Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 V. Afmæli__________________ Helgi Pétursson Helgi Pétursson, borgarfulltrúi og starfsmaður við markaðs- og kynn- ingarmál hjá Samvinnuferðum- Landsýn, Víðihlíð 13, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi 1970, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskól- ann í Árósum 1973-74, stundaði nám í fjölmiðlun og fréttamennsku við American University í Was- * hington DC og lauk þaðan BA-prófi 1983. Helgi kenndi við Þinghólsskóla í Kópavogi 1970-73, var blaðamaður við DB 1975-79, ritstjóri Vikunnar 1979-80, fréttamaður við RÚV-hljóð- varp 1980-85 og fréttaritari þess í Bandaríkjunum um tveggja ára skeið, var ritstjóri NT 1985-86, blaðafulltrúi SÍS 1986-87, fréttamað- ur og síðan dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 1987-90, útvarpsstjóri Aðal- stöðvarinnar 1990-91, markaðsstjóri Samvinnuferða-Landsýnar frá 1991 og starfar þar nú að markaðs- og kynningarmálum. Þá er hann borg- arfulltrúi frá 1998. Frá 1964 hefur Helgi lengst af sungið og leikið með Ríó-tríóinu, einhverju vinsælasta sönglagatríói hér á landi, en þeir félagar hafa skemmt víðs vegar um landið og spUað og sungið inn á fjölda hljóm- platna. Helgi sat í stjórn Félags frétta- manna 1985, í útvarps- réttamefnd 1986-87, í neftid um endurskoðun á fjarskiptalögum 1986, í ut- anríkismálanefnd SUF 1985 og fjölmiðlanefnd Framsóknarflokksins 1990, er fyrsti varaforseti borgarstjómar, formaður umhverfismálaráðs og heUbrigðisnefhdar Reykjavíkurborgar, sitm- í stjórn Ferðamálaráðs ís- lands og i markaðsráði ferðaþjónustunnar. Fjölskylda Helgi kvæntist 28.5. 1977 Birnu Pálsdóttur, f. 30.5. 1953, dóttur Páls H. Pálssonar, stórkaupmanns i Reykjavík, og Bryndisar Guð- mundsdóttur húsmóður. Böm Helga og Bimu em Bryndís, f. 16.4. 1977, háskólanemi; Pétur, f. 26.9. 1978, menntaskólanemi; Heiða Kristín, f. 20.4. 1983, menntaskóla- nemi; Snorri, f. 1.6.1984, nemi. Bræður Helga era ísleifur, f. 4.7. 1946, starfsmaður S.Þ. í Bosníu, kvæntur Auði Albertsdóttur; Krist- inn, f. 29.4. 1956, bóndi í Oloftorp í Svíþjóð, en kona hans er UUa Svanteson; Gissur, f. 2.4. 1958, for- stjóri Vinnumálastofnunar, kvæntur Amheiði Gígju Guð- mundsdóttur. Foreldrar Helga: Pétur Kristjóns- son, f. 23.4. 1926, fulltrúi, og Kristín ísleifsdóttir, f. 13.2. 1927, d. 24.11. 1969, húsmóðir. Ætt Pétur er bróðir Guðbjarg- ar, móður Kristjáns Ein- arssonar, formanns bæj- arráðs Selfoss. Pétur er sonur Kristjóns, múrara í Reykjavík, bróður Rósu, ömmu Helga Hjörvar, forseta Borgarstjórnar. Kristjón var sonur Daða, b. á Litla-Vatnshomi í Dölum, Daðasonar, b. á Bólstað í Dölum, Magnússonar. Móðir Daða yngri var Sigríður, dóttir Erlendar, b. á Fremra-Skógskoti, Þórðarson- ar. Móðir Kristjóns var Guðbjörg Sigríður, systir Jens, vaktara í Stöðlakoti, afa Brynjólfs Jóhannes- sonar leikara. Guðbjörg var dóttir Jóhannesar i Kasthúsum í Reykja- vík Magnússonar. Móðir Péturs var Sigþrúður, syst- ir Sigurðar, byggingafulltrúa Reykjavíkurbæjar. Sigþrúður var dóttir Péturs, verkstjóra í Reykja- vík, bróður Ingibjargar Stephensen, móður Þorsteins Ö. leikara, Einars, formanns Þróttar, Stefáns, for- manns Prentarafélagsins, og Guð- rúnar, móður Ögmundar Jónasson- ar, alþm. og formanns BSRB. Pétur var sonur Þorsteins, b. á Högnastöð- um, Péturssonar, bróður Hjálmars, langafa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm. Móðir Þorsteins var Ingibjörg Einarsdóttir, systir Sigvalda, afa Sigvalda Kaldalóns. Kristín var dóttir ísleifs, b. á Læk í Ölfusi, Einarssonar, vinnumanns í Bjólu í Holtum. Móðir ísleifs var Soffia ísleifsdóttir, b. að Hlíð í Sel- vogi, bróður Ragnhildar, langömmu Halls, fóður Kristins ópemsöngv- ara. Isleifur var einnig bróðir Ing- veldar, langömmu Magnúsar Kjart- anssonar, ritstjóra og ráðherra. ís- leifur var sonur Ólafs, b. i Seli í Holtum, Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Guðrúnar á Ægis- síðu, langömmu Jóns í Skarði, langafa Guðnýjar í Tryggvaskála, móður Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar. Guðrún var dóttir Brands, b. á Felli, Bjamasonar, ættföður Vík- ingslækjarættar, Halldórssonar. Móðir Kristínar var Kristín Jó- hannsdóttir, formanns í Eyvakoti, bróður Kristínar, langömmu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra. Önnur systir Jóhanns var Guðný, amma Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Jóhann var sonur Hannesar, hreppstjóra í Kaldaðar- nesi, bróður Þorkels, langafa Guðna Jónssonar prófessors, fóður Bjama prófessors og langafa Ragnars í Smára. Hannes var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðamesi, Hannessonar, ættföður Kaldaðar- nesættar, Jónssonar. Móðir Kristín- ar Jóhannsdóttur var Elín Magnús- dóttir, af Bergsætt. Helgi er í útlöndum. Helgi Pétursson. Ingvar Þorsteinsson Ingvar Þorsteinsson hús- gagnasmíðameistari, Mosa- rimi 6, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Ingvar fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Litla- Skipholti á Bráðræðisholt- inu. Hann stundaði nám við Iðnskólann, lauk sveinsprófi í húsgagna- smiði 1949 og öðlaðist meistararéttindi 1952. Ingvar starfaði við eigin rekstur á fyrirtækinu Ingvar og Gylfi á árunum 1957-96 eða til sex- tíu og sjö ára aldurs. Hann hefur síðan starfrækt lítið húsgagnaverk- stæði á Dalvegi 16 C. Ingvar sérhæfði sig í framleiðslu Ingvar hjónarúma og svefnher- bergishúsgagna auk þess sem smíðaðar vora innréttingar í hót- el, s.s. Hótel Sögu, Hót- el Esju, Grand Hótel og Hótel ísland, svo nokk- ur séu nefnd. Ingvar var prófdómari í húsgagnasmíði við Iðn- skólann i Reykjavík 1 á annan áratug. Þá var Þorsteinsson. hann fonnaður Félags húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda um skeið. Fjölskylda Ingvar kvæntist 20.1. 1951 Stein- unni Guðrúnu Geirsdóttur, f. 31.1. 1930, húsmóður. Hún er dóttir Geirs Magnússonar, f. 30.10. 1897, d. 2.8. 1954, sjómanns í Reykjavík, frá Þurá i Ölfusi, og k.h., Rebekku Þorsteins- dóttur, f. 15.9. 1899, d. 3.4. 1945, hús- móður, frá Elliðaey. Böm Ingvars og Steinunnar Guð- rúnar em Rebekka Ingvarsdóttir, f. 24.3. 1951, starfsmannastjóri, gift Einari Ágústi Kristinssyni hús- gagnasmið og eiga þau tvö böm; Bergljót E. Ingvarsdóttir, f. 8.2.1954, myndmenntakennari, gift Bjarna Eyvindssyni húsgagnasmið og eiga þau tvær dætur og eitt bamabarn; Ásta Ingvarsdóttir, f. 4.11. 1955, skrifstofustjóri, gift Brynjólfi Ey- vindssyni hdl. og eiga þau þrjú böm; Þorsteinn Ingvarsson, f. 19.3. 1960, húsgagna- og húsasmiður, kvæntur Rögnu Gústafsdóttur hjúkrunarfræðingi; Geir Örn Ingv- arsson, f. 9.4. 1967, húsgagnasmiður en kona hans er Hallveig Gróa Ragnarsdóttir bókari og eiga þau tvö böm. Systkini Ingvars era Viðar Þor- steinsson, f. 3.4.1931, bókbindari hjá prentsmiðjunni Odda; Kristinn Björgvin Þorsteinsson, f. 25.6. 1937, deildarstjóri við Landsbanka ís- lands; Þorsteinn Helgi Þorsteinsson, f. 22.12. 1944, skólameistari Fjöl- brautaskóla Garðabæjar. Foreldrar Ingvars voru Þorsteinn Ingvarsson, f. 12.3.1908, d. 11.3.1974, bakarameistari í Reykjavík, og k.h., Bergljót Helgadóttir, f. 17.7. 1906, d. 14.11. 1963, húsmóðir. Ingvar og Steinunn Guðrún taka á móti ættingjum og vinum á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar í Viðarrima 37, írá kl. 19.00 í kvöld. Erla Guðmundsdóttir Erla Guðmundsdóttir, löggiltur þýðandi og dómtúlkur á ensku, Há- túni 25, Keflavík, varð sjötug í gær. Starfsferill Erla fæddist við Frakkastíginn í Reykjavík og ólst upp i Skerjafirðin- um. Hún var í Austurbæjarskóla, Skildinganesskóla, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, sótti námskeið í enskri hraðritun og stundaði síðar nám hjá Max Factor í London 1963, og við Yamaho Beauty College. Erla starfaði hjá GREGG, Fiskiðjuveri ríkisins, var ritari hjá fiskimálanefhd ífá 1946, var búsett í Vancouver BC í Kanada 1958-61, starfaði hjá RARIK 1961, var ritari hjá Skeljungi 1962, starfrækti Snyrti- skólann í Reykjavík 1962- 64, var búsett í London 1963 og búsett í Kuala Lumpur í Malasíu 1963- 66, var gjaldkeri hjá VSÍ frá 1966 og fulltrúi hjá Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1969-98. Erla hefur starfað í ITC, er mál- freyja, hefúr verið formaður mál- freyjuráðs, landsviðs og var varafor- seti 5. svæðis 1975-76. Þá hefur hún starfað með Leikfélagi Keflavikur frá 1979. Fjölskylda Erla giftist 1.10. 1949 Gunnari Mekkinóssyni, f. 10.5. 1927, d. 4.1. 1991, bólstrara. Hann var sonur Mekkinós Bjömssonar, kaupmanns í Victor hf. við Laugaveginn í Reykjavík, og Dagmarar Þorláksdóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Böm Erlu og Gunnars em Vilborg Gunnarsdótt- ir, f. 18.1. 1950, búsett í Bandaríkjunum og á hún sjö börn; Björk G. Huzell, f. 25.7. 1951, búsett í Sví- þjóð og á hún tvö böm; Guðmundur Gunnarsson, f. 22.4. 1956, d. 21.3. 1961; Dagmar Gunnarsdóttir, f. 8.2. 1958, búsett í Svíþjóð og á hún þrjú börn; Gunn- ar Gunnarsson, f. 14.3. 1960, búsett- ur í Reykjavík og á hann tvö böm; Máría Kamal Gordonsdóttir, f. 14.8. 1966, í Danmörku og á hún fjögur böm. Systkini Erlu era Jóhanna, f. 15.7. 1927; Ásthildur, f. 2.11. 1930; Hörður Albert, f. 17.7. 1936. Foreldrar Erlu voru Guðmundur Benjaminsson, f. 19.8. 1900, d. 10.8. 1966, klæðskeri í Reykjavík, og Vil- borg Einarsdóttir, f. 1.3. 1904, d. 1950, húsmóðir. Erla er að heiman. Erla Guðmundsdóttir. Hl hamingju með afmælið 28. mai 85 ára Axel Magnússon, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Bjami Halldór Egilsson, Hraunbæ 142, Reykjavík. Guðbjörg Halldórsdóttir, Mosgerði 21, Reykjavík. 70 ára Ema Sigurbjörg Ragnarsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Löngufit 24, - Garðabæ, Eiginmaður hennar er Jón Boði Bjömsson matreiðslu- meistari. Aðalheiður D. Böðvarsdóttir, Álfheimum 19, Reykjavík. 60 ára Guðmundur F. Jónmundsson tæknifræðingur, Norðurvangi 4, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Erna Einarsdóttir. Þau taka á móti gestum í Valsheimilinu við Hlíðarenda í kvöld milli kl. 18.00 og 21.00. Edda Sigurjónsdóttir, Ásvegi 15, Breiðdalsvik. Edda Þórarinsdóttir, Laugarbökkum, Skagafirði. Guðbjartur Bjömsson, Fagragarði 2, Keflavík. Indriði Björnsson, Kjartansgötu 4, Borgamesi. 50 ára Anna Metta Stokvad-Kokholm, Lindargötu 58, Reykjavík. Elín Sigurborg Ágústsdóttir, Vesturhúsum 7, Reykjavík. Helgi Hjaltason, Kaplaskjólsvegi 45, Reykjavík. 40 ára Einar Þorsteinsson, forstjóri íslandspósts, Fljótaseli 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Edda Elísabet Kjerúlf húsmóðir. Bjami Svanur Bjamason, Breiðvangi 44, Hafnarfirði. Guðrún Ásgrímsdóttir, Hellu, Grímsey. Jón Ingi Gíslason, Kjamholtum 2, Biskupstungnahreppi. Kristinn Bjömsson, Víðimýri 5, Akureyri. Marteinn Bjarnar Þórðarson, Skipholti 19, Reykjavík. Matthildur Nielsdóttir, Gerðavöllum 52, Grindavík. Ólafur Aðalsteinn Hannesson, Bröttuhlíð 13, Mosfellsbæ. Ragnar Hafstað, Grenimel 23, Reykjavík. Sigurður Bjarnason, Hólagötu 10, Sandgerði. Þór Hauksson, Blönduhlíð 33, Reykjavík. Þór Þorfmnsson, Akurgerði, Austur-Héraði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.