Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 19« Fréttir Skaðabætur frá Rolling Stones: Bjóða á Wembley og í brúðkaup á Bermúda „Þeim félögum í Rolling Stones leið eitthvað illa út af því hvernig þetta fór allt hér hjá okkur og þess vegna bjóða þeir okkur út. Við gistum á sama hóteli og þeir í London, förum á tónleika þeirra á Wembley 11. júní og svo á eina klúbb-giggið þeirra sem verður 8. júní í sal sem tekur aðeins hund- rað manns í sæti. Innifalið í því er parti með hljómsveitinni á eftir. Það er búið að bjóða mér 500 þús- und krónur fyrir klúbbmiðann enda er þetta einstæður atburður," sagði Ragnheiður Hanson sem ít- rekað hefur reynt að fá Rolling Sto- nes hingað til lands. Samningavið- ræður við hljómsveitina fóru út um þúfur á síðustu stundu sem kunnugt er af fréttum og þetta eru skaðabætumar frá Rolling Stones. Aðstoðarkonu Ragnheiðar, Guð- rúnu Kristjánsdóttur, er einnig boðið í þessa ævintýraferð. Og ekki nóg með það: „Það er einnig búið að bjóða mér í brúðkaup dóttur Charlies Watts trommuleikara í Karíbahafinu í sumar en ég veit ekki hvort ég kemst. Ég er búin að fá boðskortið en brúðkaupið verður haldið á Bermúda," sagði Ragnheiður Han- son sem hlakkar mest til að gista á sama hóteli og Rollingarnir í London: „Ég verð samt bara í her- bergi með Guðrúnu vinkonu minni og er alsæl með það,“ sagði Ragnheiður sem lætur með þessu afskiptum sínum af RoUing Stones lokið í bili. -EIR Athugun á markaösmálum fyrir Aldin á Húsavík: Þetta var vonlaust dæmi - segir einn af nemendum Tækniskóla íslands sem framkvæmdi athugunina Úr verksmiðju Aldins á Húsavík sem nú hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. DV-mynd gk DV, Akureyri: „Útkoma okkar var sú að þetta væri vonlaust dæmi, reyndar alveg dauðadæmt," segir einn af nemend- um Tækniskóla íslands sem vann að athugun á markaðs- og sölumálum trjáiðnaöarfyrirtækisins Aldins á Húsavík sem nú hefur verið lýst gjaldþrota. Athugunin fór fram í mars á síð- asta ári og var unnin að beiðni Bjark- ar ehf. sem var dótturfyrirtæki Ald- ins. Markmiðið var að kanna markað fyrir parket sem ætiunin var að vinna hjá Aldini og vinna samkeppn- is- og atvinnuvegagreiningu og setja fram markaðsstefnu fyrir fram- leiðsluvörur Aldins. í niðurstöðu nemendanna kom fram að samkeppnin á parketmark- aðnum hefði verið mjög hörð. Mikið framboð væri á vörum þeim sem Ald- in hugðist framleiða og ...þar sem söluaðilar parkets flytja flestir inn þær tegundir sem þeir selja gæti ver- ið erfitt fyrir annan aðila að'kom- ast með sína vöru hjá þeim“ segir m.a. í skýrslunni. Aðili sem DV hefur rætt við og er mjög kunnugur þeirri uppbygg- ingu sem átti sér stað er Aldin varð til segir að svo virðist sem framkvæmdastjóm fyrirtækisins hafi brugðist. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi aðallega starfað sem framleiðslustjóri og það hafi vantað markvissari stjórn á fjár- málum, fjármögnun og markaðs- setningu. Með þessu hafi stjórn fé- lagsins auðvitað átt að fylgjast en sennilegt er að stjómarformaður- inn, sem um leið var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, hafi haft of margt á sinni könnu til að geta sinnt því eftirliti nægjanlega vel. -gk Umtalsvert kal í S-Þingeyjarsýslu DV, Akureyri: Stefán Skaftason, landbúnaðar- ráðunaustur í Þingeyjarsýslum, seg- ir ljóst að umtalsvert kal sé í túnum víða í suðursýslunni en svo virðist sem ástandið sé mun betra í norður- sýslunni, frá Húsavík og austur úr. „Það er ekki enn fyllilega ljóst hvernig þetta er en þetta virðist sleppa til fyrir austan Húsavik. Hins vegar er alveg ljóst að í Köldu- kinn, Aðaldal og Reykjadal er um- talsvert kal í túnum og jafnvel víð- ar. Það er hins vegar erfitt að segja endanlega til um ástandið því gróð- ur er ekkert farinn að taka við sér að ráði enn sem komið er. Hér um slóðir hefur verið kalt og sífelldar rigningar eins og á haustdögum," segir Stefán. Hann segir þó ljóst að tjón vegna kals verði umtalsvert og ekki hafi bændur miklar fyrningar í vor til að mæta uppskerubresti. Sumarið í fyrra hafi verið bæði kalt og þurrt, síðan hafi veturinn gengið snemma í garð og verið bæði langur og erfið- ur. Bændur þyrftu svo sannarlega á því að halda að fá góð hey í sumar og vonandi verði sumarið gott því það sé mjög kostnaðarsamt að þurfa að kaupa hey eða annað fóður. í DV hefur þegar verið sagt frá miklu kali í túnum við utanverðan Eyjafjörð. Ekki virðist mikið um kal í Skagaflrði nema við utanverðan fjörðinn að austanverðu og í Fljót- um og samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi A-Húnavatns- sýslu er lítið um kal þar um slóðir. -gk Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður Hanson eru á leið í partí með Rolling Stones. Á milli þeirra situr Berry, einn af framkvæmdastjórum hljómsveitar- innar. Þd er komið að því! Óvissusýning 2 verður haldin d miðnætti næstkomandi föstudags í Bíóborginni. Nú aetlum við að hækka vel í hljóðherf inu og sýna sýnishorn úr öllum stærstu mynum sumarsins. Smelltu þér inn d Vísi.is eða hlustaðu d FM 95.7 og þú gætir unnið miða d Óvissusýningu 2 næsta föstudag. Ath! Eftir kluhhan 23 eru allir miftar til sblu. ÞaS er því vitsara fyrir þa heppnu trm vinna miða ó Visi.it efla FM 95.7 að tryggja tér mifta fyrir klukkan 23. Sólium þeis hvrrtu filman er nýbomin til landtint verftur myndin sýnd textalaus. www.visir.is VÍÐ BJOÐUM TIL FRUMS YNINGAR & FORNBILASYNINGAR Nýr extra-cab pallbíll frá General Motor. Nýtt útlit, ný vél, ný hönnun frá grunni. Sjáið og sannfærist! Aö Eyrarvegi 25, Selfossi, viö hliðina á T.R.S. Laugardag 29. maí kl. 13-22 Sunnudag 30. maí kl. 13-18 ehf Innflutningsmiðlun Fombílar sem ekki hafa verið sýndir á íslandi áður. "55 Cadillac, "55 Chevrolet Bel Air, "56 Ford Fairlane, "58 Oldsmobile, "68 Pontiac Firebird, "69 Cadillac, ofl. Allir sem nýjir. Hver örðum fallegri. Lítiö viö á nýju heimasíðunni okkar http://www.selfoss.is/~ib Beinn innflutningur - Nýjir bílar - Notaðir bílar - Varahlutir - Aukahlutir GagnheiðiH^^elfossL^Sími^82J^28^-JFax^82^828^NetfengMb@selfbssá^J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.