Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Spurningin
Átt þú GSM-síma?
Jónína Víglundsdóttir nemi: Nei,
ekki enn þá.
Atli Guðbjömsson nemi: Já, ég á
þennan fína farsíma.
Hafrún Sigurðardóttir nemi: Nei,
ég á ekki farsíma.
Erla Skagfjörð Jósefsdóttir hús-
móðir: Nei, það hefur aldrei hvarfl-
að að mér.
Magnús Ó. Gunnarsson öryggis-
vörður: Já, að sjálfsögðu.
Kjersti Jörgensen nemi: Já.
Lesendur
Klifað á ofþenslu
í efnahagslífi
- hræðslan við kreppu ávallt til staðar
Aukinn sparnaður í þjóðfélaginu er það eina sem getur haldið stöðugleikan-
um og góðærinu. Vaxtastefnan getur stillt af eyðsluna, segir m.a. í bréfinu.
Guðjón Sigurðsson skrifar:
Þeir eru áberandi í hópi stjórnar-
andstæðinganna hér sem ekki mega
til þess hugsa að áfram verði stöð-
ugleiki í efhahagslífmu og góðæri
haldist til lands og sjávar. Þeir klifa
á ofþenslu í efnahagslífmu hvenær
sem þeir eru teknir tali í fjölmiðlun-
um og grípa til ummæla banka-
stjóra Seðlabankans og aðila á fjár-
magnsmarkaðnum, en þeim síðar-
nefndu er ekki rótt vegna hæga-
gangs sem farið er að gæta I um-
sýslu hlutabréfa. Auk þess sem að
undanfórnu hafa riðað til falls fyrir-
tæki sem áður þóttu bera sig allvel
í atvinnulífmu. - Má þar nefna tvö
stór fyrirtæki í sitt hvorum höfuða-
tvinnuvegi þjóðarinnar, Vinnslu-
stöðina í Vestmannaeyjum og Kaup-
félag Þingeyinga.
Nú er það svo að engin sérstök
merki eru um að verðbólga sé slík
hér að nokkur ástæða sé til að ör-
vænta. En hræðslan við kreppu hér
er sífellt til staðar, því sporin hræða
frá árum vinstristjórna og eyðslu-
stefnu þeirra. Gott gengi er hins
vegar í útflutningi okkar íslendinga
nú og viðskiptakjörin eru í sama
horfi og undanfarin ár.
Það er engu að síður rétt sem
Seðlabankinn hefur ítrekað, að að-
hald í peningastefnu landsmanna er
nauðsynlegt, og raunar úrslitaatriði
þegar áherslu skal leggja á að verð-
bólga fari ekki af stað á ný. Hér
blæsi ekki byrlega kæmust stjórnar-
andstöðuflokkarnir með Samfylk-
inguna í fararbroddi til valda í því
góðæri sem enn ríkir í landinu.
Framkvæmdir á vegum hins opin-
bera hefðu farið fram úr öllu hófi
með auknum lántökum hérlendis
sem erlendis.
Á næstu mánuðum og misserum
verður það vaxtastefnan sem ræður
úrslitum um hvemig til tekst að
halda í horfinu. Hækkun vaxta er
raunverulega eina ráðið sem stjóm-
völd hafa til að stilla af eyðslu - og
upphlaupsstefnu óábyrgra aðila
sem vilja endilega klúðra efnahags-
batanum og stöðugleikanum. Auk-
inn og umtalsverður sparnaður í
þjóðfélaginu er það eina sem getur
haldið stöðugleikanum og góðærinu
margnefnda. - Það er því nauðsyn-
legt að endumýjun ríkisstjórnar-
innar eigi sér stað sem allra fyrst
svo að fólk ánetjist ekki slagorða-
flaumi þeim sem t.d. samfylkingar-
menn ausa yfir þjóðina þessa dag-
ana um ofþenslu og krepputal sem
dregur kjark úr almenningi. Islend-
ingar hafa það gott, og hér er gósen-
land tækifæra og uppbyggingar með
sparnað að leiðarljósi.
Hvar eru mannréttindin?
250853-2469 skrifar:
Tilefni þessara lína em þær að
fyrir nokkrum árum var kona í
sambúð og átti með manninum tvö
börn. Sambúðin gekk ekki og fór
maðurinn á fund Félagsmálastofn-
unar og sagði foreldrana ekki geta
séð fyrir börnunum. Skipti þá eng-
um togum; bæði bömin voru tekin
umsvifalaust af móðurinni, án þess
að við hana væri rætt orð eða systk-
ini konunnar um ástand hennar.
Henni var svo bannað að hafa sam-
band við bömin, bæði símleiðis og
bréfleiðis. Fékk þó að sjá þau einu
sinni á ári í allt að klukkustund og
þá undir eftirliti.
Skyldi nokkum undra þótt kon-
an brotnaði niður við slíkar trakt-
eringar. Var henni þá komið fyrir í
sambýli og þröngvað til að taka
sprautur sem áttu að vera gegn
þunglyndi, en höfðu síður en svo
bætandi áhrif á líðan hennar. Loks
kom þar að hún hætti tímabundið
að taka við sprautunum og fór þá
að rofa til, hún leit lifið bjart£u:i
augum og orðin mun hressari. - En
þá brjóta félagsmálayfirvöld kon-
una niður aftur og neyða hana með
valdi til að taka við sprautunum á
ný.
Fyrir skemmstu var haldinn
fundur með konunni og öðrum
manni í sambýlinu (ekki þó sam-
býlismanni hennar) og sást þá
rauðvínsflaska er einhver gestkom-
andi hafði haft meðferðis og skilið
eftir. Fyrir þetta er þeim vísað á
götuna. Tekið skal fram að bæði
stunda vinnu á vemduðum vinnu-
stað, þar sem launin era það lítil að
þau rétt hrökkva fyrir allra brýn-
ustu lífsnauðsynjum.
Er nú furða þótt maður spyrji
sjálfan sig hver stefnan sé hjá fé-
lagsmálayfirvöldum, hvort hún sé í
því fólgin að brjóta fólk niður? Mér
fyndist eðlilegra að hjálpa fólki til
að takast á við lífið og vísast þá til
ofangreinds dæmis.
Ráðherrasýkin hamlar
stjórnarmyndun
Ólafur Ólafsson skrifar:
Það er orðið almælt að ástæða
þess að ríkisstjómarmyndun dregst
á langinn sé að alltof margir flokks-
menn stjórnarflokkanna séu að kalla
eftir ráðherraembætti. Er nokkur
ástæða til að sinna því kalli eða taka
það alvarlega? Mér finnst það ekki
og svo er um fjölda annarra að þvi
sem mér heyrist á máli manna.
Ef fjölga á ráðherrum í 12 verður
mikið rask á Alþingi eina ferðina
enn vegna of fárra stóla. - Auk þess
verður ekki vinsælt að fjölga ráð-
herram um tvo, enda engin ástæða
[Ld^llíiQID^ þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða nringið i sima
5000
milli kl. 14 og 16
Ef fjölga á ráðherrum verður rask á Alþingi eina ferðina enn vegna stóla-
skorts og piássleysis.
til þess. Ef sinna á kalli nýrra karla
og kvenna sem vilja í ráðherrastól er
hægur vandi að skipta út ráðherram
sem eru búnir að sitja i embættum
tvö kjörtímabil eða lengur samtals.
Ég á auövitað ekki við formenn nú-
verandi stjórnarflokka.
Þeir ráðherrar sem mesta gagn-
rýni hafa fengið vegna mistaka eða
vanhæfi að öðru leyti mega gjarnan
vikja fyrir nýju og frískara fólki. -
En aðalatriðið er að ekki verði ráð-
herrasýkin til að hamla stjómar-
myndun.
I>v I
Þakkir til IKEA
Helga Bára Magnúsdóttir skrifar:
Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til verslunarinnar
IKEA fyrir þjónustu í versluninni.
- Ég hafði samband þangað vegna
skóskáps sem ég keypti og þarnað-
ist lagfæringar. Það leið ekki á
löngu þar til bílstjórinn sem flutti
skápinn heim kom aftur með nýj-
ar grindur í skápinn og allt var í
besta lagi. Þetta kalla ég einfald-
lega hundrað prósent þjónustu. -
Kær kveðja til ykkar i IKEA.
Dagfari
utangátta
Ingimundur Friðriksson, að-
stoðarseðlabankastj. Seðla-
banka íslands, skrifar;
Ekki verður annað séð en að
Dagfari DV hafi verið utangátta
síðustu mánuði. í DV þriðjudag-
inn 18. maí segir hann Seðla-
banka íslands fyrst hafa varað við
hættu á ofþenslu í islensku efna-
hagslífi eftir kosningar. Stað-
reyndin er hins vegar sú að und-
anfarna mánuði hefur Seðlabank-
inn ítrekað varað við hættu á of-
þenslu. Benda má m.a. á haust-
skýrslu bankans frá því í nóvem-
ber sL, ■aðgerðir bankans í febrú-
ar sL, þ.e. vaxtahækkun og lausa-
fjárkvöð á lánastofnanir, ræðu
formanns bankastjómar á árs-
fundi bankans 30. mars sl., árs-
skýrslu bankans sem gefin var út
á ársfundinum, yfirlitsgreincir í
Hagtölum mánaðarins og viðtöl
við bankastjóra Seðlabankans og
aðra yfirmenn í bankanum í fjöl-
miðlum. Skilaboðin hafa verið
skýr svo Dagfari hefur greinilega
verið utangátta.
Hagfræðin
hjá ASÍ
Friðrik Einarsson hringdi:
í blaðinu Degi sl. miðvikudag
voru nokkrir málsmetandi spurð-
ir spurningarinnar Hvemig á að
bregðast við vaxandi verðbólgu-
hættu? - Hagfræðingur ASÍ er
einn svarenda. Hagfræðingurinn
hefur akkúrat engin svör á hendi
eða ráðleggingar vegna vaxandi
verðbólguhættu sem ýjað er að í
spurningunni, en tekur til við að
rekja aðdraganda umræðunnar
um vaxandi verðbólgu. Segir það
sérkennilegt að hið opinbera
gangi fram með þessum hætti og
komi fyrst nú og áminni launa-
fólk um takmarkað svigrúm þeg-
ar undirbúningur fyrir kjara-
samninga er að hefjast. - Ég
minnist þess hins vegar ekki að
stjómvöld hafi áminnt launafólk
um takmarkað svigrúm vegna
launahækkunar. Ég tek fram að
allir hinh' sem spurðir vora svör-
uðu með ráðleggjandi hætti, hver
fyrh’ sig.
Öfund út í
Bandaríkin
Þorbjöm skrifar:
Mér sýnist fara vaxandi sú
ónáttúra íslendinga að öfundast
út í hver annan. Þetta kemur
fram í ýmsum pistlum, jafnvel út-
varpsþáttum þar sem hlustendur
geta talað út eins og það er kallað,
og líka i greinaskrifum manna
vegna hinna og þessara atriða í
þjóðmálunum. Ég minnist í fljótu
bragði t.d. gagnagrunnsmálsins,
kvótans og fleiri mála sem menn
hafa rætt um. Einnig er enn vera-
lega áberandi
öfundin út í Bandaríkin, sem
við eigum mikið að þakka gegn-
um áratugina. Sennilega er sú öf-
und mest sprottin af ríkidæmi
Bandaríkjanna, sem er auðvitað
feiknmikið og fáum gefið að meta.
Öfundin út í Bandaríkin er mest
áberandi hjá mörgum sem telja
sig í hópi hinna menntuðu og
skýrist varla af öðu en því að þeir
sjái mest eftir þvi að vera ekki að-
njótandi alls þess sem býðst á
sviði menntunnar og rannsókna
hvers konar í hinu vestræna vel-
sældarríki.