Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 29 í Súm- salnum má sjá snjókarl eftir Peter Friedl. Fjölbreytt myndlist í hönd fer síðasta sýningarhelgi á sýningum fimm myndlistar- manna í Nýlistasafninu á Vatns- stíg 3b í Reykjavík. Um er að ræða þá Eggert Pétursson, Kenneth G. Hay og Jyrki Siukonen sem sýna í neðri sölum safhsins; Sol Lyfond og Karin Schlechter á miðhæð og Peter Friedl i Súmsal. Eggert Pétursson hefur síðast- liðin tíu ár nær eingöngu fengist við að mála olíuverk sem sýna ís- lenskar plöntur og sýnir nú nokk- ur nýleg málverk í þeim dúr. Kenneth G. Hay er Skoti búsett- ur í Leeds. Á sýningunni í Ný- listasafninu sýnir Kenneth tölvu- unnar myndir þar sem verur og gínur svífa um himininn. Jyrki Siukonen er fmnskur listamaður sem setur saman verk ---------------sín úr marg- Sýningar efn- # um, synir hann í Nýlistasafninu ljósmyndir og þrívíð verk. Karin Schlechter og Sol Lyfond búa og starfa í Köln í Þýskalandi. Þau vinna sitt hvora innsetning- una í Svarta sal og Bjarta sal. Peter Friedl er Austurríkismað- ur, sem hefur tekið þátt í fjölda al- þjóðlegra sýninga í Evrópu og Bandaríkjunum. íslandsfor hans er gamall draumur, draumur um að búa til snjókarl úr pappír inn- andyra og lætur hann drauminn rætast í Súmsalnum í Nýlistasafn- inum meö aðstoð nokkurra bama. Sýningamar em opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur 30. maí. Krýsuvíkurskóli. Sjálboðaliðar græða upp land við Krýsuvíkurskóla Sjálfboðaliðasamtök um náttúm- vemd og landgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk i Landnámi Ing- ólfs ásamt Krýsuvíkursamtökunum standa nú annað árið í röð, á morg- im, fyrir uppgræðslu og ræktun um- hverfis Krýsuvíkurskóla. Árangur helgarvinnu þessara að- ila við uppgræðslustörf í fyrra lofar góðu. Nú gefst tækifæri til að skoða árangurinn og meia'. Jafhframt er ætlunin að halda áfram uppgræðslu og gróðursetja fleiri plöntur. Allir sem að verkinu koma starfa í sjálf- boðaliðavinnu. Af nógu er að taka. --------------Þrátt fyrir að Umhverfi Krýsuvík hafl uiiihvciii eitt sinn verið blómlegt byggð- arlag ber þar nú mest á moldarbörð- um og blásnum melum. Til uppgræðslunnar er nýttur bæði lífrænn og tilbúinn áburður, grasfræ og trjáplöntur. Hópur stuðningsaðila leggur sitt af mörk- um til að unnt sé að fegra nánasta umhverfi meðferðarheimilisins, þar á meðal Landgræðsla ríkisins, Skóg- ræktarfélag Hafnaríjarðar, Gáma- þjónustan hf. og Dráttarbílar. í Krýsuvíkurskóla er unnið að mannrækt og að því aö græða ýmis sár á sálartetrinu. Nú gefst almenn- ingi tækifæri til að rækta blásna mela umhverfis skólann og græða sár á gróðurþekjunni. Þetta er til- valið verkefni fýrir alla fjölskyld- una. Mæting er við Krýsuvíkur- skóla kl. 9.30 að morgni laugardags- ins 29. maí. Lífsstíll '99 í Laugardalshöll: Glæsileiki og munaður í dag verður opnuð sýn- ingin Lífsstíll ‘99 - glæsi- leiki og munaður í Laugar- daíshöllinni. Á þessari stór- sýningu verður hægt að sjá flest það sem hugann gim- ist, eins og nýtísku hús- gögn, innréttingar, gjafa- vörur, fatnað, útivistarvör- ur, glæsibifreiðar og margt fleira. Meðal sérstakra dag- skrárliða verður sýnd draumaíbúð ungfrú íslands. Þar mun hin nýkrýnda feg- urðardrottning, Katrín Rós BEddursdóttir, velja innan- Sýningar Feguröardrottning íslands, Katrín Rós Baldursdóttir, er farin aö mála draumaíbúð sina. stokksmuni, húsgögn, raf- magns- og hljómburðar- tæki, auk alls tilheyrandi í draumastofuna, drauma- svefhherbergið og drauma- haðherbergið. Þá mun Elite kynna fyrirsætur framtíð- arinnar og tískusýningar verða haldnar alla sýningardagana. Fjöl- miðlafólk lætur til sín taka á óvenjulegum vettvangi sem kepp- endur í borðskreytingarkeppni. Við opnun sýningarinnar í dag munu verða kynnt úrslit Félags ís- lenskra gullsmiða í samkeppni sem staðið hefur undanfarið um annars vegar karlmannlegasta og hins vegar kvenlegasta vín- flöskutappann. Hlýtur höfundur besta tappans í hvorum flokki veg- leg verðlaun sem felast í utan- landsferð og eðalvíni. Emma Kamilla Litla fallega stelpan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans á aðfangadagskvöld, 24 des- ember síðastliðinn, kl. 22.52. Við fæðingu reynd- ist hún vera 3200 grömm Bam dagsins og 48 sentímetrar. Hún var skírð í Eskifjaröarkirkju 14. febrúar og hlaut nafnið Emma Kamilla. Foreldrar hennar eru Hildur Þ. Rún- arsdóttir og Finnbogi S. Sumarliðason og er Emma þeirra fýrsta barn. Fjöl- skyldan býr í Grafarvogin- um í Reykjavík. Léttskvjaö víöast nvar Austur af Jan Mayen er nærri kyrr- stæð 1013 mb lægð. Skammt vestur af landinu er heldur vaxandi hæðar- hryggur sem hreyfist austur. Um 500 VeðHðídag vestur ----------------Hvarfi er um 1000 mb lægð sem hreyfist norð- austur og verður á vestanverðu Græn- landshafi í nótt. í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað víðast hvar, en þykknar smám saman upp vestan til þegar líður á daginn. Suðvestangola eða kaldi vestanlands í nótt og súld eða dálítil rigning með köflum. Hiti á bilinu 7 til 15 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg vestlæg eða breytileg átt og léttskýj- að, en þykknar smám saman upp síð- degis. Suðvestangola eða kaldi í nótt og súld eða dálítil rigning af og tiL Hiti 4 til 5 stig í fyrstu en allt að 12 stig yfir miðjan daginn. Sólarlag í Reykjavík: 23.18 Sólarupprás á morgun: 03.32 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.47 Árdegisflóð á morgvrn: 05.57 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiöskírt 2 Bergsstaöir léttskýjaö 2 Bolungarvík skýjaö 4 Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. skýjaö 5 Keflavíkurflv. skýjaó 7 Raufarhöfn Reykjavík léttskýjaö 4 Stórhöföi heiöskírt 6 Bergen rigning 11 Helsinki léttskýjaö 13 Kaupmhöfn heiöskírt 15 Ósló skýjaö 12 Stokkhólmur 15 Þórshöfn skýjaó 6 Þrándheimur skýjaö 9 Algarve skýjaö 16 Amsterdam rign. á síö. kls. 17 Barcelona léttskýjaö 20 Berlín heiöskírt 17 Chicago skýjaö 21 Dublin rigning 13 Halifax skúr 11 Frankfurt skýjaö 19 Glasgow Hamborg léttskýjaö 17 Jan Mayen alskýjaö 3 London skýjaö 16 Lúxemborg rign. á síö. kls. 18 Mallorca skýjaó 20 Montreal heiöskírt 8 Narssarssuaq rigning 7 New York léttskýjaö 18 Orlando hálfskýjaö 23 Paris léttskýjaö 16 Róm þokumóöa 17 Vín heiöskírt 18 Washington heiöskírt 10 Winnipeg heiöskírt 16 Hálendisvegir lokaðir Yfirleitt er góð færð á öllum aðalleiðum á land- inu. Vegir á hálendi íslands eru lokaðir vegna aur- bleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það að verkum að öxulþungi er takmarkaður víða og er það til- Færð á vegum kynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Vega- vinnuflokkar eru að störfum á nokkrum stöðum á landinu, meðcd annars á Snæfellsnesi og á suðvest- urhominu. í*-Skafrenningur E3 Steinkast 151 Háika 0 Vegavinna-aögát 0 ÖxulþungatakmarKai ra Þungfært © Fært fjallabílum Q) Ófært Method Man er einn nokkurra rappara sem leika í Belly. Belly Kringlubíó sýnir Belly sem leik- stýrt er af Hype Williams en haun þykir einn besti leikstjóri tónlist- , armyndbanda nú. Sérsvið hans hefur verið rapp og hefur hann því valiö nokkra þekkta rappara til að leika í myndinni sem lýst er sem sakamálamynd með svörtum húmor. Aðalpersónumar eru æskuvinirnir Tommy Brown og Sioncere sem búa í Queens og hafa ágætar tekjur af því að vera röng- um megin við lögin. Þegar meiri peningar koma inn í spilið kemur í ljós hversu ólíkir þeir em. Tommy er hroka- gikkur sem telur sig ///////// Kvikmyndir eiga rétt á að fara með alla eins og honum * sýnist og er ekkert að hika við að ráðast á minni máttar þegar það hæfir honum. Sioncere er mun gáf- aðri og rólegri og þótt hann hafi ekkert á móti auðfengnum gróða þá vill hann hugsa vel um sína. Ágreiningur verður til þess að brotalamir koma í vinskapinn. Nýtt í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature A Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: At First Sight Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubió: Who Am I Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Lárétt: 1 bragðgott, 8 gott, 9 ekki, 10 hverfa, 11 málmur, 12 umboðssvæði, 14 vangi, 15 blöskra, 16 skakka, 18 nöldur, 20 þegar, 22 bjargbrún, 23 fljótið. Lóðrétt: 1 hæfileiki, 2 leiðinlegt, 3 stúlka, 4 vísa, 5 skyldmenni, 6 sprota, 7 steintegund, 13 bindi, 15 skelfing, 17 arfberi, 19 skoða, 21 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 ókyrr, 6 gó, 7 sæla, 8 ólm, 10 krummi, 11 harmaði, 12 ástin, 14 nn, 15 stunda, 17 vagn, 18 ýri. Lóðrétt: 1 beiðni, 2 kærasta, 3 ylur, 4 ramminn, 5 róman, 6 gliðnar, 9 meinti, 11 hás, 13 tug, 16 dý. * Gengið Almennt gengi LÍ 28. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenqi Dollar 74,370 74,750 73,460 Pund 118,740 119,350 118,960 Kan. dollar 50,410 50,720 49,800 Dönsk kr. 10,4550 10,5120 10,5380 Norsk kr 9,4320 9,4840 9,4420 Saensk kr. 8,6510 8,6990 8,8000 Fi. mark 13,0640 13,1425 13,1780 Fra. franki 11,8414 11,9126 11,9448 Belg. franki 1,9255 1,9371 1,9423 Sviss. franki 48,8100 49,0800 48,7200 Holl. gyllini 35,2473 35,4591 35,5548 4 40,0610 5 Þýskt mark 39,7145 39,9531 ít. líra 0,040120 0,04036 0,040470 Aust. sch. 5,6448 5,6788 5,6941 Port. escudo 0,3874 0,3898 0,3908 Spá. peseti 0,4668 0,4696 0,4710 Jap. yen 0,617000 0,62070 0,615700 írskt pund 98,626 99,219 99,487 SDR 99,850000 100,45000 99,580000 ECU 77,6700 78,1400 78,3500 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.