Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 22
26
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Messur
Árbæjarkirkja: Hátlöarguðsþjónusta kl.
11 árdegis. Organleikari Pavel Smid.
Flautuleikari: Ilka Petrova Benkova.
Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur. Prest-
amir.
Áskirkja: Hvítasunnudagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigur-
bjömsson.
Breiðholtsklrkja: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson messar. Organisti: Daníel Jón-
asson. Aðalsafnaðarfundur eftir messu
að loknum léttum málsverði. Gisli Jónas-
son.
Bústaðaklrkja: Hvítasunnudagur: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 11. Athugið breytt-
an messutíma. Kirkjukór Bústaðakirkju,
ásamt bama- og stúlknakór, syngur í
messunni. Organisti Gúðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
Digranesklrkja: Messuheimsókn í
Hjallakirkju kl. 11. Lagt verður af stað
fótgangandi fýrir þá sem vilja frá kirkj-
unni kl. 10.30. Aðalsafnaðarfundur verð-
ur haidinn 30. maí eftir messu. Venjuleg
aðalfundarstörf og kosning í sóknar-
nefnd.
Dómkirkjan: Hvitasunnudagur: Hátíð-
armessa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykja-
vík. Altarisganga. Prestur sr. Hjalti Guð-
mundsson. Organisti Marteinn H. Frið-
riksson, sem stjórnar söng Dómkórsins.
Annar í hvítasunnu: Helgistund kl. 11 f
Frikirkjunni í Reykjavík. Prestur sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir. Organisti Mar-
teinn H. Friðriksson, sem stjómar söng
Dómkörsins.
Viöeyjarkirkja: Annar í hvítasunnu:
Guösþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir. Organieikari Mar-
teinn H. Friðriksson sem stjómar söng
Dómkórsins. Bátsferð úr Sundahöfn kl.
13.30.
Elliheimilið Grund: Hvítasunnudagur:
Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
Eyrarbakkakirkja: Messa 2. hvíta-
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
Fella- og Hólakirkja: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Gúömundur Karl
Ágústsson. Organisti. Lenka Mátéová.
Frestamir.
Frikirkjan í Rcykjavik: Hvitasunnu-
dagur: Hátfðarguösþjónusta kl. 14.
Fermdar verða Elin Theodóra Alfreðs-
dðttir og Helga María Alfreösdóttir. Allir
hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa hvíta-
sunnudag kl. 14. Ferming.
Grafarvogskirkja: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Biskup tslands, herra Karl Sigur-
bjömsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt dr. Sigurbimi Einarssyni, biskup.
Prestamir.
Grensáskirkja: Hvítasunnudagur:
Cuðsþjónusta ki. 11. Sr. Felix Ólafsson
prédikar. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr.
Óiafur Jóhannsson.
Grindavíkurkirkja: Hvítasunnudagur:
Hátíðarmessa í kirkjunni kl. 11. Helgi-
stund í Vfðihlfð kl. 12.30.
Flallgrímskirkja: Hvítasunnudagur: Há-
tíðarmessa kl. 11. Mótettukór Hallgrfms-
kirkju syngur, stjómandi og organisti
Hörður Áskelsson. Sr. Öm Bárður Jóns-
son. Annar í hvftasunnu: Messa kl. 11.
Grganisti Hörður Áskelsson. Sr. Maria
Ágústsdóttir.
Landspítalinn: Hvítasunndagur: Messa
kl. 10. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Háteigskirkja: Hvitasunnudagur: Hátíð-
armessa kl. 11:00. Organisti Jakob HaU-
grimsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Annar i hvitasunnu: Messa kl. 11. Org-
anisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Tómas
Sveinsson.
Hjallakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11. Kirkjuheimsókn frá Digranessöfnuði.
Sr. Iris Kristjánsdóttir og sr. Hjörtur
Hjartarson þjóna. Sr. Gunnar Sigurjóns-
son prédikar. Félagar úr kór kirkjunnar
svngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriöjudag kl. 18
og tónleika kórs Hjallakirkju funmtu-
dagskvöld kl. 20.30. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Org-
anisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
Langholtskirkjal, kirkja Guðbrands
biskups. Hvitasunnudagur: Hátfðar-
messa kl. 11. Kór Langholtskirkju syng-
ur. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr.
Jón Helgi Þórarinsson. KafFisopi eftir
messu.
Laugameskirkja: Hvítasunnudagur:
Fermingarmessa kl. 11. Kór Laugarnes-
kirkju syngur. Organisti Gunnar Gunn-
arsson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Ann-
ar í hvítasunnu: Safnaðarferð í Vindás-
hlíð kl. 11.
Neskirkja: Hvítasunnudagur: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Frank M. HaUdórsson.
Annar í hvltasunnu. Guösþjónusta kl. 11.
Sr. Halldór Reynisson.
Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta hvíta-
sunnudag kl. 14.30. Hestamönnum í
Mána á Suðurnesjum sérstaklega boðið.
Baldur Rafn Sigurðsson.
Óháði söfnuðurinn: Hvítasunnudagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Jón Hagbarö-
ur Knútsson prédikar.
Selfosskirkja: Hátíðarmessa kl. 11.
Kveðjumessa sr. Gunnars Bjömssonar.
Kaffiveitingar að lokinni messu. Sóknar-
nefnd.
Seljakirkja: Kl. 14. Guösþjónusta í Selja-
kirkju. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Kl. 16. Guðsþjónusta í Skógarbæ. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar. Organisti við
athafnirnar er Gróa Hreinsdóttir. Prest-
amir.
Seltjamameskirkja: Hvítasunnudagur:
Hátíðarguðsþjónusta ki. 11:00. Organisti
Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Mar-
ía Ágústsdóttir. Aðalsafnaðarfundur Sel-
tjamarnessóknar verður haldinn
sunnud. 30. maí að lokinni messu. Dag-
skrá venjuleg aðalfundarstörf. Sóknar-
börn Seltjamarneskirkju hvött til að
mæta.
Fréttir Afmæli r>v
Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna lokar á Akureyri:
SH tryggði bæjar-
stjórastólinn
- og Framsókn sögö selja sannfæringu sína
Jakob Björnsson segir SH gísIí Bragi Hjartarson: Sigríður Stefánsdóttir. Litlu
hafa svikið Akureyringa. „Ákvörðun SH veldur von- munaði að hún færi í meiri-
brigðum." hlutasamstarf með Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðu-
flokki vegna málsins.
DV, Akureyri:
„Framsókn gaf eftir og meirihlut-
inn heldur velli - SH heldur ÚA.“
Þetta var fyrirsögn i DV hinn 2.
febrúar 1995, eftir að ljóst var orðið
aö Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hafði haft betur í kapphlaupinu við
íslenskar sjávarafurðir um afurða-
sölumál Útgerðarfélags Akureyr-
inga. Þar með var loks fenginn botn
í mikla baráttu sem staðið hafði yfir
um margra vikna skeið, baráttu út-
flutningsrisanna sem m.a. leiddi til
þess að bæjarstjórnarmeirihlutinn á
Akureyri riðaði til falls og virtist
reyndar vera fallinn um tíma.
Þessi mál komu upp í kjölfar
þeirrar stefnu bæjarstjómarmeiri-
hlutans að selja stóran hluta bæjar-
ins í ÚA. Þar hugsuðu margir gott
til glóðarinnar, m.a. Kaupfélag Ey-
firðinga sem óskaði eftir viðræðum
við Akureyrarbæ um kaup á a.m.k.
43% eignarhluta bæjarins og hefði
því með sínum 8% sem félagið átti
náð meirihluta í ÚA. Tilboð KEA
innihélt einnig að íslenskar sjávar-
afurðir flyttu höfuðstöðvar sínar og
nær alla starfsemi til Akureyrar og
var þar um að ræða 60-70 hálauna-
störf. í kjölfar þessa óskaði Sam-
herji hf. eftir viðræðum við bæjaryf-
irvöld um kaup á meirihluta bæjar-
ins í ÚA og fleiri aðilar sýndu hluta-
bréfunum áhuga.
Loforð SH
Forsvarsmenn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna sáu þegar hér
var komið að viðskipti þeirra með
afurðir ÚA gátu verið í hættu en ÚA
hafði verið stærsti einstaki aðilinn
innan SH með 12% eignarhlut sem
SH hefði þurft að greiða út ef ís-
lenskar sjávarafurðir hefðu náð til
sín sölumálum fyrir ÚA. Góð ráð
voru nú dýr.
Loforð SH innihéldu m.a. að flytja
þriðjung starfsemi sinnar norður til
Akureyrar, að láta dótturfyrirtæki
sitt kaupa meirihluta í Slippstöð-
inni, auka flutninga um Akureyrar-
höfn, flytja starfsemi Jökla hf. norð-
ur yfir heiðar, efla ígulkeravinnslu
við Eyjafjörð og stofna samstarfs-
vettvang SH og Háskólans á Akur-
eyri til eflingar á rannsóknarstarfi.
Rætt var um að allar þessar aðgerð-
ir myndu skapa um 80 ný störf í
bænum.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins tóku strax afstöðu í málinu með
SH og Bjöm Jósef Arnviðarson, þá-
verandi bæjarfulltrúi og núverandi
sýslumaður á Akureyri, sagði það
ekki búa að baki tilboði KEA í
hlutabréf bæjarins að tryggja hags-
muni ÚA, önnur sjónarmið réðu
fyrst og fremst ferðinni. KEA hafði
farið fram á tryggingu fyrir því í
sínu tilboði að flytti ÍS norður fengi
félagið viðskiptin með afurðir ÚA
og tryggingu fyrir því að þau við-
skipti héldu áfram þótt frekari
breyting yrði á hlutafjáreign í ÚA
og nýr meirihluti kæmist til valda í
bæjarstjóm.
Meirihlutinn riðaði til falls
Nú tók pólitíkin völdin í þessu
mikla hagsmunamáli. Fljótlega var
ljóst að meirihluti var fyrir því í
bæjarstjóminni að ganga til samn-
inga við íslenskar sjávarafurðir,
fimm framsóknarmenn voru því
hlynntir, sem og Heimir Ingimars-
son annar bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalags sem sagði að ef hagsmun-
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
um ÚA væri allt eins borgið með
því og að SH sæi áfram um viðskipt-
in myndi hann styðja ÍS. Sjálfstæð-
ismennimir þrir og Gísli Bragi
Hjartarson studdu SH en Sigríður
Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, gaf
ekki upp sína afstöðu en mönnum
þótti sýnt að hún væri SH megin í
málinu.
Alþýðubandalagið var því komið
í lykilaðstöðu í málinu en sá hæng-
ur var á að þar vora menn ekki ein-
huga. Þegar komið var langt fram í
janúar og fundarhöld um þessi mál
vora daglega og yfirleitt langt fram
á nætur, virtist þó vera búið að
„berja“ menn inn á það í Alþýðu-
bandcdaginu að standa með SH og
virtist því ekkert annað blasa við en
meirihluti framsóknarmannanna
flmm og kratans Gísla Braga væri
fallinn. Svo langt var það mál kom-
ið að eina nóttina síðla í janúar
þurfti ekki nema eitt símtal miili
krata og allaballa til að leysa málið.
Ljóst var hvar sjálfstæðismennimir
stóðu og því lá fyrir að meirihluti
þessara flokka væri að taka yflr í
bæjarstjórn með 6 fulltrúa gegn
fimm fulltrúum framsóknarmanna.
Völd fyrir sannfæringu
En þá gaf framsókn eftir á síð-
ustu stundu. Gengið var að ófrávíkj-
anlegri kröfu Gísla Braga um að SH
héldi viðskiptunum við ÚA og
samið yrði við félagið á grundvelli
tilboðs þess. Mörgum þótti sem
þarna legðust fulltrúar Framsóknar-
flokksins lágt, að víkja frá sannfær-
ingu sinni til að halda völdunum í
bæjcirstjórn, m.a. bæjarstjórastóln-
um. Jakob Björnsson bæjarstjóri
svaraði þessari gagnrýni með þeim
orðum að meirihluti hefði skapast í
bæjarstjórn fyrir áframhaldandi
samstarfl við SH, hvað sem fram-
sóknarmenn gerðu, og það væri
skárri kostur að sínu mati að taka
þátt í þessu, sitja áfram í meirihluta
og geta þannig haft áhrif á fram-
gang mála. Það gerði flokkurinn og
leiddi meirihlutasamstarfið fram að
kosningunum á siðasta ári þegar
flokkurinn tapaði tveimur bæjcir-
fulltrúum og fékk þar að sumra
mati ráðningu fyrir það tiltæki sitt
að styðja ekki ÍS þar til yfir lauk.
Það er ekki á margra færi að
segja til um hvort sú ákvörðun að
ganga til samninga við SH var
heilladrýgri fyrir Akureyrarbæ en
að flytja viðskiptin til ÍS og fá höf-
uðstöðvar þess fyrirtækis til bæjar-
ins. Um það geta menn eflaust deilt
áfram eins og hingað til. Rekstur ÍS-
samsteypunnar hefur verið á hálf-
gerðum brauöfótum síðustu árin en
menn benda á að fyrirtækið hefði
varla farið að flytja höfuðstöðvar
sínar frá Akureyri eftir að hafa
byggt stórhýsi undir þær þar, eins
og lá fyrir að gera.
Ásakanir um svik
En nú hafa nýir stjómendur hjá
Sölumiðstöðinni tekið sína ákvörð-
un. Þeir hafa ákveðið að hætta allri
starfsemi sinni á Akureyri og vissu-
lega kom sú ákvörðun Akureyring-
um í opna skjöldu. Reyndar hefur
orðrómur verið um það síðustu vik-
umar að SH hafl dregið verulega úr
starfsemi sinni fyrir norðan og hafl
því ekki uppfyllt það sem lofað var
á sínum tíma. Jakob Björnsson,
fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri,
segir þetta hrein og klár svik og
Gísli Bragi Hjartarson, sem lék
stórt hlutverk í þessu máli öllu, seg-
ir að framganga SH-manna séu sér
vissulega vonbrigði. Fyrir sér hafi
aldrei vakað annað en að gæta hags-
muna ÚA. Það hafi hann haft að
leiðarljósi allan tímann.
Til hamingju með afmælið 21. maí.
90 ára
Anna Ólafsdóttir, Austurkoti, Selfossi.
85 ára
Kristrún Sigtryggsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Sigríður Breiðfjörð, Reynigmnd 59, Kópavogi.
80 ára
Rannveig Eiðsdóttir, Borgarhóli, Akureyri.
75 ára
Bella Óladóttir, Hraubæ 103, Reykjavík. Guðjón Jónsson, Meistaravöllum 17, Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Torfnesi, Hlíf 2, ísafirði. Halldór Hafstað, Dýjabekk, Sauðárkróki. Hulda Ingólfsdóttir, Löngumýri 17, Akureyri. Kristín Pétursdóttir, Bleiksárhlíð 45, Eskifirði. Laufey Jensdóttir, Ægisíðu 86, Reykjavík. Soffía Jóhannsdóttir, Selvogsgötu 17, Hafnarfirði.
70 ára
Gunnar Kristján Hallgrímsson, Hátúni 8, Reykjavik. Hulda I. Guðmundsdóttir, Oddabraut 20, Þorlákshöfn.
60 ára
Guðrún Þórðardóttir, Höfða, Hofsósi. Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, Gnípuheiði 8, Kópavogi. Sigurjón Jóhannsson, Blönduhlíð 17, Reykjavík. Sævar Kristbjörnsson, Smáraflöt 35, Garðabæ.
50 ára
Bjarni Jónasson, Hringbraut 56, Hafnarfirði. Einar Sigurbjömsson, Skógum 1, Vopnafirði. Hólmfríður A. Ingvarsdóttir, Kríuhólum 2, Reykjavík. Jóhannes Jóhannesson, Hjallavegi 5i, Njarðvík. Kristján Jóhannsson, Kotárgerði 29, Akureyri. María Pétursdóttir, Marbakkabraut 10, Kópavogi. Regina Guðjónsdóttir, Túngötu 15, Eyrarbakka, verður heima á laugardag með kaffi á könnunni. Reynir Þór Friðþjófsson, Hæðarseli 20, Reykjavik. Tryggvi Tryggvason, Lækjarási 4, Garðabæ.
40 ára
Berglind Sigurlaug Guðnadóttir, Álftamýri 32, Reykjavík. Bjöm Árnason, Miðbraut 26, Seltjarnarnesi. Guðmundur Skarphéðinsson, Móasíðu 3d, Akureyri. Jóhanna Steingrimsdóttir, Hrafnhólum 4, Reykjavik. Ólafur Óskar Guðnason, Áshamri 61, Vestmannaeyjum. Rúnar Guðjónsson, Keilugranda 4, Reykjavík. Sigurður Skúli Bergsson, Bæjargili 52, Garðabæ. Sigurlaug Eyjólfsdóttir, Leiðhömmm 19, Reykjavík. Sólveig Anna Jónsdóttir, Miðtúni 26, Reykjavík. Sævar Þór Þórisson, Hátúni 12, Reykjavík.
Frá starfsemi Sölumiðstöðvarinnar í Linduhúsinu á Akureyri.