Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 11
J3V FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 ennmg Dauðinn sækir meðaljón Arni Ibsen rithöfundur stendur á all- nokkrum tímamótum á ferli sínum. Hann er einn af höfundum óperuleiksins Maður lif- andi, sem Strengleikhúsið frumsýnir í Borg- arleikhúsinu eftir nokkra daga en frumsamd- ir leikir af því tæi eru næsta sjaldgæfír hér á landi. I ofanálag er leikritun Árna til sér- stakrar umfjöllunar á ritþingi Gerðubergs númer tvö, sem hefst á morgun kl. 13.30, en þessi þing hófu göngu sína í mars sl. með um- fjöllun um Guðberg Bergsson. Þetta tvennt er ærið nóg til að æra óstöðugan en Árni er jafn- aðargeðið uppmálað þegar DV tekur hús á honum í Hafnarfirði. Fyrst er spurt hvernig tilfinning fylgi því aö vera tekinn til skoöunar á ritþingi. „Ég reyni að taka þetta ekki allt of nærri mér. En óneitanlega er maður að gangast und- ir manndómspróf með þátttöku í svona þingi. Þeir sem standa fyrir því neyða höfundinn til að sjá sjálfan sig í nýju og stundum ekki allt of þægilegu ljósi. En það hlýtur líka að vera lærdómsríkt að sjá eigin verk í nýju sam- hengi. Ég er heldur ekki frá því að svona skoðun hafi meiri þýðingu fyrir leikskáld en önnur skáld.“ Hvers vegna ? „Það er nú svo að leikrit verður fyrst og fremst til á sviði. Og í mörgum tilfellum þarf nokkrar frumsýningar til að fínslípa það. Þótt leikrit gangi vel hér í okkar litla þjóð félagi, slái jafnvel í gegn eins og sagt er, sem væntanlega eru búnir að fullmóta verk sín þegar þau skila handritum til birtingar." Að tala sig inn í öngstræti Hefuröu á tilfinningunni aö þú eigir þér ákveöinn höfundarheim? „Ég held að minn höfundarheimur sé enn í mótun, en hins vegar skynja ég nú orðið hvað mér lætur best að gera. Ég hef þjálfast talsvert mikið við það að vinna fyrir jaðarleikhúsin íslensku sem hefur útheimt hröð vinnubrögð. Við það hef ég verið fljót- ari að vinna úr ýms- um hugmyndum. Og ef þú spyrð um það hvort vinnuhraðinn komi ekki niður á gæðunum þá svara ég því til að ég hef líka unnið Árni Ibsen - „Mín leikrit gerast í tungumálinu." þá eru þau ekki endilega tekin aftur til sýn- ingar. Höfundi gefst því sjaldan tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem ekki gengur upp í frumflutningi verksins. Á svona þingi er gefst leikritahöfundi tækifæri til að viðra ýmsa eft- irþanka varðandi eigin sviðsverk. Öðru máli gildir um ljóðskáld og skáldsagnahöfunda hægt og útkoman er sú sama. Ef maður hefur hæfileika gengur verkið upp, hver sem vinnu- hraðinn er. Leikverk þarf líka að hafa ákveð- ið tempó, ákveðinn upptakt, sem er öðru vísi en takturinn í skáldsögu." Hver eru þá einkenni á þinni leikritun? „Ég held að mín leikrit gerist mjög mikið í tungumálinu. Ég hef áhuga á því hvernig tungumálið skapar framvinduna í samskipt- um fólks. Persónur tala sig kannski inn í ein- hver öngstræti sem þær ætluðu alls ekki að fara inn í. Eða þá að þeim tekst ekki að orða það sem þær eru að hugsa, oft með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. í stuttu máli sagt hef ég meiri áhuga á því hvernig fólk talar fremur en því sem það segir.“ Hugmyndin um fjöllistaverkið Segöu okkur frá óperuleik ykkar Messíönu Tómasdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. „Aðdragandinn að Manni lif- andi er nú orðinn býsna langur. Á námsárum mínum í Bretlandi hreifst ég af miðaldadramanu um meðaljóninn, Everyman, sem er kaþólskt verk með siðbætandi ívafi, vegna þeirrar tæru og bernsku sýnar sem þar kemur fram. Lengi blundaði svo í mér löngun til að smíða leikverk út frá meginhugmynd- inni í því verki, það er Dauðinn kemur að sækja meðaljón, og persónugera um leið ýmsa mannlega eiginleika og dyggðir, eins og tíðk- aðist í leikritum af þessu tagi. Svo leið og beið; og það var ekki fyrr en ég ámálgaði hugmyndina við Messíönu, sem sjálf hafði mikinn áhuga á þessu Everyman-drama, að hreyfing komst á málið. Þá var haft samband við Karólínu sem féllst á að semja tónlistina. í sameiningu mótuð- um við Mann lifandi og telj- umst því öll höfundar verksins. Loks kom Auður Bjarnadóttir til sögunnar og tók að sér að leikstýra verkinu. Við köllum þetta óperuleik en DV-mynd E.ÓI. 1 rauninni er það hugmyndin um fjöllistaverkið, Gesamtkunstwerk, sem blundar í okkur. Handritið er í 7 „vers- um“ fremur en þáttum, 3 söngvarar koma við sögu, einnig leikarar og hljóðfæraleikarar. Og svo hefur Messíana gert sviðsmynd og bún- inga. Við vonum að með þessum aðferðum takist okkur að segja sögu sem snertir nútíma áhorfendur." -AI Ó mín flaskan fríða... Um þessa helgi eru síðustu forvöð að berja augum einstaklega vandaða sýningu Guðnýjar Hafsteinsdóttur hönnuðar í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnarfirði. Sýningin sker sig úr öðrum slíkum fyrir allt í senn, handbragð, ímyndunarafl og uppsetningu. Eins og allir bestu hönnuðir vinnur Guðný út frá einfoldum hugmynd- um, meðal annars út frá gömlu, góðu flöskunni og hlutverki hennar í tímans rás. Hún blæs sér eða lætur blása flöskur af ýmsum gerðum, og gæðir hverja þeirra eigin karakter. Það gerir hún öðrum þræði með til- brigðum við sjálft flösku- formið, með upphleyptum mynstrum í glerinu, en fyrst og fremst með hug- myndaríkum leik með stúta, tappa og annað til- behör. Flöskur með „fomu“ sniði fá tilheyrandi „fyrnda" tappa, kannski með víkingamynstri eða tilvísunum i þekkta íslenska forngripi, flöskur með „miðaldasniði" fá postulín- stappa þar sem birtast ímyndir höfðingja og heldri kvenna með skrautleg höfuðföt, kannski einnig með kopargjarðir um sig miðja. Það má mikið vera ef ekki er hægt að nýta þessar framúrskarandi hugmynd- ir listakonunnar í ferðamanna-og útflutn- ingsiðnaði. Samræmd ljóð Ragnar Ingi Aðalsteinsson, skáld og kennari við Foldaskóla,( á mynd), er ein- stakur uppalandi nemenda sinna. Eftir að þeir höfðu lokið samræmdu prófunum og biðu skólaloka einsetti hann sér að virkja óþreyju þeirra og atorku, og fékk þá til að setja saman ljóð og gefa út á kver. Kverið, sem nefnist Rimmugýgur, er nú komið út með formála Ragnars Inga. Þar segir hann: „Það sem einkennir ljóðin öðru fremur er að þau eru langflest ort undir hefðbundnum bragar- háttum og standast bragreglur prýðilega, a.m.k. langflest. Hér má sjá ferskeytlu, samhendu, stikluvik, skammhendu og langhendu og hrynjandi fomyrðislags er á sumum ljóðunum..." Tvö þeirra era ort til lærifóðurins, m.a. eftirfarandi: „Ragnar Ingi ræður hér / og rembist við að kenna. / Prikið upp og pískrið fer / prófm upp svo renna.“ (Guðm. Freyr Ómarsson) Sigrún minnir á sjálfa sig A sunnudaginn kl. 17 heldur okkar helsta dúlla í tónlistinni - fyrir utan Diddú - einleikstónleika i íslensku óper- unni. Þetta er að sjálfsögðu hún Sigrún Eðvaldsdóttir (á mynd), konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar með meiru. Sigrún hefur verið svo önnum kafm að gera öðrum til góða að henni hefur ekki gef- ist tími til að minna á sjálfa sig. Nú ætlar hún að spila fyrir okkur partítu eftir Bach fyrir fiðlu og sónötur og svítur fyrir fiðlu og píanó eftir Debussy, Stravinsky og Bu- soni. Með henni leikur ágætur breskur pí- anóleikari, James Lisney, sem nýlega upp- skar mikið lof fyrir geisladisk með sónötu eftir Schubert. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Engin öskur Á tónleikunum hoppuðu áheyrendur samt ekki upp úr sætunum og öskruðu eftir hverja aríu, sjálfsagt vegna þess að rödd Gunnars er ekki áberandi kraft- Tónlisl Jónas Sen hreinn I Dieter og Hvíta albúmið Ekki aUs fyrir löngu kom út bók um Bít- ilinn Paul McCartney eftir Barry Miles 1 sem nefnist Many Years from now og hlaut ágætar viðtökur. Þar kemur fram sem fáir, ef engir vissu, að hugmyndina að Hvíta albúminu svonefnda, það er sjálfu plötuumslaginu, má rekja eftir krókaleiðum til íslands. Popplistamaðurinn Richard Hamilton var fenginn til að hanna umslagið og að því er Barry Miles segir gerði hann það undir áhrifum frá góðvini sínum á íslandi, Dieter Roth (á mynd). Víða liggja rætur Diet- ers... og mikil, hann er ekki hetjulegasti tenór sem við eigum. Þetta bætir hann þó upp með listrænu innsæi, og það er nokkuð sem margur hér- lendur tenór gæti öfundað hann af. Óperuaríurnar sem Gunnar söng á eftir Mozart voru M’ app- ari tutt’ amor úr Mörthu Friedrichs Flotow, hin fræga Questa o quella úr Rigoletto Verdis og E la solita storia úr L’Arlesiana eftir Cilea. Einnig mátti heyra þekkt lög á borð við Torna a Surriento eftir Emesto de Curtis og Mattinata eftir Le- oncavallo. Til fróðleiks má geta að hið síðarnefnda er til í hljóðritun frá 1904 með Enrico Caruso, en hann var nokk- urs konar Elvis óperuheimsins. Sinfóníuhljómsveit íslands stóð sig prýðilega, fyrir utan byrjunina á Moz- art-forleiknum eins og fyrr var greint frá. Fiðlurnar voru fullkomlega sam- taka, sírópskenndar og sætar í forspili að 3. þætti La Traviata eftir Verdi. Einnig var forleikurinn að Valdi örlag- anna eftir sama tónskáld stórbrotinn og glæsilegur, með fallegu klarinettu- sólói sem var eins og hnausþykkt krem á gómsætri djöflatertu. Best var þó Intermezzóiö úr Cavalleria rusticana eftir Mascagni, en þar tókst Keri-Lynn Wilson að galdra fram seiðandi stemn- ingu, enda tónlistin með því fegursta úr ítölsku óperubókmenntunum. Hljóð- færaleikaramir léku líka feilnótulaust og var þetta eitt áhrifamesta atriði bráðskemmtilegra tónleika. Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt Gunnari Guðbjörnssyni Hljómsveitarstjóri: Keri Lynn Wilson Tónleikar 28.5. 1999 Bjartur tenór Nokkur fræg óperuatriði og sönglög voru á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói í gærkvöldi. Þau voru eftir Mozart, Bellini, Mascagni og Verdi og einnig eftir minna þekkt tón- skáld á borð við Friedrich Flotow og Ruggero Leoncavallo. Einsöngvari var Gunnar Guðbjömsson tenór og hljóm- sveitarstjóri Keri-Lynn Wilson. Tónleikamir hófust á forleiknum að Töfraflautunni eftir Mozart. Fiðlur Sin- fóníuhljómsveitar íslands voru ekki al- veg hreinar í byrjun forleiksins, en það er kannski ekkert til að skammast sín fyrir því maður heyrir þennan forleik ekki oft vel spilaðan. Upphaf hans er hátíðlegt og íhugult en einmitt þess vegna er hin rólega innkoma fiðlanna vandasöm. Sem betur fer tekur við galsafengin atburðarás, og þar komust hljóðfæraleikararnir á flug. Keri-Lynn Wilson náði að skapa sívaxandi spennu með hámákvæmum styrkleikabrigðum og því var útkoman, þrátt fyrir byrjun- ina, nokkuð ánægjuleg. Gunnar Guðbjörnsson söng fyrst II mio tesoro úr Don Giovanni og gerði það sérlega vel, framburðurinn skýr og raddbeitingin þétt, túlkunin hóflega dramatísk og aldrei yfirborðsleg. Gunn- ar hefur afar fallega rödd sem er mjög jöfn allan skalann og má segja að það eigi líka við um hann sem listamann. Hann býr yfir mikilli listrænni breidd, og túlkun hans á aríum og sönglögum ólíkra tónskálda er ávallt sannfærandi. Gunnar Guðbjörnsson á æfingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.