Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 ViðskLpti___________________________________________________________________________________dv Þetta helst: ... Lítil viðskipti á Ví, 361 m.kr ... 268 m.kr. á skuldabréfamarkaði ... Hlutabréfavið- skipti 93 m. kr. ... Vinnslustöðin hækkaði um 3% ... Landsbankinn lækkar um 1,7% ... Búnaðarban- kinn hækkar um 1,5% ... Helstu vísitölur hækkuðu í gær ...... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% ... Fjármálasérfræðingar sammála: KEA fékk Mjólkur- samlagið á gjafverði - keypti á 237 milljónir en verðmætið allt að 500 milljónum Mjólkursamlag KÞ var selt KEA fyrir 237 milljónir þrátt fyrir að fLeiri aðilar hefðu sýnt áhuga. Allir íjár- málasérfræðingar sem DV talaði við voru sammála um að þetta verð væri allt of lágt og að KEA hefði nánast fengið Mjólk- ursamlagið gefins. Greining á ársreikn- ingi félagsins og horf- um gefur til kynna að verðmæti sé 350-400 milljónir og geti auð- veldlega verið 500 milljóna króna virði fyrir stór og vel rekin fyirtæki. Því vaknar óneitanlega sú spum- ing hvort hagsmunir félagsmanna KÞ og kröfuhafa séu fyrir borð bomir með þess- ari sölu. Rekstur 140 m.kr. Ógreiddar kröfur KÞ 237 m.kr. Kaupverð KEA ur greiddar. Til að koma út á sléttu hefði Mjólkursam- lagið þurft að seljast á um 377 milljónir og allir sérfræðingar sem DV ræddi við voru sammála um að ef öðruvísi hefði ver- ið staðið að sölunni hefði að minnsta kosti það verð feng- ist. Ef þetta verð hefði fengist er í raun með ólíkindum að Landsbankinn, stærsti lánardrottinn KÞ, geti sætt sig við þetta. Einhver þarf að bera þessar 140 milljónir og ljóst er að hagsmunir kröfu- hafa eru fyrir borð bornir. Lánardrottn- ar og kröfuhafar hljóta að eiga heimt- ingu á að reynt sé að leita hæsta verðs en samkvæmt þessi virðist það ekki hafa verið gert. Lagaleg staða kröfuhafa Nú var KÞ ekki tekið til beinna gjaldþrotaskipta og því ná lög um gjaldþrot ekki yfir það. Samkvæmt þeim á að tryggja hæsta hugsanlega verð á eignum úr þrotabúi, en þess þurfti ekki í þessu tilviki þar sem lögin ná ekki yfir svona uppskipti. Hins vegar ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta innan sex mánaða þá er hægt að rifta kaupsamningn- um og þá eru stjórnarmenn ábyrgir því samkvæmt gjaldþrotalögum er ólöglegt að selja eignir vísvitandi á undirverði. Á meðan félagið er ekki tekið til gjaldþrotaskipta er því litið hægt að gera og kröfuhafar, lánar- drottnar og hluthafar Landsbankans sitja uppi með sárt ennið. Menn hljóta því að velta fyrir sér hvað bjó að baki þessari sölu en ekki náðist í forsvarsmenn KÞ um málið. Mjólkursamlagsins hefur gengið vel undanfarin ár og hefur skilað góðum hagnaði. Eigið fé samlagsins var í árslok 1998 235 milljónir króna. Hagnaður siðasta árs var tæpar 27 milljónir króna og veltufé frá rekstri var tæpar 43 milljónir. Mjólkursam- lagið er á margan hátt í erfiðri at- vinnugrein en hefur staðið sig vel á þeim markaði sem það starfar á. Það á eitt þekktasta vörumerki á islensk- um matvörumarkaði og eru mikil verðmæti fólgin í því. Þar með er áhætta félagsins tiltölulega lítil. Einn viðmælenda DV sagði að sam- lagið væri í lykilaðstöðu á þessum markaði og horfur þess væru góðar. „Menn verða hreinlega reiðir að sjá svona vinnubrögð. Hér er öflugt fyr- irtæki selt á allt of lágu verði og manni verður óneitanlega hugsað til kröfuhafa. Þetta er algert grín,“ sagði einn fjármálasérfræðingur í samtali við DV og fleiri fjármálasér- fræðingar tóku í sama streng. Hins vegar er verð á svona fyrirtæki alltaf háð eftirspurn en í þessu tilviki var ekkert gert til að kanna hana. Þetta mat er fyrst og fremst byggt á grein- ingu á ársreikningi Mjólkursamlags- ins og horfum í rekstri þess. Hagsmunir kröfuhafa Kröfur í KÞ umfram eignir voru um 140 milljónir króna og ijóst er að ef hærra verð hefði fengist fyrir Mjólkursamlagið fengjust allar kröf- 500 m.kr. Efnahags- og rekstrarreikningur Mjólkursamlags KÞ Rekstrarreikningur 1998 1997 Rekstrartekjur 474,8 411,9 Rekstrargjöld 436,9 394,3 Fjármunatekjur -4,6 -8,0 Aðrar tekjur -3,9 -u Hagnaður ársins 26,8 0,3 Efnahagsreikningur 1998 1997 Fastafjármunir alls 130,7 139,4 Veltuljármunir alls 163,9 159,6 Eignir alls 294,6 EJgið fé 2351 205,7 Langtímaskuldir 74 10,7 Skammtímaskuldir 52,4 82,5 Skuidir alls 59,5 93,4 Skuldið og eigið fé alls 294,6 298,9 V/H hlutfall 5 fsai viðskipta- molqr Bandaríkjamenn ítreka kröfur sínar Bandaríkjamenn ítrekuðu í gær kröfur sínar um að Evrópusam- bandið leyfði innflutning á horm- ónabættu nautakjöti. Hins vegar er fátt sem bendir til þess að ESB breyti afstöðu sinni. Frans Fischler landbúnaðarráðherra sagði að vísindaráð ESB styddi þessi höft. Bandaríkjamenn hafa vísað deilunni til Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO. Viðræður hefjast á ný Bandaríkjamenn og Kínveijar ætla taka upp viðræður á ný um inngöngu hinna síðarnefndu í WTO. Viðræðurnar hafa legið niðri frá- 8. mal þegar sendiráð Kína í Belgrad var sprengt í loft upp. Nú er talið öruggt að Kín- verjar fái sínu framgengt en spumingin er um tíma. Breyting hl utab r éfa vísitalna frá áramótum Island — Úrvalsvísitala 7,8% ísland - Aðalvisitalan 10,4% Bretiand - FTSE 5,5% Frakkland - CAC40 9,39% Þýskaland - DAX 3,28% Spánn - IBEX 1,51% ftalía - MIB30 -0,95% Holland - AEX 243% Svíþjóð - OMX 10,9% Sviss-SMI 15,99% Finnland - HEX 23,08% Danmörk - KFX -8,58% Noregur - 0BX 15,99% Austurriki - WBI 0,52% Belgía - BE20 -12,03% Portúgal - BVL30 -6,00% frland -101 1,57% Heimild: FBA f£ra Mikil aukning í verslun ferðamanna Tollfrjáls sala til ferðamanna á íslandi jókst um tæp 40% miðað við sama tíma í fyrra. Heildarsala var 149,3 milljónir króna saman- borið við 108,4 milljónir í fyrra. Það er Global Refund á íslandi hf. sem tekur þessar tölur saman. Sem fyrr em það Bandaríkjamenn sem kaupa langmest eða um 30,8% af öllu sem selt er. Aðrir kaupa mun minna. Islenskar ullarvörur seljast einnig vel og er sala þeirra 42,6% af heildarsölu. Gert er ráð fyrir að tolifrjáls sala á þessu ári geti náð 1 miUjarði króna. -BMG Viltu öruggan sparnað sem er eignaskattsfrjáls? Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman hátt. Hann fjárfestir einungis í rfkisskuldabréfum og er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys- anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið 9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs 5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270 milljónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur). VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.