Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 Fréttir DV Selmu spáð efstu sætum „Ég hugsa bara um Gleðibank- ann,“ sagði Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, höfundur All out of Luck, sem er framlag íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva i ár, aðspurður hvern- ig honum lítist á að laginu hans er spáð einu af efstu sætum í keppn- inni. „Yfírleitt er það nú þannig að þau lög sem spáð er sigri vinna ekki, samanber til dæmis Gleði- bankann um árið. Við látum þetta ekkert stressa okkur upp og höld- um bara áfram æfingum eins og ekkert hafi ískorist," sagði Þor- valdur. Þorvaldur og Selma halda utan til ísraels á sunnudagsmorg- un. Miðvikudaginn 2. jum mun aukablað um hus og garða fylgja DV. « > 'rnM. ■ .WLrSm&X'M Fjallað verður um almennan undirbúning húsa og garða fyrir sumarið,svo sem lífræna ræktun, sumarblóm, sólpalla o.fl. Gyöa Dröfn Tryggvadóttir sér um efni blaðsins, sími 550 5000. Þeir sem hafa áhuga á aö auglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 hið fyrsta, netfang: srm@ff.is Sveitarfélag varð bæjarfélag: Gott að vakna sem bæjarstjóri - segir Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss „Það var gleðilegt að vakna sem bæjarstjóri, byrjaði með reglu- bundnum hætti, kyssti bónda minn góðan dag, sinnti börnunum, fór í bað og beint í vinnuna eldsnemma," sagði Sesselja Jónsdóttir, lögfræð- ingur úr Kópavogi, sveitarstjóri í fyrradag en var orðinn bæjarstjóri í gær. Bæjarfélagið Ölfus varð til í gær. Um 1.600 íbúar í Þorlákshöfn og nágrenni fengu sinn skerf af af- mælistertu. Bæjarstjóm kom saman til síns fyrsta fundar og opið hús var í nýju menningar- og stjórn- sýsluhúsi sem er í byggingu. En blikur eru á lofti í Þorláks- höfn varðandi framtið Vinnslu- stöðvarinnar. „Við létum ekkert skyggja á þennan dag,“ sagði Sess- elja, „en tökum hraustlega á öllum vandamálum síðar." -JBP Sesselja Jónsdóttir - bæjarstjóri Ölfuss. DV-mynd ÞÖK Tónlistarfóikið sem spilar í Hveragerðiskirkju. DUBLIN Á ÍSLANDI Hveragerði: Bjartar sumar- nætur í kirkjunni Kjarakaup aldarinnar! í dag fel. 12 opnum við tímabundið nýja versíun Fosshálsi 1 ■■■ (áður Hreystihúsið). Þú getur gert ótrúlega góö feaup. Komið, sjáið og sannfærist Sjón er sögu ríkari Afgreiðslutími: mánudaga til miðvikudags kl. 11-18 fimmtudaga til sunnudags kl. 11-22 DV, Hveragerði: Stórviðburður í listum verður í Hveragerðiskirkju um hvítasunnu- helgina sem nefnist Bjartar sumar- nætur og er í þriðja sinn sem slík tónlistarhátíð er haldin þar. Tríó Reykjavíkur - Peter Máté píanóleik- ari, Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Gunnar Kvaran sellóleik- ar - leikur. Gunnar segir að tríóið hafi verið fasti punkturinn á þess- um tónleikum og þau síðan alltaf fengið með sér fimm gesti - listafólk í háum gæðaflokki. Að þessu sinni verða með þeim bandaríski fiðlusnillingurinn Rachel Barton, sem flytur sérstaka dagskrá með snillingsverkum fyrir fiðlu. Auk hennar leika Ragnhildur Pétursdóttir flðluleikari, Junah Chung vióluleikari, Edda Erlends- dóttir píanóleikari og Signý Sæ- mundsdóttir söngkona. Listafólkið hefur æft i kirkjunni alla daga í vikunni en tónlistarhá- tíðin hefst 21.maí. Þrennir tónleikar verða. Þeir þriðju á hvítasunnudag. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.