Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag, þriðja ráðu- neyti Davíðs Oddssonar í röð og annað kjörtímabilið þar sem Sjálfstæðisílokkurinn og Framsóknarflokkur- inn starfa saman. Framhald stjórnarsamstarfsins er eðlileg afleiðing niðurstaða nýliðinna kosninga. Þar hélt ríkisstjórnin velli með ríflegum meirihluta þótt Sjálfstæðisflokkurinn kæmi betur út úr kosningunum. Liðið kjörtímabil var farsælt, samstarf stjórnarflokk- anna var gott og góðæri ríkti. Við upphaf nýs kjörtíma- bils er enn góðæri en blika á lofti. Nýrrar ríkisstjórnar bíða ærin verkefni. Þensla er í atvinnulífi, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er þrefalt meiri vöntun á vinnuafli en á sama tíma í fyrra. Innlendar og erlendar fjármálastofnanir hafa varað við þróuninni. Seðlabankinn og Þjóðhagsstofnun benda á þensluna og þá hættu að verðbólga þokist upp á við. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar líka við hættu á auk- inni verðbólgu. Stofnunin telur að í fjárlagagerð verði að hemja eftirspurn á fjármálamarkaði. Jafnframt bendir hún á nauðsyn þess að draga úr ríkisútgjöldum og ekki síst að draga úr launaskriði hjá ríkisstarfsmönnum. Kjaramálin eru einmitt eitt hinna stóru verkefna sem bíða nýju stjórnarinnar. Almennir kjarasamningar eru lausir á næsta ári. Launafólk lagði í raun grunn að vel- ferð undanfarinna ára með svokölluðum þjóðarsáttar- samningum sem að mestu hafa verið endurnýjaðir á liðnum áratug. Samningagerðin kann að reynast erfið- ari á komandi ári, ekki síst vegna launahækkana sem opinberir starfsmenn hafa fengið umfram aðra. Þá gleymist heldur ekki nýleg 30 prósenta hækkun sem Kjaradómur dæmdi þingmönnum, ráðherrum og æðstu embættismönnum á nýliðnum kjördegi. Sú hækkun hleypti Hlu blóði í verkalýðsforystuna og verður án efa viðmið við kröfugerðina. Kjaramál eldri borgara og öryrkja verða einnig ofar- lega á baugi. Þessir hópar vísa líka tH fordæmis sem ný- genginn úrskurður Kjaradóms gaf og benda um leið á að samræma þurfi þróun launa og tryggingagreiðslna. Að mati landsfundar Landsambands eldri borgara var kaupmáttaraukning almennra launa mun meiri en tryggingabóta á liðnu kjörtímabHdi. MikH útlánaaukning bankanna hefur meðal annars leitt tH þenslunnar. Fram hefur komið hjá bankastjóra íslandsbanka að hann telji ábyrgð ríkisbankanna mikla í þeim efnum. Ríkisbankarnir hafa gripið tH aðgerða og hækka vexti um næstu mánaðamót. Vaxtahækkun slær á eftirspurn. Ríkisstjórnin fór þá leið á liðnu kjörtíma- bHi að lækka skatta sem um leið jók ráðstöfunarfé al- mennings. Skattahækkun, líkt og vaxtahækkun, slær á eftirspurn en Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og einn höfunda nýs stjórnarsáttmála hefur látið hafa eftir sér í blaðaviðtali að skattar verði ekki hækkaðir. Ráð- herrann benti þar á að aðeins væri um tvær leiðir að ræða, annars vegar aðhald í ríkisfjármálum og hins vegar að auka sparnað tH þess að draga úr þenslu á al- mennum peningamarkaði. Þarna verði að vera samspH. Ráðherrann segir að meðal annars megi auka sparnað með því að selja ríkiseignir og bendir á Landssímann og ríkisbankana. Efnahagslegur stöðugleiki hefur ríkt hérlendis und- anfarin ár samfara hagvexti. Almenningur veit að hag- sæld fylgir því ástandi og kosningaúrslitin voru krafa um viðhald þess. Það verður meginverkefni nýrrar rík- isstjórnar. Jónas Haraldsson „Efasemdaraddir um að ekki væri allt sem sýndist, þorskur væri horaður og farinn að éta bræður sína, voru ekki teknar alvarlega." - Þorskur sem étið hefur annan þorsk. Myndin er tekin í fiskvinnslunni Aðalbjörgu sf. í Reykja- vík á síðasta ári. Enn skal herða sultarólina vonarpening i loðnu, ■ ............... og umhverfisskilyrði líiollorínii væru hagstæð. „Við f\|dllcirillll eigum nokkuð bragg- legan loðnustofn,“ sagði forstjórinn. Illa haldinn vonarpeningur Ég man ekki betur en loðnan hafi komið mönnum verulega á óvart í vetur þegar hún loks lét sjá sig. Þá var hún smá og horuð, og sú skýring fylgdi með frá Hafró að fjöldinn Væri svo mikill að ekki væri nóg fæða handa öllum „Forstjórí Hafró sagði í viðtali að þorskurinn væri langlíf skepna og hann þyldi sult mjög lengi. Ekki væri skynsamlegt að grisja stofninn til að örva vöxtinn, því þá fækkaði þeim einstaklingum sem yrðu til að nýta sér batnandi ætisskilyrði. - Bíðum við, var ekki nýbúið að segja að ástand sjávar væri þokkalegt?“ Jón Kristjánsson fiskifræðingur Veiðiráðgjöf Hafró núna er í raun ekkert annað en áfellisdóm- ur stofnunarinnar yfir ráðgjöf sjálfrar sín undanfarin ár. Niður- skurður eða jafnstaða í öllum teg- undum, nema síld og loðnu. En eins og menn vita er afli síldar og loðnu sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir tveimur árum náðist ekki síldarkvótinn og siðasta loðnuver- tíð var hörmung. Alvarlegast núna er að þorskur- inn er farinn að horast og það get- ur þýtt að stofninn sé á niðurleið. Hafró spáði hins vegar í fyrra að þorskstofninn myndi standa í stað til 2001 svo það var ekki við því að búast að aflinn yrði aukinn í ár þó menn hefðu vissulega haft vænt- ingar í þá átt. Efasemdaraddir ekki teknar alvarlega Fyrir ári, þegar þorskkvótinn var aukinn, var sagt að uppbygg- ing þorskstofnsins hefði tekist og nú væri allt á uppleið. Báðir ráð- herramir sögðu að þetta væri ár- angur fórna undanfarinna ára, farið hefði verið nákvæmlega eft- ir ráðgjöf vísindamanna og ætlun- arverkið tekist. Efasemdaraddir um að ekki væri allt sem sýndist, þorskur væri horaður og farinn að éta bræður sína, voru ekki teknar alvarlega. Segja má Þorsteini Pálssyni til hróss að hann fór eftir ráðlegging- um Hafró út í hörgul í góðri trú. Hann vildi gefa Hafró tækifæri. Ég er viss um það að hann lét af emb- ætti í þeirri trú að hann hefði gert rétt og uppbygging þorskstofnsins hefði tekist. Nú er hann fjarri góðu gamni, kominn í annað emb- ætti og nýr maður verður að gera upp reikningana. Forstjóri Hafró var annars hinn hressasti með þessa ráðgjöf, þrátt fyrir niðurskurðinn, við hefðum fjöldanum. Þá hentaði það að nota vistfræðilegar skýringar (hungur vegna offjölgunar) til að skýra fyrir mönnum hvers vegna ekki væri hægt að selja loðnu til Japans. Ekki er óeðlilegt að spurt sé nú hvort vonarpeningurinn, sem ekki gekk til hrygningar sl. vetur, hafi ekki einnig verið illa haldinn og verði fyrir miklum affólium áður en hann gengur á miðin í vetur. Forstjóri Hafró sagði í viðtali að þorskurinn væri lang- líf skepna og hann þyldi sult mjög lengi. Ekki væri skynsamlegt að grisja stofninn til að örva vöxtinn, því þá fækkaði þeim einstak- lingum sem yrðu til að nýta sér batnandi ætis- skilyrði. - Bíðum við, var ekki nýbúið að segja að ástand sjávar væri þokkalegt? Beðið eftir Godot Búið er að bíða eftir sterkum árgangi í þorskstofninn í ein 15 ár. Síðasti sterki ár- gangurinn var ffá ár- inu 1984, og 93-ár- gangurinn var í meðallagi. Mikil ánægja var árið 1997 þegar met var sett í seiðavísitölu. Minna hefur þó orðið úr seiðunum en vonast var til þvi nú er von- ast til að sá árgang- ur verði í meðallagi. Eins og ástandið er núna, þorskurinn að horast niður vegna fæðuskorts, er varla hægt að bú- ast við að það sé pláss fyrir meira ungviði. Það myndi einungis bæta gráu ofan á svart. Enda sér þorsk- urinn fyrir því sjálfur, hann étur undan sér. Og fæðuþörfm er mikil. Sé rétt að stofninn sé um 1 millj- ón tonn má áætla að fóðurþörfin til viðhálds sé um eitt þúsund tonn - á klukkutímann, allan árs- ins hring. - Godot kemur ekki meðan þorskurinn þarf að éta bömin sín. Jón Kristjánsson Skoðanir annarra Borgaraleg gremja „Það er hlutskipti okkar sem höfum búið lengi við frelsi og velmegun að allar umræður um ófrelsi, kúg- un og fátækt í öðrum ríkjum eru okkur öðrum þræði tækifæri til að agnúast út í ýmislegt sem okkur finnst aflaga fara í okkar eigin litla verndaða heimi og veita okkur útrás fyrir innibyrgða borgaralega gremju. Svona lítil erum við í okkur og svo skiln- ingslaus á þjáningar annarra. Og þess vegna virðast margir ekki geta horfst í augu við óhugnað komm- únismans án þess að skírskota sífellt til ýmissa mis- fellna í heimi réttarríkisins. Sjónvarpsþættirnir um kalda striðið bera þessu glöggt vitni.“ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 27. maí. Börnin i bílstólunum „Því miður eru þess dæmi að barnabílstóll hafi kastast út í heilu lagi, með barninu í, vegna þess að stóllinn var ekki tryggilega festur. Þess eru líka allt of mörg dæmi að börn séu laus í bílum - þrátt fyrir að bamastóll sé til staðar. Slysin gera ekki boð á undan sér og þau geta orðið jafnt á stuttum sem löngum akstursleiðum. Það er því engin afsökun að láta undir höfuð leggjast að spenna beltin eða koma baminu fyrir í bamabílstólnum vegna þess hversu stutt sé farið ... Elskum því bömin okkar undir öll- um kringumstæðum - ekki síst í bílnum.“ Ragnheiður Davíðsdóttir í Degi 27. maí. Trúverðugleiki stjórnenda „Það sem skiptir liklega mestu máli við mat á fjár- festingarkostum er hæfni og trúverðugleiki stjórn- enda. Kostimir em svo margir að það er ástæðu- laust að binda sitt fé í fyrirtækjum þar sem ómerk- ingar halda um stjórnartaumana. Strax og trúnaðar- brestur myndast er því rétt að íhuga sölu. Öll fyrir- tæki lenda einhvern tímann í erfiðleikum, hæfur stjómandi viðurkennir þau og tekur á málunum. Sjaldnast eru þó til einhverjar skyndilausnir. Full- yrðingum um viðsnúning, fljótlega eftir að fréttir um taprekstur berast, ber því að taka með miklum fyrirvara. Það tekur tíma að snúa skútu í ólgusjó.“ Margeir Pétursson í Viðskiptablaði Mbl. 27. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.