni lýkur með kvöldverði í fé- lagsheimilinu Múla. -gk Sveinn stórbóndi Jónsson í Kálfsskinni kom með hestakerru sína til Dalvík- ur í gær og ók Ólafi Ragnari Grímssyni milli staða. Forsetinn kunni vel að meta og tók sjálfur í taumana og lét Sveinn bóndi vel af þeim handtökum. Aðalsteinn heiðraður Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur, sem skrifað hefur í DV um ára- bil, hefur verið útnefndur til svo- nefndra Torstein og Wanja Söder- berg verðlauna sem veitt eru árlega þeim sem skarað hafa fram úr á Norðurlöndum i málefnum tengd- um iðn- og listhönnun. Að þessu sinni voru fimm gagnrýnendur frá íslandi, Noregi, Danmörku Svíþjóð og Finnlandi heiðraðir fyrir framúr- skarandi umfjöllun um listræna hönnun. „Þetta var mjög óvænt því þarna er ég settur í hóp með fólki sem skrifað hefur um hönnun í áratugi. Þetta er ánægjulegt, ekki sist í því ljósi að hönnun er á miklu hærra stigi annars staðar á Norðurlöndun- um en hér,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn starfar um þessar mundir á DV sem ritstjóri menning- arefnis blaðsins. Hann segir að verðlaunaveit- ingunni fylgi að verðlaunahaf- arnir setji sam- an sýningu í haust þegar verðlaunin verða afhent. Hver verðlauna- hafi um sig hefur verið beðinn að velja fimm hluti frá eigin landi sem honum finnst bera sterkust einkenni síns heimalands. Aðalsteinn kveðst ekki hafa ákveðið hvaða hluti hann velji en hafi þegar mótað hugmynd um það. -SÁ Stuttar fréttir i>v Ráðunautar á ferð Fyrrverandi landsráðunautar, Þorkell Bjarnason og Kristinn Hugason, munu kynna stóðhesta á sérstakri 35 stóðhesta kynn- ingu í reiðhöll- inni í Ingólfs- hvoli í kvöld kl. 20. Kynntir verða topparnir frá sýningunni í Gunnarsholti, svo sem Dynur frá Hvammi og Garpur frá Auðsholtshjáleigu. Neskirkja friöuö Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur friðað fimm 20. aldar byggingar að tillögu Húsa- friðunamefndar. Þeirra á meöal em Búnaðarbankinn í Austur- stræti, Neskirkja og Melaskólinn. Hús frá þessu byggingarskeiði hafa ekki fyrr verið friðuð. 20% hafa ekki heyrt Samkvæmt könnun sem Pricewaterhouse Coopers hefur gert hafa 20,2% landsmanna ekki heyrt íslenska lagið í Söngva- keppni evrvópskra sjónvarps- stöðva, 78,8% kváðust hafa heyrt lagið, þar af 73,9% konur en 26,1% karlar. 1200 voru spurðir og svar- hlutfall var um 70%. Treg síldveiði Veiðar íslenskra skipa úr norsk- íslenska sildarstofninum í Síld- arsmugunni hafa verið fremur treg- ar undanfarið. 15 skip eru að veið- um og heildaraflinn er á áttunda þúsund tonn. Kvótinn er 220 þús- und tonn. Ný verkalýðssamtök Aðalsteinn Baldursson, verka- lýðsleiðtogi á Húsavík, telur að upp- lausn og óróleiki innan ASÍ og BSRB geti endað með úrsögnum úr þessum sam- tökum og að ný heildarsamtök þeirra sem eftir verða verði stofnuð en fagfélög verði utan þeirra. Dagur sagði frá. Snjókoma í nótt Snjókoma var suðvestanlands í nótt og var snjór í byggð í höfuð- borginni og víðar. Talsverður snjór var á Hellisheiði og mikil hálka í morgun. Rafmagn hækkar Stjóm Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka heildsöluverð á raforku um 3% frá og með 1. júlí. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir Morgunblaðinu að hækkun- in sé minni en nemur kostnaðar- hækkunum frá því síöast var ákveðið að hækka gjaldskrána. Strætó frá bílastæöi SVR ætla í sumar að flytja fólk ókeypis milli bílastæða við lóð Háskólans og miðborgarinnar fyr- ir þá sem vilja nýta sér stæði þar. Þjónustan á að hefjast 1. júní og standa sumarlangt að sögn Morg- unblaðsins. Samþykkja samruna Aðalfundur Vinnumálasam- bandsins hefur samþykkt að renna saman við VSÍ og mynda Samtök at- vinnulífsins. 60 fyrirtæki eru innan VMS. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri VMS, segir þetta tímabært og skynsamlegt skref. Val Kilmer á íslandi Morgunblaðið segir leikarann Val Kilmer nálægt því að ganga frá samningum við bandaríska kvikmyndafyr- irtækið Wamer Bros. um að leika aðalhlut- verkið í mynd- inni Mars. Tök- ur eiga að hefj- ast seinni partinn í ágúst eða í byrjun september á íslandi og Ástralíu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.