Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 5 Fréttir Granada Granada Óánægja fangavarða á Litla-Hrauni: Fangelsisstjórinn með bílastæði innan giröingar Stjórn Fangavarðafélags íslands hefur sent fangelsismálastjóra og dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem kvartað er yfir stjómleysi og hroka yfirmanna í fangelsinu á Litla- Hrauni. í bréfinu segir að áherslur í stjómun fangelsisins hafi breyst og stjómendur séu orðnir fjarlægari föngum og starfsmönnum en verið hafi. „Ég ræði ekki innihald þessa bréfs fyrr en ég hef rætt það við fangelsismálastjóra," sagði Ari B. Thorarensen, formaður Fanga- varðafélagsins, en hann undirritar bréfið fyrir hönd stjómar. í niður- lagi bréfsins eru bílastæðamál Kristjáns Stefánssonar fangelsis- stjóra tekin sem dæmi um stjómun- arstíl hans og samskipti við starfs- menn og fanga: „Fangaverðir sjá framkvæmdastjórann leggja bíl sín- um við skrifstofudymar innan girð- ingar á hverjum degi sem öllum starfsmönnum er þó meinað. Það er það eina sem fangaverðir sjá til þessa æðsta manns á staðnum. Ef framkvæmdastjórinn notaði sama bílastæði og fangaverðirnir þá gæf- ist honum kannski færi á að kynn- ast einhverjum þeirra á stuttri göngu inn fyrir hlið,“ eins og segir í bréfi fangvarðanna sem bíða nú við- bragða yfirvalda. -EIR Litla-Hraun - fangaverðir kvarta. Lögreglan: Ráðþrota gagnvart listaverkaþjófnaði „Við erum engu nær. Þama var ekki einvörðungu verið að stela tækjum heldur listaverkum sem vora innbyggð í tækin,“ sagði Gunnleifur Kjartansson rannsókn- arlögreglumaður um þjófnaðinn sem fram- inn var á útskriftar- sýningu nemenda í Myndlista- og handíða- skóla íslands í nýjum húsakynnum Lista- skóla íslands i Laugar- nesi um síðustu helgi. Stolið var tölvum, myndbandstækjum og geislaspilurum sem allt var hluti af lista- verkum nemenda. Útskriftarsýning nemendanna var í SS-húsinu svo- kallaða sem mun hýsa Listaskóla ís- lands í framtíðinni. Lögreglan stendur ráðþrota gagnvart þeirri spurningu hvernig þjófurinn eða þjóíárnir komust inn í bygginguna en helst hallast menn að því að við- komandi hafi falið sig í sýningarsöl- Stílhreinn og þægilegur Granada sófi, klæddur míkróvelúr. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi. Fæst í mörgum litum og gerðum áklæða. 3ja sæta sófi, L220 sm. kr. 73.240,-. 2ja sæta sófi, L160 sm, kr. 57.490,-. StólL, L96 sm, kr. 39.980,- ÚUb , Thakat sófaborð úr fornfáðumLbýflugnaVaxbornum see Frá útskriftarsýningu myndlistarnemenda. Tölvan sem drengurinn situr við er hluti þess sem stolið DV-mynd Hari. var. unum þar til allir voru farnir og þá látið til skarar skríða. Tjónið vegna þessa er ekki aðeins fjárhagslegt fyrir nýútskrifaða nem- endur heldur einnig tilfinningalegt þar sem með tækjunum hurfu einnig listaverkin sjálf. Rannsókn málsins heldur áfram. -EIR sm 57.490 HUSGAGNAHÖLUN Bildshöfdi 20-112 Reykjavík Sími 510 8000 Vítvi v\m eYV\ ^öH- geVt*. SM<wcölltwn SíWfölL\vvi\tA\ sh\1\ia\ \ó i\v sé eVV\ Með símtalsflutningi Símans er hægt að vísa öflum hringingum í þinn síma, í annað númer hvar sem er á landinu. Hægt er að vísa símtölunum í venjulegan síma, farsíma, talhólf, svarhólf eða boðtæki og sá sem hringir verður ekki var við flutninginn. Sækja þarf um símtalsflutning hjá Símanum. Símtal flutt: □ 21 □. Númerið sem á að flytja hringinguna í er valið og síðan ýtt á □. Þjónusta gerð óvirk: □ 210. www.simi.is LEIÐBEININGAR UM NOTKUN SIMTALSFLUTNINGS ÞÚ GETUR PANTAÐ SÉRÞJÓNUSTU Á ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVUM SÍMANS OG í GJALDFRJÁLSU NÚMERI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.