Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999
Neytendur
DV
Val á f]allahjólum:
Að mörgu að hyggja
Sumarið er komið og því fylg-
ir alls kyns útivera dagana
langa. Margir draga fram reið-
hjól sem legið hafa í geymslum
yfir veturinn enda eru hjólreið-
ar fyrirtaks skemmtun og lík-
amsrækt fyrir alla fjölskylduna.
Fjallahjól eru orðin vinsæll
farakostur jafnt innbæjar sem
utan og úrval þeirra í verslun-
um er mikið. Hér á eftir fara
nokkur hollráð til þeirra sem
hyggjast fjárfesta í einum slík-
um hjólhesti fyrir sumarið.
Rétt stærð mikilvæg
í fyrsta lagi þarf að hafa i
huga að stærð hjólsins henti
eigandanum sem best áður en
nokkuð er keypt. Þumalputta-
reglan við karlmannshjól er sú
að þegar notandinn stendur yfir
þverslánni eiga að vera um
þrjár tommur eða tæplega átta
sentímetrar upp i klof.
Einnig er mikilvægt að
hnakkurinn sé í réttri hæð.
Hnakkurinn er rétt stilltur þeg-
ar hjólreiðamaðurinn situr á
hnakknum, lætur annan pedal-
ann í neðstu stöðu, stígur á
hann með hælnum og getur þá
rétt alveg úr fætinum. Rétt still-
ing hnakksins er afar mikilvæg,
sérstaklega í lengri hjólreiða-
ferðum, til að álag á fætuma
verði rétt.
Þriðja mikilvæga atriðið er
að stærð sjálfs hjólastellsins sé rétt.
Ef hnakkurinn er rétt stilltur á stýr-
ið aö vera um fimm sentímetrum
lægra en hnakkurinn og á stýrið að
skyggja á framöxul hjólsins þegar
hjólreiðamaðurinn hefur báðar
hendur á því.
Hnakkar fyrir konur
Auk áðurnefndra atriða ættu kon-
ur sérstaklega að hafa í huga að
velja sér hnakka sem henta þeim
því hnakkar sem fylgja fjallahjólum
eru yfirleitt gerðir fyrir
karlmenn. Hiiakk-
ar fyrir konur
eiga að vera
mýkri og
breiðari
heldur
en
hnakkar
karlmann-
anna til að
þeir henti
mjaðmagrind
kvennanna.
Margar verslanir
skipta út mjóu
hnökkunum fyrir
breiðari hnakka
viðskiptavin-
um að
kostnað-
Hjólreiðar eru ekki bara góð skemmtun heldur fyrirtaks líkamsrækt fyrir alla fjölskylduna.
ir un
lausu.
Konur eiga einnig að gæta sér-
staklega að því að hemilgripið sé
ekki of stíft og að bilið milli heml-
anna og stýrisins sé ekki of breitt
fyrir hendur þeirra.
Viðhaldið mikilvægt
Gott viðhald hjóla skiptir miklu
máli bæði fyrir endingu þeirra og
öryggi. Ráðlegt er að smyrja keðju
hjólanna helst vikulega með sér-
stakri teflonolíu og sérstaklega ef
hjólið hefur staðið úti í rigningu.
Einnig er mikilvægt að hugsa vel
um bremsuborða hjólsins, kanna
slit reglulega og gæta að því að
þeir séu rétt stilltir. Rétt stilltir
borðar eiga hvorki að rekast í
dekkin né í gjörð og ekki á að
heyrast ískur þegar bremsað
er.
Auk þess að fylgjast með
keðju og bremsum er mikil-
vægt að fylgjast með gírum
hjólsins. Nýir gírvírar teygj-
ast yfirleitt nokkuð
og mynda því eins
konar hlaup í
gírunum.
Gott er
að
strekkja
un-
um
Hjálmurinn er nauðsynlegt öryggistæki fyrir börn jafnt sem fullorðna.
u.þ.b. mánuði eftir að hjólið er
keypt. Þá er gírastrekkjaranum á
hjólinu snúið rangsælis þar til
strekkist á vírunum.
Með tímanum má einnig gera ráð
fyrir slaka i legum hjólsins. Sérstak-
lega þarf að huga að stýrislegum, öx-
ullegum og pedalalegum. Skemmdar
legur eru fljótar að skemma út frá
sér en með því að skipta þeim út eða
herða þær upp í tæka tíð má spara
mikið í viðhaldskostnaði.
Skipt um dekk
Það vefst fyrir sumum hjólreiða-
mönnum að skipta um sprungið
dekk en það þarf ekki að vera flók-
ið mál ef eftirfarandi leiðbeiningum
er fylgt.
1) Takið bremsur úr sambandið
við gjörð.
2) Farið með keðjuna niður á
minnsta tannhjólið að aftan og að
framan til að slaka á keðjunni.
3) Losið öxulrær.
Þá er dekkið laust og með hjálp
dekkjaþvingu er slangan tekin úr.
Þá er að finna gatið, pússa aðeins
gúmmíið í kringum það, bera bóta-
lím á slönguna og láta það bíða í um
fimm mínútur áður en bótinni er
smellt á. Síðan er slangan sett aftur
á sinn stað og lofti pumpað í áður
en haldið er af stað.
Útbúnaður til ferðalaga
Ferðalög á fjallahjólum vitt og
breitt um landið verða æ vinsælli.
Að ýmsu þarf að huga áður en lagt
er upp í langferð. Nauðsynlegt er
að setja bögglabera bæði framan og
aftan á hjólið og gott er að kaupa
vatnsheldar töskur til að krækja á
hliðar hjólsins. Best er að jafna
þyngd farangursins þannig út að
um 60% þyngdarinnar séu aftan á
hjólinu en um 40% að framan.
Ekki er ráðlegt að bera mikinn
þunga á likamanum sjálfum eins
og t.d. bakpoka en ef nauðsyn kref-
ur er frekar mælt með að hjólreiða-
menn noti mjaðmatösku en bak-
poka.
Til að létta á farangrinum er rétt
að forðast vatnsbundið fæði en
taka frekar frostþurrkað fæði eða
ýmiss konar þurrmat með.
Eldunargræjur, létt tjald, svefn-
poki og myndavél ættu síðan að
setja punktinn yfir iið.
Öryggið í fyrirrúmi
Að lokum er rétt að minna á
nokkur öryggisatriði sem vert er að
hafa í huga er þeyst er á stálfáknum
út í góða veðrið.
Glitaugu eiga að vera bæði fram-
an og aftan á reiðhjólum. Reiðhjóla-
bjöllur eru einnig nauösynlegur ör-
yggisbúnaður og þær ber að nota til
að gera öðrum viðvart, t.d. við fram-
úrakstur á gangstéttum.
Að sjálfsögðu er viðurkenndur
hjálmur af réttri stærð algjörlega
ómissandi.
Hjólreiðafólki er heimilt að hjóla
á gangstéttum jafnt sem á götum.
Að sjálfsögðu eiga hjólreiðamenn að
fylgja umferðarreglum eins og aðrir
vegfarendur og hafa í huga að gang-
andi vegfarendur eiga réttinn á
gangstéttunum. -GLM
Bætiefni við
ýmsum kvillum
Vítamínþarfir líkamans eru
ekki alltaf þær sömu og vissar
aðstæður krefjast sérstakrar
fæðu og bætiefna. Hér á eftir fer
listi yfir slíkar aðstæður, flestar
þeirra tímabundnar, með uppá-
stungum um bætiefni. Hér er þó
ekki um læknisráð að ræða.
Gelgjubólur
Reynt hefur verið að með-
höndla þess plágu unglingsár-
anna með ýmsum aðferðum, frá
röntgengeislum til tetrasýklíns.
Náttúrleg meðhöndlun með ýms-
um bætiefnum er einn kosturinn
í baráttunni við bólurnar:
1 tafla af fjölvítamíni án stein-
efna á dag
1-2 töflur af E-vítamíni (400
a.e.) á dag
1-2 töflur af A-vítamíni (25.000
a.e.) 6 daga vikunnar
1 tafla þrisvar á dag af zinki (50
mg) með máltíð á dag
3-6 acidophilustöflur á dag.
Fótsveppur
C-vítaminduft eða kristallar,
borið beint á ---------------
sýkta svæðið,
virðist koma að
gagni gegn fót-
sveppasýkingu.
Haltu fótunum
þurrum og vertu _____________
skólaus eins oft og þér er mögu-
legt þar til sýkingin er horfin.
Andremma
Ásamt því að
bursta tennurnar
rétt og nota tann-
þráð er vert að
reyna:
1 chlorophylltöflu
eða hylki 1-3 sinn-
um á dag.
3 acidophilustöfl-
ur 3 sinnum á dag.
1 zinktöflu (50 mg)
1-3 sinnum á dag.
Hárlos eða skalli
Margir telja að minnka megi
hárlos með eftirfarandi hætti:
1 B-kombíntöflu gegn streitu
tvisvar á dag.
Kólín og in-
osítól, 1000 mg
af hvoru tveggja
daglega.
Daglegt hár-
svarðarnudd
með olíu og hár-
þvotti.
1 fjölsteinefnatafla með 1000
mg af kalki og 500 mg af magnesí-
um á dag.
Mýbit
Bl-vítamín (tíamín) hefur
reynst ágæt skordýrafæla. Ef tek-
in eru 100 mg af
B1 þrisvar á dag
skapast lykt af
húðinni sem
skordýrum
geðjast ekki að.
Ef gripið er of
seint í til Bl-
taflanna og
mýið hefur þeg-
ar stungið þig
gætu 1000 mg af
C-vítamíni dregið
úr ofnæmissvörun-
inni.
Girnileg melónusúpa
Þessi girnilega melónusúpa er
upplögð á fallegum vorkvöldum.
Uppskrift
2 gular melónur
75 g sykur
175 ml vatn
safi úr einum limeávexti
niðursneitt hýði af limeávextin
um
3 msk. niðurskorin basillauf
nokkur heil basillauf til skreyt
ingar.
Aðferð
Skerið melónumar í tvennt og
takið steinana úr. Skerið 20-25 kúl-
ur úr melónunum með melónujárni
og setjið á disk. Skafið afganginn af
melónukjötinu úr og setjið í mat-
vinnsluvél.
Hellið vatninu í pott á heitri hellu
ásamt sykrinum og ávaxtahýðinu.
Hrærið vel í, látiö suðuna koma upp
og látið síðan malla á lágum hita í
2-3 mínútur.
Kælið blönduna lítillega og hellið
síðan helmingnum í matvinnsluvél-
ina með melónukjötinu í. Blandað
vel saman og bætið síðan afgangin-
um af blöndunni og limesafanum
saman við.
Hellið súpunni í skál og kælið
vel. Skreytið síðan með basillaufum
og melónukúlum áður en súpan er
borin fram. -GLM
Þessi girnilega melónusúpa er upplögð á fallegum vorkvöldum.
Harðlffi
Flestir verða fyrir óþægindum
af hægðatregðu fyrr eða síðar.
Oft er það vegna þess að grófmeti
skortir í fæðuna eða vegna vissra
lyfja, s.s. kódíns. Hægðalyf geta
svipt líkamann næringarefnum,
auk þess að gera fólk háð hægða-
lyfjum með því að skapa aftur
hægðatregðu. Því ætti náttúrulyf
að vera góð lausn á þess vanda-
máli.
2 msk. klíðisflögur á dag
3-9 klíðistöflur daglega
1 acidophilustafla þrisvar á
dag
jurtahægðalyf eða parafíínolía
um stundarsakir ef þörf krefur.
-GLM