Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Fréttir__________________________dv
DV fylgist með hjartaaðgerð á 16 ára pilti á skurðdeild Landspítalans:
Hjartað stöðvað
í 15 mínútur
- ein af rúmlega 200 hjartaaðgerðum á ári - starfsfólk yfirvegað og ákveðið
Bjarni vann af mikilli ákveðni á meðan aðgerðinni stóð. Höfuð Gunnars Jó-
hanns í forgrunni. DV-myndir GVA
16 ára piltur úr Reykjavík, Gunnar
Jóhann Gunnarsson, gekkst i fyrra-
dag undir hjartaaðgerð á Landspítal-
anum þar sem gati, sem hann fædd-
ist með á milli hjartahólfa, var lokað.
Hjarta piltsins var stöðvað í 15 mín-
útur á meðan skurðlæknamir tóku
flipa úr gollurshúsinu og græddu svo
fyrir gatið. Tíu starfsmenn skurð-
deildarinnar unnu við verkið sem
tók á þriðju klukkustund. Þetta var
ein af rúmlega 200 hjartaaðgerðum
sem gerðar em hér á landi á ári. Hún
var í raun alls ekkert óvenjulegri en
aðrar hjartaaðgerðir nema hvað sjúk-
lingurinn var yngri en í meðallagi,
þó alls ekki með þeim yngstu. Mjög
ung börn þurfa stundum að gangast
undir hjartaaðgerðir.
DV fékk að fylgjast með aðgerðinni
sem gekk að óskum undir stjórn
Bjarna Torfasonar yfirlæknis. Óhætt
er að segja að andrúmsloftið á skurð-
stofunni hafi verið ótrúlega yfirveg-
að. Hver fagmaðurinn á fætur öðrum
vann sitt starf ýmist í hljóði eða tal-
aði ákveðið til samstarfsmanna sinna
þegar á þurfti að halda. Allir áttu þó
eitt sameiginlegt: „að vera á tánum“
- athyglin og einbeiting var til stað-
ar, svo ekki sé meira sagt. Engin
hjartaaðgerð er hættulaus.
„Nú förum við inn“
Eftir að Bjarni læknir hafði látið
blaðamann og ljósmyndara fara í
„skurðstofugalla" í búningsherbergi
var haldið út á skurðgang. Klukkuna
vantaði tíu mínútur í níu að morgni.
Það var búið að svæfa sjúklinginn.
Hans beið nú holskurður og stórað-
gerð. Andrúmsloftið frammi á skurð-
ganginum, þar sem starfsfólkið setti
á sig tilheyrandi höfuðbúnað og
maska, einkenndist af samkennd en í
senn gamni og alvöru. Maður sá bara
í augu fólksins. Það var að þvo sér
um hendurnar. Ýmist að koma eða
fara á aðrar skurðstofur.
„Jæja, nú komum við bara inn,“
sagði Bjami og gekk að hurð meö
gleri. Fyrir innan sást í fjölda tækja
og grænklæddra manna og kvenna.
„Best er að þið verðið við höfðalagið
hjá sjúklingnum, þar sem svæfinga-
fólkið er,“ sagði einhver. Gunnar Jó-
hann, 16 ára, var umkringdur fólki,
sveipaður grænni ábreiðu. Aðeins
sást í bringu hans. Það heyrðust píp-
hljóð í öllum hjartatækjunum. Fjöldi
skjáa sýndi allt sem vita þurfti um
ástand piltsins.
Þegar inn var komið sagði Hanna
Þórunn Axelsdóttir svæfingahjúkr-
unarfræðingur: „Ef það er að fara að
líða yfir ykkur þá látið þið bara
vita.“ Aðgerðin var að hefjast. Hanna
og Hjörtur Sigurðsson svæfingalækn-
ir sáu um að allt gengi rétt fyrir sig
þar sem slöngur voru leiddar úr
tækjum, m.a. í munn sjúklingsins.
Viktor og vélin tóku við
Fjórir stóðu yfir væntanlegum hol-
skurði. Aðallæknir sjúklingsins,
Bjarni, og Matthildur Guðmannsdótt-
ir skurðhjúkrunarfræðingur öðrum
megin en gegnt þeim til aðstoðar
stóðu Þórarinn Arnarson hjarta-
skurðlæknir og Kristín Huld Har-
aldsdóttir deildarlæknir (komin 5
mánuði á leið). Allir klárir. Bjarni
hóf að rista upp skurð. Það fannst
Viktor Magnússon við hjarta- og
lungnavélina sem tók við á meðan
hjarta sjúklingsins var stöðvað. Vél-
in dælir blóði og súrefni um líkama
sjúklingsins.
Opinn holskurður. Hjartað slær.
Arnar Rafnsson, læknanemi á 2. ári,
fylgist með aðgerðinni.
brunalykt því skurðhnífurinn var
heitur. Þeir sem ekki komust að gátu
fylgst með af skjá, m.a. Arnar Rafns-
son, læknanemi á 2. ári. Fljótlega var
Bjarna réttur rafknúinn sagarhnífur
Flipi var tekinn úr gollurshúsinu og
hann síðan græddur á vegginn á
milli hjartahólfanna þar sem gat
hafði verið frá fæðingu.
og bringubeinið var klofið og því
þrýst í sundur. Nú sáust brátt lungu
og hjarta. Menn tóku á öUu af mikiUi
ákveðni og yfirvegun.
Til hliðar sat Viktor Magnússon
tæknimaður við hjarta- og lungnavél-
ina sem átti að taka við þegar hjarta
piltsins yrði stöðvað. Skammt undan
voru Þórunn Kjartansdóttir og Rann-
veig Þorvarðardóttir skurðhjúkrun-
arfræðingar. Eftir drykklanga stund
sýndi Viktor blaðamanni þegar
leiðslur vélarinnar fóru að verða ljós-
rauðleitar. Vélin var að byrja að taka
við og dæla blóði og súrefni um lík-
ama sjúklingsins á meðan hjartað
var opnað til að loka gatinu.
Hjartað stöðvast
Klukkan tíu stöðvaðist hjartað.
Vélin var tekin við. AUt var eðlilegt.
Nú var brátt hægt að sjá gatið sjálft á
hjartanu. Flipi var tekinn úr goUurs-
húsinu og hann
græddur á vegg-
inn á miUi
hjartahólfanna.
AUt gekk að ósk-
um. Einbeiting
skein úr augum
læknanna sem
stóðu yflr skurð-
inum. Eftir 15
mínútur var
búið að græða
flipann á og
ganga frá þannig
að hjartað gæti slegið aftur. Sumir
þurfa „stuð“ til að fara í gang aftur.
Ekki Gunnar Jóhann. Hjarta hans
fór sjálft af stað og gekk reglulega á
ný klukkan 10.15. Andrúmsloftið var
farið að léttast. Nú var frágangsvinn-
an eftir, að loka öUu, taka réttar
leiðslur, sauma aUt saman - ekki síst
bringubeinið sem var „hnýtf ‘ saman
á fimm stöðum með vír og klemmum.
Þetta mun ekki sjást á sjúklingnum.
Hann stóð .sig vel, enda hraustur
mjög. Pilturinn haíði ekki hlotið
skaða af því að hafa haft gat á miUi
hjartahólfanna.
„En það mátti ekki bíða lengur
með þessa aðgerð," sagði Bjami.
„Hún þýðir að nú hefur pilturinn
jafnmiklar lífslíkur og annað heU-
brigt fólk.“
Hjartaaðgerð sem þessi kostar um
eina miUjón króna. Bjarni segir það
ekki mikið miðað við þann kostnað
sem af hlýst ef viðkomandi fer ekki í
aðgerðina. „Jafnvel þó um sé að ræða
fólk um áttrætt þá kosta hjartaaðgerð-
ir þjóðfélagið minna en sá kostnaður
sem af hlýst, ég tala nú ekki um þján-
ingar, ef aðgerðirnar eru ekki fram-
kvæmdar," sagði Bjarni Torfason.
DV þakkar starfsfólki Landspítal-
ans hlýjar móttökur. -Ótt
Bringubeinið „hnýtt“ með vír og klemmt saman.
Bjarni Torfason
hjartaskurðlæknir.
sandkorn
Sigurður í mál
Sigurður Einarsson, forstjóri
Ishúsfélagsins í Vestmannaeyj-
um, ætlar í mál við sjávarútvegs-
ráðuneytið á grundveUi kvóta-
dómsins margfræga, nánar tiltek-
ið vegna úrelding-
arreglna sem eru í
uppnámi vegna
hans. Þama mun
verða bitist um
dágóðar upphæð-
ir og hundruð
miUjóna gjaman
nefnd í því sam-
bandi. Hið
skondna í mál-
inu þykir hins vegar að þessi
sami Sigurður er formaður sjáv-
arútvegsnefndar Sjálfstæðis-
flokksins sem þykir eiga einn
stærstan þátt í að úreldingarregl-
urnar voru settar og síðan við-
haldið. Svona vUja hlutimir snú-
ast í argaþrasi hversdagsins...
í ráðherraröð
Innan Sjálfstæðisflokksins er
vaxandi umræða á þeim nótum
að röð kvenna tU ráðherradóms
verði Arnbjörg Sveinsdóttir,
Sigríður Anna
Þórðardjóttir og
Sólveig Péturs-
dóttir, í þessari
röð. Bent er á að
Arndis leiði lista
sem hafi bætt
talsvert við sig á
Austurlandi og
hún sé einnig
landsbyggðarþing-
maður. Miðað við fylgi flokksins
á Reykjanesi þá standi Sigríður
Anna nær því að verða annar
ráðherra flokksins frá Reykjanesi
heldur en Sólveig fjórði ráðherr-
ann frá Reykjavík...
Nafnarnir
Þeir sem sjá Gunnar I. Birgis-
son, nýkjörinn þingmann sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi, og
Gunnar Inga Gunnarsson,
lækni og einn af talsmönnum
Frjálslynda flokks-
ins í kosningabar-
áttunni, saman
detttm vart í hug
að þeir eigi neitt
sameiginlegt. En
glöggir menn sjá
væntanlega fljótt
að þeir em nafn-
ar því að á bak
við I-ið Birgisson-
ar leynist nafnið Ingi. En þá er
ekki öU sagan sögð. Sandkomi
var tjáð það að Gunnar Ingi
Kópavogsmaður hefði verið
nefhdur eftir Gunnari Inga lækni
sem er árinu eldri. Kemur það til
af því að móðir Gunnars Kópa-
vogsmanns á að hafa sagt við
móður læknisins, en þær þekkt-
ust, að ef hún eignaðist son
mundi hann líka heita Gunnar
Ingi...
Skallaði stjórann
Borgarkórinn í Reykjavík lagði
land undir fót um kosningahelg-
ina og skeUti sér tU Grímseyjar
til þess að skemmta sér og eyjar-
skeggjum. Eftir vel heppnaða tón-
leika vom kórfélag-
ar aUs ekki hættir
að syngja, hófu
upp raust sína í
anddyri félags-
heimilisins og
sungu með því-
líkum bravör að
stjórnandi kórs-
ins, Sigvaldi
Kaldalóns, tók mikU bak-
fóU af ánægju, eins og honum er
einum lagið. Ekki vildi betur til
en í þann mund sem Sigvaldi
slengir höfðinu aftur á bak að
hann skallaði hreppstjórann í
Grímsey beint á ennið meö tölu-
verðum dynk. Ekki urðu þó al-
varleg slys á mönnum við þessa
tilburði...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkom (ffiff. is